Færslur

Seltún

Á fjórum upplýsingaskiltum við Seltún í Krýsuvík má lesa eftirfarandi fróðleik:

Reykjanesskaginn – myndun og mótun – jarðfræði

Seltún

Kort af eldstöðvakerfum á Reykjanesskaga, háhitasvæðum og rekbelti á upplýsingaskilti við Seltún.

Reykjanesskagi hefur verið í sífelldri myndun og mótun síðustu 6 milljónir ára, allt frá að rekbelti Atlantshafshryggjarins fluttist af Snæfellsnesgosbeltinu og Reykjanes-Langjökulsgosbeltið tók að myndast.
Á Reykjanesi má sjá hvernig rekbelti (flekaskil) Atlantshafshryggjarins gengur á land og fer þvert yfir landið til norðausturs. Það markar virk gosbelti landsins ásamt heita reitnum sem liggur undir miðju landsins. Á gosbeltið raðast virk eldstöðvakerfi ásamt háhitasvæðum landsins.
Fyrir sex til sjö milljónum ára lá rekbeltið um Snæfellsnes og fór eftir það að flytjast til austurs og við það myndaðist Reykjanes-Langjökulsgosbeltið. Síðan þá hefur Reykjanesskagi verið í sífelldri myndun og mótun með eldgosum neðansjávar, undir jöklum ísaldar og á þurru landi, auk þess sem landið hefur mótast af rofi sjávar, vatns og vinda.
Á reykjanesskaga eru fimm eldstöðvakerfi: Reykjanes, Svartsengi, Krýsuvík, Brennisteinsfjöll og Hengill. Í hverju kerfi eru sprungusveimar með stefnu norðaustur-suðvestur og háhitasvæði sem raða sér eftir flekaskilum Atlantshafshryggjarins. Að Hengli undanskildum eiga kerfi það sameiginlegt að eingöngu kemur upp basaltkvika í eldgosum.
Goshrinur á Reykjanesskaga virðast að jafnaði verða á um 1000 ára fresti og geta þær staðið yfir í nokkur hundruð ár. Í goshrinum einkennist eldbvirkni af sprungugosum en í goshléum eru jarðskjálftar algengir í eldstöðvakerfunum. Eftir að ísöld lauk, eða síðustu 10.000 ár, hafa hátt í 200 gossprungur myndast á Reykjanesskaga og eru gjall- og klepragígaraðir algengastar. Auk þess hafa myndast níu dyngjur eftir ísöld en talið er líklegt að flest dyngjugosin hafi byrjað sem sprungugos.

Eldstöðvakerfið Krýsuvík

Jarðfræði

Jarðfræði Reykjaness.

Krýsuvíkurkerfið er um 8 km á breidd og um 50 km á lengd. Innan þess eru tvö gos- og sprungukerfi sem eru kennd við Trölladyngju og krýsuvík. Jarðfræði svæðisins einkennist af lágum móbergshryggjum, gígum og gígaröðum, hraunflákum og jarðhita.
Móbergshryggirnir Sveifluháls og Vesturháls mynduðust við eldvirkni undir jökli á ísöld og sýna glöggt ríkjandi sprungustefnu eldstöðvakerfisins norðaustur-suðuvestur. Á hryggjunum má greina sprungur, misgengi og sigdali. Síðast gaus í Krýsuvíkurkerfinu á 12. öld og er sú goshrina nefnd Krýsuvíkureldar. Í goshrinunni opnuðust gossprungur frá syðsta hluta Núpshlíðarháls [Vesturháls], eftir endilöngum Móhálsadal og norðausturenda Undirhlíða. Gossprungurnar eru ekki samfelldar og sums staðar tvöfaldar, en fjarlægðin frá upphafi til enda þeirra er um 25 km. Í þessum eldum árið 1151 runnu Kapelluhraun og Ögmundarhraun. Kapelluhraun rann úr gosgígum í nyrsta hluta sprungunnar við Undirhlíðar og þaðan til sjávar á norðanverðum Reykjanesskaga. Ögmundarhraun kom upp í syðsta hluta gossprungunnar, fyllti Móhálsadal af hraunum og rann til sjávar á sunnanverðum Reykjanesskaga þar sem það fór yfir hina fornu Krýsuvík.

Seltún

Upplýsingaskilti við Seltún.

Í Krýsuvíkurkerfinu er háhitasvæði með gufuhverum og ummyndun á yfirborði. Ummerki jarðhita eru mest og samfelldust við Seltún í Krýsuvík. Jarðhitasvæðið við Austurengjar markar austurhluta háhitasvæðisins og teygir jarðhitasvæðið sig norður í Kleifarvatn. Jarðhitasvæðið við Trölladyngju nær frá Djúpavatni að Oddafelli og markar vesturhluta háhitasvæðisins. Við Sandfell eru smávægileg jarðhitaummerki á yfirborði.
Hverasvæðin eru síbreytileg og sjá má kaldar jarðhitaskellur á yfirborði sem bendir til þess að þar hafi áður verið virk hverasvæði. Hveravirkni svæðisins hefur oft breyst í kjölfar jarðskjálfta á svæðinu.
Nálægt hverasvæðunum má víða sjá sprengigíga.
[Á upplýsingaskiltið vantar kort af svæðinu með hlutaðeigandi nöfnum svo lesandinn geti áttað sig á umhverfinu, staðháttum og því sem um er fjallað.]

Háhitasvæði – almennt

Seltún

Háhitasvæðið við Seltún.

Háhitasvæði eru oft staðsett í miðju eldstöðvakerfi þar sem eldvirkni er mest. Þau verða til vegna heitra innskota djúpt í jörðu sem geta verið allt að 1000-1200 °C heit í upphafi. Innskotin hita upp nálægt grunnvatn sem verður eðlisléttara og stígur upp til yfirborðsins sem djúpvatn eða gufa. Hluti grunnvatnsins kólnar á leið sinni upp og leita þá aftur niður. Við þetta myndast hringrásakerfi sem er eitt af einkennum háhitasvæða.
Kvikugös sem losna úr heitu innskotinu, eins og til dæmis brennisteinsveti (H25) sem veldur hverafýlu, brennisteinstvíoxíð (SO2) og koltvísýringur (CO2), blandast við grunnvatnið og berast með því til yfirborðs. Hitinn og súr efnasambönd valda því að berg grotnar, ummyndast og útfellingar myndast. Þetta kallast efnaveðrun. Háhitasvæði einkennast af fjölbreytilegum jarðhitafyrirbærum og mikilli litadýrð á yfirborði, sérstaklega þar sem berggrunnurinn er úr móbergi en þar er ummyndun meiri og hraðari en t.d. í hraunum.

Jarðhiti við Seltún og Baðstofu.
Jarðhitinn í Krýsuvík dreifist að langmestu leyti á aflangt svæði sem erum um 1500 m langt og um 500 m breitt með stefnu u.þ.b. ANA-VSV. Í austurhlíðum Sveifluháls, við Seltún og Baðstofu (Hveragil), er mest um jarðhita á yfirborði og ummyndanir.

Seltún

Leirhver við Seltún. Leirhverir myndast þar sem gufa streymir upp gegnum grunnvatn og súr vökvinn leysir upp berg og myndar leir sem oft sýður og vellur.

Gufa er ríkjandi á svæðinu en hún hitar upp yfirborðsvatn þannig að bæði leirhverir og gufuhverir eru algengir. Einnig finnast gufuaugu, brennisteinsþúfur og soðpönnur.
Í Krýsuvík er ummyndun mikil og litskrúðug sem sést best á fjölda leirhvera og mislitum leirflögum sem eru rauð, bleik, dökkgrá, blágrá, gulbrún, gul og hvít á lit. Algengustu útfellingar eru hverasölt, brennisteinn [mynd] og gifs. Dálítið hefur fundist af hverajárni.
Eggert Ólafsson náttúrfræðingur og Bjarni Pálsson landlæknir voru fyrstir til að bora í jarðhitasvæði á ‘islandi og líkast til í heiminum öllum. Handsnúinn jarðbor var fenginn að láni hjá Konungslega danska vísindafélaginu. Tilgangur borunar var að leita að brennisteini í jarðlögum á hverasvæðum, en brennisteinn var verðmæt útflutningsvara á ófriðartímum í Evrópu. Fyrst var borað við Laugarnesið haustið 1755 og sumarið 1756 í Krýsuvík. Í Krýsuvík voru borðaðar tvær holur og náði sú dýpri 10 metrum. Borholan gaus og var þá bortilraunum hætt.

Brennisteinsnám

Brennisteinsvinnslan í Seltúni 1882.

Brennisteinsnám var í Krýsuvík á árunum 1754-1763 og síðan 1858-1880, en eftir það var lítil eða engin námuvinnsla í Krýsuvík. Samvæmt samtímaheimildum voru flutt út 72,5 tonn af brennisteini frá Krýsuvík á 18. öld.
Ekki var reynt að bora aftur á svæðinu fyrr en 1941 þegar tilraunaboranir hófust í því skyni að nýta jarðhitann í Krýsuvík til húshitunar og raforkuframleiðslu.

Krýsuvík

Drengir í Vinnuskólanum við Seltún. Drottningarholan í bakgrunni – HH.

Árið 1947 lét Rafveita Hafnarfjarðar bora svokallaða Drottningarholu í Seltúni Þegar komið var niður á um 230 metra dýpi gaus holan og var þá borun hætt, holunni lokað, en henni leyft að blása vegna mikils gufuþrýstings. Í október 1999 hætti Drottningarholan að blása en nokkru seinn varð sprenging á borholusvæðinu og myndaðist gígur sem mældist 43 metrar í þvermál. Grjót og grá leirdrulla dreifðist í allt að 700 metra fjarlægð til norðurs frá gígnum. Talið er að Drottningarholan hafi stíflast eða hrunið saman sem olli því að sprenging varð.

Grænavatn

Grænavatn.

Nálægt hverasvæðunum má víða sjá sprengigíga og eru Grænavatn, Gestsstaðavatn og Augun við Krýsuvík gott dæmi um slíka gíga. Sprengigígar (stærri en 50 metrar í þvermál) myndast viðs nögga suðyr grunnvatns, oft í tengslum við eldgos eða kvikuhreyfingar. Minni sprengigígar eru algengir á háhitasvæðum og myndast við að vatn hvellsýður á litlu dýpi, venjulega í tengslum við jarðskjálfta. Nær engin hraun myndast í sprengigosum en dálítið getur komið upp af gjalli og kleprum. Oftast er þó eingöngu að finna grjót og bergmylsnu úr gígveggnum sem getur dreifst hundruð metra frá gígnum.
Í Krýsuvík hófust rannsóknarboranir að nýju fyrir nokkrum árum og hefur komið í ljós að mestur jarðhiti er á um 300 m dýpi. Nú er til skoðunar að nýta háhita á fjórum svæðum í Krýsuvík en það er á Austurengjum, Sveifluhálsi, Trölladyngju og Sandfelli.
[Á upplýsingaskiltið vantar kort af svæðinu þar sem m.a. má sjá hvar Drottningarholan var, nálægir sprengugígar sem og brennusteinsvinnslusvæðin.]

[Brennisteinn myndast við oxun á brennisteinsvetni (H25) þar sem vatn er ekki til staðar. Hann er gulgrænn á litinn.]

Almennt um gróður

Krýsuvík

Gróðureyðing á Krýsuvíkurheiði.

Gróðurfar í Krýsuvík og nágrenni er mótað af langvarandi beit. Afleiðingar gróðureyðingar og jarðvegsrofs sjást víða sem lítið grónir melar, moldarflög og rofabörð. Þar má þó finna allmikið votlendi, grasgefna velli og algróin hraun.
Suðvestan Kleifarvatns er mikið votlendi í sléttum dalbotninum og hallamýrar í hlíðum. Á Reykjanesskaga er lítið um stór og samfelld votlendissvæði og því hefur þetta svæði mikið gildi. Vestan Sveifluháls eru grösugir vellir sem eru sérstæðir á landsvísu. Hraun sem hafa runnið yfir vellina á sögulegum tíma eru nú vaxin gamburmosa. Í hraungjótum má finna burknategundir sem hafa takmarkaða útbreiðslu hér á landi.
Jarðhiti mótar sérstæðar vistgerðir á afmörkuðum svæðum við hveri og laugar. Austan Sveifluháls er jarðvatnsstaða víða há, þar spretta fram heitir lækir og uppsprettur og finna má mýrahveravist. Laugasef vex víða í rakanum, ásamt öðrum tegundum af sefi og störum, og mosinn laugaslyðra vex í breiðum við hveri. Í þurrara landi má finna móahveravist þar sem mosar eru jafnan ríkjandi. Þar sem jarðhiti hefur ummyndað jarðveg og berg má finna ljósleitt eða rauðleitt yfirborð hveraleirsvistar.

Jarðtegundir og aðrar sjaldgæfar tegundir
Laugadepla (Veronica anagallis-aquatica) vex einungis á örfáum jarðhitasvæðum hér á landi. Hún þrífst aðeins við laugar og í vogum lækjum. Plantan getur myndað þéttar breiður, stönglarnir eru uppréttir eða fljóta á vatni, laufblöðin fagurgræn og gagnstæð en blómin smá og ljósfjólublá. Laugadepla hefur takmarkað vaxtasvæði og á válista flokkast hún sem tegund í nokkurri hættu.

Njaðurtunga

Njaðurtunga.

Naðurtunga (Ophioglossum azoricum) er sjaldgæf jurt sem vex einungs við jarðhita. Hún þrífst í þurrum, mosavöxnum hraunum en líka rökum, mosagefnum hveramýrum. Plantan er lágvaxin með lanfan og mjóan stöngul sem vex upp af einu til þremur fagurgrænum blöðum. Heiti plöntunnar, naðurtunga, vísar til einhliða gróax sem líkist tungu efst á plöntunni. Á válista flokkast tegundin í nokkurri hættu þar sem vaxtarsvæði hennar er takmarkað. Hún finnst þó á mörgum jarðhitasvæðum landsins.
Laugaslyðra (Gymnocolia inflata) er mosategund sem má finna víða á jarðhitasvæðum hér á landi. Mosinn getur myndað þéttar breiður. Hann er breytilegur að lit, jafnan brúnn eða brúnleitur, stundum grænn eða gulleitur og getur jafnvel verið svartleitur eða rauðbrúnn. Hann vex í leirflögum við hveri og laugar en einnig í rökum jarðvegi við tjarnir og læki eða á kafi í vatni.
Vatnalaukur (Isoetes lacustris) er sjaldgæf vatnajurt að mestu bundin við Suðvesturland. Plantan hefur dökkgræn, upprétt og striklaga blöð. Hún er ekki tengd jarðhita og lætur lítið yfir sér þar sem hún vex á botni stöðuvatna og djúpra tjarna. Hún finnst við Krýsuvík og telst sem tegund í yfirvofandi hættu.

Lifandi náttúra

Austurengjahver

Austurengjahver.

Kyngikraftur náttúrunnar blasir við augum í Krýsuvík. Höfuðskepnurnar eldur, vatn, loft og jörð hafa mótað umhverfið í aldanna rás. Gufustrókar stíga til himins, sjóðandi leirhverir leika taktfasta sinfóníu, hverahvammar skarta grænum, gulum og rauðleitum litum sem skipta um svipmót eftir veðrinu. Náttúröflin eira engu í glímunni við gróðurinn, vatnsrof leikur stórt hlutverk þegar það rignir og ísa leysir. Vindurinn flettir þekjunni í burtu og feykir jarðvegi á haf út þar sem öldur ólmast við klettaströnd og mola strandbergið hvíldarlaust. Þetta er náttúran í öllu sínu veldi.

Krýs og Herdís deila um landamerki

Kerlingadalur

Dysjar Herdísar og Krýsu í Kerlingardal.

