Entries by Ómar

Ástjörn og Ásfjall

„Með friðun tiltekinna landssvæða er verið að tryggja rétt okkar og komandi kynslóða til að njóta ósnortinnar náttúru. Ósnortin náttúra er takmörkuð auðlind, auðlind sem á heimsvísu fer þverrandi. Reglur um friðlýst svæði eru mismunandi og fara eftir markmiðum friðlýsingar, eðli svæðisins og samkomulagi við hagsmunaaðila. Ástjörn Ástjörn og svæðið umhverfis hana var friðlýst árið […]

Flekkudalur – Torfdalur

Stefnan var tekin á ný á Flekkudal í Kjós. Ætlunin var að skoða ofanverðan dalinn, en FERLIR hafði áður gengið um hann neðanverðan (sjá síðar). Guðný Ívarsdóttir tók vel á móti viðstöddum. Hún virtist þekkja þarna hverja þúfu og örnefnin las hún eins og staf á bók. Þegar henni var kynnt tilefni ferðarinnar, þ.e. leit […]

Eldfjöll

Eldfjöll Íslands eru mörg virk vegna sinna einstakra jarðfræðilegra aðstæðna. Á eyjunnni eru u.þ.b. 130 eldfjöll, en einungis nokkur eldfjöll gjósa reglulega, til dæmis Hekla eða Krafla. Eldstöð er jarðfræðilegur landslagsþáttur (oftast fjall, þá kallað eldfjall) þar sem hraun eða í tilfelli lághitaeldstöðva, rokgjarnt efni gýs, eða hefur gosið. Fjölmargar eldstöðvar eru þekktar á reikistjörnum […]

Fornasel – Raufhóll – Hrafnabjörg

Ætlunin var að ganga í svonefnt Fornasel norðan Arnarfells, en þar ku hafa verið forn selstaða frá Þingvallabænum. Þá átti að halda upp með ofanverðri Hrafnagjá að Rauðhól, en grunur er um að þar sunnan hólsins kynnu að leynast mannvistarleifar. Loks átti að ganga inn með vestanverðum Hrafnabjörgum að svæði sem ekki ólíklega kynni að […]

Hveragerði – hverir

„Hveragerði er í austurjaðri gosbeltis sem liggur frá Reykjanesi um Þingvelli og norður Langjökul. Gosbeltið er framhald Mið-Atlantshafshryggjarins sem þarna gengur á land. Annað gosbelti liggur síðan frá Vestmannaeyjum um Vatnajökul og norður í Öxarfjörð. Í gosbeltunum er mikil framleiðsla á kviku sem kemur upp í eldgosum eða storknar neðanjarðar og myndar hitagjafa jarðhitasvæðanna. Eitt […]

Bieringstangi (Tangabúðir)

„Á Reykjanesskaga hefur allt frá fornu fari verið mikill f jöldi verstöðva, stórra og smárra. Hinar helztu þeirra voru Bieringstangi á Vatnsleysuströnd, Vogar, Njarðvíkur, Leira, Garður, Sandgerði, Stafnes, Hafnir og Grindavík. Frá öllum þessum stöðum og mörgum fleiri, leituðu menn út á mið Faxaflóa og Suðurstrandarinnar. Fiskimiðin reyndust að vísu misjafnlega gjöful, og brugðust stundum, […]

Eldfjöll og örnefni

„Að minnsta kosti 12 hraun hafa runnið á Reykjanesskaga síðan land byggðist. Nýjasta er sennilega á 14. öld. Eftir að jökul leysti af skaganum fyrir um 12 til 15 þúsund árum hafa um 200 eldstöðvar á fjórum eldstöðvarkerum verið virkar á svæðinu og úr þeim runnið um 42 rúmkílómetrar af hrauni sem þekur yfir 1000 […]

Almenningur II

„Almenningsskógur er gamalt heiti hraunasvæðisins suður og vestur af Straumsvík. Þetta var úthagi Hraunajarðanna sem voru í eigu kirkjunnar en komust i konungseign við siðaskiptin 1550. Þessar jarðir voru allar seldar um og eftir 1830 og eftir Það voru þær í eigu bænda þar til búskapur lagðist að mestu af u.þ.b. 100 árum seinna. Á […]

Hafnaheiði

Í örnefnalýsingu Vilhjálms Ivars Hinrikssonar frá Merkinsi um Hafnaheiðina má m.a. lesa eftirfarandi: „Um Stapafell (Stapafellsþúfu) eru hreppamörk Hafna-, Grindavíkur- og Njarðvíkurhreppa. Áður er nefnd krossgata vestan Þrívörðuhæðar. Vegurinn, sem liggur til vinstri, er Stapafellsvegur. Lautin, eða lægðin, er nefnd Lágar. Þegar suður fyrir Lágar kemur, hækkar landið og á hægri hönd er geysimikil hæðarbunga […]

Stríðsminjar II

Ótal stríðsminjar má enn finna hér á landi, hvort sem um er að ræða skotgrafir, skotbyrgi, flugvelli, braggaleifar eða flugvélaflök. Í fyrri-heims-styrjöldinni notaði fólk það sem það hafði alltaf notað og það var að skjóta, hlaða, eitt skref áfram, skjóta og svo hlaða og þegar þeir voru komnir að hvor öðrum þá hlupu þeir hvor öðrum […]