Færslur

Þekktir hraunhellar, skútar og skjól í hraunum Reykjanesskagans eru fjölmörg.
Hraunhellar eru jafnan Thrihnukahellirskilgreindir sem  hraunrásir neðan yfirborðs jarðar er aðallega finnast í helluhraunum þar sem efsta lag þunnfljótandi basaltkviku hefur storknað en bráðið hraunið haldið áfram að streyma í afmörkuðum farvegum undir yfirborðinu. Þegar eldgosið rénar sjatnar í þessum farvegum og eftir standa stundum langir hellar. Dæmi um slíka hella eru Búri í Leitarhrauni, Leiðarendi í Stórabollahrauni, FERLIR í Eldborgarhrauni í Brennisteinsfjöllum og Raufarhólshellir. Til þess að teljast vera hellir er gjarnan við það miðað að holrýmið nái a.m.k. 10 metrum að lengd en annars talað um skúta eða hraunskúta. Á Reykjanesskaganum má berja augum a.m.k. 300 þekkta hraunhella og a.m.k. 300 þekkta skúta og fjárskjól.
Önnur holrými í hrauni sem oft eru einnig talin til hraunhella eru til dæmis gasbólur og gígar líkt og Þríhnúkagígur í Bláfjöllum.

Sjá MYNDIR.

 

Björn Hróarsson hellafræðingur, stofnandi Hellarannsóknafélags Íslands og Björn við gerð bókarinnar FERLIRshúfuhafi fékk árið 2007 erlend rannsóknaverðlaun fyrir verk sitt, Íslenskir hellar.
Enska hellafélagið The Shepton Mallet Caving Club velur og verðlaunar árlega mesta stórvirki félagsmanna í hellarannsóknum. Verðlaunin eru kennd við hellarannsóknarmanninn Bryan Ellis en hann teiknaði einmitt kortið af Raufarhólshelli árið 1970. Það kort er í bókinni Íslenskir hellar.
Verðlaunin eru bæði peningaverðlaun og farandstytta af hellakönnuði. Fyrir nokkrum árum fékk Hayley Clark þessi verðlaun fyrir kort af hellinum Flóka sem birt er í bókinni Íslenskir hellar ásamt upplýsingum um verðlaunin. Á aðalfundi félagsins nýverið fékk Björn Hróarsson þessi verðlaun fyrir bókina Íslenskir hellar. Er það í fyrsta sinn sem einstaklingur sem ekki er Breti fær þessi verðlaun. Á heiðursskjali sem verðlaunum fylgdu segir: „The SMCC Bryan Ellis Award – 2007 – Presented to Björn Hróarsson for the outstanding Íslenskir hellar“.
Á verðlaunaskjalinu er einnig ljósmynd af verðlaunastyttunni.
Björn er vel að verðlaununum kominn, enda bók hans bæði stórvirki á íslenskan mælikvarða og einstök í sinni röð í veraldarsögunni.

 

Trölli var sigraður í morgun (25. sept. 2011) eftir tveggja klst. göngu í svartaþoku í Trolli-21Brennisteinsfjöllum. Þokan var svo þykk á köflum að það var líkt og gengið væri á vegg. Hellirinn er í afurð Vörðufellsdyngjunnar. Með aðstoð vírstiga HERFÍS var loksins komist niður á botn (24 m dýpi). Niðri voru… a.m.k. þrjú rými, (hjarta, lungu og magi) misstór. Þetta er ekki eiginleg hraunrás heldur nokkurs konar svarthol. Það andar, en erfitt var að sjá hvernig… Gýmaldið hefur a.m.k. loksins verið sigrað (en snjór fyllir opið nánast allt árið).
Tilbakagangan gekk vel fyrir sig (1 og 1/2 klst).

Haldið var með nokkrum HERFÍS-félögum í hellinn Trölla í sunnanverðum Brennisteinsfjöllum. Opið er í Trolli-500u.þ.b. 8 metra djúpu niðurfalli dyngjuhrauns Vörðufellsgígsins og er að jafnaði lokað vegna snjóa a.m.k. 10-11 mánuði ársins. Frá því og niður í hvelfingu eru um 6 hallandi metrar. Þegar í hana var komið og hún hafði verið skoðuð kom niðurstaðan: „Eins og loftið er nú flott er hér ekkert meira að sjá!“
Að fenginni langri reynslu (þar sem þessi setning hefur hljómað margsinnis að undangengnum merkustu Bra-500hellafundum síðustu ára) var athyglinni beint að gólfinu. Það „andaði“ köldu. Ekki gat það komið af engu. Steinar voru fjarlægðir, síðan forfærðir og áfram var rótað með höndunum. Skyndilega opnaðist leið niður á slétt gólf „andans“ meginrásina. Um var að ræða op á þaki hennar. Dýptin niður á gólfið virtist um 6 m.
Næsta verkefni verður að fara með stiga upp í Trölla með það fyrir augum að komast niður í meginrásina, sem að vonum gæti verið í stærra lagi! Hellirinn vonumglaði er í Grindavíkurlandi.

