Gunnuhver

 Eftirfarandi er ágæt samantekt Margrétar Írisar Sigtryggsdóttur og Jóhönnu Þórarinsdóttur um jarðfræðihringferð um vestanverðan Reykjanesskagann:

Formáli

Reykjanesskaginn vestanverður

Í Jarðfræðilegu tilliti er Reykjanesskaginn mjög merkilegur, hann er ákaflega eldbrunninn og eru sprungur og gígaraðir algengar. Meginhluti skagans er þakinn nútímahraunum, þ.e. hraunum sem runnið hafa eftir að jöklar síðasta jökulskeiðs hopuðu. Á Reykjanesskaga munu jöklar hafa horfið fyrir um 12.000-13.000 árum, nokkru fyrr en víðast annars staðar á landinu. Reykjanesskaginn er einn stór sýningarsalur fyrir það afl sem skapar Ísland, þ.e. eldvirkni. Hann er hluti af sprungukerfi, sem liggur um Atlantshaf endilangt og tengir saman svonefndan Reykjaneshrygg og gosbelti Íslands.

Gosbelti

Gosbeltið um Ísland.

Gosbeltin liggja um landið frá suðvestri til norðausturs og marka skilin milli tveggja skorpufleka, Norður-Ameríkuplötunnar og Evrasíu-plötunnar. Gosbeltin eru nokkuð mismunandi að gerð, þau eru yfirleitt um 25-50 km breið. Eldvirknin innan gosbeltanna er ekki jafndreifð heldur raða gosstöðvarnar og sprungur sér á nokkuð vel afmarkaðar reinar og er eldvirknin vanalega mest nærri miðju hverrar reinar. Þar er upphleðslan því mest og þar myndast megineldstöð og henni fylgir oftast háhitasvæði. Reykjanesinu er gjarnan skipt í fjögur eða fimm eldstöðvakerfi, Reykjanes- Grindavík-Vogar (oft talið sem tvö kerfi), Krýsuvík-Trölladyngja, Brennisteinsfjöll-Bláfjöll og Hengill-Selvogur. Hliðrunarbelti með austur-vestur stefnu í gegnum þessi kerfi veldur tíðum jarðskjálftum á Reykjanesi og á því hafa myndast háhitasvæði á yfirborði, s.s. á Reykjanesi, í Eldvörpum, Svartsengi, Krýsuvík og í Brennisteinsfjöllum.

Eldstövakerfi

Eldstöðvakerfi Reykjanesskagans.

Eldstöðvakerfin hafa öll skilað blágrýti (þóleiískt berg) til yfirborðsins á nútíma nema Hengilssvæðið. Píkrít er að finna í gömlu og minni dyngjunum á svæðinu en ólivínþóleit í hinum yngri og stærri. Fjöldi dyngnanna frá nútíma er u.þ.b. 30 og gossprungur eru í tugatali. U.þ.b. 52% Reykjanesskagans (mælt úr botni Kollafjarðar til Þorlákshafnar) er þakinn hraunum, sem runnu eftir síðasta skeið ísaldar (43 km²). Flest fjöll, t.d. Keilir, eru úr móbergi frá síðasta kuldaskeiði. Jarðsaga Reykjanesskaga er vel þekkt og hefur verið rakin nokkur þúsund ár aftur í tímann. Elsta bergið á skaganum er í grennd við Reykjavík og er talið vera um 500 þúsund ára gamalt. Mest af jarðlögum á skaganum eru hins vegar innan við 200 þúsund ára gömul.

Grófin í Keflavík
Lífsstöðugrót á PattersonssvæðinuGrágrýtinu á utanverðum skaganum er skipt í þrjár syrpur sem kenndar eru við Háaleiti, Njarðvík og Vogastapa. Hugsanlega hefur einnig verið gígur við Rockville. Aldur Njarðvíkurgrágrýtisins er talið vera frá síðasta hlýskeiði eða meira en 120 þúsund ára en hinar syrpurnar eru frá næst síðasta hlýskeiði eða eldri en 200.000 ára. Grágrýtið er runnið frá dyngjum sem verið hafa virkar um margra ára skeið. Hraunlögin eru frá 2-10 m að þykkt og hafa runnið sem helluhraun. Hraunin virðast hafa runnið við lægri sjávarstöðu en er í dag því á nokkrum stöðum finnast í þeim bólstrar t.d. í Grófinni og við Keflavíkurhöfn. Hraunið ber merki eftir ísaldarjökla.

