Entries by Ómar

Ölfusréttir – Ólafur R. Dýrmundsson

Í Bændablaðinu 2016 segir Ólafur R. Dýrmundsson frá „Ölfusréttum„: „Það þykir gjarnan fréttnæmt þegar ný og vönduð mannvirki eru tekin í notkun, ekki síst lögréttir sveitarfélaga, svo sem öðru hvoru er greint frá hér í Bændablaðinu og öðrum fjölmiðlum. Gamlir siðir og hefðir Íslenska fjallskilakerfið sem felur í sér nýtingu víðáttumikilla sumarbeitilanda, göngur og réttir […]

Ródólfsstaðir – Undirgangur – Hamrasel(shæðarhellir)

Staðsetning Ródólfsstaða hefur lengi verið á huldu – þangað til nú. Á göngunni var „Undirgangur“ m.a. skoðaður að hluta. Í ljós kom og einn af lengri og alls ekki síðri hellum landsins (reyndar ekki samfelldur), ca. 3 km langur. (Þess ber að geta að FERLIR er hér á þessu svæði kominn skammt út fyrir „umráðasvæði […]

Gíslagata – Sandfellsvegur – Svínaskarðsvegur I

Stutt var síðan Kirkjugatan milli Reynivalla og Fossár var rakin. Nú var ætlunin að fara um Gíslagötu austar á Reynivallahálsi, upp á Selgötuna (Sandfellsleið), fylgja þeim niður í Fossárdal og ganga síðan til baka eftir Svínaskarðsvegi, hinni fornu þjóðleið, að Vindáshlíð. Á hálsinum eru Dauðsmanns-brekkur, sem svo heita vegna þess að þjóðsagan greinir frá stigamennsku Magnúsar […]

Þorpið í Viðey – Elín Ósk Hreiðarsdóttir og Gavin Lucas

Elín Ósk Hreiðarsdóttir og Gavin Lucas skrifa um „Þorpið í Viðey“ í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið  2014: Upphaf Þorpsins í Viðey má rekja til marsmánaðar 1907 þegar hlutafélagið A/S P.J. Thorsteinsson & Co. var stofnað í Kaupmannahöfn. Stofnfélagar voru átta og stærstu eigendur hlutafjár voru tveir þekktir athafnamenn á Íslandi, þeir Pétur Thorsteinsson, sem […]

Lönguhlíðarvarðan

Þeir fáu sem lagt hafa leið sína um Löngulíð hafa veitt athygli „vörðu“ í hlíðinni. Varða þessi, ef svo má kalla, er tvö stór björg, annað ofan á hinu, og á því efra hvíla tveir steinar, annar ofan á hinum, líkt og hattur. Ofar í hlíðinni eru mosa- og fléttuvaxnar skriður, allbrattar. Langahlíð er að […]

Litlalandssel – Hlíðarendasel – Breiðabólstaðarsel – Þorlákshafnarsel

Haldið var upp í Krossfjöll frá Raufarhól. Gengið var ofan Dimmadals og inn með Fagradalsgafli ofan Fagradals. Stefnan var tekin á Kvídal undir Kvíadalabergi í Krossfjöllum. Breiðabólstaðarselið er í Kvíadal. Þaðan var haldið í svo til beina stefnu til suðvesturs að Hlíðarendaseli við „nýrri“ Ólafskarðsveg milli Búrfells og Geitafells. Skammt vestan Krossfjalla var gengið yfir […]

Esjuhlíðar – jarðfræði og örnefni

Gengið var frá Rannsóknarstöð Skógræktarinnar (áður ríkisins, nú Reykjavíkur) eftir stíg að Hvítá og að Álfakirkju. Síðan var ánni (sem er lítið meira en lækur og um leið vatnsforðabúr) fylgt upp fyrir Nípu í Hvítárbotna og Gunnlaugsskarð skoðað sem og Geithóll ofan við Botnana. Gengið var undir Rauðhamar og Mógilsá síðan fylgt til baka niður eftir með […]

Hópsheiði – sjómerki – Vogavegur

Ætlunin var að skoða Hópsheiðina ofan við Grindavík með það að markmiði að berja gömul sjómerki augum, sem þar eru, og huga að gömlu þjóðleiðinni milli Þórkötlustaða og Voga. Auk þess var ætlunin að skoða hvernig hraunin liggja þarna ofan byggðarinnar. Í fornleifaskráningu (skýrslu) fyrir Suðurstrandarveg eru tilgreind sjómerki í Hópslandi. Þau tvö tilgreindu merki, […]

Gengið á Esjuna…

Skógræktarfélag Reykjavíkur er umsjónaraðili Esjuhlíða en félagið tók við jörðunum Mógilsá og Kollafirði árið 2000. Skógrækt ríkisins og fleiri hafa ræktað þar talsverðan skóg á liðnum árum og verður því ræktunarstarfi fram haldið á komandi árum. Rúm 40 ár eru síðan skógrækt hófst í landi Mógilsár og hafa plöntur dafnað vel, einkum á seinustu árum. […]

Jarðfræðihringferð um vestanverðan Reykjanesskagann

 Eftirfarandi er ágæt samantekt Margrétar Írisar Sigtryggsdóttur og Jóhönnu Þórarinsdóttur um „Jarðfræðihringferð“ um vestanverðan Reykjanesskagann: Formáli Í Jarðfræðilegu tilliti er Reykjanesskaginn mjög merkilegur, hann er ákaflega eldbrunninn og eru sprungur og gígaraðir algengar. Meginhluti skagans er þakinn nútímahraunum, þ.e. hraunum sem runnið hafa eftir að jöklar síðasta jökulskeiðs hopuðu. Á Reykjanesskaga munu jöklar hafa horfið […]