Entries by Ómar

Gamlar leiðir

Upphafið Götur mynduðust hér á landi allt frá fyrstu fótatíð manna og búfénaðar. Enn í dag er stundum erfitt að greina á milli hvaða götur voru notaðar af hverjum, hvenær og í hvaða tilgangi.  Sumar götur, sem áður voru gengnar, eru nú horfnar, margar má enn greina og enn aðrar hafa verið endurheimtar. Á löngu tímabili […]

Vetrarferð – Sigurður Greipsson

Í Skinnfaxa 1931 segir Sigurður Greipsson frá „Vetraferð“ hans og félaga hans frá Biskupstungum til Reykjavíkur. „Það hefði varla talizt frásagnarvert fyrir tveimur áratugum, að ungir, frískir menn færu gangandi austan úr Biskupstungum, um Mosfellsheiði til Reykjavikur, þótt um hávetur væri. Þá var það venja, að flestir karlmenn, sem gátu komizt að heiman um lengri […]

Ferðasaga í Selvog – Sigrún Gísladóttir

Í Emblu, 1. tbl. 01.01.1946, er „Ferðasaga Sigrúnar Gísladóttur frá Reykjavík í Selvog„: „Þegar ég var telpa austur á Eyrarbakka, heyrði ég oft sjómenn tala um, að þeir ætluðu áð skreppa út í Vog, það er Selvog, rétt eins og við börnin skruppum milli liúsa. Hafði ég því á tilfinningunni, að þetta væri afar auðvelt. […]

Gönguför um Gálgahraun – Guðrún Sveinsdóttir

Í Melkorku árið 1954 birtist grein eftir Guðrúnu Sveinsdóttur undir fyrirsögninni „Gönguför um Gálgahraun„. „Á Álftanesi við Arnarnesvog er Gálgahraun. Fram við sjóinn, beint á móti BessastöÖum gnæfa Gálgaklettar. Við klettaræturnar þekur grasið gömul tóftarbrot. Í klettaskorum vex ljónslöpp, tófugras, burkni, þursaskegg o. fl. Efst uppi situr svartbakur, einn síns liðs, en annars er hér […]

Tjörvaskjól, Tjörvabyrgi og Tjörvagerði…

Í „Svæðisskráningu fyrir Hafnarfjörð 1989“ og í „Örnefnalýsingu fyrir Straum; Gísli Sigurðsson“ er getið um „Tjörvagerði“ og „Tjörvaskjól„. „Vestur frá þýskubúð og sunnan undir klöpp eru „Tjörvagerði“ og „Tjörvaskjól“…. hvort tveggja er hlaðið af Guðmundi Tjörva bónda í Straumi og Þýskubúð.“ Skjólið er skammt (20m) vestur af gerðinu og rétt sunnan við hleðslu undir girðingu […]

Gengið um Garðabæ – Sigurður Björnsson

Í Listinni að lifa árið 2007 er grein eftir Sigurð Björnsson; „Gengið um Garðabæ„. „Garðabær er hluti af Álftaneshreppi hinum forna, sem fyrst var skipt árið 1878 í Garðahrepp og Bessastaðahrepp. Síðar var Hafnarfjörður skilinn frá Garðahreppi og fékk kaupstaðarréttindi árið 1908. Þessi sveitarfélög heita nú Garðabær, Hafharfjarðarkaupstaður og Sveitarfélagið Álftanes. Umhverfi og ásýnd Garðabæjar […]

Örnefni geyma mikinn fróðleik – Björn Þorsteinsson

Í Lesbók Morgunblaðsins 1966 skrifar Björn Þorsteinsson; „Blaðað í örnefnaskrá„. „Örnefni geyma mikinn fróðleik um land og þjóð, og dálítil örefnafræði er handhæg hjálpargrein við sögukennslu. Allir Íslendingar þekkja talsvert af örnefnum, ef vel er að gáð, og sú þekking getur komið nemendum að margs konar liði við nám sitt, ef kennaranum tekst að fá […]

Frásagnir um Ísland á undan landnámi – Þorvaldur Thoroddsen

Í „Landfræðisögu Íslands“  er fjallað um „Hugmyndir manna um Ísland, náttúruskoðun þess og rannsóknir, fyrr og síðar“; Höfndurinn  er Þorvaldur Thoroddsen. Í ritinu eru m.a. skýrðar „Frásagnir  fyrrum um landnám Íslands„. Sagnir um Thule Ekki eru neinar líkur til þess, að mannabyggð hafi verið á Íslandi, fyrr en Írar komu hingað á 8. öld; ekki […]

Botnssúlur

Í Dagblaðinu Vísi 14.05.2002 segir PÁÁ frá „Brölti um Botnssúlur„. „Botnssúlur eru einn besti útsýnisstaður meðal fjalla í klukkustundarfjarlægð frá Reykjavík. Þær eru í rauninni fjallaklasi sem býr yfir ýmsum leyndarmálum líkt oq hinir fögru dalir við rætur þeirra. Þótt haustið sé í rauninni gengið í garð er engin ástæða til þess að láta það […]

Brennisteinsfjöll friðlýst

Brennisteinsfjöll voru þann 24. apríl 2020 friðlýst gagnvart orkuvinnslu á grundvelli 53. gr. laga nr. 60/2013, um náttúruvernd og sbr. ályktun Alþingis nr. 13/141, frá 14. janúar 2013. Verndarsvæðið er 123.131 km² að stærð. Í mbl.is 25.4.2020 segir: „Brennisteinsfjöll friðlýst„. „Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag á Degi umhverfisins, friðlýsingu háhitasvæðis Brennisteinsfjalla […]