Ferlir

Tveir fræknir FERLIRsfélagagar tóku að sér að kanna bestu hugsanlegar leiðir að FERLIR, m.a. til að undirbúa væntanlega för þangað með HERFÍsmönnum.

Ferlir

Í Ferli.

Skv. kortamælingum virtist vera jafn langt á svæðið frá öllum hugsanlegum nálgunarstöðum. En með því að fara upp Mosaskarð og síðan velja þaðan hentuga um tvo Óbrennishólma leið virtist nokkuð greiðfært að opinu. Gangan frá skarðinu tók um eina og hálfa klukkustund og tiltölulega greiðfært. Einnig er ætlunin að skoða hið nýfundna hellakerfi, auk þess sem næsta nágrenni FERLIRs verður gaumgæft.

Ferlir

Í Ferli.

Félagarnir skoðuðu hellinn, en ljóst er að í honum eru lágar rásir, sem virðast opnast inn í stærri rásir. Þær þarf að skoða nánar. Mikil litadýrð er í hellinum og virðist hann mjög viðkæmur fyrir ágangi, einkum vegna hins þunna glerjungslags, sem þekur svo til allar rásir.
Fleiri myndir úr hellinum munu birtast á næstunni (sjá HÉR).

Ferlir

Í hellinum FERLIR í Brennisteinshellum.