Miðnesheiðin (Reykjanesbraut)
EldstöðvakerfiRomshvalanesið er gamalt grágrýti runnið úr sömu dyngju (Háaleitis dyngju) og Grágrýtið á utanverðum skaganum. Miðnesheiðin á Rosmhvalanesi er allvel gróin, en sunnan og vestan við Keflavíkurflugvöll er eyðimörk, um 25 ferkílómetrar að stærð. Það er m.a. sú sjón sem fyrst blasir við ferðamönnum sem koma til Íslands um flugvöllinn. Við ísaldarlok var hluti Rosmhvalanessins undir sjó sem skýrir hvers vegna jarðvegur er þykkari þar en upp á miðju nesinu. Sjórinn braut landið og hlóð upp seti við fjörumörkin.

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur 1982.

Keflavíkurflugvöllur (NATO) er staðsettur á norðvestanverðu Reykjanesi, heiðin kringum Háaleiti þótti vel fallin til þessara mannvirkja engin há fjöll í nálægð og loftstraumar heppilegir. Þarna var tekið eignarnámi um 9200 ha, land sem tilheyrði um 30 jörðum í 5 sveitarfélögum, hann var um tíma einn stærsti flugvöllur heims.
Á Suðurnesjum er ólífrænn þurrlendisjarðvegur móajarðavegur langalgengastur. Hann er aðallega gerður úr gosösku frá nálægum og fjarlægum eldstöðvum og úr öðrum steinefnum. Þykkt jarðvegsins getur verið allt frá nokkrum sentímetrum til nokkurra metra. Þessi jarðvegur er ófrjósamur, og það takmarkar mjög vöxt plantnanna.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – örnefni.

Reykjaneskagi dregur nafn sitt af Reykjanesi á suðvesturhorni skagans, sem Suðurnes eru hluti af. Mest af skaganum er innan gosbeltis Íslands, og yst á skaganum skríður Mið-Atlandshafshryggurinn á land. Gosbeltið liggur eftir miðjum skaganum frá vestri til austurs þar sem það tengist svo aðal gosbeltum landsins. Fjórar sprungureinar eru á skaganum: Reykjanes-, Krýsuvíkur-, Brennisteinsfjalla og Hengilsreinar. Hver þeirra samanstendur af hundruðum opinna sprungna. Þá eru þar einnig fjöldi gíga og gígraða. Önnur gerð af eldfjöllum á Reykjanesskaga eru dyngjur, skjaldlaga bungur sem eru svipaðar og eldfjöllin á Hawaii nema mun minni.

Patterson flugvöllur

Á jökulskeiðunum var gríðarlegt vatnsmagn bundið í jöklum, og meðan þau stóðu yfir lækkaði yfirborð sjávar á jörðinni um allt að 130 m miðað við núverandi sjávarmál. Aftur á móti fergðu jöklarnir landið undir og næst sér. Jökulskeið enda snögglega, og meðalhitastig hækkar, og sjór gengur á land. Fornar strandlínur eru því allhátt yfir núverandi sjávarmáli. Munar þar um 110 m á Suðurlandi. Skeljar og bein sjávarspendýra finnast í gömlum sjávarsetlögum. Einn slíkur staður er hér við Pattersonflugvöll á Njarðvíkurheiði.

Á leið í Hafnir

Ósabotnar

Ósabotnar – kort.