Þjóðsagan hermir að Krýsuvík sé nefnd eftir krýs sem bjó í Krýsuvík. Hún átti í deilum um landamerki við grannkonu sína, Herdísi í herdísarvík. Báðar töldu sig órétti beittar og ákváðu að skera úr deilumáli sínu í eitt skipti fyrir öll. Sammæltust þær um að leggja af stað frá bæjum sínum við sólarupprás og ákveða mörk landa sinna þar sem þær mættust. Þegar þær hittast á Deildarhálsi taldi Krýs að Herdís hefði lagt fyrr af stað en um var samið. Tóku þær að biðja hvor annarri óbæna ásamt jörðum þeirra. Herdís lagði það á Krýsuvík að allur silungur í Kleifarvatni skyldi verða að loðsilungi en Krýs mælti svo fyrir um að ein eða fleiri skipshafnir skyldu drukkna í Herdísarvíkurtjörn. Sagan um þessa landaþrætu kerlinganna hefur lifað meðal Krýsvíkinga í ýmsum myndum og sýnir kyngimagn Krýsuvíkur.
[Hér gleymist að geta um hvernig samskiptum kvennanna lauk, en þær slógust og barst leikurinn til austurs niður í Kerlingardal þar sem þær drápu hvora aðra. Með í för voru smalar hvorrar um sig og laug viðureigninni með því að smali Krýsu drap smala Herdísar og dysjaði bæði þær og hann við gömlu þjóðleiðina milli bæjanna. Þar má enn sjá dysjarnar.]

Fornminjar

Gestsstaðir

Tóftir Gestsstaða.

Í landi Krýsuvíkur eru víða merkar fornleifar og búsetuminjar. Elstar eru Gestsstaðarústirnar, senilega frá fyrri hluta miðalda. Mestar eru fornleifarnar í Krýsuvíkurhverfi undir Bæjarfelli þar sem höfuðbólið og flestar hjáleigurnar voru. Nútímavæðing hefur lítið komið við sögu og jörðin haldist nánast óbreytt frá fyrri tíð, en snemma á sjöunda áratugnum varð sögulegt slys á bæjarhólnum. Krýsuvíkurbærinn, sem stóð vestan kirkjunnar, var þá kominn að falli og voru stórvirkar vinnuvélar notaðar til að ryðja hólinn og slétta út minjar um þennan merka bæ. Neðan hólsins og allt í kringum hann eru gömlu túnin með túngörðum sínum ósnertum að mestu, tóftir gömlu kotanna og fleiri merkar fornminjar.
[Hér vantar nauðsynlega kort af staðsetningu þess, sem um er rætt.]

Dulúð regnsins

Austurengjar

Austurengjar.

Það getur verið mjög votviðrasamt í Krýsuvík því þar gætir fyrst áhrifa frá lægðum sem nálgast landið úr suðvestri. Umhleypingar eru algengir með tilheyrandi úrkomu en í norð-austlægum áttum má gera ráð fyrir þurrviðri í Krýsuvík. Þá skartar staðurinn sínu fegursta, en einnig getur dulúðin sem fylgir þokulofti og skýjuðu veðurfari búið yfir ólýsanlegri fegurð.

Einföld bændakirkja

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja endurgerð.

Krýsuvíkurkirkju er fysrt getið í kirkjuskrá Páls Jónssonar Skálholtsbiskups um 1200. Margt bendir til að kirkja hafi risið í Krýsuvík á fyrstu áratugum kristni, en [tré]kirkjuna byggði Beinteinn Stefánsson á Arnarfelli 1875. Þetta var lítið guðshús einfaldrar gerðar, án turns. kirkjan var aflögð sem helgidómur og rúin öllum verðmætum 1929. Eftir það notaði einbúinn Magnús Ólafsson, síðasti íbúi Krýsuvíkur, hana sem íbúðarhús til 1945. Endurbygging kirkjunnar hófst 1957 og var hún endurvígð 1964 og færð Þjóðminjasafninu til eignar. Árið 1997 var Sveinn Björnsson listmálai [og lögreglumaður] jarðsettur í kirkjugarðinum en þá voru liðin 80 ár frá síðsutu greftrun þar. Á vorin var haldin messa í kirkjunni og altaristafla eftir Svein hengd upp, en tekin niður við messu á haustin og færð til vetrarvistar í Hafnarfjarðarkirkju.
Krýsuvíkurkirkja brann til kaldra kola aðfaranótt 2. janúar 2020.
[Kennarar og nemendur Iðnskólan í Hafnarfirði, nú Tækniskólans, hafa lokið endurbyggingu Krýsuvíkurkirkju, eins og hún leit út í upphafi (1875). Hún er væntanleg á upprunanlegan stað fljótlega.]

Land í mótun

Seltún

Hveraútfellingar við Seltún.

Virka gosbeltið sem liggur eftir Reykjanesskaga er á milli landsreksflekanna sem kendnir eru við Evrópu og Ameríku. Elsti hlutinn eru Lönguhlíðarfjöll norðaustan Kleifarvatns sem sýna merki tveggja kuldaskeiða og tveggja hlýskeiða, Sveifluháls er móbergshryggur sem myndast hefur við gos undir íshellu á kuldaskeiði. Sunnan Krýsuvíkurhverfis milli Geitahlíðar og Sveifluháls eru nokkur lög af grágrýtsihraunum, sum þakin jökulbergi, en efst ner mest á mó- og mýrlendi. Jarðlögin sjást vel í Krýsuvíkurbergi. Rauðskriða á Krýsuvíkurheiði og Trygghólar eru leifar gamalla eldgíga sem hraun hefur runnið frá. Krýsuvíkurhraun og Ögmundarhraun (eiga) eiga upptök sín í Brennisteinsfjöllum, gígum við Eldborgir sunna Geitahlíðar og í gossprungum í Móhálsadal.
[Hér vantar loftmynd af svæðinu þar sem sjá má m.a. hraunflæðin.]

Sprengigígar kallast á

Krýsuvík

Grænavatn og Stampar – sprengugígar í Krýsuvík.

Landslag í Krýsuvík er mótað af umbrotum og jarðeldum. Grænavatn, Gestsstaðavatn og Augun eru sprengigígar sem myndast hafa við sprengigos á ýsmum tímum. Grænavatn er stærst um 46 m djúpt. Vatnið fær lit sinn af hveraþörungum og kristöllum sem draga grænan lit frá sólu í sig. Gestsstaðavatn heitir eftir fornu býli sem fór í eyði á miðöldum.
[Stamparnir; Stóri-Stampur og Litli-Stampur eru vatnslausir sprengigígar sunnan Grænavatns væru vel umfjöllunarinnar virði – að ekki sé talað um minjar Gömlu-Krýsuvíkur í Húshólma.]

Fuglalíf og eggjataka

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg (Heiðnaberg).

Um 57.000 sjófuglapör verpa í krýsuvíkurbergi, aðallega rita og svartfugl, sem skiptist í álkur, langvíur og stuttnefjur. Einnig verpir þar nokkuð af fýl, toppskarfi og silfurmáfi. Fyrrum var ekkjataka mikil og máttu kotamenn taka tiltekið magn af fugli og eggjum úr berginu. Svo mikið fékkst af svartfuglseggjum á vorin að þau voru flutt á mörgum hestum heim til bæjanna. Sömu sögu var að segja af bergfuglinum sem gaf af sér kjöt og fiður. Á Krýsuvíkurheiði og nágrenni Bæjarfells verpir mófugl, spói, heiðlóma, snjótittlingur og fleiri tegundir. Arnarfell og Arnarfellstjörn eru kunn kennileiti á Krýsuvíkurheiði og á miðjum Sveifluhálsi eru Arnarvatn og Arnarnípa. Þessi nöfn vísa til þess að ernir hafi orpið á þessum stöðum í eina tíð.
[Enn og aftur; á skiltið vantar kort af svæðinu þar sen nefndra örnefna er getið.]

Mannrækt við Krýsuvíkurskóla

Krýsuvík

Krýsuvík.

Um miðjan áttunda áratuginn hófust miklar byggingaframkvæmdir á mel sunnan Gestsstaðavatns, en þar var ætluninn að reisa skóla fyrir unglinga sem þurftu á sérúrræðum að halda. Áður en byggingunni var lokið var fallið frá hugmyndinni og stóð húsið autt um margra ára skeið þar til Krýsuvíkursamtökin fengu það til afnota. Var þar rekið meðferðarheimili fyrir fíkniefnaneytendur um langt skeið.
[Hér er nálægra sýnilegra mannvirkja ógetið, s.s. fjóssins, starfsmannahússins, ráðsmannshússins, gróðurhúsanna o.fl., en við þau voru bundnar miklar framtíðarvæntingar við uppbyggingu Krýsuvíkursvæðisins. Þá var Vinnuskólinn í Krýsuvík sérstaklega merkileg viðeytni í lok sjötta og byrjun sjöunda áratuga síðustu aldar og er vel þess virði að vera getið á upplýsingaskilti þar sem fjallað er um Krýsuvík.]

ÓSÁ dró saman.

Seltún

Seltún – hverasvæði.

Arnarseturshraun

Sigmundur Einarsson og Haukur Jóhannesson skrifuðu árið 1989 greinargerð um „Aldur Arnarseturshrauns“ á Reykjanesskaga. Útgefandi var Náttúrufræðistofnin Íslands.

Í greinargerðinni er lýst niðurstöðum rannsókna á Arnarseturshrauni á Reykjanesskaga. Hrauninu er lýst og mæld stærð þess og rúmmál. Aldur hraunsins var fundinn með könnum öskulaga undir og ofan á því.

INNGANGUR

Sigmundur Einarsson

Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur.

Milli Vogastapa og Svartsengisfells liggur Grindavíkurvegur að mestu í unglegu hrauni. Jón Jónsson (1978) hefur lýst hrauninu og kallar það Arnarseturshraun (mynd 1) en einn hólanna við stærstu gígana sem mynduðu hraunið heitir Árnarsetur. Jón telur að hraunið hafi runnið á sögulegum tíma. Einnig birtir hann meðaltal af þremur efnagreiningum. Sveinn P. Jakobsson o.fl. (1978) birta efnagreiningu af hrauninu sem reynist vera basalt af gerðinni þóleiít. Arnarseturshraun er að mestum hluta komið úr um 400 m langri gígaröð sem liggur um 500 m austan Grindavíkurvegar á móts við Stóra Skógfell. Í upphafi gossins hefur gígaröðin verið mun lengri eða a.m.k. um tveir km. Um einn km norðaustur af aðalgígunum sést hluti af gígaröðinni sem virk var í gosbyrjun. Hún er um 500 m löng en slitrótt. Gígarnir eru litlir, 4-6 m háir, Virknin þar hefur dvínað fljótlega og gosið dregist saman á um 400 m langa gossprungu. Frá henni er allt meginhraunið runnið en aðrir hlutar gígaraðarinnar hafa færst í kaf nema áðurnefndir gígkoppar. Ekkert er vitað um framhald gossprungunnar til suðurs en þar er hraunið mjög þykkt og gígar horfnir ef einhverjir hafa verið.

Haukur Jóhannesson

Haukur Jóhannesson, jarðfræðingur.

Í lok gossins var gosvirkni einkum í þremur eða fjórum gígum. Nyrst og syðst var einkum hraunrennsli en á miðju gígaraðarínnar hlóðust upp gjallgígar. Nyrsti hluti gígaraðarinnar stefnir um N50A en aðalgígarnir stefna N40A. Upphaflega gossprungan hefur ekki verið á einni línu, heldur hefur hún verið skástíg og hliðrast til hægri, sem sést af því að nyrðri gígarnir eru ekki í beinu framhaldi af aðalgígunum.
Aðalgígarnir eru nálægt suðausturjaðri hraunsins. Þeir eru nú rústir einar eftir gjallnám en virðast hafa risið allt að 25 m yfir hraunið. Fyrst hefur hraunið frá gígunum einkum runnið til norðurs en síðar aðallega til vesturs og suðvesturs. Hraunið er að miklu leyti helluhraun en í því eru apalhraunsflákar og sumstaðar hefur helluhraunið brotnað upp og þar er hraunið mjög úfið. Eins og títt er um sprunguhraun á Reykjanesskaga er hraunið að jafnaði þeim mun úfnara og verra yfirferðar er fjær dregur gígunum, en nærri þeim er það afar blöðrótt og frauðkennt og brotnar undan fæti.

Arnarseturshraun

Arnarseturshraun.

Arnarseturshraun er yngsta hraunið á þessu svæði og liggja jaðrar þess alls staðar út yfir aðliggjandi hraunfláka. Suður- og suðausturjaðrar þess liggja út yfir hraun sem að mestu eru runnin frá unglegri gígaröð skammt austan við Stóra Skógfell og hefur hún verið kennd við Sundhnúk (Jón Jónsson 1973). Norðan til hefur Arnarseturshraun runnið út yfir fornlegt og mikið sprungið dyngjuhraun ættað frá stórri dyngju norðan undir Fagradalsfjalli og hefur hún af jarðfræðingum verið kölluð Þráinsskjöldur. Norðvesturjaðarinn liggur út yfir annað dyngjuhraun, ámóta fornlegt og sprungið. Það er komið frá dyngju sem kölluð hefur verið Sandfellshæð eftir dyngjuhvirflinum sem er um tvo km vestur af jarðhitasvæðinu í Eldvörpum. Hraun sem komin eru úr Eldvörpum og stórum stökum gíg skammt suður af Þórðarfelli hverfa inn undir suðvesturjaðar Arnarseturshrauns, en suðurjaðarinn liggur eins og austurjaðarinn út á Sundhnúkshraun.
Ekki hafa neinar sprungur fundist í Arnarseturshrauni svo vitað sé en augljóst er að berggrunnurinn undir því er mjög sprunginn. Gliðnun eða umbrot virðast því ekki hafa átt sér stað á svæðinu eftir að hraunið rann. Illahraun, sem komið er úr gígum um fjóra km suðvestur af Arnarsetursgígunum, er einnig ósprungið (Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1988a) og því hugsanlega frá svipuðum tíma, Rétt er að benda á að ekki er ljóst hvernig gosbeltið hegðar sér á svæðinu frá Reykjanesi að Fagradalsfjalli, þ.e. hvort líta beri á það sem eina sprungurein eða fleiri. Af þessum sökum er aðeins hægt að draga ályktanir af Arnarseturs- og Illahraunsgosum um næsta nágrenni en ekki sprungureinina í heild.
Arnarseturshraun er fínkornótt í brotsári og að mestu dílalaust en stundum með stökum, litlum plagíóklasdílum og ógreinanlegt frá Illahrauni í handsýni.
Jón Jónsson (1978, 1983) telur flatarmál Arnarseturhrauns vera um 21.84 km2. Jón gerði ráð fyrir að norðurhluti gígaraðarinnar og hraunið frá henni væri sérstök gosmyndun og er það því ekki meðtalið. Rúmmál hraunsins telur Jón vera 0.44 km3 en tekur fram að sennilega sé sú tala talsvert of lág. Flatarmál Arnarseturhrauns reiknast okkur vera 22.02 km2, Erfitt er að meta meðalþykkt hraunsins þar sem landslag fyrir gos er ekki þekkt en út frá mælingum á þykkt hraunjaðra var meðalþykkt áætluð um 15 m og er þá gert ráð fyrir að landið hafi verið tiltölulega flatt. Heildarrúmmál hraunsins er þá um 0.33 km3.

ALDUR ARNARSETURSHRAUNS

Arnarseturshraun

Arnarseturshraun – Jón Jónsson.

Aldur Arnarseturshrauns var ákvarðaður út frá afstöðu þess til þekktra öskulaga í jarðvegi, Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson (1988a,b) hafa fjallað um öskulög frá sögulegum tíma á Reykjanesskaga og verður það ekki endurtekið hér. Grafin voru og mæld 5 jarðvegssnið (R-31, R-46, R-47, R-48 og R-52) sem náðu inn undir jaðra hraunsins og er staðsetning þeirra sýnd á 1. mynd. Sniðin eru sýnd á 2.-6. mynd.
Landnámslagið fannst með vissu í tveimur sniðum, R-31 og R-52 og ef til vill í sniði R-47. Það liggur skammt undir hrauninu. Miðaldalagið liggur beint undir hrauninu í öllum sniðunum og er 5-15 cm þykkt og hefur fallið skömmu áður en hraunið rann. Enginn jarðvegur er milli Miðaldalagsins og hraunsins nema í sniði R-47 þar sem mold hefur greinilega hripað niður í gegnum þunnan hraunjaðar og fyllt upp í glufur neðst í hrauninu.