Brennisteinsfjoll-101Í síðustu ferð fulltrúa HERFÍS (Hellarannsóknarfélags Íslands) inn í Brennisteinsfjöll uppgötvaðist nýtt áður óþekkt niðurfall í Kistuhrauni. Vegna þoku á svæðinu var reyndar erfitt að staðsetja niðurfallið er var ca. 6 m djúpt. Það gæti því vel verið í Eldborgarhrauni, en það á eftir að koma í ljós. Þrátt fyrir að sérbúinn kaðalstigi hafi verið með í för var ekki talið ráðlegt af öryggisástæðum að sækjast niður eftir honum að svo búnu. Ákveðið var að stefna fljótlega aftur á svæðið með betri búnað.
Ljóst er að Brennisteinsfjallasvæðið bíður enn upp á ótalda ófundna hella…

Litluborgir

Haldið var í Litluborgir, stundum einnig nefndar Hraungerði og Minni-Dimmuborgir, með viðkomu í Helgadal og Valabóli.
Litluborgir-3Litluborgir eru hraunborgir og gervigígar skammt fyrir sunnan Helgafell ofan Hafnarfjarðar sem myndast hafa við það að hraun hefur runnið yfir stöðuvatn. Aðrar merkar og áhugaverðar myndanir á svæðinu eru dropsteinar og kísilgúr. Hið friðlýsta svæði er 10,6 hektarar að stærð.
Markmiðið með friðlýsingu Litluborga sem náttúruvættis er að vernda sérstæðar jarðmyndanir í landi Hafnarfjarðar. Jafnframt er það markmið með friðlýsingunni að varðveita jarðmyndanir svæðisins vegna mikils fræðslugildis, en Helgafell og nágrenni þess hefur um langan tíma verið afar vinsælt útivistarsvæði.
Litluborgir í Hafnarfirði, friðlýst sem náttúruvætti í stjórnartíðindum B. nr. 395/2009. Þar segir m.a: „Umhverfisráðherra hefur ákveðið að tillögu Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands og með samþykki Hafnarfjarðarkaupstaðar, sem landeiganda og sveitarstjórnar, að friðlýsa Litluborgir við Helgafell í Hafnarfirði sem náttúruvætti, Litluborgr-2skv. 2. tölulið 53. gr. laga um náttúruvernd, nr. 44/1999. Umsjón og rekstur náttúruvættisins skal vera í höndum umhverfisnefndar Hafnarfjarðarkaupstaðar, samkvæmt samningi Umhverfisstofnunar og Hafnarfjarðarkaupstaðar sem umhverfisráðherra staðfestir. Umhverfisstofnun skal sjá um gerð verndaráætlunar fyrir náttúruvættið í samráði við Hafnarfjarðarkaupstað. Almenningi er heimil för um náttúruvættið, enda sé gætt góðrar umgengni. Í samræmi við samþykkt um hundahald er óheimilt að hafa hunda í náttúruvættinu án fylgdar og tryggrar stjórnar. Umferð vélknúinna farartækja, þ.m.t. vélsleða, er óheimil í náttúruvættinu. Óheimilt er að hrófla við eða skemma á annan hátt jarðmyndanir í náttúruvættinu Litlu­borgum. Óheimilt er að spilla gróðri og trufla dýralíf innan marka Litluborgr-3náttúruvættisins. Ræktun og dreifing framandi tegunda er jafnframt óheimil innan marka þess. Skotveiðar eru óheimilar á svæðinu. Allar framkvæmdir innan náttúruvættisins eru háðar leyfi Hafnarfjarðarkaupstaðar og Umhverfisstofnunar. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við samþykkt skipulag og verndaráætlun. Gert er ráð fyrir merktum og stikuðum gönguleiðum og stígum um svæðið sem tengst geta öðrum gönguleiðum um uppland Hafnarfjarðar. Brot gegn friðlýsingu þessari varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.“
Sjá meira um Litluborgir HÉR.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Litluborgir í Hafnarfirði, friðlýst sem náttúruvætti í stjórnartíðindum B. nr. 395/2009.

Brennisteinsfjöll

Einn sunnudag í nóvember ákváðu félagar í Climbing.is að skreppa í hellaferð í Brennisteinsfjöll.
Fjallgarðurinn liggur suður-norður á Reykjanesskaga og er stysta leið að honum frá Kleifarvatni. ferlirGengum við uppúr Gullbringu og haldið inn hraunið í átt að fjöllunum. Til að byrja með var gönguleiðin nokkuð slæm, þykkur mosi og miklar mishæðir en skánaði stórum þegar komið var upp á heiðina. Við gengum í talsverðum vindi en hita yfir frostmarki inn að fjöllunum og skoðuðum þónokkra smáhella á leiðinni en talsvert hellakerfi virðist liggja í austur-vestur en er þó mikið hrunið og grunnt.
Þegar komið er í Brennisteinsfjöll er nokkuð áberandi gígaröð til suðurs og gengum við upp á einn gíginn sem heitir Eldborg og er útsýni af honum mikið og fagurt eftir gígaröðinni og niður í Selvog. Um 1 kílómeter sunnan við gíginn er opið niður í hellinn Ferli sem var áætlunarstaður okkar. Í munnanum eru 2 op, annað beint áfram niður og annað til hægri og talsvert þrengra. Fyrst var valið að fara beint niður og mætti okkur þar smá gangakerfi með hraunflór í miðju sem er mjög rauðleitur og fallegur.
FerlirEftir smá ljósmyndun þar var snúið við og farið í göngin sem liggja niður til hægri. Þau skiptast strax í tvennt, önnur liggja til hægri og enda mjög fljótt en fallegar myndanir eru í gólfi þar. Göngin til vinstri eru mun lengri en þrengri. Þar hefur þunnur hraunstraumur runnið og eru veggirnir ótrúlega fagrir með beinum rennslismyndunum og öðru megin er bakki sem er eins og bekkur. Þau göng eru cirka 40 metrar og enda svo snarlega.
Þegar við kláruðum að skoða það sem við fundum af hellinum var ljóst að stutt væri í myrkur og því haldið af stað til baka um 7 km leið að bílnum. Var myrkur skollið á á miðri leið en þar sem allir voru vel ljósum búnir reyndist það ekki vandamál, leiðsögutæki sett í hönd og haldið áfram að labba. Nokkuð lengri leið var valin til baka þar sem enginn nennti aftur að klöngrast um hraunið aftur og lá sú leið niður í lítinn dal rétt norðan Gullbringu en þar hefur stór og úfin hrauntunga runnið um. Við tókum stefnuna fyrir hana á þægilegum göngustíg sem liggur niður á veginn fyrir suðurenda Kleifarvatns.
Gangan reyndist vera 15 km samkvæmt GPS og er þetta frábært svæði að ganga um.

