Entries by Ómar

Refagildrur – Húsatóptir

FERLIR fann fyrir allnokkru hlaðna refagildru ofan við Húsatóptir við Grindavík. Þegar svæðið var skoðað betur fyrir skemmstu komu í ljós tvær aðrar til viðbótar og líklegt má telja að þar kunni að leynast fleiri slíkar. Auk refagildranna ofan við Húsatóptir eru fleiri hlaðnar refagildrur við Grindavík, s.s. í Básum ofan við Staðarberg, í Sundvörðuhrauni […]

Silungapollur – sagan

Í Skýrslu nefndar um „Könnun á starfsemi vistheimilisins Silungapolls 1950-1969, vistheimilisins Reykjahlíðar 1956-1972, og heimavistarskólans að Jaðri 1946-1973„, þann 31. ágúst 2010 má lesa eftirfarandi: „Hinn 1. júlí 1950 hóf Reykjavíkurbær starfsemi vistheimilis á Silungapolli sem staðsett var skammt frá Suðurlandsvegi í nágrenni Reykjavíkur. Þar átti Barnasumardvalarfélag Oddfellow húsnæði sem það hafði reist árið 1930 […]

Háhitasvæði – mikilvægi verndunar

Á undanförnum árum hefur verið nokkur umræða um háhitasvæði landsins og athygli manna beinst að möguleikum á frekari nýtingu þeirra, einkum til orkuframleiðslu (Iðnaðarráðuneytið 1994, Morgunblaðið 6. febrúar 2005). Hins vegar hefur minna borið á umræðu um sérkenni og verndargildi þeirra. Á háhitasvæðum landsins nær jarðhiti víða til stórra samfelldra svæða ef miðað er við […]

Sólarupprás og sólsetur

Sólarupprás eða sólris telst þegar efri rönd sólar nemur við sjóndeildarhring (sjónbaug). Sólarlag eða sólsetur telst þegar sólin hverfur niður fyrir sjóndeildarhring. Sólargangur á við hreyfingu sólar á himninum. Sólarupprás eða sólris telst þegar efri rönd sólar nemur við sjóndeildarhring (sjónbaug) á uppleið, en sólarlag eða sólsetur þegar sólin hverfur niður fyrir sjóndeildarhring. Lengd sólargangs […]

Hof – Hofselin fornu

Hof og Esjuberg eru landnámsbýli á Kjalarnesi. Örlygur Hrappsson byggði síðarnefnda bæinn og bræðrungur hans, Helgi bjóla Ketilsson, þann fyrrnefnda. Bæjarnafnið bendir til þess að þar hafi áhersla verið lögð á átrúnað, enda gefa örnefni í nágrenninu vísbendingu um að svo hafi verið á Kjalarnesi í árdaga búsetu manna hér á Reykjanes-skaganum. Eftir því sem ráða má […]

Kvíguvogar – Kvíguvogasel

Kvíguvogar eru sagðir heita eftir sækúm er þar gengu á land og náðist ein þeirra í fjós á bænum. Segir sagan að af henni sé komið eitt besta kúakyn á landinu, allar úlfgráar að lit. Í 101. kafla Landnámu (Sturlubók) er getið um landnám í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Eyvindur hét maður, frændi Steinunnar og fóstri; […]

Guðnýjarstapi – Dýjakrókahóll

Skal hér fjallað um tvö skemmtileg örnefni í landi Garðabæjar, annars vegar hina meintu dys (landamerki) Guðnýjarstapa og hins vegar álfhólinn ofan við Dýjakróka við Urriðakot. Í örnefnaskrá SP fyrir Urriðakot má lesa eftirfarandi um álfhólinn: „Heimildarmaður er móðir hans, Guðbjörg Guðmundsdóttir sama stað. Hún er fædd í Urriðakoti 1906 og átti þar heima til […]

Melaseljadalur – Melasel – Tindstaðasel

Af Jarðabókinni 1703 að dæma er ekki að sjá að Melar á Kjalarnesi eigi neina selstöðu. En hins vegar virðist „þriðja afbýli af sömu jörðu, kallað Melakot“, eiga selstöðu þar sem heitir Mela Seljadalur, „og eru þeir hagar að mestu aleyddir af skriðum“. Á næsta bæ, Tindstöðum, er skv. Jarðabókinni, „selstaða í heimalandi“. Ætlunin var […]

Fjörbaugsgarður

„Fjörbaugsgarður“ fólst í því að misindismönnum var útskúfað úr samfélaginu og gert að ferðast til útlanda og dvelja utan í a.m.k. þrjú ár til að hugsa ráð sitt. „Eitt sérkennilegasta ákvæði íslenskra laga er án ef ákvæði Grágásar um fjörbaugsgarð. Fjörbaugsgarður er í sem stystu máli tímabundin útilokun frá samfélaginu, útilokun sem þó gerir ráð fyrir […]

Skúlatún – Helgadalur – rannsókn 1907

Í Árbókinni 1908 fjallar Brynjúlfur Jónsson um „Rannsóknir fornleifa sumarið 1907„; annars vegar í Gullbringusýslu og hins vegar í Skúlatúni. Þar fjallar hann bæði um tóftir í Skúlatúni og í Helgadal. „Í Árbók fornleifafélagsins 1903, bls. 33—34, hefi eg getið þess, að nafn Skúlastaða, — þar sem Ásbjörn landnámsmaður Özzurarson bjó, — sé nú týnt, og jafnframt, […]