Arnarseturshraun

Arnarseturshraun, snið.

Miðaldalagið hefur fokið upp að hraunjaðrinum svipað og lýst er í skýrslunni um Illahraun.
Snið R-47 var grafið við hraunjaðarinn vestan undir Litla Skógfelli og er einkar fróðlegt. Neðst í því er ljós leikenndur jarðvegur og í honum gráleit rönd sem gæti verið Landnámslagið. Þá tekur við um 40 cm þykkt lag, sem að mestu er svört, lagskipt basaltaska sem vafalaust er Miðaldalagið. Neðst er um 15 cm af hreinni, svartri ösku, en efri hlutinn er lagskiptur. Þar skiptast á lög af svartri eilítið moldarblandinni ösku og Ijósri, leirkenndri mold. Í þessum lagskipta hluta sniðsins er greinilega vatnsflutt efni. Þá tekur Arnarseturshraun við og neðst í því er leirkennd, ljós mold sem fyllir upp í allar glufur í neðraborði hraunsins. Utan við hraunjaðarinn er um 20-30 cm þykkt lag af dökkri fokmold ofan á Miðaldalaginu. Á þessum slóðum er ekkert yfirborðsvatn að sumrinu og því verður að ætla að lagskipti kaflinn hafi myndast að vetri eða vori til er frost var í jörðu. Því hefur liðið a.m.k. einn vetur frá því að Miðaldalagið féll uns Arnarseturshraun rann.

Arnarseturshraun

Arnarseturshraun – snið.

Ljóst er að Arnarseturshraunið hefur runnið skömmu eftir að Miðaldalagið féll sem að líkindum var árið 1226 (Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1988b). Þetta er raunar sama niðurstaða og fékkst fyrir Illahraun (Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1988a). Ekki er hægt að segja til um aldursafstöðu þessara tveggja hrauna þar sem jaðrar þeirra liggja hvergi saman.
Áður hefur komið fram að engar sprungur hafa fundist í þessum hraunum og því sennilegt að þau hafi runnið í sömu goshrinu eða jafnvel samtímis. Ef Miðaldalagið hefur fallið árið 1226 þá hefur Arnarseturshraun runnið í fyrsta lagi árið 1227 því einn vetur a.m.k. hefur liðið frá því að öskulagið féll uns hraunið rann.
Jón Jónsson (1978) giskaði á að Arnarseturshraun hafi runnið 1661 en það ár getur Vallholtsannáll (Gunnlaugur Þorsteinsson 1922-27) um gos í Grindavíkurfjöllum, Jón hvarf síðar frá þessari hugmynd (Jón Jónsson 1983) og taldi það runnið um 1300 og byggði þá skoðun sína á því að hann fann

Arnarseturshraun

Arnarseturshraun, snið.

Landnámslagið undir hrauninu en ofan á því öskulag sem hann taldi frá Kötlugosinu 1485. Þetta snið Jóns Jónssonar er tekið á sömu slóðum og snið R-46 en þar fannst Kötlulagið frá 1485 ekki þrátt fyrir nokkra leit. Aftur á móti virðist Jóni hafa sést yfir Miðaldalagið.
Sem fyrr segir taldi Jón Jónsson (1978) að nyrsti hluti gígaraðarinnar í Arnarseturshrauni væri sérstök gosmyndun og auðkennir hann hana með H-37, Ekki fjallar Jón um aldur hraunsins, en samkvæmt jarðfræðikorti hans telur hann hraunið eldra en Sundhnúkshraun. Jarðlagasnið R-52 sýnir hinsvegar ótvírætt að þessu er öfugt farið. Austurjaðar H-37 liggur að mestu út á fremur unglegt hraun sem Jón auðkennir H-38 (Sundhnúkshraun) og liggur jarðlagasniðið með Miðaldalaginu og Landnámslaginu á milli hraunanna. Með hliðsjón af þessu og legu gígaraðarinnar er eðlilegast að álykta að H-37 sé hluti Arnarseturshrauns.

Arnarseturshraun

Arnarseturshraun, snið.

Afar ólíklegt verður að teljast að gosið hafi í Grindavíkurfjöllum 1661 eins og segir í Vallholtsannál því ekki er getið um það gos í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (1923-24). Þeir söfnuðu upplýsingum í Jarðabókina árið 1703 og þá hefði átt að vera fjöldi manna á Suðurnesjum sem mundu gosið og tíundað hefðu skaða þann er það hefði valdið. Líklegast er að annálshöfundurinn hafi í raun verið að lýsa Kötlugosinu er varð 1660 enda á lýsingin að mörgu leyti vel við það.

Heimildir:
-Árni Magnússon og Páll Vídalín 1923-24. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. 3. bindi. Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn. Kaupmannahöfn. 468 bls.
-Gunnlaugur Þorsteinsson 1922-27. Vallholtsannáll. Í Annálar 1400-1800, 1. bindi, bls. 317-367. Hið íslenzka bókmenntafélag. Reykjavík.
-Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1988a. Aldur Illahrauns við Svartsengi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 7. 11 bls.
-Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1988b. Krýsuvíkureldar I. Aldur Ögmundarhrauns og Miðaldalagsins. Jökull 38: 71-87.
-Jón Jónsson 1973. Sundhnúkahraun við Grindavík, Náttúrufræðingurinn 43: 145-153.
-Jón Jónsson 1978. Jarðfræðikort af Reykjanesskaga, Orkustofnun OS JHD7831. 303 bls. og kortamappa.
-Jón Jónsson 1983. Eldgos á sögulegum tíma á Reykjanesskaga. Náttúrufræðingurinn 52: 127-139.
-Sveinn P. Jakobsson, Jón Jónsson og F. Shido 1978. Petrology of the Western Reykjanes Peninsula, Iceland. Journ. Petrol. 19: 669-705.

Arnarseturshraun

Arnarseturshraun – hrauntjörn.

Steðji

Ísaldarminjar eru ummerki um ýmiss konar jarðfræðileg fyrirbæri sem mynduðust fyrir meira en 10.000 árum þegar jöklar huldu landið að hluta eða öllu leyti. Hérlendis eru ísaldarminjar ýmiskonar jarðgrunnsmyndanir rofummerki á berggrunni og ummerki um eldvirkni undir jökli. Elstu ísaldarminjar hér á landi eru 4–5 milljóna ára gamlar og er þar um að ræða jökulbergslög sem finnast á milli hraunlaga í jarðlagasniðum.

Grettistak

Grettistak á Reykjanesskaga.

Síðasta ísöld hófst fyrir um 2,6 milljónum ára og henni lauk fyrir um 10.000 árum. Ekki var þó um einn fimbulvetur að ræða heldur skiptust á jökulskeið (kuldaskeið) og hlýskeið. Í setlögum og bergmyndunum í jarðlagastöflum, til dæmis austur í Jökuldal, Borgarfirði og Tjörneslögunum norðan Húsavíkur, eru varðveitt ummerki um 14–16 jökulskeið.

Jökulruðningur

Jökulruðningur og -rákir í Fossvogi.

Þær ísaldarminjar sem eru mest áberandi hérlendis eru frá síðasta jökulskeiði sem hófst fyrir um 100.000 árum og eru þær flestar og mestar frá ísaldarlokum, fyrir um 10.000–15.000 árum, þegar umhverfi og veðurfar færðist smám saman í það horf sem það er í dag.

Helstu ísaldarminjar landsins eru eftirfarandi:
• Jökulruðningur og landform sem jökullinn hefur myndað úr honum, til að mynda jökulgarðar og aflangar jökulöldur og jökulkembur sem vitna um tilvist, stefnu og meginþunga ísstrauma ísaldarjökulsins.

Móberg

Móbergsmyndanir.

• Grettistök eru sérstaklega áberandi á ákveðnum hálendissvæðum. Þau bera vott um lítið lausefni undir jöklinum á þessum svæðum en um leið mikilvirkt plokk jökulsins úr berggrunninum undir jökulhvelinu.

Jökurispur

Jökulrispur í Heiðmörk.

• Jökulrákir, hvalbök og grópir eru dæmi um rofform á berggrunni sem vitna einnig til um stefnu ísflæðis og rofmátt ísaldarjökulsins. Á stöku stað, til dæmis á Melrakkasléttu, finnast jökulrákir með tveimur til þremur mismunandi stefnum. Slíkt er talið merki þess að ísaskil hafi flust og skriðstefna jökuls þar með breyst vegna breytinga á stærð og útbreiðslu ísaldarjökulsins.
• Stærri form og landslagseinkenni í berggrunni landsins, eins og flestir dalir og firðir, eru grafnir og mótaðir af jöklum á mörgum jökulskeiðum, með aðstoð vatns, frostveðrunar og hrunvirkni.
• Móbergsmyndanir, til dæmis hryggir og stapar, myndast við gos undir jökli og eru áberandi við gosbelti landsins. Þær geta gefið upplýsingar um útbreiðslu og þykkt jökulsins við myndun þeirra.

Frostveðrun var mjög virk í fimbulkulda jökulskeiðanna en talið er að ákveðin svæði hafi verið íslaus í lengri tíma, til dæmis hærri fjöll og annes. Af þeim sökum er berggrunnurinn á slíkum svæðum oft mjög sprunginn og molinn, hriplekur og jafnvel óstöðugur í brattlendi.

Sveifluháls

Móbergsháls (Sveifluháls) á Reykjanesskaga – Kleifarvatn.

Lambatangi

Bólstraberg er ein þeirra bergtegunda er einkenna Reykjanesskagann. Augljósasta, og í rauninni besta kennslubókardæmið um það, er að finna í Lambatanga við suðvestanvert Kleifarvatn.
BólstriBólstraberg er hraun sem myndast við gos djúpt undir vatni þar sem þrýstingur er of mikill til að gufusprengingar verði. Þegar kvika kemur upp á yfirborðið springur hún ekki vegna þrýstingsins en yfirborðið snöggstorknar og þunn svört glerhúð myndast á hrauninu. Kvikan myndar þá nokkurs konar bolta eða „kodda“, nánast kúlulaga, til að lágmarka yfirborð kvikunnar og um leið verður lágmarkskæling í kvikunni. Við kólnun hraunsins myndast stuðlar í bólstrunum og liggja þeir þvert á kólnunarflötinn, frá miðjunni út í yfirborðið. Bólstraberg getur myndast í neðansjávargosi, í gosi í stöðuvatni eða í gosi undir jökli.
Lambatangabólstrarnir hafa greinilega myndast annað hvort gos undir jökli eða í stöðuvatni. En fyrst, svona til að skilja samhengið; hvað er hraun? Samkvæmt fræðilegum skilgreiningum er hraun bráðið berg eða möttulefni (einnig kallað bergkvika) sem flæðir upp á yfirborð jarðar við eldgos og storknar þar. Hitastig hraunbráðar getur verið frá 700 – 1200°C. Kvikan verður til vegna hitamyndunar í iðrum jarðar sem einkum stafar af niðurbroti geislavirkra efna (t.d. úrans og þóríums). Kvikan er heit og því eðlisléttari en umhverfið, sem veldur því að hún tekur að stíga í átt til yfirborðs þar sem hún kemur upp í eldgosum og rennur sem hraun.
Bólstraberg getur myndast bæði úr basískri og súrri kviku þegar kvikan rennur í vatni. Við slíkar aðstæður kólnar yfirborð kvikunnar snögglega. Seigjan verður því mest á yfirborðinu og leitast kvikan því við að mynda því sem næst kúlulaga form svo yfirborð verði sem minnst miðað við rúmmál. Yfirleitt ná bólstrarnir ekki að verða kúlulaga en líkjast einna helst vel úttroðnum koddum sem fletjast út vegna eigin þunga og eru því yfirleitt ílangir. Oft sjást tengsl á milli þeirra því líklegt er að kvikan streymi úr einum bólstri í þann næsta. Bólstrarnir eru glerjaðir að utan en innar er Bólstrifínkornótt blöðrótt berg sem er smástuðlað og vita stuðlarnir hornrétt á yfirborðið, þ.e. kólnunarflötinn.
Þegar basísk hraun renna út í sjó eða stöðuvötn mynda þau oft stóra, fremur óreglulega bólstra. Við mikinn vatnsþrýsting í djúpu vatni eins og gerist við eldgos á hafsbotni eða undir þykkum jökli myndast reglulegir bólstrar. Oft mynda þeir margra metra þykkt bólstrabergslag þar sem bólstrarnir liggja hver um annan þveran og eru þeir oftast fremur smáir. Þannig myndanir eru algengar neðst í stöpum og bólstrabergshryggjum. Má sjá slík bólstrabergslög í Stapafelli á Reykjanesi (reyndar sagði Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, að þar mætti augum líta „einn stærsta bólstra í heimi“), Mosfelli í Mosfellsdal, Lambafelli við Höskuldarvelli og Þorbirni sem er dæmigerður bólstrabergshryggur. Skálaga bólstraberg og bólstrabrotaberg myndast þegar gjall eða gjóska mynda Bólstriskálaga hlíðar undir vatnsborði og einstaka bólstrar eða brot úr þeim renna niður hallann og umlykjast gjóskusalla. Slíkar myndanir eru algengar undir hraunhettum stapa og apalhraunum sem renna út í vatn.
Rýólítbólstrar verða til þegar rýólítkvika kemur upp í gosum undir vatni. Slíkir bólstrar eru oft margir metrar í þvermál eins og t.d. í Bláhnúk við Landmannalaugar.
Tegundir hrauna eru fleiri en ein og fleiri en tvær. Basísk hraun (eða mafísk) eru venjulega fremur kísilsnauð og eru því fremur þunnfljótandi. Þau koma oftast upp í gígaröðum eða dyngjum. Súr hraun (eða felsísk) eru yfirleitt kísilrík og seigfljótandi og mynda gjarnan straumflögótt berg. Þau koma oftast upp í megineldstöðvum.
Hraun kólna eða storkna á yfirborði og mynda fast berg. Fasta bergið er samsett úr kristölluðum steindum, en kólnunarhraði hraunsins ræður Bólstrimestu um það hversu grófgerðir kristallarnir verða. Þeim mun hægar sem hraun kólna þeim mun stærri verða kristallarnir. Stórir kristallar geta einnig myndast í kvikunni meðan hún er neðanjarðar og þá verður hraunið sem upp kemur dílótt. Snertifletir og yfirborð hrauna er oft gler- eða kargakennt, þar sem kólnun þessara flata er hraðari vegna snertingar við eldri og kaldari jarðmyndanir og andrúmsloft. Því ná kristallar ekki að myndast. Berg sem myndast við eldgos kallast einu nafni gosberg hvort sem um er að ræða hraun, gjóskuberg eða móberg.
Basísk hraun mynda venjulega annaðhvort hellu- eða apalhraun sem vísar að mestu til yfirborðsásýndar hraunanna. Enskt heiti þessara hraungerða eru „Aa-lava“ (apalhraun) og „Pahoehoe“ (helluhraun), en ensku nafngiftirnar eru komnar frá Hawaii eyjaklasanum, þar sem eingöngu renna basalthraun.
BólstriDyngja er breitt, aflíðandi og keilulaga eldfjall sem myndast í langvinnu eldgosi á hringlaga gosopi. Dyngjugos eru svo kölluð flæðigos þar sem hraunið er þunnfljótandi og flæðir langar leiðir. Eldvirkni í dyngjum getur varað mörg ár eða áratugi líkt og dæmi eru um á Reykjanesskaganum (Sandfellshæð, Þráinsskjöldur og Hrútargjárdyngja). Á Íslandi setja dyngjur mikinn svip á landslagið. Einna þekktastar utan Reykjanesskagans eru Skjaldbreiður og Trölladyngja, hvor um sig um 600 metrar á hæð frá rótum. Aðrar eru flatari og ógreinilegri í landslaginu, s.s. Háleyjarbunga og Stapinn.
Til fróðleiks má nefna að
stærsta fjall sólkerfisins, Ólympusfjall á Mars, er dyngja.
Hraun eru að meginefni til tvenns konar; a
palhraun er úfið hraun sem verður til í þeim eldgosum þar sem er flæðigos með basískri hraunkviku. Dæmi um apalhraun er hraunið sem liggur yfir Suðurnesin. Helluhraun er nokkuð slétt hraun sem verða til við eldgos með Bólstriþunnfljótandi basalt-kviku. Helluhraun eru að jafnaði auðveld yfirferðar og oft alsett hraunreipum sem myndast þegar efsta lag hraunsins storknar en massinn heldur áfram að hreyfast. Stærstu helluhraun heims eru á Hawaii en einnig eru helluhraun á Íslandi; svo sem Eldborgarhraun í Brennisteinsfjöllum og hraun úr Vörðufellsborgum. Það síðarnefnda rann sennilega á árunum í kringum eitt þúsund.
Við mikið hraunrennsli getur myndast hraungöng yfir og undir yfirborðinu. Ef slík hraungöng tæmast myndast hellar og traðir sem standa eftir. Dæmi um slíka hella eru Búri og Raufarhólshellir.
Við mjög svo aðgengilega skoðun á bólstrunum á Lambatanga má glögglega sjá með eigin augum og upplifa allt það er sagt er hér að framan.