Völundarhúsið

Við gömlu Selvogsgötuna undir Tvíbollum eru nokkrir myndarlegir hraunhellar. Má þar nefna Völdundarhúsið, Spenastofuhelli og Rósaloftshellir. Hellarnir eru greinilega í útrásum frá meginrásinni, sem vel má greina af hinum miklu jarðföllum ofar í hlíðinni, norðvestan við gígana. Meginrásin hefur borið mikið fóður frá þeim, en eftir því sem neðar dró hvíslaðist hún í nokkrar minni. Nyrst í djúpu og stóru ílöngu jarðfalli má sjá eina rásina. Önnur er þar sem Spenastofuhellir er ráshluti og þriðja er rásakerfi Völdundarhússins. Rósaloftshellir er hluti af fjórðu rásinni og eflaust mætti greina fleiri ef vel væri leitað. Enn neðar hafa þessar rásir síðan komið aftur saman í eina eða tvær. Hjartartröð og Leiðarendi eru hlutar af þeim rásum.
Stutt var um liðið síðan FERLIR fór í Spenastofuhelli með viðkomu í Völdundarhúsinu. Nú var gagngert farið á vettvang til að skoða betur síðarnefnda hellinn og jafnframt kíkja inn í Rósaloftshelli. Stutt er á milli opanna. Þannig eru ekki nema u.þ.b. 50 metrar milli meginopa Spenastofuhellis og Völdundarhússins og ekki nema um 20 metrar milli Völdundarhellis og Rósaloftshellis.
Meginop Völdundarhússins er í um 20 m ílöngu jarðfalli, ca. 4 m breiðu. Greiðar leiðir eru bæði í norður og suður inn úr jarðfallinu. Nyrðri hlutinn er áhugaverðari, enda margflóknari, litskrúðugri og með meiri fjölbreytni í hraunmyndunum.
Fallegar storkumyndanir eru á gólfi svo og líkt og bátur á hvolfi. Annað op er skammt ofar. en ca. 10 m suðaustan við neðra niðurfallið er 1-2 m breitt op. Innan við það tekur við rúmgóður hellir með nokkrum opum. Út frá rásinni er ýmis göng og þverrásir í allar áttir, jafnvel í hálfhringi.
Hliðarrásir eru víða þröngar, en litfagrar. Í einum ganginum eru mjó undirgöng sem óvíst er hvort fara má um. Hellirinn er líklega um 100 metra í heildina. Hann hefur þó ekki verið skoðaður til hlítar.
Þegar komið er inn í nyrðri hlutann er hægt að velja um tvær rásir. Ef farið er niður í þá hægri má fljótlega sjá ógreiðfæra hliðarrás til vinstri. Hún mætir hliðrrás úr vinstri rásinni. Neðar er rauðleitur flór sem er líkur snigli á gólfi hellisins. Á veggjum má sjá hvernig hraunáarhæðin í rásinni hefur verið frá einum tíma til annars. Litlir separ eru í lofti. Rásin hlykkjast niður á við og þrengist. Hliðarrás liggur til vinstri. Þarna er gólfið brúnleitt og hefur þar lag lagst ofan á annað með þunnu lagi, sem síðan hefur brotnað upp í flísar. Lítið sem ekkert hrun er í þessum hluta hellisins. Hægt er að fara áfram á fjórum fótum og eflaust munu fleiri afhellar opnast þar neðra. Sú leið var hins vegar ekki farin að þessu sinni.
Þá var haldið niður í vinstri rásina í nyrðri hlutanum. Greina má hversu stór rásin hefur verið áður en þakið féll og jarðfallið myndaðist. Brúnleitara hraun er í þessari rás. Afrás er til hægri. Þverrás hærgi hellishlutans kemur inn í hana, en meginhlutinn heldur áfram niður á við, milli rásanna tveggja. Hún var ekki könnuð að þessu sinni. Þess í stað var haldið niður á við. Lítil þverrás er til vinstri. Stór steinn virðist loka leiðinni áfram, en hægt er að fara framhjá honum. Það er líka þess virði. Komið var inn í lítið rauðleitt herbergi með fáum, en fallegum spenum. Þarna hefur hrauneðja dvalið um stund áður en hún hefur náð að bræða grannbergið og leita áframhaldandi leiðar – um granna rás, sem síðan hefur lokast á eftir henni.
Skoðað var upp í syðra op rásarinnar. Innan við það er hrun. Hellirinn skiptist í tvennt. Ef haldið er upp eftir hægri rásinni er fljótlega komið að litlu jarðfalli, sem hægt er að komast upp úr. Einnig er hægt að skríða áfram inn undir hraunhelluna og eflaust eitthvert lengra. Vinstri rásin er heil. Hún leggur lítillega upp á við. Vinstra megin er sylla og rás innan við þröngt ílangt op. Rásin heldur áfram upp á við, en þrengist verulega. Meginhraunstraumurinn hefur runnið þarna um á leið sinni niður hlíðina.
Skammt norðaustan við meginopið er lítið gat, sem þó er hægt að fara niður um. Undir því er sléttbotna rás. Þegar farð er til suðurs er komið inn á sylluna fyrrnefndu. Norðurleiðin lofar góðu. Hún virðist víkka þar sem hún hallar niður á við og beygja síðan. Henni var ekki fylgt að þessu sinni þar sem skriðbúnaðurinn var ekki með í för. Þetta er rás sem vert væri að kanna nánar við tækifæri.
Rósaloftshellir er stuttur. Op hans er í u.þ.b. 30 m ílöngu jarðfalli, svipuðu að breidd og Völdunarhúsið. Þessi hluti rásarinnar er ekki nema ca. 10 metra löng, en loftið er sérstakt. Um er að ræða nokkurs konar sepamyndun, nema hvað hún er mun minni en margflóknari. Þannig hefur orðið til mynstur er minna sumsstaðar á rósir. Af þeim dregur hellirinn nafn sitt.
Eins og fyrr sagði má sjá hvar hraunið hefur runnið niður hlíðar, sem einhverju sinni hefur verið nyrðri hluti Lönguhlíðar. Síðan hafa fæðst efst á brún hennar nokkrir klepra- og gjallgígar á sprungurein. Þríhnúkar, sem reyndar sumir vilja staðsetja sem hluta Stóra-Kóngsfells og Drottningar (Þríhnúkar) því hinir eiginlegu Þríhnúkar eru fjórir þegar horft er á þá frá austri, eru hluti þessarar gossprungu. Hún opnaðist skömmu eftir að fyrstu norrænu landnámsmennirnir settust að á Suðvesturhorni landsins. Líklega hefur það verið fyrsta eldgosið sem þeir hafa séð hér á landi. Síðan, í þessari sömu goshrinu, rann Kristnitökuhraunið. Þá opnaðist sprunga skammt vestar og sunnar er fæddi Nýjahraun, Afstapahraunið yngra og Ögmundarhraun.