Þrívörðuhæð heitir hæðin sem við keyrum á núna og blasa Ósabotnar við, eða Kirkjuvogur en svo nefnist fjörðurinn sem talinn er hafa myndast vegna landsigs. Ósar eru eitt af náttúruverndarsvæðum landsins. Þar er venjulega fjölbreytt lífríki fjöruborðs og einnig mikið fuglalíf.
Nú nálgumst við svokallaða Hunangshellu, klöpp norðvestan vegarins á hægri hönd. Gamall niðurgrafinn vegur í Hafnir lá í gegn um skarð sem er í klöppinni nú grasi gróið. Á háflóði eru 25-30 metrar á milli Hunangshellu og sjávarborðs.
Þjóðsagan segir að á þessum stað hafi skrímsli legið fyrir ferðamönnum í myrku skammdeginu og gert þeim ýmsa skráveifu. Þessi meinvættur var svo vör við sig að ekki tókst með neinum hætti að koma færi á hana – ekki fyrr en einhverjum datt í hug að smyrja hunang á klöppina.
Á meðan dýrið sleikti hunangið var loks hægt að ráða því bana. Sumir segja að þarna hafi stór rostungur verið á ferð.

Stapafell

Bólstri

Bólstri í Stapafelli.

Móbergsfjall á Reykjanesskaga, suðaustur af Höfnum. Stapafell er gert nær einvörðungu úr bólstrabergi. Olívín, einn aðalfrumsteinn í basalti, hefur sést neðst í bólstrunum á meðan þeir voru óstorknaðir. Skammt austur af Stapafelli var fyrr á öldum alfaraleið frá Grindavík til verstöðva á Rosmhvalsnesi. Sést þar enn marka fyrir slóðum. Mikið grjótnám er í Stapafelli og minnkar fjallið ár frá ári.

Rauðamelur

Skipsstígur

Gengið um Rauðamel.

Er fyrrum sjávargrandi, sem liggur norðaustur úr Stapafelli, myndaður að mestu úr efni úr Stapafellinu. Inn í melnum er lag úr allþéttu bergi sem án efa er jökulberg Þetta lag er um 2m á þykkt en bæði undir og ofan á því eru malar og sandlög. Sand og malarnám hefur farið þar fram árum saman og hefur það opnað innsýn í þessa myndun.Hann varð til við hærri sjávarstöðu, þegar sjór braut úr því. Einnig hafa fundist framandsteinar t.d úr kvarsi og graníti sem líklegast hafa borist með hafís frá Grænlandi eða jafnvel fra Svalbarða. Einnig hafa fundist hvalbein sem við aldursgreiningu gefa til kynna að um 40.0000 ára bein. Síðan flæddu hraun. Þau eru úr Sandfellshæð (4 km³). Hringvegur liggur um Stapafell.

Súlur

Súlur

Súlur.

Heitir tindur vestan Stapafells, nær eingöngu vikur og aska en neðan til í fjallinu finnst einnig bólstraberg, er vestan Sandfellshæðar.

Þórðarfell
Gönguleið lá úr Keflavík og Njarðvík þvert yfir skagann og niður í Staðarhverfi í Grindavík. Sú leið liggur austan við Stapafell og svo til vesturs milli þess og Þórðarfells.
BólstriÞrjú misgengi kljúfa Þórðarfell og þannig myndast sigdalur milli fellanna Stapafells og Þórðarfell, fellið er út bólstrabergi.

Hafnir
Gamli Hafnahreppur var stærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum mælt í ferkílómetrum, víðáttumikil hraunúfin flatneskja og sandflæmi að stórum hluta. Nyrðri hluti landsins er nokkuð gróið hraun en syðri hlutinn eldbrunnið , uppblásið og hrikalegt svæði. Strandlengjan er einn stærsti skipalegstaður landsins, hrikalegir klettar, sker og boðar þar sem þung úthafsaldan myndar oft tilkomumikið og rosalegt brim. Hraunið í grennd við Hafnir er úr gamalli dyngju sem kallað er Stampahraun.

Gömlu-Hafnir

Hafnarsandur – Herforingjaráðskort 1903.