Heimildir m.a.:
-GK jarðfræðiglósur.
-Wikipedia netorðabókin

Bólstri

Bólstri í Stapafelli.

 

Gunnuhver

ÍSOR (Íslenskar orkurannsóknir) hafa gefið úr Jarðfræðikort af Suðvesturlandi í mælikvarðanum 1:100 000. Kortið byggist á fjölmörgum eldri jarðfræð

ikortum. Kortin hafa verið einfölduð, endurskoðuð og nýjum upplýsingum bætt við. Elstu jarðlögin á kortinu eru rúmlega 4 milljóna ára gömul og þau Austurengjahver-21yngstu eru hraun frá Reykjaneseldum 1211-1240. Alls eru á kortinu um 160 mismunandi hraun. Á kortinu er jafnframt bent á 40 áhugaverða staði og eru lýsingar af þeim að finna hér á vefnum.
Jarðfræðilega nær Reykjanesskagi austur að þrígreiningu plötuskilanna sunnan Hengils. „Reykjanesskagi er svokallað sniðrekbelti og fer gliðnunin fram í NA-SV-eldstöðvakerfum, sem eru tugir kílómetra að lengd, með misgengjum, gjám og gígaröðum.
Sniðgengisþátturinn kemur fram í nokkurra kílómetra löngum norður-suður sprungum með láréttri færslu og sprunguhólum. Þær eru á mjóu belti sem liggur eftir skaganum endilöngum. Þar verða tíðum jarðskjálftar. Þeir koma í hrinum og eru flestir litlir. Sá öflugasti hefur verið um 6 stig á Richter. Tímabil eldgosa og gliðnunarhreyfinga annars vegar og Krysuvikurberg-21sniðgengishreyfinga hins vegar skiptast á og standa hvor um sig í 6-8 aldir.
Síðasta gos- og gliðnunartímabili lauk um miðja 13. öld. Tímabil eldgosa eru fundin með aldursgreiningu hrauna með hjálp öskulaga og C14- aldursgreiningum, auk skráðra heimilda um gos eftir landnám. Aðeins tvö síðustu gostímabilin eru vel þekkt, það þriðja að nokkru leyti, en helst til fá hraun því tilheyrandi hafa verið aldursgreind. Eldstöðvakerfin hafa ekki verið virk samtímis heldur hefur gosvirkni á þeim flust á milli þeirra með löngum hléum á milli.
Á Reykjanesskaga eru sex eldstöðvakerfi. Miðstöð þeirra ákvarðast af mestri hraunaframleiðslu í sprungugosum. Sprungusveimar eldstöðvakerfanna, með gjám og misgengjum, Hraundrangureru miklu lengri en gossprungureinarnar. Þar hafa kvikuinnskot (berggangar) frá megineldstöðvunum ekki náð til yfirborðs. Í fimm af eldstöðvakerfunum er háhitasvæði. Hitagjafi þeirra eru innskot ofarlega í jarðskorpunni. Boranir á háhitasvæðunum hafa sýnt að 20-60% bergs neðan 1000-1600 m eru innskot. Súrt berg og öskjur eru ekki í eldstöðvakerfum skagans. Veik vísbending er þó um kaffærða öskju á Krýsuvíkursvæðinu, og í Hengli kemur fyrir súrt berg í megineldstöðinni, en það er norðan þrígreiningar plötuskilanna (gosbeltamótanna). Bergfræði gosbergsins í eldstöðvakerfunum spannar bilið frá pikríti til kvarsþóleiíts.
Brennisteinsfjallakerfið hefur verið virkast af eldstöðvakerfum skagans eftir ísöld og framleitt mest hraun, bæði að flatar- og rúmmáli. Hvert hinna þriggja gostímabila sem greind hafa verið byrjaði þar um 200-300 árum fyrr en hin komu til. Endurtaki það sig mætti ætla að Brennisteinsfjallakerfið færi að nálgast nýtt upphaf miðað við lengd undanfarinna sniðgengistímabila. Hin myndu svo fylgja eftir með löngum hléum á milli.

Basendar-21Básendar – Básendaflóð
Eitt mesta sjávarflóð sem orðið hefur við Íslandsstrendur, Básendaflóðið, er kennt við Básenda á Reykjanesi. Básendar var gamall verslunar- og útróðrarstaður skammt sunnan við Stafnes og þekktur frá fornu fari. Þar eru grágrýtisklappir við sjóinn og grýttar fjörur. Ströndin öll liggur fyrir opnu hafi en smávíkur og básar gera veitt bátum og smærri skipum var.
Básendaflóðið varð aðfaranótt 9. janúar 1799. Þetta var stórstraumsflóð samfara lágum loftþrýstingi og aftakaveðri af hafi en við slíkar aðstæður magnast flóðbylgjan. Á Básendum gekk hún langt á land og hreif með sér verslunarhúsin og flest önnur hús á staðnum, eyðilagði lendinguna og braut alla báta sem þar voru í Basendar-22naustum. Margir sluppu naumlega úr flóðinu en gömul kona drukknaði. Þá urðu einnig gríðarmikil flóð og eignatjón víða við Suður- og Vesturland allt frá Þjórsárósi til Barðastrandar.
Allmikil tóftarbrot eru á Básendum. Staðurinn er sæmilega merktur.
Í Reykjavík gekk sjór yfir nesið vestan við Lambastaðahverfið svo Seltjarnarnesið var sem eyja í hafinu. Fátítt er að slíkt gerist en átti sér þó stað 1936 í Pourquoi Pas veðrinu fræga. Bærinn Breið, sem var yst á Akranesi, gereyddist, bæði hús og tún. Talið er að 187 skip og bátar hafi eyðilagst eða stórskemmst en engin sjóslys urðu þó. Fárviðri var að suðvestri þessa nótt þannig að það var ekki einungis sjávargangurinn sem olli eyðileggingu. Kirkjurnar á Hvalsnesi og Nesi við Seltjörn fuku af Basendar-23grunni og brotnuðu í spón og kirkjurnar á Kirkjuvogi og Kálfatjörn stórskemmdust .
Miklar breytingar urðu víða við ströndina, sjávarkambar hurfu og nýir urðu til og grandar og eiði tóku stakkaskiptum. Erfitt er að meta flóðhæðina en þó eru ýmsar vísbendingar í tjónalýsingum. Í skýrslu um tjónið á Básendum er sagt að sjór hafi komist 164 faðma upp fyrir verslunarstaðinn og rekadrumbur hafi skolast upp á húsþak og liggi þar 4 álnum yfir jafnsléttu. Geir biskup Vídalín sem bjó á Lambastöðum á Seltjarnarnesi áleit „að 5 álnum [3 m] hefði sjór gengið hærra, þverhnýptu máli, en í öðrum stórstaumsflóðum“. Breidd flóðsins Pattersson-21innan við Lambastaði mældist 300 faðmar (áln 0,63 m, faðmur 1,88 m). Í Staðarsveit á Snæfellsnesi gekk sjórinn alstaðar meira en 560 m lengra á land en í eðlilegum stórstraumi og allt upp í 2800 m. Í dag eru ummerki Básendaflóðsins hvergi glögg. Þrátt fyrir það eru þetta mestu hamfarið af völdum sjávarfalla sem vitað er til að hafi orðið við Ísland á sögulegum tíma.

Pattersonvöllur – fornskeljar, 20-25.000 ára gamlar
Undir Pattersonflugvellinum sunnan við Innri-Njarðvík eru allþykk, forn, hörðnuð sjávarsetlög. Í þeim er á köflum mikið af steingerðum skeljum. Mest ber á sandmigu (smyrslingi – Mya truncata) og er hún víða í lífsstöðu. Í einstaka samloku hefur fundist steingerður skelfiskur. Aldur skeljanna er 20.000-22.000 ár og þær því lifað skömmu áður en jöklar síðasta jökulskeiðs gengu fram í fremstu stöðu fyrir um 18.000 árum. Sjávarstaða hefir verið a.m.k. 5-10 metrum ofar en nú.

Valahnúksmöl – sjávarkambur
Valahnúksmöl er 420 m langur og 80 m breiður stórgrýttur sjávarkampur
(-kambur) úr vel núnum hnullungum, mestmegnis á bilinu 1-3 fet í þvermál. Hann liggur þvert um sigdæld, eða sigdal, sem markast af ValahnuksmolValahnúk í norðri og Valbjargagjá í suðri. Þegar hásjávað er myndast lítið lón innan við kampinn.
Uppruna grjótsins í Valahnúksmöl er einkum að leita í sjávarklettum milli kampsins og Reykjanestáar. Ströndin þarna er ákaflega brimasöm og er þungi úthafsöldunnar mikill þegar hún skellur á klettunum. Ber hún skýr merki þessara átaka og er alsett básum og skútum, jafnvel gatklettum. Valahnúksmöl liggur nokkuð inn á Yngra Stampahraun, sem rann á öndverðri 13. öld, og er því yngri.
Vert er að benda á frumstæða sundlaug innan við kampinn gerða af vitaverði í Reykjanesvita á 3. áratug síðustu aldar. Laugin var sprengd niður í sprungu við norðanvert lónið. Hún var einungis nothæf á flóði en með aðfallinu streymir sjór um sprungur inn í lónið og hitnar.

HaleyjarbungaHáleyjabunga – dyngjugígur
Háleyjabunga er lítil hraundyngja austast á Reykjanesi. Í hvirfli dyngjunnar er allstór hringlaga gígur, um 25 m djúpur.Hraunin eru úr bergtegundinni píkrít, sem er mjög auðugt af steindinni ólivín. Í handsýni má auðveldlega sjá mikið af flöskugrænum ólivíndílum. Píkrít flokkast sem frumstætt berg og er talið eiga upptök í möttli jarðar.
Mesta sjáanlega þvermál dyngjunnar er um 1 km en hún er umlukt yngri hraunum á alla kanta nema suðaustanmegin, þar sem hún liggur að sjó. Í sjávarhömrunum er auðvelt að skoða byggingu dyngjunnar og einnig sést vel hvernig yngri hraun hafa runnið upp að henni. Píkríthraun eru talin elst hrauna á Reykjanesskaga, frá því skömmu eftir að ísaldarjöklana tók að leysa.

KerlingarbasKerlingarbás – öskugígur og berggangar
Við Kerlingarbás, sem er grunnur vogur næst sunnan Önglabrjótsnefs, hafa skapast einstakar aðstæður til að skoða innviði eldgíga af ýmsum gerðum. Gígaraðir á vestari gosrein Reykjaness, sem kennd hefur verið við Stampa, liggja að sjó við Kerlingarbás. Þar sem gossprungurnar opnuðust í sjó  hlóðust upp gjóskukeilur en gjall- og klepragígar þar sem sjór komst ekki að gosrásinni. Leifar þriggja gjóskugíga af hverfjallsgerð má sjá við ströndina. Þeir tilheyra Eldri og Yngri Stampagígaröðunum sem liggja um 4 km inn til landsins frá Kerlingarbás. Eldra Stampagosið varð fyrir tæpum 2000 árum síðan en það yngra á 13. öld. Gosmyndanir Stampagígaraðanna eru mest áberandi við Kerlingarbás en þó sér þar í eldri myndanir í sjávarmálinu, bæði túff og hraun.
GígarKerlingarbas-2 og hraun við Kerlingarbás á Reykjanesi. Myndin er tekin frá Önglabrjótsnefi.
Norðan til í básnum er þverskorinn gjallgígur á Eldri Stampagígaröðinni. Þar má m.a. sjá bergstólpa í fjörunni sem er hluti af gosrás hans. Gígur þessi ber nafnið Kerling (kemur fram í þjóðsögum ásamt dranginum Karli).
Eftir að virkni á Eldri Stampagígaröðinni lauk tók við goshlé á Reykjanesi í um 1100 ár. Yngra Stampagosið hófst snemma á 13. öld á gossprungu sem lá um 150 m suðaustan Eldri Stampagígaraðarinnar. Í upphafi gossins hlóðust upp tvær gjóskukeilur af hverfjallsgerð við ströndina. Aldursmunur þeirra er vart meiri en nokkrir mánuðir. Gígrimar beggja gíganna náðu inn á land og eru að hluta varðveittir. Yngra Stampahraunið rann upp að gígrimunum og markar hraunbrúnin hringlaga útlínur þeirra. Við miðjan Kerlingarbás má sjá tvo þunna bergganga sem liggja upp í gegnum yngri gjóskukeiluna, í Yngra Stampahraunið. Gefst þarna gott tækifæri til að skoða tengsl hrauns við aðfærsluæðar þess. Um 150 m breið sigdæld liggur um miðjan Kerlingarbás, með skarpa brún norðan megin. Rofmislægi koma fram beggja vegna sigdældarinnar. Við Kerlingarbás má fá góða mynd af gosvirkni við mörk lands og sjávar.
Við Kerlingarbás. Á myndinni sést berggangur sem liggur í gegnum óharðnaða gjósku, upp í Yngra Stampahraunið.

Eldvorp-21Eldvörp – gígaröð frá 13. öld
Eldvarpahraun er eitt þeirra hrauna sem runnu í Reykjaneseldum á tímabilinu 1211-1240. Önnur hraun frá þessum eldum eru Stampahraun, Illahraun og Arnarseturshraun. Suðurendi Eld-varpagígaraðarinnar er við vestanvert Staðarberg, þar sem hraunið hefur runnið í sjó, en í norðri endar hún tæpa 2 km vestur af Bláa lóninu. Hún er alls um 10 km löng en nokkuð slitrótt. Mest hraunframleiðsla hefur verið í Eldvörpum, skammt sunnan miðju gígaraðarinnar. Flatarmál Eldvarpahrauns er um 20 km2. Gígarnir á Eldvarpagígaröðinni eru gjall- og klepragígar og eru sumir þeirra allstæðilegir. Hraunið er ýmist slétt helluhraun, uppbrotið helluhraun eða úfið kargahraun. Jarðhiti er í Eldvörpum sem nýttur er til orkuframleiðslu í Svartsengi.
Arnarseturshraun og Illahraun eru talin vera frá því stuttu eftir 1226, líklega nokkrum árum, en þau runnu bæði inn á Eldvarpahraun.