Sögulegur tími á Íslandi nær frá landnámsöld til okkar daga, þ.e.a.s. í yfir 1100 ár. Ein meiri háttar goshrina hefur átt sér stað á Reykjanesskaganum á þeim tíma.
Þeirri hrinu má skipta í þrjú aðalgos. Það elsta eru: Bláfjallaeldar. Það hófst um árið 950 og stóð fram yfir árið 1000 í þessu gosi myndaðist feiknarmikið hraun. Gos í Tvíbollum, Stórabolla skammt norðar og Syðstubollum skammt sunnar, hafa orðið í þessari hrinu. Að vísu má sjá gíga á sprungureinum nokkur ofar og nær Bláfjöllum. Telja verður líklegt að þau hafi orðið í upphafi goshrinunnnar enda liggja hraunin er runnu úr Bollunum til suðausturs yfir þeim. Bollahraunin (þ.á.m. Þríhnúkahraunin) hafa því orðið til á síðari hluta goshrinunnat og miða má afmæli Völdundarhússins og Rósaloftshellis við það tímabil.
Þegar horft er upp ú undirhlíðar Bollanna má bæði sjá hversu hraunstraumurinn hefur verið mikill, en um leið takmarkast af umhverfinu, þ.e. hæðum og lægðum í hlíðunum. Gamburmosinn er þar allsráðandi, en þess fyrir utan má sjá vel gróna „hlíðaróbrennishólma“.
Eldvirkni á skaganum virðist vera nokkuð reglubundin – goslotur verða á um þúsund ára fresti. Hver lota stendur í nokkur hundruð ár. Síðasta slík goslota hófst síðla á tíundu öld og stóð fram undir miðja þrettándu öld. Í hverri goslotu eru nokkrar goshrinur. Eins og við er að búast er síðasta goslotan best þekkt. Hún hófst með goshrinu í Brennisteinsfjallakerfinu og gaus á þremur stöðum, líklega á nokkurra ára eða áratuga bili. Austasta gossprungan er austan undir Bláfjöllum, á henni eru Eldborgir nyrðri og syðri þar sem Kristnitökuhraunið (Svínahraunsbruni) kom upp árið 1000. Mikil gos urðu á stuttri gossprungu sitthvoru megin við Kóngsfell í Bláfjöllum. Frá þeirri sprungu runnu feiknmikil hraun niður undir Sandskeið, ofan í Heiðmörk og vestur undir Húsfell. Vestasta sprungan liggur í suðvestur frá Tvíbollum í Grindaskörðum og frá henni runnu hraun niður með Höfðunum ofan Hafnafjarðar og niður undir Sædýrasafnið sáluga. Einnig runnu hraun frá henni til suðurs og ofan í Herdísarvík.
Við fyrstu sýn virðist svæðið hrjóstrugt á að líta, en ef betur er að gáð kemur í ljós margbreytilegt gróðurfar. Fyrst ber að nefna mosann sem klæðir hraunin á stórum svæðum eins og t.d. í Tvíbollahrauni og setur hann óneitanlega mikinn svip á landið. Grámosi (gamburmosi) er ríkjandi tegund og ræðst tilvist hans af hinu raka úthafslofti. Annars staðar er gróskumikill lynggróður, t.d. krækilyng, bláberjalyng, aðalbláberjalyng, sortulyng og beitilyng. Lítið sem ekkert er um kjarrlendi á þessu svæði. Kjarrgróður er einkum norðanmegin á svæðinu.
Stór hluti fólkvangsins eru melar og bersvæði. Gróður er mjög strjáll á slíku landi og einungis harðgerðar tegundir þrífast þar, t.d. melskriðublóm, holurt, geldingahnappur og lambagras.
Þéttur valllendisgróður liggur víða undir fjallshlíðum með ríkjandi grastegundum; týtulíngresi, hálíngresi og blávingli. Flest eru valllendin tún fornra bæja eða selja eins og örnefnin gefa til kynna: Selvellir, Seltún og Vigdísarvellir.
Mýrargróður er helst að finna í suðurhluta fólksvangsins. Stærst er mýrin við Stóra Lambafell, en þar vaxa algengar mýrarplöntur eins og mýrarstör, gulstör, klófífa, engjarós, mýrardúnurt og horblaðka.
Jarðsaga svæðisins er fyrir margra hluta merkileg – og að mörgu leyti sýnilegri en gengur og gerist annars staðar í þessum landshluta. Svæðið er virka gosbeltinu, sem liggur eftir Reykjanesskaga endilöngum. Gossaga skagans er tiltölulega vel þekkt. Eldvirknin hefur verið stöðug síðustu árhundruðþúsundin og virðast koma í hrinum sem koma á um 1000 ára fresti og stendur yfir í u.þ.b 200 ár. Sögulegur tími á Íslandi nær frá landnámsöld til okkar daga. Ein meiri háttar goshrina hefur átt sér stað á Reykjanesskaganum á þeim tíma. Þeirri hrinu má skipta í þrjú aðalgos. Það elsta eru Bláfjallaeldar sem hófust árið 930 og stóðu yfir í u.þ.b. 100 ár. Miðgosið er nefnt Krýsuvíkureldar. Aðalgos þeirra var árið 1151. Í gosinu opnaðist um 25 km löng sprunga og rann hraunið til svávar bæði sunnan og norðan megin á Reykjanesskaganum. Að sunnan myndaðist Ögmundarhraun í þessu gosi en að norðan rann Nýjahraun sem flestir nefna Kapelluhraun. Í þriðju goshrinunni urðu Reykjaneseldar sem stóðu yfir frá 1210 til 1240. Það gos var yst á skaganum og hluti umbrotanna var í sjó þar sem Eldey reis upp úr sjónum.
Eldvirkni raðar sér á svokallaðar sprungureinar þar sem eru gosstöðvar og opnar gjár. Oft eru sigdalir eftir endilöngum sprungureinunum og gígaraðir. Sprungureinarnar eru yfirleitt 25 -50 km langar og 5-7 km breiðar. Tvær þeirra fara um Reykjanesfólkvang, þ.e Krýsuvíkurrein og Brennisteinsfjallarein sem liggja frá suðvestri í norðaustur yfir Reykjanesskagann.
Jarðlögin á þessu svæði líkt og víðast hvar á Reykjanesskaganum eru grágrýtishraun frá síðustu hlýskeiðum ísaldar, móberg og bólsturberg sem hafa myndast undir jöklum síðustu jökulskeiða og hraun runnin eftir að jökull hvarf af svæðinu. Í Krýsuvík, og þar suður af allt til sjávar, er grágrýti sem jöklar hafa sorfið og skafið. Það eru væntanlega leifar af fornum dyngjum og hafa líklega myndast á síðasta hlýskeiði sem lauk fyrir 120 þúsund árum. Geitahlíð er gömul grágrýtisdyngja og grágrýtishella er líka suður af Lönguhlíð. Sunnan, vestan og norðan Kleifarvatns er móberg og Núpshlíðarháls og Sveifluháls eru móbergshryggir sem hafa hlaðist upp undir jökli. Sömu sögu má segja um Lönguhlíð, þá er fóstraði Bollana. Syðst og austast í fólkvanginum er Krýsuvíkurhraun, forsög

