Entries by Ómar

Er eldgos væntanlegt á Reykjanesskaga? – Jón Jónsson

Í Morgunblaðinu árið 1967 var „rabbað við Jón Jónsson, jarðfræðing, sem vinnur að því á sumrin að gera jarðfræðikort af skaganum. Fyrirsögnin var: „Er Eldgos væntanlegt á Reykjanesskaga?“ Jón Jónsson, jarðfræðingur, er einn þeirra íslenzku vísindamanna sem á sumrin ferðast vítt og breitt um landið til ýmiskonar starfa. Dagurinn er oft langur og erfiður, hann […]

Grindavík – álagablettir og þjóðsögur

Grindavík hefur að geyma ýmsa þjóðsagnakennda staði og álagabletti. Hér getur að líta upplýsingar um nokkra þeirra. Bæjarfélagið hefur, því miður, sýnt stöðunum lítinn sóma í seinni tíð. Þeir, sem vita um og/eða þekkja fleiri slíka staði í umdæmi, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við ferlir@ferlir.is. Álagahóll Við Þorbjörn – inni í portinu […]

Þróun jarðskorpunnar við sunnanverðan Faxaflóa; sprungumyndunarsöga – Páll Imsland

Páll Imsland skrifar um „Þróun jarðskorpunnar við sunnanverðan Faxaflóa – sprungumyndunarsögu“ í Náttúrufræðinginn árið 1985. Inngangur Kenningin um landrek og tilurð jarðskorpu á gliðnandi plötumótum, gerir betur grein fyrir myndun, þróun og ástandi íslensku jarðskorpunnar en nokkurt annað tiltækt hugmyndakerfi. Það sem hér verður útlistað um almennt jarðfræðilegt ástand og þróun skorpunnar á Suðvesturlandi er […]

Selstöður í heiðinni – Árni Óla

Í bók Árna Óla, Strönd og Vogar – Úr sögu einnar sveitar í landnámi Ingólfs, fjallar hann um „Selstöður í heiðinni“ – Vogaheiði. „Seljarústir segja sína sögu um búskaparháttu fyrr á öldum. Landnámsmenn fluttu með sér frá Noregi þann sið að hafa í seli. Og íslenzka bændastéttin var fastheldin á þetta, því að um þúsund […]

Hraunborgir og gervigígar – Jón Jónsson og Dagur Jónsson

Í Náttúrufræðingnum 1993 fjalla feðgarnir Jón Jónsson og Dagur Jónsson um „Hraunborgir og gervigíga„. Inngangur Hraunborgir er orð sem óvíst er hvort áður hefur verið notað í þeirri merkingu sem við gerum hér. Seinni lið orðsins kannast þó allir við úr örnefninu Dimmuborgir. Flestum Íslendingum mun aftur á móti ljóst við hvað er átt þegar […]

Sprungur, misgengi og eldgos

Ágúst Guðmundsson skrifaði um „Sprungurnar á Þingvöllum og myndun þeirra“ í Náttúrfræðinginn 1986: Inngangur „Sprunguþyrpingar, þ. e. belti af opnum gjám og misgengjum, eru algengar í gosbeltum hér á landi, en finnast einnig á eldvirkum svæðum erlendis. Almenn lýsing á öllum sprunguþyrpingum á Íslandi er í grein Kristjáns Sæmundssonar (1978), en ítarleg lýsing á einstöku […]

Eldgos á sögulegum tíma á Reykjanesskaga

Jón Jónsson, jarðfræðingur, skrifaði um „Eldgos á sögulegum tíma á Reykjanesskaga“ í Náttúrufræðinginn árið 1983: Inngangur Reykjanesskagi er hluti af gosbeitinu, sem liggur um Ísland þvert og er í beinu framhaldi af Reykjaneshryggnum, sem neðansjávar teygir sig langt suðvestur í haf og raunar er hluti af Atlantshafshryggnum mikla. Frá því að síðasta kuldaskeiði lauk hefur […]

Gálgahraun og Eskineseyrar – Ólafur Þorvaldsson

Í Lesbók Morgunblaðsins 1952 fjallar Ólafur Þorvaldsson um „Gálgahraun og Eskineseyrar“. „Í LESBÓK Morgunblaðsins, 31. tbl., skrifar Árni Óla blaðamaður grein, sem hann nefnir Gálgahraun. Greinin er hin fróðlegasta, svo sem vænta mátti úr þeirri átt. Þar lýsir höfundur vel og glögglega þessum afvikna stað, Gálgahrauni, legu þess, margbreyttri náttúrusmíð, gróðri og fuglalífi. Einnig rekur […]

Helgafell og nágrenni

Í nágrenni Helgafells, sem í dag er orðið aðdráttarafl fyrir göngufólk í auknum mæli, er fjölmargt að skoða, s.s. Kaldárbotna, Helgadal, Valaból, Valahnúka, Húsfell, Litluborgir og Gvendarselshæðargígaröðina, svo eitthvað sé nefnt. Flest göngufólkið virðist þó hafa það að markmiði að ganga á fellið, njóta útsýnisins og þramma síðan umhugsunarlaust til baka. Þó eru þeir/þau til […]

Bessastaðakirkja – „Kross eða vindhani?“

Hreinn S. Hákonarson skrifaði þann 14. nóv. 2023 grein í Kirkjublaðið.is um „Kross eða vindhana?“ á Bessastaðakirkju: „Fyrir nokkru var Kirkjublaðið.is að fletta nýútkominni litabók í bókaverslun sem bar virðulegra nafn en aðrar litabækur sem orðið höfðu á ævivegi ritstjórans: „Hin íslenska litabók“. Myndirnar gerði Sísí Ingólfsdóttir. Litabókin er ætluð börnum og í henni eru […]