SandfellshaedSandfellsdalur – dyngjugígur
Stærstu hraunin á Reykjanesskaga eru dyngjur. Þær elstu og stærstu, hvor um sig yfir 100 km2, eru Sandfellshæð og Þráinsskjöldur. Þær mynduðust á síðjökultíma fyrir um 14.000 árum. Þá var sjávarstaða næstum 30 m lægri en nú.
Gígurinn í Sandfellshæð heitir Sandfellsdalur. Hann er næstum kringlóttur, mest 450 m yfir barminn. Í honum hefur verið hrauntjörn. Hraun úr henni hefur runnið um hellakerfi. Sums staðar hefur ollið upp úr því, t.d. þar sem röð af hraunbólum vísar til vesturs með Langhól og Berghól stærstum. Í lok gossins hefur sigið í tjörninni og hallandi spildur hangið eftir innan á barminum. Hraun hefur einnig runnið yfir gígbarminn. Næst honum er það fremur frauðkennt og þunnbeltótt en fjær eru beltin þykkri og bergið þéttara. Dyngjugos standa lengi, jafnvel í nokkur ár þau stærstu. Bergið í þeim er jafnan ólivínríkt. Um það bil 5 km breiður sigdalur gengur yfir Sandfellshæð. Jaðarmisgengið suðaustan megin skerst yfir gíginn í henni og heldur áfram norðaustur yfir Sandfell, Lágafell og Þórðarfell. Það sést ekki í um það bil 2000 ára hrauni suðvestan við gíginn en kemur aftur fram í eldri hraunum úti á Reykjanesi, svo sem Háleyjabungu.

Stampar-21Stampagígaröðin 
Yngra Stampahraun er eitt af hraunum Reykjaneselda 1210-1240 en þá runnu fjögur hraun á Reykjanes- og Svartsengiskerfunum og neðansjávargos urðu í sjó undan Reykjanesi.
Stampagígaröðin er alls um 4 km löng og er flatarmál hraunsins 4,6 km2. Á norðurenda hennar eru tveir allstæðilegir  „stamplaga“ gígar sem heita Stampar. Sunnar á gígaröðinni eru nokkrir stæðilegir gígar sem bera nöfn, s.s. Miðahóll, Eldborg dýpri og Eldborg grynnri, en allir þessir gígar voru notaðir sem mið við fiskveiðar fyrr á tímum. Að öðru leyti eru gígar Stampagígaraðarinnar lágir klepragígar og fremur lítt áberandi.
Í rituðum heimildum er getið að minnsta kosti sex gosa í sjó við Reykjanes á tímabilinu 1210-1240. Á Reykjanesi hafa fundist fjögur gjóskulög í jarðvegi sem skjóta stoðum undir þessar Stampar-22frásagnir. Einnig eru þekkt fjögur hraun sem runnu á þessu tímabili, það er Yngra Stampahraun, Eldvarpahraun, Illahraun og Arnarseturshraun. Hefur þessi goshrina verið nefnd Reykjaneseldar 1210-1240. Eldarnir byrjuðu með gosi í sjó við suðvesturströnd Reykjaness. Þar hlóðust upp tveir gjóskugígar af hverfjallsgerð með um 500 metra millibili. Er drangurinn Karl hluti af gígbarmi yngri gígsins. Báðir gígarnir eru nú mikið eyddir vegna rofs en hlutar þeirra eru þó varðveittir á ströndinni. Þar má sjá allt að 20 metra þykka gjóskustabba sem vitna um tilvist gíganna. Í framhaldi af gjóskugosunum rann Yngra Stampahraunið.

Gunnuhver-21Gunnuhver – hverasvæði
Gunnuhver er gufuhvera- og leirpyttaklasi. Gufu- og leirhverir stafa af suðu í jarðhitageymi. Gufan leitar upp og blandast yfirborðsvatni. Henni fylgja gastegundir. Þær gera vatnið súrt. Af því umbreytist hraungrýti og móberg í leir. Gufustreymið jókst mjög er þrýstingur lækkaði í jarðhitageyminum við vinnslu vatns og gufu úr honum. Stærsti leirhver landsins, nú með digrum suðustólpa í 20 m víðum stampi, er efst í brekkunni. Um tíma náði gosstólpinn um 10 m hæð og slettur úr honum hlóðust á barmana.
Óróasamt er á Reykjanesi af völdum jarðskjálfta. Þeir koma í hrinum en eru vægir, þeir stærstu rúmlega 5 á Richter. Í helstu hrinunum Gunnuhver-22hefur sprunga sem liggur frá Valbjargagjá til norðausturs um Gunnuhver hreyfst til, síðast fyrir um 40 árum. Við slík umbrot hefur hveravirkni aukist um tíma og efnaríkt vatn úr jarðhitageyminum náð til yfirborðs og myndað goshveri með útfellingum af hverahrúðri. Þetta voru sjóhverir. Kísilhóll er nefndur eftir kísilhellu efst á honum. Í henni eru skálar eftir kulnaða goshveri. Kulnaður bolli Hversins 1919 er um 100 m sunnar, ofan vegar. Hann var síðast virkur kringum 1970. Skammt þar suðvestan við var Geysir (Reykjanes-Geysir) virkur kringum aldamótin 1900 og framan af 20. öld. Engin merki sjást um hann nú.

SkalafellSkálafell – jarðskjálfta-sprungur
Skálafell hefur hlaðist upp í nokkrum gosum á gossprungum og aldursmunur á þeim er mikill. Toppgígurinn í því er klepragígur af eldborgargerð. Hann varð til í því yngsta, líklega fyrir rúmum 3000 árum. Kringum toppgíginn eru jarðföll (skálarnar?) þar sem runnið hefur undan. Af þeim toga er einnig smáhellir suður úr toppgígnum. Elstu hraunlögin úr Skálafelli, yfir 8000 ára, sjást í misgengisstalli austan við fellið og í sjávarklettum (Krossvíkurberg). Brotstallar eru stórir í gömlu hraununum en í yngsta hrauninu rétt mótar fyrir þeim. Misgengi þessi takmarka siglægðina á Reykjanesi að austan. Tilsvarandi misgengi á móti eru vestur við Kinn og við táknræna brú yfir flekaskilin. Þar á milli eru 5 km. Á hraunsléttu kippkorn norðaustan við Skálafellsbunguna eru gömul hraun úr Skálafelli og í þeim slitróttar gjár með norð-suðlægri stefnu. Færsla á þeim er lárétt til hægri þegar horft er þvert yfir þær. Einkenni þeirra eru uppskrúfaðir sprunguhólar þar sem sprungubútarnir hliðrast til.

HrolfsvikHrólfsvík – hnyðlingar
Hrólfsvík er þekktur fundarstaður hnyðlinga. Hnyðlingar eru aðskotasteinar sem kvika hefur hrifið með sér í gosum. Ein gerð þeirra er úr gabbrói og svo er um hnyðlingana í Hrólfsvík. Þar eru þeir í hraunlagi, eða öllu heldur í hraunbelti, og krökkt af þeim á litlum kafla austanvert í víkinni. Ekki er vitað um upptök hraunsins. Ofan á því er sandur og möl sem best sést í lágum sjávarbakka. Áhorfsmál er hvort jökull hefur gengið yfir það. Hnyðlingarnir eru ýmist rúnnaðir eða kantaðir. Í þeim er aðallega feldspat en mikið ólivín í sumum. Þeir gætu verið úr botnfalli kvikuinnskots sem var byrjað að storkna en kvika hreif svo með sér eftir viðdvöl í neðra. Skorpan undir Reykjanesskaga er úr gosbergi og minni háttar innskotum niður á 5-6 km dýpi en þar undir innskotsbergi, fyrst berggöngum og síðan gabbrói. Vel mega gabbróhnyðlingarnir vera úr gabbrólaginu.

FestarfjallFestarfjall – rofin eldstöð, aðfærsluæð og berggangar
Óvenjulegt er að sjá þverskurði af móbergsfjöllum eins lýsandi um innri gerð þeirra og í Festarfjalli. Þar hefur sjávarrof verið að verki. Undirlag fjallsins er móberg og á því grágrýti. Fjallið sjálft er úr móbergsbreksíu en grágrýti í toppnum. Á skilunum er rauðagjall. Berggangur, Festi, gengur upp í gegnum undirstöðuna og móbergshluta fjallsins upp að grágrýtishettunni, greinilegur úr fjarlægð. Festarfjall er stapi að gerð, myndaður á stuttri gossprungu í jökli og Festin er aðfærsluæðin. Norðan megin hvílir móbergsbreksían í Festarfjalli á eldri og lægri stapa. Gígurinn í honum er norðan undir Festarfjalli, að hálfu grafinn undir því. Ekki verður greint úr fjarlægð hvort eldri stapinn komi fram í brimklifinu.
Festarfjall kemur við sögu í riti sem tékkneskur jarðfræðingur skrifaði um jarðfræði Reykjanesskaga og út kom árið 1943. Hann benti á að undirlagið gengi óbrotið undir fjallið sem sönnun þess að móbergsfjöll Skagans væru ekki ris-spildur. Í staðinn hélt hann fram jafngalinni kenningu um að þau væru leifar af víðáttumikilli myndun sem rofist hefði burt að mestu. Bergganginn nefnir hann ekki. Þar missti hann af réttum skilningi. Kannski hefði það rétta runnið upp fyrir honum hefði hann velt honum fyrir sér.

KatlahraunVestan Selatanga – tæmd hrauntjörn
Hraunið vestan við Selatanga er úr Moshólum, sundurgröfnum gjallgígum við veginn neðst í hraunsundinu milli Móhálsa. Moshólar eru ysti parturinn af gígaröð sem nær inn fyrir Trölladyngju. Aldur hennar er um 2000 ár. Þekktasta hraunið úr henni er Afstapahraun. Veiðistöðin gamla á Selatöngum er þar sem hraunið úr Moshólum og Ögmundarhraun koma saman. Þar er dálítið var í smáviki.
Katlahraun heitir í Moshólahrauninu (ekki örnefni) þarna vestur af. Í því eru tvær stórar bungur úr helluhrauni skammt vestur af Selatöngum. Hraun hefur safnast í þær en síðan hlaupið undan fram í sjó og miðsvæðið í þeim sigið og 10-20 m hár veggur staðið eftir umhverfis. Stöku strípar standa eftir í siglægðinni. Innveggir eru ýmist hrunskriða eða húðaðir hraunbrynju, svo einnig stríparnir. Helluhraunið í botni er ogmundarhraun-mosiýmislega beyglað og brotið. Þessi tæmda hrauntjörn minnir á Dimmuborgir í Mývatnssveit en sá munur er að þær eru gervigígamyndun og hér vantar gjallið sem einkennir þær.

Húshólmi, Óbrennishólmi – rústir og samspil byggðar og eldgosa
Allstór óbrinnishólmi austast í Ögmundarhrauni niður undir sjó. Hólminn opnast niður í fjöru [Hólmasund]. Ögmundarhraun sem brann árið 1151 umlykur hann. Í hólmanum og kimum vestur úr honum eru mannvistarleifar sem eru eldri en hraunið. Í aðalhólmanum eru tveir fornir torfgarðar sem hraunið hefir runnið upp að og yfir. Annar þeirra var hlaðinn fyrir árið 871, er landnámsöskulagið féll, og því eitt elsta mannvirki sem fundist hefir í landinu. Í kimunum eru húsatóftir sem hraunið rann upp að og að stórum hluta yfir. Þar eru leifar af stórum bóndabæ sem hlaðinn hefir verið að hluta úr lábörðu grjóti. Þar er einnig heilleg tóft sem talin hefur verið af kirkju. Husholmi-21Þessi staður nefnist Forna-Krýsuvík og þar hefir Krýsuvíkurbærinn staðið frá upphafi og fram að gosi er hann hefir verið fluttur á núverandi stað.
Óbrennishólmi er í miðju Ögmundarhrauni norðvestur af Húshólma. Gengið er í hólmann frá fjallinu Lat. Þá er farinn misglöggur stígur um Ögmundarhraun sem brann árið 1151. Í Óbrennihólma er forn, hringlaga fjárborg og einnig eru þar leifar af túngarði. Þessar mannvistaleifar eru eldri en hraunið.

Ögmundarhraun við Núphlíð – gígar og hraunfossar
Ögmundarhraun myndaðist í gosi árið 1151. Þá opnaðist um 25 km löng sprunga eftir endilöngum Móhálsadal og allt norður undir Kaldársel. Í henni miðri er gígalaus kafli. Úr suðurhlutanum rann Ögmundarhraun en Kapelluhraun úr þeim nyrðri. Syðst í Vesturhálsi, þar sem heitir Núphlíð, liggur gígaröðin á bláfjallsbrúninni og falla frá gígunum hraunlænur niður þverhnípta hlíðina. Hraunið er að mestu slétt helluhraun og gígarnir eru flestir litlir.

GraenavatnGrænavatn, Gestsstaðavatn – sprengigígar
Í Krýsuvík er þyrping sprengigíga. Allir eru þeir líklega yfir 6000 ára. Þekktastir eru Grænavatn og Gestsstaðavatn. Í þyrpingunni eru a.m.k. fjórar gígaraðir, þrjár liggja norður-suður og ein NA-SV.Sú vestasta og elsta hefur aðallega gosið gjalli (Gestsstaðavatn) en hinar grjótmylsnu með stórgrýti í bland (Grænavatn) auk gjalls sú austasta (vikið austast í Grænavatni). Yngstar eru tvær gígaraðir sem liggja um Grænavatn. Aðalgígurinn í þeirri eldri er vestan megin í því. Þar gaus bergbrotum og bergmylsnu úr undirlaginu. Það myndar a.m.k. 10 m þykkt lag í gígbarminum sunnan megin. Úrkast þaðan hefur dreifst umhverfis og yfir nálæga gíga með því minni blokkum sem fjær dregur. Kleprahraun, morandi af gabbróhnyðlingum, er úr þeirri yngri austan megin í Grænavatni. Graenavatn-21Efsti hluti hraunsins er ósambrætt lausagjall. Grjót úr undirlaginu er þarna með. Aldursmunur á Grænavatnsgígunum er sennilega lítill. Augun, smágígar með pollum báðum megin vegar eru á 300 m langri gígaröð með stefnu N50°A. Hún er tvískipt og partarnir standast ekki á. Sprengigígarnir raða sér í stefnu skjálftasprungna. Hraunmagn í gosunum hefur verið mjög lítið, þeim fylgdi mikið magn gabbróhnyðlinga og gossprungurnar voru stuttar. Því er líkast að gengið hafi yfir skjálftatímabil sem kom hreyfingu á storknandi kvikumassa í rótum megineldstöðvar Krýsuvíkurkerfisins. Gliðnunarsprungur hreyfðar eftir ísöld er ekki að sjá þarna nærlendis.

Seltun-21Seltún – háhitasvæði
Seltúnshverir kallast hveraþyrping neðst í lækjarskorningi sem margir skoða, enda við alfaraveg. Fyrir rúmri öld var þar miðstöð brennisteinsvinnslu og fyrir um hálfri öld einn helsti vettvangur borana í Krýsuvík. Þarna eru gufu- og leirhverir og heit jörð umhverfis. Nokkuð er um heiðgulan brennistein en einnig gulleit og hvít hverasölt. Þau þekkjast frá brennisteini á beisku bragði en hverfa að mestu í rigningartíð.
Fúlipollur heitir víð hveraskál austan vegarins en dautt er í honum nú. Kraumandi leirhverir eru fast við veginn aðeins norðar. Gamlir borpallar eru við lækinn vestan við göngustíginn. Borholan í öðrum þeirra reif sig upp í gos veturinn 2010 en dagar liðu og líða enn milli Seltun-22gosa. Úthlaupi fyrir gosin er beint til hliðar yfir lækinn. Gufusprenging varð í annarri borholu neðst í brekkunni austan við stíginn í nóvember 1999. Hún myndaði gíg um 30 m í þvermál. Úrkastið, leir og grjót, barst inn með hlíðinni til norðausturs og gulleitur hroði situr enn á brekkunni.
Vatnið í hverunum er yfirborðsvatn. Það hitnar af gufu sem sýður upp af jarðhitageyminum undir og þéttist í því. Gastegundir, einkum brennisteinsvetni, fylgja með. Þær sýra yfirborðsvatnið og leysa bergið sundur í leir. Aðeins efstu 300 metrar jarðhitakerfisins undir Seltúnssvæðinu eru í suðu, þ.e. fylgja suðumarksferli með dýpi. Þar fyrir neðan kólnar. Það bendir til flatrennslis frá uppstreymi til hliðar.