ulegt sprunguhraun. Norðan þess eru nokkur hraun runnin úr Brennisteinsfjöllum eftir landnám. Vestast í fólkvanginum er Ögmundarhraun frá árinu 1151. Það fæddist í annarri af hinum miklu goshrinum á Skagagnum. Sú hefur verið nefnd eftir Krýsuvíkur-Trölladyngjureininni. Goshrinan hófst árið 1151 og gaus þá á um 25 km langri sprungu sem lá skáhallt yfir skagann um Móhálsadal. Úr suðurhluta hennar rann Ögmundarhraunið og tók af m.a. hinn forna Krýsuvíkurstað. Úr norðurendanum rann Kapelluhraun í sjó fram sunnan Hafnarfjarðar. Um 1188 gaus aftur og rann þá að líkindum svonefnt Máfahlíðarhraun.
Síðasta hrinan var í Reykjanesreininni og stóð hún í nær þrjá áratugi, frá um 1210 til 1240. Fyrst gaus við Eldey 1210 eða 1211 og reis þá núverandi Eldey úr sjó.
Hvert eldgosið rak svo annað, en mest virðast umbrotin hafa verið árið 1226 en þá gaus í sjó við Reykjanestána og öskuna lagði til norðausturs yfir Reykjanesskagan, upp í Borgarfjörð og austur í Þingvallasveit. Í kjölfarið runnu nokkur hraun, Yngra-Stampahraun, Eldvarpahraun, Illahraun (á því stendur orkuverið í Svartsengi) og Gíghæð við Grindavíkurveginn.
Af framangreindu má sjá hversu t.d. hellar Tvíbollahrauns sem og annarra hrauna geta gefið greinargóðar upplýsingar um myndun og rennsli afurða gíganna, sem enn má sjá víðast hvar. Þeim, einkum þeir eru nærtækilegastir vegagerðarmönnum, fer þó óðum fækkandi. Sú verður og reyndin með hellana, ef ekki verður staðið vörð um þá sérstaklega. Að fenginni reynslu má sjá að venjulega hefur verið vaðið í nærtækustu hraungígana. Þannig hafa margir þeirra farið forgörðum. Má nefna Eldborg undir Trölladyngju, Moshól undir Núpshlíð og Rauðhól (Hraunhól) undir Vatnsskarði. Gígar þessir voru mikil náttúruundur. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir eru meðal þess áhugaverðasta sem ferðamenn hafa verið að sækjast eftir á Íslandi. Skemmdar eða fjarlægðar eldborgir verða hins vegar ekki endurheimtar. Eins og þær líta út í dag, hálfsundurgrafnar, eru þær eiginlega bara slæmt minnismerki um skammtímaverðmætamat mannskepnunnar.
Neðar í hraunum Stórabolla og Tvíbolla má enn finna fallega hella, s.s. Flóka, Litla-Flóka og Dauðadalahellana. Allir hafa þeir sín einkenni, liti og myndunarsögu þótt uppruninn sér oftast einn og sá sami.
Frábært veður.