Á sl. 25 árum hefur hraunið ofan við Hafnir tekið stakkaskiptum vegna aukins grasvaxtar sem er árangur landgræðslu sem stunduð hefur verið með flugvélum á Reykjanesskaganum auk þess sem sáð hefur verið í vegkanta af starfsmönnum Vegagerðar ríkisins. Í hrauninu upp af Ósum má enn sjá leifar landgræðslugirðingar sem mun hafa verið lokið við um 1939 en hún skipti Reykjanesskaganum í 2 svæði. Girðingin lá eftir hrauninu og niður í Merkinesvör og hefur verið mikið mannvirki á sínum tíma.

Hafnasandur og þar vestur við sjó er Hafnabergið, mikið fuglabjarg og vinsæll ferðamannastaður. Fyrir nokkrum áratugum var reist sandræktargirðing á Hafnasandi, og nú mildar melgresið mjög hina svörtu ásjónu sem áður var. Hafnabergið er 40-50 metra þverhnípt bjarg er gengur í sjó fram. Þar er þverskurður hraunlaga úr eldstöðinni Berghól sem er dyngja frá nútíma. Mikið af bjargfugli verpir í Hafnabergi. Norðan Hafnasand stendur hin fornmerka byggð, Hafnir.

Við Álfubrúna

Reykjanes

Brú milli heimsálfa yfir Mönguselsgjá.

Kenningin sem Alfred Wegener setti fram var árið 1911 að meginlöndin hefðu fyrir um 200 milljón árum legið saman í einu stóru meginlandi sem nefnd var Pangea. Síðan hafi þetta stóra land brotnað upp í tvennt. Norðurlandið (Lárasíu) og Suðurlandið (Gondvanaland). Smátt og smátt klofnuðu stóru löndin upp í núverandi álfur. Helstu rök hans voru á meðal annars að útlínur meginlandana féllu saman eins og púslar og að berg af sama aldri var að finna beggja vegna úthafanna.
Kenningunni var hafnað á þeim tíma en ný rök komu fram á 7. áratug 20. aldar sem vöktu kenninguna til lífsins og er hún megin kenning jarðfræðinnar í dag.

Wegenerstöpull

Wegenerstöpull – Wegenerstöpull er annar tveggja steinstöpla (svipaður stólpi var reistur í Öskjuhlíð) sem reistur var af Alfred Wegener, þýskum vísindamanni, hér á landi vafalaust til viðmiðunar til að sýna fram á landrekskenninguna sína. Stöpulinn reisti Wegener í aprílmánuði árið 1930. Árið 2000 voru settar plötur með söguágripi á stöpulinn. Stöpullinn er ferkantaður, steyptur og rúmlega 3 m hár. Flatarmál er 1 x 1 m. Hann stendur við gangstétt efst á götunni Hegranes við gatnamót Arnarnes og Hegranes.

Talið er að jarðskorpan skiptist í nokkra fleka eða plötur sem rekur afar hægt. Fyrir um 60 milljónum ára voru flekarnir í Norður-Atlandshafi einn fleki, en hann brotnaði síðan. Skilin milli flekann eru af tveimur gerðum, annars vegar úthafshryggir þar sem bráðið berg streymir upp úr iðrum jarðar og myndar nýja skorpu og aðliggjandi fleka rekur frá. Þetta á við Ísland. Á öðrum stöðum rekast tveir flekar hins vegar saman. Þá er úthafsflekinn þyngri og gengur innundir meginlandsflekann sem er léttari. Dæmi um slík skil eru Klettafjöllin í Norður-Ameríku.

Jörðin er gerð úr kjarna, möttli og skorpu. Talið er að hringstreymi sé í möttlinum þar sem heitt möttulefni stígur upp frá kjarnanum í átt að skorpunni, kólnar og sígur síðan aftur niður. Þar sem er uppstreymi togast plöturnar frá hvor annarri. Þær togast sundur í rykkjum sem kallast jarðskjálftar. Við það myndast sprungur sem fyllast af kviku að neðan. Ef kvikan nær til yfirborðs verður eldgos. Plötuskil eru allstaðar staðsett á hafsbotni nema í Eþíópíu og á Íslandi.

Stampar

Stampar.