Stora-eldborgStóra-Eldborg – eldborg
Eldborg (Stóra-Eldborg) sunnan við Geitahlíð er dæmi um gíg af eldborgargerð. Gígarnir eru raunar tveir, báðir með eldborgarlögun. Gígar þessir eru á gossprungu með þrem smágígum milli eldborganna og Geitahlíðar. Norðan við Geitahlíð heldur gígaröðin áfram. Eldborgir myndast kringum hrauntjörn af hraunbráð sem fellur úr miðlægum gosstrók, eins og hér, eða smástrókum í tjörninni og hlaða upp kamb allt umhverfis, brattastan efst. Hér er kamburinn úr 5-10 cm þykkum hraunskeljum, líkustum hraunbelti hver og ein, blöðróttar efst en þéttari neðar. Hraun getur runnið yfir gígbarminn og svo var hér um skarð austan í móti. Hrauntraðir eru þar niður undan og sömu þunnu hraunskeljarnar í börmum þeirra.
Hraunið úr Eldborg er mjög ólivínríkt helluhraun. Það hefur runnið til sjávar fram af Krýsuvíkurbergi austast. Aldur þess er ekki þekktur en miðað við þykkan jarðveg, framburð á því og áhrif Sogfrostveðrunar á yfirborð þess gæti það verið 7000-8000 ára. Nánasta hliðstæða við Stóru-Eldborg er Búrfell ofan við Hafnarfjörð.

Sog – gígar og litskrúðug ummyndun
Sogin er slakki sunnan við Trölla- og Grænudyngju. Í Sogunum er litskrúðug háhitaummyndun og nokkrir leirhverir og gufuaugu. Skammt neðan við Sogin er merkileg gígaröð. Norðan við vegslóðann er svonefndur Sogagígur, allstór sprengigígur. Inni í honum eru tóftir af nokkrum fornum seljum. Sunnan við vegslóðann eru nokkrir minni en áberandi sprengigígar. Suður af Sogunum er Spákonuvatn og enn sunnar Grænavatn. Mikið útsýni er af egginni ofan við Sogin. Í sundinu milli Soga og Oddafells eru falleg apalhraun og gufur upp úr þeim í grennd við borholu sem þar er.

Lambafellsklofi-21Lambafellsgjá – bólstraberg
Norðan við Eldborg við Trölladyngju er lágt, ávallt fell er nefnist Lambafell. Syðst í því eru virk háhitaaugu. Eftir fellinu er slakki eða lág brún sem opnast í hrikalegri gjá sem nefnist Lambafellsgjá. Gjáin er aðeins nokkurra metra víð og mesta dýpi er um 50 metrar. Gjáin opnast út á jafnsléttu í norðurenda fellsins. Hægt er að ganga eftir gjánni endilangri. Auðveldast er að fara upp í fellið að sunnanverðu og ganga niður gjánna. Þar eru bratt og nokkuð laust undir fæti en engin mannhætta. Í veggjum gjárinnar sést bólstraberg sem fellið er byggt úr. Gjá þessi er vafalaust að stórum hluta mynduð við umbrot á nútíma en fellið sjálft virðist aldið og hugsanlega frá næstsíðasta jökulskeiði eða jafnvel eldra.

Hrútagjá – risfláki
Við norðanverðan Sveifluháls, um 2 km vestan Vatnsskarðs, eru upptök dyngju sem heitir Hrútagjárdyngja. Hún dregur nafn sitt af gjá sem liggur umhverfis gígsvæðið. Er þarna um sérstæða myndun að ræða sem vert er að skoða. Hraunin frá Hrútagjá hafa breytt úr sér til norðurs og runnið til sjávar vestan Hafnarfjarðar, á milli Vatnsleysuvíkur og Hvaleyrarholts. Hraun í svonefndum Almenningi, suður af Straumsvík, eru að mestu frá Hrútagjárdyngju komin. Myndarlegir gervigígar eru í hrauninu skammt sunnan Reykjanesbrautar sem myndast hafa þegar hraunið rann Hrutagja-21yfir sjávarset. Samkvæmt gjóskulaga-rannsóknum er Hrútagjárdyngjan um 6000-6500 ára gömul og er ein af þeim yngri á Reykjanesskaganum. Sjáanlegt flatarmál dyngjunnar er um 80 km2 og rúmmál hefur verið áætlað rúmir 3 km3. Um lágmarkstölur er að ræða en dyngjan er að stórum hluta hulin yngri hraunum.
Gígsvæði Hrútagjárdyngju er hraunslétta með gapandi gjám á þrjá vegu. Gígurinn sjálfur er óreglulegur með 10-14 m háa, bratta gígbarma. Gígurinn er opinn til suðurs og hefur hraunið aðallega runnið í þá átt. Um 10 m djúpur sigketill er skammt norðvestan aðalgígsins. Undir lok gossins hefur kvika troðist undir gígsvæðið og belgt það upp og hraunbunga (hraunfyllt kýli) myndast. Hún hefur verið Hrutagja-22allt að 30 m há. Ljóst er að yfirborð hraunsins hefur verið storknað er kvikan fór að lyfta því. Síðar hefur kvikan fengið útrás um hraunrásir eða slokast ofan í gosrásina og yfirborð hraunbungunnar þá sigið. Sprunga hefur myndast umhverfis gígsvæðið (vestan megin heitir hún Hrútagjá) og það tekið á sig núverandi mynd. Löngu síðar hefur gossprunga opnast á gígsvæði Hrútagjárdyngju og skilið eftir sig talsverðan hraunflekk.

Straumsvik-21Straumsvík
Straumsvík er lítil sjávarvík sem gengur inn á milli Kapelluhrauns, sem rann árið 1151, og hrauns frá Hrútagjárdyngju sem er um 6000 ára. Keflavíkurvegurinn liggur við víkurbotninn. Bærinn Straumur stendur við víkina og handan hennar er Álverið í Straumsvík. Þarna eru miklar fjörulindir sem sjást best þegar lágsjávað er en þá flæðir vatnið um þröng hraunsund við ströndina og út í víkina. Á flóði fara lindirnar á kaf og lítil ummerki sjást þá um hið mikla ferskvatnsrennsli. Talið er að um 4000 l/s streymi þarna að jafnaði til sjávar. Fjörulindir eru allvíða á Reykjanesi en hvergi eru þær eins vatnsmiklar og áberandi. Vatnið er úrkomuvatn sem fellur á hraunin upp af Straumsvík. Hluti þess er kominn úr Kaldá fyrir ofan Hafnarfjörð. Kaldá kemur upp í Kaldárbotnum en hverfur aftur í hraunin nokkru neðar. Vatnið birtist síðan á ný í Straumsvík. Annar grunnvatnsstraumur kemur frá Kleifarvatni. Við Þorbjarnarstaði hjá Straumsvík eru tjarnir sem flóðs og fjöru gætir í. Við innstu tjörnina er Gvendarbrunnur. Mikið er um krækling í Straumsvík og töluvert fuglalíf. Þar finnst einnig sjaldgæft afbrigði af bleikju, dvergbleikja, sem þarna lifir í hraungjótum á mörkum ferskvatns og sjávar.

AstjornÁstjörn
Ástjörn er hraunstífluð tjörn í kvos vestan undir Ásfjalli, tæpir 5 ha að stærð og liggur í um 20 m hæð yfir sjó. Berggrunnurinn í kvosinni undir tjörninni er kubbaberg úr neðsta hluta Reykjavíkur-grágrýtisins en í Ásfjalli er yngra grágrýti. Fyrir um 3000 árum rann svokallað Skúlatúnshraun niður með grágrýtisholtunum. Þetta var þunnfljótandi helluhraun sem nú myndar ströndina milli Hvaleyrarhöfða og Álversins í Straumsvík. Það rann fyrir mynni kvosarinnar og þá hefur Ástjörn líklega orðið til í lægð milli hraunsins og grágrýtisins sem myndar Ásfjall. Skömmu eftir landnámsöld, eða um 950, varð eldgosahrina í Grindaskörðum og Brennisteinsfjöllum. Mjóir, þunnfljótandi hraunstraumar teygðu sig allt niður undir Hvaleyrarholt. Þetta er flatt helluhraun og nefnist eftir útliti sínu Hellnahraun. Tunga úr hrauninu rann inn í kvosina við Ástjörn sem þá fékk sitt núverandi lag. ÁAsfjall-22stjörn er afrennslislaus á yfirborði, eins og flest vötn á Reykjanesskaga, en vatnsstaðan í henni ræðst af grunnvatnsstöðunni í berginu. Þegar hátt stendur má greina streymi frá tjörninni inn í vikið vestast í henni þar sem vatn sígur í hraun og skilar sér með grunnvatnsstraumi til sjávar vestan við Hvaleyrarhöfða. Innrennsli í tjörnina kemur úr mýrunum norðan hennar og austan. Þar eru smálindir sem koma úr grágrýtinu. Vatnasvið tjarnarinnar á yfirborði er ekki nema um 1 km2.
Útsýni af Ásfjalli er gott og áhugavert fyrir fólk sem vill fræðast um jarðfræði og sögu Hafnarfjarðar og raunar höfuðborgarsvæðisins alls. Bærinn Ás stóð skammt frá tjörninni en bæði hún og fjallið þar ofan við heita eftir bænum. Tjörnin og svæðið umhverfis hana einkenndust af fjölbreyttu gróðurfari en nú er lúpínan að leggjast yfir svæðið og rýma brott upprunalegum gróðri. Fugla- og smádýralíf er auðugt. Ástjörn er friðuð og umhverfis hana er friðland og fólkvangur.

Bessastadir-23Álftanes og Álftanesgarður
Álftanesgarðurinn er jökulgarður sem myndast hefur framan við skriðjökulstungu sem lá yfir Álftanes einhvern tíma í ísaldarlok. Bæjarröðin gamla á nesinu frá Skógtjörn að Bessastöðum er á garðinum sem síðan heldur áfram út á Bessastaðanes. Þar hverfur hann í sjó. Á árum áður mátti sjá hvar hann tók land yst á Kársnesi en nú er hann horfinn undir fyllingu þar. Garðurinn er lágur og breiður og gæti hafa myndast í sjó, a.m.k. er ljóst að sjór hefur gengið yfir hann eftir að hann varð til. Álftanesgarðurinn er langstærsti jökulgarðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Minni garðar og garðstubbar eru á nokkrum stöðum, s.s. við botn Kópavogs og við Grafarvog. Fátt er vitað með vissu um aldur Álftanesgarðsins. Hann virðist þó vera yngri en skeljalög Fossvogsins og er að líkindum frá yngra dryas kuldakastinu og um 11.000 ára.

Raudholar-21Rauðhólar – gervigígar
Fyrir um 5200 árum varð eldgos í austanverðu Brennisteinsfjallakerfinu en þá rann mikið hraun frá gígnum Leitum austan undir Bláfjöllum (nefnt Leitahraun). Meginhraunstraumurinn fór til suðurs á milli Bláfjalla og Lambafells og niður á láglendið, allt til sjávar (þar sem nú er Stokkseyri). Önnur hraunkvísl rann til norðurs að Húsmúla og síðan til vesturs um Sandskeið, Lækjarbotna, Elliðavatnslægðina og síðan um farveg Elliðaár til sjávar. Á leið sinni fór hraunið um allvíðlent votlendi og grunnt stöðuvatn, forvera Elliðavatns. Gufusprengingar urðu í hrauninu þegar það rann yfir vatnssósa setlög og upp hlóðst þyrping gjall- og klepragíga. Hólarnir ná yfir um 1,2 ferkílómetra svæði. Annað minna gervigígasvæði er um 5 km austan Rauðhóla, svonefnd Tröllabörn.
VideyRauðamalarnám var stundað af kappi úr Rauðhólum um miðja síðustu öld og var þá um þriðjungi hólanna spillt. Talið er að gíghólarnir hafi í upphafi verið um 150 talsins. Í sundurgröfnum gígunum gefst gott tækifæri til að skoða innri gerð gervigíga og sjá hvernig þeir hafa hlaðist upp. Hægt er að aka að Rauðhólum frá Suðurlandsvegi, um 1 km austan Rauðavatns.

Viðey – basaltinnskot og keilugangar
Berggrunnur Viðeyjar skiptist alveg í tvennt. Á Vestureynni er grágrýtishraun frá hlýskeiði seint á ísöld. Á Heimaeynni er aftur á móti mest áberandi jarðlög sem myndast hafa í tengslum við svonefnda Viðeyjarmegineldstöð sem var virk fyrir um tveimur milljónum ára. Þar er gosmóberg víða og einnig eru setlög austast á eynni. Inn í móbergið hafa troðist innskotseitlar s.s. Virkishöfði. Norðan á Heimaey er svo grágrýtisflekkur allstór.

Burfell-22Búrfellsgjá – gígur og hrauntröð
Búrfell upp af Hafnarfirði er eldstöð af þeirri gerð sem kallast eldborg. Gígurinn er aðeins einn og rís 180 m y.s., hlaðinn úr gjalli og hraunkleprum. Hraunið frá honum nefnist einu nafni Búrfellshraun en einstakir hlutar þess hafa sérnöfn;
Smyrlabúðarhraun
Gráhelluhraun
Lækjarbotnahraun
Urriðakotshraun
Hafnarfjarðarhraun
Garðahraun
Gálgahraun
Þrjár stórar hrauntungur hafa runnið frá Búrfelli til sjávar.
Sú stærsta fór niður með Vífilsstaðahlíð og náði í sjó bæði í Hafnarfirði og við Arnarnesvog.
Önnur tunga rann í átt að Kaldárbotnum og síðan niður hjá Ásfjalli og í sjó við Hamarinn í Hafnarfirði. Þriðja hrauntungan rann suður fyrir Kaldárbotna og til sjávar í Straumsvík. Hún er nú að mestu hulin yngri hraunum.
Burfellsgja-21Þegar hraunið rann stóð sjór um 10 m lægra við landið en hann gerir nú. Berggerðin er ólivínbasalt með hvítum plagíóklasdílum og ljósgrænum ólivíndílum. Mörg hverfi í Hafnarfirði og Garðabæ standa á Búrfellshrauni.
Sprungur og  misgengi setja svip sinn á landslagið við Búrfell. Þeirra mest er Hjallamisgengið sem nær allt frá Elliðavatni að Kaldá. Við Búrfell eru einnig mikil misgengi og saman myndar þetta misgengja- og sprungukerfi sigdal með stefnu NA-SV sem teygir sig frá Krýsuvík og upp í Úlfarsfell.
Hraunið er talið um 24 km2 að flatarmáli en um þriðjungur þess er hulinn yngri hraunum. Rúmmálið er um 0,5 km3. Það er um 8000 ára og með elstu hraunum sem vitað er um á Heiðmerkursvæðinu.
Hrauntraðir mynduðust í hrauninu meðan á gosi stóð. Þær stærstu nefnast Búrfellsgjá og Selgjá. Þessar gjár eru af allt öðrum toga en gjárnar sem þverskera hraunið í grennd við Hverahlid-21Hjallamisgengið, svo sem Hrafnagjá og Vatnsgjá sem hafa myndast við jarðhræringar og brot af þeirra völdum.
Margir hraunhellar eru í Búrfellshrauni. Lengstur er Selgjárhellir yfir 200 m langur en þekktastir eru Maríuhellar við veginn upp í Heiðmörk.