Heimildir m.a.:
http://www.os.is/blafjoll/blafjoll2.html
http://www.hafnarfjordur.is/hafnarfjordur/upload/files/pdf/adalskipulag/umhverfi_og_utivist.pdf

Bálkahellir

Afleiðingar Suðurlandsskjálftans 2008 hefur haft víðtækari áhrif en talið hefur verið. Upplýst hefur verið að skjálftinn hafði bæði skyndiáhrif á fólk og langtímaáhrif á bæði bústaði þess og umhverfi, einkum í Hveragerði, á Selfossi og nærbyggðum. Fréttir hafa borist af öllu þessu og myndir verið sýndar – þær nýjustu af sprungum og misgengismyndun í fjöllunum ofan Hveragerðis. Hveravirkni hefur og aukist verulega.
FERLIR í BrennisteinsfjöllumHljóðara hefur farið um áhrif skjálftans á hraunhellana á svæðinu: Lögreglan hefur t.a.m. lokað Raufarhólshelli í Þrengslum vegna hruns. Búri, stærsti hraunhellir Suðvestanlands, hefur þó ekki verið skoðaður og virðist lögreglan ekki hafa lokað honum. Ef miða á við hrun í Leiðarenda í Stórabollahrauni allnokkru vestar ætti Búri nú að teljast varhugaverður. Arnarhreiðrið (-kerið) hefur heldur ekki verið skoðað og er það þó mun nær upptökum skjálftans (ofan Þorlákshafnar). Ekki er heldur vitað til þess að yfirvöld hafi kíkt í Bálkahelli í Klofningum (Krýsuvíkurhrauni). Engin viðvörun hefur í það minnsta komið frá þeim um að varhugavert geti verið að ferðast um hraunhellana fjölmörgu á skjálftasvæðinu – og eru þeir þó þar  fjölmargir (auk Búra, Arnarkers og Raufarhólshellis). Fólk þarf þó ekki að hafa hafa svo miklar áhyggjur því hraunhellar þessir hafa hrist af sér ótölulegan fjölda jarðskjálfta í þúsundir ára, án þess að falla saman. Að vísu má sjá ummerki eftir skjálftana í hellunum, en frostverkunin í þeim er þó öllu áhrifameiri. Í raun ættu almannavarnanefndir á svæðunum að vara fólk stöðugt við að fara um hellarásirnar á vetrum vegna hættu á hruni, en þær hafa ekki gert það fram að þessu a.m.k. Líklegt má telja að Snorri hafi orðið fyrir einhverju hnjaski, jafnvel FERLIR, Kistuhellarnir og Kistufellshellarnir stóru í Brennisteinsfjöllum, Nátthagi eða Rebbi á Stakkarvíkurfjalli.
Allt á þetta þó eftir að skoðast af fulltrúum almannavarnanefnda svæðanna – og meta. Rétt væri að tryggja alla hella svæðisins og gera síðan kröfu um bætur ef af röskun yrði vegna jarðskjálfta. Allt eru þetta jú bæði metanleg og ómetanleg náttúruverðmæti
.Í Leiðarenda