Land myndast þegar eldvirkni er mun meiri en á venjulegu hryggjarstykki. Talið er að þessi landmyndun orsakist af möttulstróknum, en það er strokklaga uppstreymi af heitu efni djúpt í iðrum jarðar. Tveir þekktustu möttulstrókarnir eru undir Íslandi og Hawaii. Ef ekki væri möttulstrókur undir Íslandi væri hér ekki land heldur um 3000 m sjávardýpi. Möttulstrókurinn er staðsettur undir norðvestanverðum Vatnajökli.
Ísland hefur myndast á mið-Atlandshafshryggnum sem liggur á milli tveggja fleka. Þá rekur í gagnstæða átt (plötuskil), um 2 cm á ári. Úthafshrygghakerfið er í heild um 80.000 km langt og sést ekki á landi nema á Íslandi og austur-Afríku. Hér er glöggt dæmi um plötuskil og sigdal.

Stóra-Sandvík

Stóra-Sandvík

Stóra-Sandvík – Tjörnin manngerða.

Stóra-Sandvík er allstór vík með sandfjöru og skeljum. Mikið brim getur myndast þarna og eru sjóbrettaáhugamenn farnir að fara þarna og þykir þetta frábær staður fyrir slíkt. Miklir melgresishólar einkenna svæðið milli sjávar og tjarnar sem er austur af víkinni, er þar mikið af fuglum og því gaman að skoða sig þar um. Melgresi var sáð þarna um 1950 þegar byggð var að mestu lögð af vegna sandfoks.Reynt er að halda þessu við og græða upp sandinn á Hafnaheiðinni.

Stamparnir
Þegar ekið er framhjá Stóru-Sandvík blasa við framundan tveir formfagrir hraungígar sem rísa vel yfir umhverfi sitt. Þeir Einn Stampahraunsgígannaheita Stampar og eru nyrstir gíga á gígaröð sem er kennd við þá .Yngri-Stampagígaröðin. Samsíða henni og litlu vestar eru lágir gíghólar sem tilheyra Eldri-Stampagígaröðinni. Eru þeir mjög veðraðir og því heldur ellilegir að sjá. Yngri-Stampagígaröðin liggur síðan til suðvesturs í átt til sjávar. Nærri henni miðri er áberandi gígur sem heitir Miðahóll og skammt upp af ströndinni er einn stærsti gígurinn Eldborg dýpri. Aðrir gígar eru fremur lítið áberandi í landslaginu og bera ekki sérstök heiti.

Stampahraun

Stampahraun. Í dag má sjá leifar hraunsins undan ströndinni, þ.e. Karlinn. Strákur, Stelpa og Kerling eru horfin í sjáinn. Þó má enn sjá móta fyrir gíg Kerlingar í Kerlingarbás.

Sprengigos urðu við ströndina þar sem gossprungan mætti ægi og hlóðust þar upp tveir gjóskugígar. Gjóska frá þeim barst yfir Reykjanes og nærliggjandi svæði. Þetta gos, Yngra-Stampagosið markaði upphaf langvarandi elda þ.e. Reykjanselda sem stóðu yfir um þriggja áratuga skeið á öndverðri 13. öld. Við Kerlingarbás, grunna vík við ströndina eru syðri endamörk gígaraðarinnar á landi. Framundan básnum stendur 51 m. hár móbergsdrangur í sjó fram sem heitir Karl. Einnig var við ströndina fyrir miðjum Kerlingarbás eitt sinn drangur sem hét Kerling en er fyrir löngu hrunin .Yngra –Stampahraunið flokkast undir helluhraun. Eldra-Stampahraunið er talið hafa runni fyrir 1500-1800 árum.

