Entries by Ómar

Reykjanes – Hringferð 19 – Garður – Sandgerði

19. Garður – Sandgerði Staðhættir Sandgerðisvík skerst inn í vestanvert Rosmhvalanes. Víkin afmarkast að sunnan og vestan af skerjaklasa sem nefnist einu nafni Bæjarskerseyri. Landið umhverfis Sandgerði er láglendi og að austan er Miðnesheiði, víða grýtt og gróðurlítil. Minjar eftir mikinn uppblástur sjást víða, stór rofabörð, sem sýna að fyrrum var jarðvegur mun meiri í heiðinni […]

Gíslhellir – og nágrenni

Fræðingar fetuðu sig hægt og rólega að Gíslhelli, brögðuðu á jarðveginum, lyktuðu af berginu og mátu sólstöðuna. Þegjandi skoðuðu þeir hellinn og nágrenni, mældu, skráðu hjá sér, litu hver á annan, kinkuðu kolli og röltu síðan sólbakaða bakaleiðina í hægðum sínum. Skyldi hellirinn hafa geta hýst a.m.k. 160 menn samtímis? Hvernig geta útilegumenn hafa hafst […]

Ellefuhundruðogfimmtíu I

Nýlega fannst lítið op á stórum helli í Hrútagjárdyngjuhrauni, undir nýlegra hrauni frá 1151 (sem nú er þekkt sem Ögmundarhrauns-, Afstapa- og Kapelluhraunsmyndunin). Ætlunin var að fara niður í hyldýpið og skoða undirlendið með aðstoð kaðals og stiga. Líklega var þarna um að ræða stað, sem enginn maður á jarðkringlunni hefur nokkru sinni áður stigið niður fæti. Á leiðinni […]

Vogar – fjölskyldudagur

Hinn árlegi Fjölskyldudagur í Sveitarfélaginu Vogar var haldinn 14. ágúst (2010). Ungir jafnt sem aldnir fengu að skoða innviði TF-Lífar, þyrlu Landhelgisgæslulnnar, á þessari árlegu Fjölskylduhátíð sem haldin var í bæjarfélaginu þrettánda árið í röð. Hátíðinni lauk með flugeldasýningu um kvöldið. Að sögn Tinnu Hallgrímsdóttur, skipuleggjanda hátíðarinnar, var þyrlan við æfingar og var í leiðinni […]

Árnahellir

Árnahellir er einn af hellagersemum landsins. Varla þar að taka fram að hellirinn er á Reykjanesskaganum. Hér er birt umfjöllun um hellinn á mbl.is árið 2002 er hann var friðlýstur. „Árnahellir í Leitahrauni skammt norðvestan Þorlákshafnar friðlýstur – Neðanjarðar-frumskógur hraunstráa og dropsteina. Sigurður Sveinn Jónsson, formaður Hellarannsóknar-félags Íslands, undirritar samstarfssamning við Náttúruvernd ríkisins sagði við […]

Steinveggir

Hlaðna steinveggi má sjá víða um land, ekki síst á Reykjanesskaganum. Í flestum tilvikum eru þeir leifar frá gamla útvegs- og bændasamfélaginu. Tilgangur þeirra og notkun var af margvíslegum toga, líkt og handverkið sjálft. Grjótið var og misjafnt og tóku vegglagið mið af því. Stundum var langt að sækja grjót og var það þá dregið […]

Hvaleyrarvatn – nykur I

„Frá Hafnarfirði er tilvalið að leggja upp í ýmsar göngu ferðir, stuttar eða langar. Eg skrifaði fyrir nokkrum árum um sumar af þeim gönguslóðum, og verð því stuttorður um þær hér. Af Krýsuvíkurveginum og Kaldárselsveginum er örstutt að fara að Hvaleyrarvatni. Mörgum finnst ljótt og auðnarlegt þarna við vatnið, en litli dalurinn við Hvaleyrarvatn vinnur […]

Bláfjöll; Eldborg – Drottning – Stóra-Kóngsfell

Gengið var um Eldborg, Drottningu og Stóra-Kóngsfell vestan Bláfjalla. Eyrað er fjær og væntanlega hluti af eldri gígaröð vestan í hálsunum. Eldborg hangir utan í smáfjallinu Drottningu sem er svo aftur við hliðina á Stóra-Kóngsfelli. Eldborg er það fyrsta sem grípur augað, en hún mjög glæsileg á að líta, regluleg í lögun og með skarði […]

Skipsstígur – um loftskeytastöðina ofan Grindavíkur

Haft var samband við Varnarmálastofnun og leitað eftir heimild til að fá að skoða svæðið innan afgirtrar loftskeytastöðvarinnar undir Lágafelli ofan (norðan) Grindavíkur með það fyrir augum að leita og skoða Skipsstíg, hluta hinnar fornu þjóðleiðar milli Grindavíkur og Njarðvíkur. Vegna starfseminnar hefur svæðið ekki verið aðgengilegt síðustu áratugina. Bent var á Kögun [nú Advania], […]

Keflavík – Hvalsnesleið – Hvalsnes

Gengið var frá íþróttahúsi Íþróttaakademíunnar í Ytri-Njarðvík og upp að sýnilegum enda Hvalsnesvegar (-götu) ofan byggðarinnar suðaustan Ró(sa)selsvatna (-tjarna). Þar má sjá hvar hún liggur upp holtið og síðan áfram upp Miðnesheiðina. Ætlunin var að fylgja götunni alla leið að Hvalsnesi, en millum þessara staða lá aðalleiðin fyrr á öldum, eða þar til sjálfrennireiðin gerði […]