Hverahlíð – jökulhamlaður hraunjaðar
Hverahlíð er hluti af bogadregnum stalli. Hann er hæstur á móts við hverina en lækkar niður að jöfnu til austurs og heldur nokkurn veginn hæð til vesturs. Stallur þessi er hraunbrún á dyngju sem myndaðist seint á ísöld, líklega á síðasta jökulskeiði, og nefnd er Skálafellsdyngja (ekki örnefni). Hún er hæst vestan við Skálafell. Þar er gígurinn, Trölladalur. Hraunið er skrapað af jökli sem hvalbök og jökulrákir á því sýna. Hraunbrúnir sem þessar myndast þar sem hraun hafa runnið í Skalafell-21aðhaldi af jökli. Hér hefur hann verið á hæð við stallinn eða lítið þar yfir. Neðst í stallinum sést hér og þar móbergsbreksía með bólstrum. Hún nær hátt upp í hann nokkuð austur frá hverunum. Vatn hefur eftir því staðið mishátt í lóni milli jökuls og hrauns. Lægri stallur í miðri hlíð sýnir hraunrennsli við lága vatnsstöðu. Hverahlíðarhorn skagar vestur úr hraunjaðrinum. Þar hefur hraunið leitað í rás sem þangað lá. Hraunið hefur runnið niður á jafnsléttu í Ölfusi og í sjó við um það bil 30 m háa sjávarstöðu sem skil á breksíu og hraunlögum sýna. Þar er á því hnullungakambur eftir 20 m hærri sjávarstöðu frá lokum ísaldar. Hverirnir sem hlíðin dregur nafn af eru á NA-SV sprungu. Hana má rekja töluverðan spöl suður á dyngjuna. Undir Hverahlíð er hæstur hiti í jarðhitakerfinu sunnan Hengils, vel yfir 300°C.

Olfusvatnslaugar-3Ölfusvatnslaugar – uppsprettur
Ölfusvatnslaugar eru austan undir Hengli, þyrping hvera og kalklauga. Hverirnir eru í brekkunni ofan við laugarnar, aðallega gufuhverir. Töluverður brennisteinn er í þeim. Laugarnar eru á dálitlum bala. Þar hafa fyrrum verið goshverir. Gospípa þess stærsta er 1,5 m á vídd og í henni smáólga af loftbólum og lítið rennsli af um 70°C heitu vatni. Hrúðurbunga, 50×50 m að stærð, er umhverfis. Hún er úr kalkhrúðri. Hverir og laugar austan við Hengil frá austanverðum Innstadal [í Þrengslum við Miðdal] inn að Ölfusvatnslaugum eru með kolsýruríku vatni og ölkeldur koma fyrir. Koldíoxíð er kvikugas sem einkum ber á í háhitakerfum þegar innskotsmassi, hér sennilega gömul kvikuþró, í rótum þeirra storknar.

ThingvallagjarGjárnar á Þingvöllum
Gliðnunarbelti Reykjaneshryggjar gengur inn í Ísland. Á Reykjanesskaga er það samsett af tveim þáttum, gliðnun og sniðgengi. Það mætti nefna sniðrekbelti. Hreint rekbelti verður hryggjarstykkið ekki fyrr en norðan Hengils, í norðurgrein eldstöðvakerfis hans. Partur af því er Þingvallasigið með gjánum beggja vegna. Gjárnar norðan við Þingvallavatn eru í dyngjuhrauni sem rann fyrir um 10.000 árum. Gígurinn í dyngjunni er suður af Hrafnabjörgum. Nýrunnið náði hraunið suður á móts við Nesjaey. Þingvallavatn var þá að flatarmáli aðeins um þriðjungur þess sem það er nú. Gjárnar komu fram við tognun yfir flekaskilin og því fylgdi landsig. Þetta gerðist í hrinum með gangainnskotum frá Hengli og gliðnun gjánna ofan þess sem gangarnir náðu. Við landsigið færðist ströndin innar. Tímann á milli slíkra umbrota þekkjum við ekki en síðasti atburður af því tagi varð í júní 1789. Sokkinn túngarður í Vatnskoti sýnir að landsigið þar nam um 2,5 metrum. Vestan megin er svo til allt sigið um Almannagjá en austan megin deilist það á fleiri gjár. Sigið í Almannagjá losar 40 m þar sem mest er. Líta má á misgengin við Hestvík sem framhald gjárinnar til suðvesturs. Þar sneiða þau sundur grágrýtisdyngju og er austurhlíð hennar töluvert neðar en botn víkurinnar. Samanlögð stærð sigstallanna, þeir eru tveir stærstir, nemur hátt í 400 metrum. Hún gæti eftir því verið tíu sinnum eldri en Þingvallahraun og þá frá síðasta hlýskeiði ísaldar.

KattartjarnirSúlufell – sprengigígar
Súlufell (446 m) er norðarlega í Grafningshálsum, strýtulaga móbergsfjall, núið af jökli og þakið jökulruðningi hið neðra. Suðvestan í því er feiknamikill gígur, Smjördalur, gróinn í botninn og þverhnípt, sveiglaga hamraþil upp af að austan. Vestan megin er lægra upp úr dalnum og þar sem lægst er rennur dalbotninn saman við yfirborð ássins sem fjallið rís upp af, framhald Katlatjarnahryggjar til norðurs. Gígurinn er um 500 m yfir barminn á langveginn en um 400 m þvert á. Í hömrunum að austan sést innri gerð Súlufells, bólstraberg upp fyrir miðju, og móberg þar ofan á. Gígurinn skerst upp í gegnum berglög fjallsins og það hefur verið fullmyndað er hann braust upp. Norðan megin hefur svo bólstrabergshryggur komið upp utan í háfjallinu og nær með suðurendann nokkuð ofan í Sulufell-3gíginn. Úrkast er ekki þekkt sem tengst gæti myndun hans. Ætla verður að hann hafi myndast á ísöld og það lent á jöklinum. Basaltkvika veldur ekki sprengigosi nema vatn komist að henni og hvellsjóði. Koldíoxíð þenst einnig við fasabreytingu og þekkt er að það eykur á gjóskumyndun í basaltgosum. Nærtækt dæmi um það eru Seyðishólar í Grímsnesi. Þá er þriðji möguleikinn að súr kvika hafi komið þarna upp en hún er gasrík og henni fylgja sprengigos. Hins vegar kemur venjulega hraun eða gúll á eftir en slíks sér hér ekki merki, nema ef hryggurinn norðan í honum sé af þeim toga og þá basaltfasi í blönduðu gosi þar sem súri fasinn fór á undan. Fráleitt er þetta kannski ekki því að ísúrt berg kemur þarna fyrir, þ.e. í Stapafelli norðan við Hrómundartind. Sunnar á Katlatjarnahrygg er röð sams konar sprengigíga, Katlatjarnir, eða Kattartjarnir. Sá syðsti hefur sprungið upp úr Kyllisfelli.

Tjarnahnuksgigur-3Tjarnarhnúkshraun við Ölfusvatnsá – fjölbreyttir hnyðlingar
Tjarnarhnúkur (520 m) er stakur gjallgígur. Hann situr efst á Ölkelduhálsi og er yngstur í röð fjallshryggja sem annars eru úr móbergi með Hrómundartind hæstan. Hraunið á hálsinum sunnan hans er afar veðrað og frostsprungið. Norðan við gíginn heita Lakaskörð. Þar eru hverir og leirskellur. Hraun hefur runnið þar niður en skriður síðan fallið. Þær ná ofan frá gíg, sú efsta, og hafa ýmist bunkast upp í brekkunum eða náð niður á dalgrundina með leirrennsli í Ölfusvatnsá. Hraunið hefur runnið norður með ánni og endar á vatnshjalla í um 160 m hæð.
Eftir að hraunið rann hefur Ölfusvatnsá grafið 1500 m langt gljúfur meðfram því ofan í jökulurð, móberg og aðallega bólstraberg. Jarðveg er ekki að sjá á milli. Hraunið hefur líkast til komið Tjarnahnuksgigur-4upp skömmu eftir að ísöld lauk. Neðsti hluti gljúfursins er í bólstrabergi úr Mælifelli. Bergið í því er pikrít, afar ólivínríkt. Í bólstrunum má sjá að ólivínkristallarnir hafa sokkið og langmest er af þeim neðst. Í feldspatdílóttu bólstrabergi, sem einnig kemur fram í gljúfrinu, má sjá að feldspat (bytownít) í bólstrum þess hefur sokkið og mun minna er af því efst í bólstrunum en neðan til. Hraunið úr Tjarnarhnúk er mjög dílótt, aðallega af feldspati. Óvenju mikið er í því af hnyðlingum. Mest er af þeim neðst í hrauninu við gljúfrið. Hnyðlingarnir eru úr grófkristölluðu bergi, gabbrói, mismundandi að gerð eftir því hvaða steind er ríkjandi. Hnyðlinga má einnig finna í bombum utan í gígnum. Steindir í gabbróhnyðlingunum eru þær sömu og finnast sem dílar í hrauninu sjálfu. Því er líkast að hér hafi kvikumassi verið að storkna í gabbró þegar nýtt kvikuinnskot blandaðist honum og braust upp til yfirborðs.

Dyradalur-21Dyrafjöll – móbergshryggir og misgengi
Dyrafjöll eru samsett úr mörgum goseiningum sem skiptast í þrjár syrpur. Tvær af þeim eru við Nesjavallaveginn.
Eldri gossyrpan er úr næstum dílalausu þóleiítbasalti, sem aðallega er móberg, en grágrýtishraunlög samkynja eru ofan á því, ósamfelldir flákar og bleðlar. Grágrýtið er straumlögótt og oft rauðagjall neðst í því. Stærsti flákinn er á Háhrygg.
Yngri syrpan samanstendur af bólstrabergs- og móbergshryggjum úr dílóttu basalti. Móbergshryggirnir eru skarpir en bólstrabergshryggirnir ávalir og skriðurunnir. Hryggir þessir eru fremur efnisrýrir og dalir skilja þá að, luktir öllum megin. Fyrir kemur þó að rás hafi grafist á milli. Dyrnar eru dæmi. Þar má á Nesjavellir-21nöfinni sjá jökulbergslag á skilum milli þessara myndana.
Grágrýtið í dyngjunni vestan við Hestvík gengur undir Dyrafjöll. Það er sennilega frá síðasta hlýskeiði ísaldar. Fjöldi misgengja liggur eftir Dyrafjöllum. Lóðrétt færsla á þeim er báðum megin frá að Háhrygg. Í honum er siglægðin þannig dýpst þótt landið sé hæst. Frá Háhrygg gengur hún ofan í Hestvík, og til suðvesturs yfir Hengil. Nesjavellir eru á austurvæng siglægðarinnar. Misgengi eru báðum megin við hann en færsla á þeim er niður til vesturs. Því er líkast að misgengi með færslu niður til austurs sé vestan Nesjavalladalsins en svo er ekki. Þar hefur á austurhlíð Háhryggjar gosið á Hengilssprungunni auk þess sem einn af yngri hryggjunum, Kýrdalsbrúnir, hafa hlaðist þar upp. Eftir Kýrdalsbrúnum liggja að auki tvær gígaraðir. Gosrein þessi er meginuppstreymisrás Nesjavallahluta jarðhitakerfisins sem virkjunin byggir á.

SeltjornSeltjörn – fjörumór
Land er að síga við sunnanverðan Faxaflóa. Þetta sést bæði í gömlum örnefnum og í jarðlögum. Þegar land byggðist virðist hafa verið allmikil tjörn eða stöðuvatn á Seltjarnarnesi sem nesið dró nafn sitt af. Vegna landsigs og ágangs sjávar breyttist tjörnin í breiða sjávarvík milli Gróttu og Suðurness. Talið er að allt fram á 18. öld hafi Seltjarnarrif (eða Suðurnesrif) lokað Seltjörn og hún því verið með fersku eða lítt söltu vatni fram til þess tíma. Þegar lágsjávað er við ströndina, t.d. á stórstraumsfjöru, koma sérkennilegar jarðvegstorfur í ljós sem standa upp úr sandinum og Fossvogursjávarmölinni við ströndina fyrir miðri Seltjörn. Þetta er fjörumór sem myndast hefur í vel gróinni mýri. Mórinn er 3000-9000 ára og sýnir að Seltjarnarnes hefur sigið um 3-5 m á síðustu 3000 árum og um 1-1,5 m frá landnámstíð.

Fossvogur – setlög frá ísaldarlokum
Fossvogslögin eru meðal þekktustu setlaga í íslenska jarðlagastaflanum. Þetta er setlagasyrpa þar sem skiptast á jökulruðningslög og sjávarsetlög með skeljum og sums staðar er straumvatnaset. Lögin finnast við Fossvog, í Nauthólsvík og út með Skerjafirði. Þau hafa einnig komið í ljós í húsgrunnum víða um vesturbæ Reykjavíkur, svo sem á Háskóla- og flugvallarsvæðinu. Lög þessi hafa lengi verið þekkt meðal náttúrufræðinga og margt hefur verið um þau ritað allt frá öndverðri 19. öld.
Ýmsar tegundir skelja og kuðunga hafa fundist í lögunum og allt eru það tegundir sem enn lifa við RaufarholshellirÍslandsstrendur, t.d.:
smyrslingur (mya truncata)
hallloka (macoma calcaria)
beitukóngur (buccinium undatum)
hrúðurkarlar ((Balanus balanus) o.fl.
Jökulrispaðar klappir Reykjavíkurgrágrýtis og jökulruðningur eru undir skeljalögunum og ofan á þeim má sums staðar sjá yngri jökulruðning. Jarðlög þessi hafa myndast í lok síðasta jökulskeiðs meðan jöklar voru enn að verki á höfuðborgarsvæðinu, ýmist að hörfa eða sækja fram. Sjór stóð þá töluvert hærra en hann gerir í dag. Aldursgreiningar á skeljum úr Fossvogslögum sýna að sjávarsetið í þeim er 12.500-13.000 ára, eða frá alleröd-tímabilinu og jökulruðningurinn ofan á lögunum er frá yngra dryas kuldakastinu.

Raufarhólshellir
Raufarhólshellir er rétt fyrir ofan efsta hjallann á Þrengslavegi, áður en farið er niður í áttina til Þorlákshafnar. Hann er ekki vel sýnilegur frá veginum þótt hann sé aðeins steinsnar frá honum austanverðum. Hellirinn er u.þ.b. 1360 m langur og liggur að hluta undir Þrengslaveginum til norðvesturs. Hann er 10-30 m breiður og upp undir 10 m hár. Nokkur smá op eru fremst í hellinum og er farið ofan í það syðsta. Raufarhólshellir er fjórði lengsti hraunhellir landsins og sá lengsti utan Hallmundarhrauns í Borgarfirði. Hellirinn er í Leitahrauni sem rann fyrir um 5200 árum en upptökustaður eldsumbrotanna voru rétt austan Bláfjalla í Leitum. [Hann dregur nafn sitt af lágum hól rétt vestan vegarins móts við Hellisopið.]

Hvalfjarðareyri-21Hvalfjarðareyri – eyri, baggalútar, geislasteinar og berggangar
Á sunnanverðri Hvalfjarðarströnd norðan við Eyrarfjall er Hvalfjarðareyri. Meðfram ströndinni er að finna mikinn fjölda síðsteinda (seólíta). Bergið er mjög ummyndað af völdum bergganga frá Kjalarneseldstöðinni sem skera jarðlagastaflann. Þeir koma vel fram í Tíðarskarði við mynni fjarðarins og áfram inn með ströndinni. Önnur þyrping bergganga er svo austan og norðan við Hvalfjarðareyri en þeir eru ættaðir frá Hvalfjarðareldstöðinni sem liggur nærri Ferstiklu norðan við fjörðinn.
Síðsteindir myndast við ummyndun bergsins þegar heitt vatn leikur um það. Vatnið leysir upp frumsteindir bergsins en í staðinn falla út síðsteinBaggalútar 21dir í sprungur og holrými. Dæmi um seólíta sem finna má með ströndinni eru:
kabasít
stilbít
analsím
mesólít
thomsonít
heulandít
Á Hvalfjarðareyrinni er einnig einn aðalfundarstaður baggalúta á suðvestur horni landsins. Baggalútar eða kýlingar nefnast smákúlur sem myndast þar sem gas hefur orðið innlyksa í líparíthraunum eða flikrubergi. Nálar af feldspati og kvarsi vaxa út frá kristalkími. Þeir eru ýmist stakir eða samvaxnir tveir eða þrír hér og þar í kvikunni. Baggalútar eru yfirleitt frá 0,5-3 cm í þvermál en geta þó orðið enn stærri. Baggalútarnir hafa rofist út úr líparíthraunlögum sem mynda jarðlögin með ströndinni austan við eyrina.