Reykjanesviti – Skálafell og fl.
ReykjanesvitiSuðvestur af Reykjanesskaga er landið allt hrjóstrugt og eldbrunnið þakið úfnum hraunum.Upp úr hraunbreiðunni rísa móbergs og bólstrabergshryggir sem liggja slitrótt norðaustur eftir nesinu.Næst ströndinni er Valahnúkur ysti tangi þeirra móbergsfjalla, skagar í sjó fram og þar var fyrsti viti á Íslandi settur 1878 en grunnbjarg hans brast í jarðskjálfta 1887, og var hann færður á Bæjarfell sem er aðeins innar. Þá kemur Litlafell, Sýrfellsdrög og Sýrfell sem er hæst.Mikil goshrina var um 1211-1240 svonefndir Reykjaneseldar og var aðalgosið um 1226 á Reykjanestá er gaus í sjó fram. Þá reis upp eyja, sem heitir Eldey, hún er mikill og þverhníptur móbergsklettur, 77m á hæð og er talin um 160m löng þar sem hún er lengst, frá norðaustri til suðvesturs en um 90m á hinn veginn. Hár hryggur gengur eftir eynni endilangri og skiptir þekjunni í þrjá hallandi fleti Öll er eyjan mjög sprungin og eru miklir skorningar á henni.Eyjan er gróðurlaus, ef frá er talinn fjörugróður en fuglalíf er hins vegar með meira móti, og Súlubyggðin (fuglinn) talin ein sú stærsta í heiminum. Í fárra sjómílna fjarlægð frá ströndinni, austan Valahnúka er sigdalur sem takmarkast af Valbjargagjá. Sunnan dalsins er Reykjanestá sem á uppruna sinn úr Skálafelli, dyngja sem nær aðeins 78m hæð. Á hátindi gígsins er víðsýnt um vestanverðan Reykjanesskagann austur til Grindavíkur.

Gunnuhver

Gunnuhver

Gunnuhver.

Í norðurhlíð Skálafells og þar norður af er hverasvæði. Það er háhitasvæði með gufuaugum,leirhverum og jafnvel virkum hverum. Allmikið hefur verið borað þarna og nú standa yfir stórframkvæmdir frá Hitaveitu Suðurnesja um djúpborun á þessu svæði. Stærsti leirhver á Íslandi er nálægt Litlafelli og heitir Gunnuhver. Þar hafa menn frá fornu fari bakað hverabrauð og gera enn. Til er þjóðsaga um Gunnu og hvernig hún steyptist í hverinn og verður sú saga sögð á staðnum.

Jarðhiti á Reykjanesskaga

Gunnuhver

Við Gunnuhver.

Úrkoma, sem fellur á Reykjanesskagann, hripar niður um lek berglög, safnast fyrir neðanjarðar og sytrar svo hægt í átt til sjávar. Þetta vatn kallast grunnvatn. Við ströndina mætir ferska grunnvatnið söltum sjónum. Sjórinn er eðlisþyngri, svo að grunnvatnið myndar 30-100 m þykka ferskvatnslinsu sem flýtur ofan á honum. Neðst í grunnvatnslinsunni er lag af ísöltu vatni og er það þykkast úti við ströndina þar sem berggrunnur er afar lekur og sjávarfalla gætir mest. Á Reykjanesskaga eru þrjú háhitasvæði sem eru sérstök fyrir það að í þeim hitnar jarðsjór er hann kemst í snertingu við kólnandi kviku (heit innskot). Þessi háhitasvæði eru Reykjanes, Eldvörp og Svartsengi. Í Svartsengi er heitur jarðsjórinn notaður til að hita upp kalt vatn fyrir hitaveitu á Suðurnesjum auk þess sem hann er nýttur fyrir gufuaflstöð til raforkuframleiðslu. Hluta af söltu afrennslisvatninu er veitt í Bláa Lónið en afganginum er dælt aftur niður um borholu.

Lághitasvæði

leirhver

Grunnvatn er rigningarvatn og yfirborðsvatn sem sígur ofan í jörðina og rennur hægt neðanjarðar í átt til sjávar. Það rennur svo hægt að það getur tekið 100 ár að renna 100 km leið. Á leið sinni til sjávar rennur grunnvatnið stundum um löngu útkulnaðar eldstöðvar sem þó hafa í sér nokkurn hita. Vatnið nær því smám saman að hitna og þegar það kemst um sprungur upp á yfirborð er það orðið töluvert heitt, þó lægra en 150°C á 1 km dýpi. Lághitasvæðin eru staðsett fyrir utan virka gosbeltið. Þau einkennast af því að vatnið kemur upp í heitum uppsprettum og eru mjög litlar útfellingar í kring.