Hallshellir

Hæðin vestan við Hrafnagjá, ofan Gjábakkavegar, nefnist Sigurðarselsbrekkur. Norðan hennar tekur Hábrúnin við, en austan hennar eru Syðri- og Nyrðri Svínahólar.
HellishæðarfjárhellirÁ fyrrnefnda hólnum er há og myndarleg varða er vísar leiðina. Sunnan og vestan við hólana eru miklir grasgróningar. Vestsuðvestan við Syðri Svínhól er Hellishæð. Skammt vestan hennar er Hellisvarðan ofan við Litlu Hellishæð.
Gangur að fjárhellinum í Hellishæð frá Gjábakkavegi tekur u.þ.b. 6 mín. Sjá má glitta í vörðuhrólfið vestan við hæðina, rétt ofan við trjátoppana. Þegar upp á hæðina er komið liggur ljóst fyrir að þarna er fjárskjól; allt grasi vaxið umleikis, hleðslur framan við stórt op og hið myndarlegasta skjól innundir.
Í örnefnalýsingu fyrir Þingvallahraun og birtist í Árbók Fornleifafélagsins 1937-1939 segir m.a. um þennan stað: „Við norðvesturhorn Sigurðarsels er Hellishæð. Það er há hæð, sem snýr h. u. b. í austur og vestur, með skógi vaxna grasbrekku að sunnanverðu. Uppi á henni er hellir, ei alllítill, sem notaður var frá Skógarkoti til fjárgeymslu. Hann var mörgum hellum betri að því leyti, að hann var talsvert hár, en blautur var hann þar, sem gólfið var lægst. Lægð lítil er við vesturenda Hellishæðar; fyrir vestan hana er Litla-Hellishæð, dálítill hóll með vörðubroti; sunnan undir henni, niður á Brún, er klettahóll, sem heitir HellishæðarfjárhellirÞorkelsklettur.“ Sá klettur er nú sérstaklega merkur um uppistandandi steyptu röri; hæðarmælingastandi.
Þá var lagt í langferð. Hún var svo til beint í norður, með stefnu á Söðulhóla vestan Tindaskaga. Veðrið var frábært; 16°hiti, skínandi sól og blíða allt um kring. Þegar komið var upp að Hábrún var Enni framundan og Flekkuhóll vestar. Risavaxin fugl kom fljúgandi frá Ármannsfelli, sveimaði hæglátlega yfir og eftir hringflug niður á við settist hann á Flekkuhól. Þar líktist hann vörðu á hólnum. Þetta var örn, konungur fuglanna – tilkomumikil sjón. Rúpur flugu til allra átta og skógarþrösturinn hvarf við það sama. Allt varð skyndilega hljótt í skóginum, hann sem hafði verið svo lifandi fram að þessu, þ.e.a.s. all nema gömlu hríslurnar, sem virtust steindauðar. Skógarþörstur, sem legið hafði um kyrrt, styggðist skyndilega við mannakomuna. Eggin þrjú í hreiðri hans undir hraunsyllu biðu endurkomu hans.
Stefnan var tekin á Gaphæðir. Gaphellir er sunnan til í þeim.
Á leiðinni upp að Gapa var komið við á Nyrðri Svínhól. Þaðan er ægifagurt útsýni yfir allt Þingvallahraunið og næsta nágrenni, einkum fjallahringinn. Búrfell, Súlur, Ármannsfell, Skjaldbreiður, Tindaskagi og Hrafnabjörg voru líkt og myndlíkingar úr teiknimyndasögu allt um kring.
ÞingvallaskógarhríslaÍ örnefnalýsingunni segir: „Því að rjett fyrir 1900 var vinnumaður í Skógarkoti, sem Þorsteinn hjet Þorbergsson, og hlóð hann eina vörðu úr tveimur. Frá Efstubrún er mishæðalítið, gras- og skógarlautir með smáhólum, heim að Hrauntúni. Stutt vestur af Efstubrún er vörðubrot lítið, sem heitir Markavarða. Í Þingvallalandi var engum afnotum skipt milli hjáleignanna, nema skógarhöggi.
Norður af Jafningjum er stór hæð, og norður af henni Miðhólar, smáhólar nokkrir; á milli þeirra og Markavörðu er alleinkennilegur hóll, klofinn mjög og grasi gróinn að neðan; hann heitir Eyvindarhóll. Hjá honum liggur hin nýja gata milli Hrauntúns og Skógarkots.
Frá Þrívörðum austur að Hrauntúni er hraunið fremur sljett, grösugt og skógi vaxið. Rjett fyrir vestan túnið er Litla-Varða og þjett við túngarðinn að vestan Hellishóll. Hrauntún var fyrst sel frá Þingvöllum, en 1830 byggði Halldór Jónsson þar, og bjó þar í mörg ár. Árið 1935 var það lagt algjört í eyði, eins og aðrar jarðir í Þingvallahrauni. Stutt fyrir austan túnið er Skygnisvarða; þar byrja Skygnirnar þeir, er fyr voru nefndir.
Að sunnan við þá gengur slakki austur að Klofhól, sem er suður af Háskygnirahólum. Stutt austur af Skygnisvörðu er Hálfa-Varða, og er hún sízt meira en hálf. Á móti henni, sunnan við slakkann, eru litlir grjóthólar, sem heita Skjalbreið framundanGráuklettar, norðan við Gaphæðaslóða, sem að mestu voru fjárslóðar og lágu austur að Gapa; góðan kipp þar suður af er áðurnefnd Þorsteinsvarða. Dálítið austur af Hálfu-Vörðu er Gamli-Stekkur; í djúpum hólkrók sjest þar glöggt til tófta. Nokkuð í hásuður þaðan er Þorsteinshóll og suður af honum Kolgerðir, mishæðótt svæði í skóginum. Norðaustur frá Hrauntúnsbæ gengur annar slakki norðan Skygnira, norðaustur að Brúnavörðu. Eftir slakka þessum liggur Víðivallagata, sem notuð var til heyflutninga af Hofmannaflöt í mörg ár. Norður af Gamla-Stekk, sunnan götunnar, eru Stórhólar tveir; vestan hennar er Lambagjárhraun alla leið frá Hrauntúni að Ármannsfelli, austur að Víðivöllum og vestur að Sandskeiðum.“
Gapi er ekki ósvipaður Hellishæðahelli og Klukkustígshólahelli austan Hrafnagjár. Allt eru þetta vel manngengir fjárhellar í hraunbólum, þ.e.a.s. hin náttúrulegustu fjárhús.
Á leiðinni til baka var athyglinni einkum beint að skóginum, sem greinilega er misgamall á þessu svæði. Sumsstaðar voru nýsprotar, en annars staðar sverir þurrkvistir, greinilega komnir til ára sinna.
