Haldið var með nokkrum HERFÍS-félögum í hellinn Trölla í sunnanverðum Brennisteinsfjöllum. Opið er í u.þ.b. 8 metra djúpu niðurfalli dyngjuhrauns Vörðufellsgígsins og er að jafnaði lokað vegna snjóa a.m.k. 10-11 mánuði ársins.

Trolli-500

Frá því og niður í hvelfingu eru um 6 hallandi metrar. Þegar í hana var komið og hún hafði verið skoðuð kom niðurstaðan: “Eins og loftið er nú flott er hér ekkert meira að sjá!”
Að fenginni langri reynslu (þar sem þessi setning hefur hljómað margsinnis að undangengnum merkustu hellafundum síðustu ára) var athyglinni beint að gólfinu. Það “andaði” köldu. Ekki gat það komið af engu.

Bra-500

Steinar voru fjarlægðir, síðan forfærðir og áfram var rótað með höndunum. Skyndilega opnaðist leið niður á slétt gólf “andans” meginrásina. Um var að ræða op á þaki hennar. Dýptin niður á gólfið virtist um 6 m.
Næsta verkefni verður að fara með stiga upp í Trölla með það fyrir augum að komast niður í meginrásina, sem að vonum gæti verið í stærra lagi! Hellirinn vonumglaði er í Grindavíkurlandi.

Trölli

Trölli – op.