Háhitasvæði

Gunnuhver

Gunnuhver – hverasvæðið.

Háhitasvæðin finnast á virka gosbeltinu í tengslum við virkar eldstöðvar. Kalt grunnvatn kemst í nálægð við kólnandi kviku, snögghitnar og leitar upp á yfirborð. Hitastig vatnsins er meira en 200°C á 1 km dýpi. Vatnið inniheldur mikið af uppleystum efnum úr berginu sem falla út þegar það kólnar á yfirborði. Háhitasvæði einkennast því af stórum svæðum þöktum leir og útfellingum ein og Gunnuhver.

Háleyjabunga

Háleyjabunga

Háleyjabunga.

Fyrstu hraungosin eftir að ísöld lauk á þessu svæði hafa skapað Háleyjabungu fyrir um 14.000 þúsund árum. Reglulegur

hraunskjöldur(dyngja) með reglulegan gíg og úr nokkuð sérstæðri bergtegund sem heitir píkrítbasalt eða óseanít. Einkennandi fyrir þá bergtegund er mikill fjöldi kristalla sem eru grænir að lit og nefnist ólivín.Talið er að þeir einkenni hraun sem eru komin mjög djúpt úr jörðu og finnst aðeins á úthafshryggjum. Við sjóinn má sjá hvernig hraun úr Skálafelli leggjast ofan á hraun úr Háleyjabungu sem er því augljóslega eldri.

Sandfellhæð
SandfellshæðÚr þessari dyngju er komið langmesta magn hrauna á utanverðum skaganum. Hraunin frá Berghól, Langhól og Sandfellshæð eru eins að gerð og sýnist líklegt að allt hafi þetta orðið til í einni goshrinu, sem vafalaust hefur verið ærið löng, en tilfærsla hafi orðið á gosopi. Hefur Sandfellshæð verið lengst virk. Þótt gígurinn sé aðeins í um 90 m hæð yfir sjó er þaðan ærið víðsýnt í góðu veðri. Sér þaðan yfir allt vestanvert nesið, inn yfir Faxaflóa til Borgarfjarðarfjalla og Snæfellsness. Gróður er talsverður á þessum slóðum og skjólsælt er inni í gígnum, sem er um 450 m í þvermál og vel 20 m djúpur.

Klofningahraun og Berghraun

Staðarberg

Staðarberg.

Hraunin runnu í Reykjaneseldum,(1210-1240) þau virðast að mestu komin úr einum stökum gíg sem nefnist Rauðhóll sem er nyrst í hrauninu. Í því eru nokkrir hólmar úr eldri hraunum svo og misgengi sem er óvenjulegt í svo ungum hraunum. Hraunið er gróft, sprungið og með háum úfnum jöðrum. Það myndar Staðaberg en vestast í því er fallegur brimketill sem af sumum er nefndur Oddnýjarlaug.
Sögulegur tími á Íslandi nær frá landnámsöld til okkar daga, um 1100 ár,. Ein meiri háttar goshrina hefur átt sér stað á Reykjaneskaganum á þeim tíma. Þeirri hrinu má skipta í þrjú aðalgos. Það helsta eru Bláfjallaeldar. Miðgosið er nefnt Krýsuvíkureldar. Aðalgos þeirra var árið 1151, en minni háttar gos varð 1188. í því fyrra opnaðist um 25 km löng gossprunga, og rann hraunið til sjávar bæði sunnan og norðan megin á Reykjaneskaganum, þriðja gosið voru svonefndir Reykjaneseldar eins og við fjölluðum um hér fyrr við Reykjanesvita. Jarðvegseyðing jókst mjög í kjölfarið á Reykjanesskaga.

Um Gerðistanga að Grindavík

Á ferð um Þorbjarnarfell 2007

Þegar komið er úr Berghrauninu og niður í Arfadalsvík breytir landið nokkuð um svip. Ástæðan er einkum sú að sumstaðar nær hraunið ekki alveg í sjó fram eða það er mjög sandfyllt og veðrað. Hér var áður stundaður landbúnaður auk sjósóknar að vetrinum, og er því víða að sjá litla túnskika sem sumir hverjir eru nýttir enn í dag og fyrir botni víkurinnar er nú golfvöllur.

