Entries by Ómar

Seljadalur – Vindássel

Enn og aftur var reynt að fá botn í það hvers vegna Seljadalur ofan við Fossárdal í Kjós væri jafnan nefndur í fleirtölu. Þrátt fyrir þetta – að einungis væri vitað (árið 2009) um eina selstöðu í dalnum – virtist áskornunin freistandi, þ.e. frá Reynivöllum. FERLIR leitaði til hinna fróðustu manna í sveitinni, en þeir […]

Lönguhlíð – flugvélaflak II

Samkvæmt upplýsingum Eggerts Nordahls eru flugvélapartarnir neðan við Kerlingargil af Douglas Dakota, ekki Hudson. Í fyrri umfjöllunni um framangreint flugslys og staðsetningu á flakinu kom m.a. fram eftirfarandi: „Eftir að hafa gengið brúnir Lönguhlíðar sunnan við Kerlingargil kom í ljós að flugvélinni hafði verið flogið í hlíðina eins og fram kemur í framangreindri lýsingu. Undir […]

Fjögur hundruð og fjórtán selstöður

Uppdrátturinn hér að ofan er af Vífilsstaðaseli í Vífilsstaðahlíð. FERLIR hefur þegar skoðað 414 selstöður á Reykjanesskaganum. Þegar allur skaginn hefur verið skoðaður má ætla að selin verði nálægt 450 talsins (eftir er t.d. að skoða nokkur selörnefni í ofanverðri Kjós, í Kvíum, Þingvallasveit, Mosfellsbæ og Grafningi), sem verður að telja líklegt að selminjar kunni að leynast […]

Straumssel I

Gengið var upp í Straumssel. Straumsselsstígnum var fylgt upp með vestanverðum Þorbjarnarstöðum, áfram yfir Selhraunið þar sem hraunhaftið er grennst, framhjá litlu-Tobburétt og áleiðis upp í Flárnar. Selsstígurinn er vel markaður í klöppina á kafla. Þegar komið var upp í Flár beygir stígurinn tl suðurs, upp úfið hraunið og liðast áleiðis að selinu. Litlar vörður […]

Álfsnes – Háheiði – Djúpavík – Afstapi

Kollafjörður einkennist af neðansjávardölum, sem ísaldarjökullinn hefur sorfið í berggrunninn, og hryggjum, sem skilja dalina að. Einn slíkur hryggur markast af Örfirisey og Akurey, annar liggur frá Laugarnesi um Engey og hinn þriðji frá Gufunesi um Viðey. Einnig eru Gunnunes, Þerney og Lundey hluti af einum hryggnum. Í dölum milli hryggjanna eru setlög frá síðjökultíma […]

Grindavík – skjaldamerki

Skjaldamerki Grindavíkur var tekið í notkun 1986 og er hannað af Kristínu Þorkelsdóttur. Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Grindavíkur var Auglýsingastofa Kristínar (AUK) falið það verkefni að draga upp tillögu að skjaldarmerki fyrir Grindavík. Nefnd var kjörin af hálfu bæjarstjórnarinnar til að vinna með auglýsingastofunni að þessari tillögugerð. Í nefndinni voru Eiríkur Alexanderson, Margrét Gísladóttir og Ólína […]

Sel – Lýsing Íslands

Hér á eftir er getið um skrif Þorvalds Thoroddsens í „Lýsing Íslands„, sem gefin var út af Hinu íslenzka Bókmenntafélagi 1919. Eftirfarandi frásögn um „sel“ birtist í þriðja bindi. Hann minnist reyndar ekki á selstöður á Reykjanesskaganum, en fjallar um margt á forvitnilegan hátt um notkun þeirra í tíma og rúmi: „Sel. Sumarbeit fyrir búsmala til dala, […]

Hafnarfjörður – syðri hafnargarðurinn

Í Alþýðublaði Hafnarfjarðar árið 1950 er fjallað um byggingu „Syðri hafnargarðsins“ í höfninni: „Nokkru fyrir mitt ár 1948 var hafin bygging syðri hafnargarðsins. Bygging garðsins hefir gengið mjög vel og er hann nú orðinn fullir 390 metrar að lengd, og nemur dýpi við fremsta hluta hans 7 metrum um stórstraumsfjörur. Byggingu garðsins hefir nú verið […]

Fornleifar – auðlind

„Nýverið [2001] kom út skýrsla á vegum samgöngumálaráðuneytis um „Menningartengda ferðaþjónustu á Íslandi„. Flestir sem starfa að íslenskri menningu hljóta að fagna henni enda er þar tekin afdráttarlaus afstaða með nauðsyn þess að efla menningartengda ferðaþjónustu. Í skýrslunni eru settar fram hugmyndir um leiðir sem ríkisvaldið hefur til að styðja þennan vaxtarbrodd íslensks atvinnulífs. Er […]

Fornleifar – miðlun

Miðað við allan þann mikla fróðleik sem hafa má af fornleifum má segja að of lítið sé gert til að miðla honum. Umfjöllun fræðimanna um einstakar fornleifarannsóknir eru jafnan of flóknar fyrir almenning og áhugasömum leikmönnum er gert erfitt fyrir um þátttöku við að miðla áhugaverðu efni. Fornminjar eru eign allrar þjóðarinnar og því ætti […]