Aftur var gengið norður eftir Veiðigötu að Skógarkoti. Á leiðinni var örnefnalýsingin rifjuð upp: „Vestur að Hrútabrekkum, að Sauðasteinum, heitir Hrútabrekkuskógur. Skammt Vörðubrot á Gaphæðfyrir ofan Sauðasteina, vestan við Veiðigötu, þar sem fyrst sjezt heim að Skógarkoti, þegar gatan er farin, er lítill hóll með smá vörðubroti; hún heitir Hellisvarða. Þar undir er hinn frægi Hallshellir, sem um nokkur ár dró að sjer athygli fjölda fólks, og skal nú skýrt frá, hvernig hann fjekk frægð sína.
Sumarið 1902 var sá, er þetta ritar, vinnumaður í Skógarkoti hjá Hannesi bónda Guðmundssyni. Þá var þar einnig drengur, sem heitir Kristján Schram og nú hefur í mörg ár verið starfsmaður hjá Gasstöðinni í Reykjavík. Eitt sinn, er við komum úr veiðiför neðan af vatni, hvíldum við okkur í laut þeirri, sem er norðan við hólinn; fundum við þar litla holu, sem var að mestu lokuð af jarðvegi og lyngi. Þegar við rifum þar til, komum við niður í helli, auðvitað „fullan af myrkri.“ Síðar fórum við þangað með ljós og sáum, að hellirinn var talsvert stór, og garður hlaðinn um hann þveran; fyrir innan garðinn er hann svo lágur, að skríða verður á fjórum fótum.
Næsta sumar, 1903, var á ferð á Þingvöllum enski rithöfundurinn Hall Caine. Hann hafði heyrt talað um helli þennan, skoðar hann og þykist finna eitthvað merkilegt við hann, sem hvorki hann sjálfur eða aðrir vissu hvað var.  Svo var hellinum gefið nafn hans, og hann kallaður Hallshellir, og verður nú frægur mjög. Þyrpist þangað múgur og margmenni, sem allt verður vonsvikið á Skógarkot framundanmerkilegheitunum, sem von var, en gaf bóndanum í Skógarkoti góðan skilding, því að allir þurftu á fylgd að halda, og kostaði hún krónu í hvert skipti. Dýrð þessi mun hafa staðið eitt eða tvö sumur; svo fjaraði þessi heimska út, eins og fleiri, og er Hallshellir nú fyrir löngu fallinn í þá fyrri gleymsku.
Rjett fyrir ofan Hrútabrekkur er brött klöpp í veginum, sem heitir Pelahella. Vestur af henni, austan Veiðigötu, eru smáhólar, sem heita Gráuklettar. Traðirnar í túninu liggja til suðvesturs; fram af þeim er stór, sljettur hellubali, sem heitir Vaðmálsbali; munu þar hafa verið breidd vaðmál til þerris; þar var einnig þurkuð ull, meðan það var í tízku. Yfir Vaðmálsbala liggur vegurinn við túngarðinn og frá honum, einnig Vatnskots-gata og Veiðigata.
Jón Kristjánsson, er bjó í Skógarkoti 1840-84, stækkaði þar túnið talsvert til suðurs; sú stækkun er kölluð Gerði; þar voru kvíaær bældar á nóttum, þegar búið var að hirða af því heyið. Þangað voru einnig kvíarnar fluttar; var ánum hleypt út eftir kvöldmjaltir, og lágu þær hreyfingarlausar, þar til birta tók. Í túninu suðaustur af bænum er djúp laut, er Möngudalur heitir. Beint austur af bænum er bali dálítill, sem heitir Harðhaus. Þar var ætíð hafður hrísköstur, sem notaður var til eldsneytis á vetrum. Bærinn stendur sunnan í hæð, sem nefndur var Balinn; uppi á Hreiður skógarþrastarins í Þingvallaskógihonum voru fjárhús og heyhlöður. Þar, sem hann er hæstur, er sundurklofinn hóll, sem heitir Rjettarhóll. Austan við hann, norðan við túngarðinn, var fjárrjett, og austan við túnið tvö lambhús; nú er allt þetta óþarft orðið. Austast í túninu var brunnhola, sem fljótt þraut vatn í; var þá eins og í gamla daga leitað til gamla Ölkofra með drykk, og ef hann þraut, sem sjaldan var, meðan brunnurinn var hirtur og haldið við, varð að sækja vatn á hestum niður í Tjarnir, h. u. b. hálfrar stundar ferð.“
Gengið var Veiðigötuna á enda upp að Skógarkoti. Sólargeislarnir léku við bæjarstæðið og heimatúnið. Ákveðið var að ganga Vatnskotsgötuna til baka. Hún er ómerkt, en verulega greinileg og auðvelt rakningar. Sunnarlega var komið að Vatnsdalnum á vinstri hönd. Um er að ræða litla gróna kvos með tilbúnu vatnsstæði í. Fuglamergð var vakti athygli á því. Vatnsdalshæð er hægra megin götunnar. Einnig Digravarða skammt suðvestar. Áður en komið var að Fjárhúshólshrygg var staðnæmst og niðurlitið niður að vatninu virt viðlits. „Vestan Vellankötlu ganga tangar nokkrir út í vatnið; lengst skaga þar fram Grunn-hólar. Fyrir austan þá eru Nautatangar. Grunnhólar eru talsvert hærri en hraunið þar í kring, sem er að mestu lágt og flatt. Upp undan Nautatöngum er Jórunnarvarða; þar varð úti 1884 kona frá ÞuríðarvarðaSkálabrekku, er Jórunn hjet. Nokkru þar fyrir vestan gengur langur og krókóttur tangi út í vatnið; heitir hann Öfugsnáði, og veit jeg ekkert hvernig á nafninu stendur. Var hann oft notaður til aðrekstrar á vorin frá Skógarkoti. Vestan við hann er löng og hringbogin vík, sem oft er notuð til lendingarstaðar, þegar veiðin er bezt þar framundan. Hún heitir Öfugsnáðavík. Þar úti í vatninu er hólmi, sem heitir Langitangi; verpa þar bæði andir og kríur. Litlu vestar er Vatnskot. Þar voru víst fyrst hús fyrir ær og lömb frá Þingvöllum og síðar var þar það, sem kallað er þurrabúðar- eða húsfólk.  Það er, að það hafði ekki kýr eða bjó ekki við málnytu; þó mun það hafa haft einhvern sauðfjenað. Þess voru dæmi, að þar bjuggu tvær fjölskyldur.“
Hinar miklu tóftir Vatnskots sjást enn sunnan þjóðvegarins, beint framundan stígnum.
Að þessu sinni var stefnan tekin til austurs, að Þuríðarvörðu. Frá henni er tilkomumikil fjallasýn til allra átta.
Þegar komið var yfir á Veiðigötu var hún rakinn til upprunans.
Stefnt er að ferð um Hrauntún og yfir í Gapa og Hrauntúnsfjárhelli mjög fljótlega.
FRÁBÆRT veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Sjá meira undir Þingvallahellar I.

Heimildir m.a.:
-Þingvallahraun.
-Árbók Fornleifafélagsins 1937-1939, bls. 147-163.
Í Hallshelli

Portfolio Items