Grindavík og nágrenni

Grindavík

Grindavík – Járngerðarstaðir.

Byggðin í Grindavík er að mestu á hrauntaum frá Sundhnúksgígaröð. Sundhnúkshraun hefur runnið til sjávar í fjórum kvíslum. Vestasta kvíslin er sú sem megin hluti byggðarinnar er á, önnur mjórri hefur runnið ofan í Hóp, þriðja myndar Þórkötlustaðanes (Hópsnes) og þú fjórða og austasta fellur til sjávar við Hraun. Sundhnúksgígaröðin er um 8,5 km að lengd og mun hafa gosið fyrir um 2400 árum.

Þorbjarnarfell

Þorbjörn

Þorbjarnarfell.

Þorbjörn eins og fjallið er oftast kallað er um 243m hátt og að mestu úr bólstrabergi og bólstrabrotabergi, hefur orðið til við gos undir jökli. Slíkt berg er myndað úr bólstrabrotum eins og nafnið gefur til kynna. Það einkennist af kubbum sem á einn kant hafa svarta glerhúð en eru að öðru leyti ekki frábrugðnir basaltmolum sem koma fyrir í þursabergi.Það er smáholótt og brotnar auðveldlega í eins konar stuðla sem mynda, sem næst rétt horn við glerkennt og þétt yfirborðið. Innanum eru reglulegir , heilir bólstrar. Það sem er sérstakt við þetta fjall er að það er klofið að endilöngu af sprungum og í því er sigdalur.

Bláa Lónið
Bláa lóniðBláa Lónið er í Illahrauni sem gaus 1226 og kemur úr Eldvörpum. Er keyrt er að Blá Lóninu sér maður nánast eingöngu mosavaxið hraun. Arnasetuhraunið er yngsta hraunið í nágrenni Grindavíkur það tekur að mestu svæðið milli Vogastapa og Grindavíkur og komið úr gíg er nefnist Arnarsetur. Arnarsetuhraun þekur um 22 ferkílómetra.

Vogastapi

Grímshóll

Á Grímshól á Vogastapa.

Vogastapi 80 m. hár hét áður Kvíguvogabjarg og Kvíguvogastapi oftast kallaður Stapi. Grágrýtissvæði yfir það hafa jöklar gengið á ísöld.Talið er að upptök þessa grágrýtishrauna eigi upptök sín annarsvegar við Háaleitis dyngju og hins vegar við Grímshól efsta stað á stapanum, ekki er vitað nákvæmlega hvort dyngja hafi verið við Grímshól, þá hefur hún verið mjög flöt. Mörg hraun hafa runnið til og frá þarna og svo hafa jökulruðningar og ágangur hafsins umbreytt svæðinu ásamt manninum. Jökulurðir eru hér og þar en ummyndaðar af ágangi hafsins, sem á síðjökultíma huldi svæðið allt að Grímshól, en í kring um hann er kragi úr lábörðu stórgrýti i um 70 m hæð yfir núverandi sjávarmáli. Vogastapi er byggður upp af frekar þunnum hraunlögum. Að sunnan er hann brotinn að endilöngu af misgengjum og verður þar sigdalur þar sem Seltjörn er í botni hans. Sunnan við Seltjörn hallar grágrýtislögunum inn undir Arnarseturshraun.

Heimildir:
-Árbók ferðafélag Íslands 1984.
-Kynnumst Suðurnesjum.
-Námsgögn / Glósur úr Jarðfræði.
-Námsgögn / Glósur úr Gróður og Dýralíf.
-Svæðisskipulag Suðurnesja. 1987-2007.
-Náttúrufar á Sunnanverðum Reykjanesskaga 1989.
-Suður með sjó, leiðsögn um Suðurnes 1988.
-Orkustofnun / Magnús Á Sigurgeirsson.
-Íslenskur Jarðfræðilykill. Mál og menning.

Berggangur