MulafjallBotnsdalur – grafinn móbergshryggur
Innst í Hvalfirði er að finna grafinn móbergshrygg. Hryggurinn kemur fram í miðju Múlafjalli sem skilur á milli Brynjudals og Botnsdals. Móbergshryggurinn hefur myndast undir jökli á jökulskeiði snemma á kvarter. Mörkin milli tertíer og kvarter (2,58 milljóna ára) liggja þarna utar með ströndinni og neðar í staflanum sem sýnir að hryggurinn er um 2,5 milljóna ára gamall. Hann liggur þvert undir Múlafjallið með NNA-stefnu sem er algeng stefna misgengja á svæðinu. Móberghryggurinn kemur best fram í Botnsdal. Þar má sjá hvernig hryggurinn rís hæst í miðju og hvernig hraunlög frá yngri dyngjugosum hafa runnið upp að honum og að lokum kaffært hann.“

Á jarðfræðikortinu eru jafnframt upplýsingar um aldur flestra hraunanna á Reykjanesskaganum.

Heimild:
http://isor.is/
-Kristján Sæmundsson, 2010.
-Haukur Jóhannesson, 2010.
-Magnús Á. Sigurgeirsson, 2010.
-Árni Hjartarson, 2010.
-Sigurður Garðar Kristinsson, 2010.

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga

Reykjanes

Reykjanesskaginn er yngsti hluti Íslands en mjög eldbrunninn; um 2.000 ferkm að flatarmáli. 5-6 eldstöðvakerfi eru talin vera á skaganum eftir því hvort Hengilskerfið er talið með eða ekki.  Hér er það ekki talið með því landfræðilega er miðja Hengilskerfisins fyrir utan Reykjanesskagann og að auki er Hengillinn mjög ólíkur öðrum eldstöðvakerfum á skaganum.

Þessi fimm kerfi eru nátengd og það virðist gjarnan gjósa í þeim flestum í sömu hrinunum.  Þau eru 1. Reykjaneskerfið sem er vestast á skaganum, 2. Svartsengi sem er norður af Grindavík,  3. Fagradalsfjall sem er litlu austar, 4. Krýsuvíkurkerfið, kennt við Krýsuvík, 5. Brennisteinsfjallakerfið sem einnig er kennt við Bláfjöll.

Reykjanesskaginn tilheyrir hinu svonefnda Vestara gosbelti sem nær frá Reykjanesi og norður fyrir Langjökul.  það belti er ekki eins virkt og Suðurlands- og Eystra gosbeltið en þó ganga yfir kröftugar  rek- og goshrinur á Reykjanesskaganum á 800-1000 ára fresti.  Síðast gekk slíkt tímabil yfir á árunum 950-1240 og þar áður fyrir um 1800-2500 árum.

Öll fimm kerfin eiga það sameiginlegt að í þeim eru ekki megineldstöðvar og í þeim öllum kemur eingöngu upp basalt. Gosin eru gjarnan sprungugos og magn gosefna í hverju gosi að jafnaði lítið eða innan við hálfur rúmkílómetri. Þó eru undantekningar frá þessu eins og nokkrar stórar dyngjur á skaganum sýna vel.

Mikil eldvirkni hefur verið á Reykjanesskaga á nútíma og yfir þúsund ferkílómetrar lands huldir nýju hrauni auk landauka í sjó. Gjall- og klepragígaraðir eru algengustu eldstöðvarnar en að auki eru fjölmargar dyngjur á skaganum.  Þær hafa þó flestar myndast á fyrrihluta nútíma, reyndar allar taldar yfir 4500 ára gamlar og myndun þeirra tengist væntalega hröðu landrisi eftir hvarf ísaldarjökulsins á skaganum. Gossprungur á skaganum á nútíma eru hátt í 200 talsins sem sýnir vel hve virkur skaginn hefur verið þrátt fyrir að engin staðfest gos hafi orðið síðan á 13. öld. Jarðskjálftar eru tíðir á skaganum og jarðhitavirkni mikil.

Eldstöðvakerfi raða sér svo til suðvesturs frá Reykjanesskaganum og vitað er um allmörg neðansjávargos á Reykjaneshrygg síðustu aldir. Öflugt gos varð suður af Eldeyjarboða árið 1783. Þá myndaðist eyja sem hvarf þó stuttu síðar vegna ágangs sjávar. Á 19. öld er vitað um 3 gos á þessum slóðum og á 20. öldinni varð nokkrum sinnum vart við ólgu í sjó og gjóskuþústir sem líklega hafa verið af völdum lítilla neðansjávargosa.

Reykjaneskerfið
Vestasta eldstöðvakerfið á skaganum er Reykjaneskerfið. Nær það nokkurnveginn frá Reykjanestá að Grindavík og þaðan í norðaustur yfir skagann. Það nær einnig einhverja kílómetra í suðvestur á sjávarbotni og hafa margsinnis orði gos í sjó í kerfinu.

Mikil goshrina gekk yfir kerfið á árunum 1211-1240.  Hófst þessi hrina með gosi í sjá skammt frá landi en síðan urðu allmörg gos á næstu árum á svipuðum slóðum, þ.e. í sjó skammt undan landi. Eitt hefur verið áberandi mest, árið 1226 og skilur eftir sig gjóskulag sem hefur nýst vel í gjóskulagarannsóknum á Suðvesturlandi. Heimildir eru fyrir þessu gosi í Oddaverjaannál og er þar talað um “Sandfallsvetur á Íslandi”. Gos urðu svo uppi á landi á næstu árum.  Þessi gos eru nefnd einu  nafni Reykjaneseldar. Síðan þá hefur kerfið ekki bært á sér frekar en önnur eldstöðvakerfi á skaganum hvað gos varðar en jarðskjálftar eru þar tíðir.

Svartsengi
Svartsengiskerfið, kennt við samnefnt háhitasvæði, var áður flokkað með Reykjaneskerfinu en þó þau séu um flest lík og nálægt hvort öðru þá eru þau flokkuð sem tvö aðskild kerfi nú. Þau fylgjast hinsvegar að hvað gos varðar og gýs í þeim báðum á svipuðum tíma. Þá rennur syðsti hluti kerfisins saman við Reykjaneskerfið vestan við Grindavík.

Allmargar dyngjur eru í kerfinu sem er um 7 km. breytt og amk. 30 km. langt. Gossvæðin eru þó í suðurhluta kerfisins.

Goshrina varð í kerfinu fyrir um 2000-2400 árum og rann þá m.a. svokallað Sundhnúkahraun ofan við Grindavík. Hluti Grindavíkur stendur á þessu hrauni.

Einnig gaus í kerfinu samhliða Reykjaneseldum í kringum árið 1226. Virðast þá hafa orðið í það minnsta þrjú gos, fremur lítil þó. Illahraun sem orkuverið í Svartsengi stendur á og er við Bláa Lónið rann í einu þessara gosa.

Fagradalsfjall
Kerfið heitir eftir samnefndu fjalli á milli Svartsengis- og Krýsuvíkurkerfanna. Þetta er lítið kerfi og ólíkt hinum eldstöðvakerfunum á Reykjanesskaganum er það fremur lítt virkt hvað gos varðar, líklega hefur ekki orðið þar gos í um 6000 ár. Jarðskjálftar eru hinsvegar tíðir á svæðinu.

Krýsuvíkurkerfið
Kerfið var áður nefnt Trölladyngjukerfið eftir samnefndri dyngju í kerfinu. Réttara þykir þó að kenna það við helsta kennileiti kerfisins og  það svæði í því þar sem er að finna vísi að megineldstöð.

Það er sennilega ekki ofsögum sagt að segja að Krýsuvíkurkerfið sé eitt hættulegasta eldstöðvakerfi landsins vegna nálægðar þess við höfuðborgarsvæðið. Nyrstu gossprungurnar eru rétt suðvestur af Hafnarfirði og hraun hefur amk. á tveimur stöðum runnið til sjávar örskammt vestan Hafnarfjarðar eftir landnám.

Um árið 1150 – 1180 urðu veruleg eldsumbrot í kerfinu og opnuðust nokkrar gossprungur í þeirri hrinu. Hafa þessi eldgos verið nefnd Krýsuvíkureldar. Hraun runnu þá til sjávar báðu megin við Reykjanesskagann. Þá varð  gos við Sveifluháls um 1180. Ekki virðist hinsvegar hafa gosið í kerfinu í Reykjaneseldunum á 13. öld þegar mikil goshrina gekk yfir vestar á Reykjanesskaganum.

Brennisteinsfjallakerfið
Syðsti hluti kerfisins er við Krýsuvíkurbjarg og það teygir sig svo í norðaustur yfir Bláfjöll og inn á Mosfellsheiði. Líkt og í flestum eldstöðvakerfunum á skaganum urðu allmikil umbrot í kerfinu skömmu eftir landnám og reyndar öllu fyrr í Brennisteinsfjallakerfinu.  Nokkur gos urðu líklega í tveimur megingoshrinum á svæðinu frá Bláfjöllum að Hellisheiði. Þessi gos urðu rétt fyrir og rétt eftir árþúsundin. Þekktast er gosið sem Kristnitökuhraunið rann í árið 1000.

Framtíðarhorfur á Reykjanesskaga
Það verður ekki undan því komist að fjalla örlítið um hve hættulega nálægt byggð eldstöðvakerfin á Reykjanesskaganum eru. Eldvirknin er lotubundin og gengur yfir á um 800-1000 ára fresti og stendur þá yfir í nokkur hundruð ár. Nú eru nálægt 780 ár frá síðustu staðfestu gosum á skaganum og alveg ljóst að frekar fyrr en síðar munu verða eldgos og það sennilega nokkuð mörg á skaganum. Þessi gos eru ekki afkastamikil en þau eru mörg hver hraungos og geta eldsuppkomur orðið mjög nálægt byggð. Sérstaklega verður að telja hluta Hafnarfjarðar á hættusvæði hvað þetta varðar og einnig Grindavík. Það er því sérlega mikilvægt að fylgjast vel með öllum jarðskorpuhreyfingum á skaganum til að auka líkurnar á að hægt sé að segja til um gos með einhverjum fyrirvara og gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir.

Heimild:
http://eldgos.is/reykjanesskagi/

Sjáið tindinn, þarna fór ég!

Eftirfarandi viðtal um Esjuna og nágrenni tók Anna G. Ólafsdóttir við Ingvar Birgi Friðleifsson, jarðfræðing, fyrir Morgunblaðið sunnudaginn 20. september 1998:

Fátt þykir Reykvíkingum betra en að hafa óskert útsýni yfír Esjuna. Anna G. Ólafsdóttir grófst fyrir um hin ólíku svipbrigði fjallsins í spjalli við Ingvar Birgi Friðleifsson, jarðfræðing og skólastjóra Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Ingvar Birgir þekkir Esjuna manna best því hann skrifaði doktorsritgerð um jarðfræði fjallsins fyrir aldarfjórðungi.

Æ fleiri Reykvíkingar geta tekið sér orð borgarskáldsins Tómasar Guðmundssonar „Sjáið tindinn, þarna fór ég!“ í munn og litið stoltir í átt til Esjunnar í norðri. Reykvíkingur er varla nema hálfur Reykvíkingur án þess að hafa klifið Esjuna minnst einu sinni. Esjan er í tísku og sprækustu íþróttamenn hafa lagt af sprikl í yfirfullum íþróttasölum til að geta sveigt kroppinn og andað að sér fersku lofti í Esjuhlíðum.
Langalgengast er að lagt sé upp frá Skógrækt ríkisins við Mógilsá og fetað eftir gönguslóða upp hlíðina með stefnu á Þverfellshorn í norðri. Gönguleiðin er falleg og hefur þann ótvíræða kost að vera flestum fær. Engu að síður er ekki nema eðlilegt að eftir nokkrar ferðir upp og niður svipaða leið vakni áhugi á nánari kynnum við Esjuna enda sé fortíð fjallsins margbrotnari en í fyrstu virðist.
Einna nánust kynni við Esjuna hefur haft Ingvar Birgir Friðleifsson, skólastjóri Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, en hann skrifaði doktorsritgerð um jarðfræði Esjunnar árin 1970 til 1973. Ingvar Birgir segist hafa dvalist nánast öllum stundum þegar veður leyfði í Esjunni í þrjú sumur. Hann leynir ekki aðdáun sinni á fjallinu og viðurkennir með fjarrænt blik í augum að tilfinningin fyrir því að koma aftur á fallegan reit í Esjunni eftir 25 ára fjarveru sé að mörgu leyti eins og að hitta aftur gamla kærustu.
Esja

Blaðamaður getur ekki orða bundist og spyr hvort að hann geti greint breytingar í fjallinu á þessu tímabili. Ekki stendur á svarinu hjá Ingvari Birgi. „Esjan breytist miklu hægar en kærusturnar en samt finnast alltaf á henni nýjar hliðar.“
Eins og maðurinn er landið nefnilega lifandi og tekur breytingum í tímans rás. Esjan er þar engin undantekning og veitir með fjölbreytileika sínum ágæta innsýn í stórbrotna jarðfræði Íslands. Ef grafist er fyrir um fortíð Esjunnar er eðlilegt að byrja á því að rifja upp hvernig eins konar flekar mynda jarðskorpuna. Ein af höfuðflekamótunum á Atlantshafshryggnum kljúfa ísland frá suðvestri til norðausturs. Flekana rekur til vesturs og austurs frá flekamótunum og er rekhraðinn að jafnaði talinn vera um einn sm á ári í hvora átt. Þó þarf ekki að óttast að landið klofni í tvo eða fleiri hluta því að við gos á gosbeltinu á flekamótunum fylla gosefni í skarðið. Á norðanverðu landinu fara flekamótin í gegnum Þingeyjarsýslu og valda því að sýslan tútnar smám saman út. Á sunnanverðu landinu horfir svolítið öðruvísi við því að flekaskilin klofna í tvær kvíslar: að vestanverðu í Gulibringusýslu og Árnessýslu og austanverðu í Rangárvallasýslu og Austur-Skaftafellssýslu.

Uppruninn á Þingvöllum
Esjan og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós myndaðist í gosbelti því sem nú liggur frá Reykjanestá um Þingvallasveit og norður í Langjökul. Esjan myndaðist vestan til í gosbeltinu og hefur mjakast í takt við rekhraðann í átt til vesturs. Elsti hluti Esjunnar að vestanverðu er 2,8 milljóna ára gamall og hefur því ferðast tæplega 30 km frá Þingvöllum. Einn yngsti hluti fjallsins er Móskarðshnúkar, um 1,8 milljóna ára gamlir, en þá hefur rekið um 18 km frá gosbeltinu í Þingvallavatni.
Á sama tíma og landið rak til vesturs hélt gosvirknin áfram inni í sjálfu gosbeltinu á flekamótunum. Vestan við gosbeltið er röð af megineldstöðvum sem hafa myndast í því. Fyrst er að telja eldstöðvar í Hafnarfjalli og Skarðsheiði en þær voru virkar fyrir um 4,5 milljónum ára. Hvalfjarðareldstöðin aðeins austar tók svo við fyrir um 3 milljónum ára. Smám saman dó virknin þar út og Kjalarneseldstöðin tók við og átti stóran þátt í myndun Esjunnar. Kjalarneseldstöðin var virk í um hálfa milljón ár þar til landrekið olli því að virknin dofnaði. Stardalseldstöðin tók því næst við og Hengillinn með háhitasyæði allt um kring er megineldstöð í gosbeltinu í dag.
Esjan myndaðist í rauninni við stöðuga eldvirkni í um milljón ár fyrir 2 til 3 milljónum ára. Mótunin var hins vegar langt frá því að vera lokið fyrir um tveimur milljónum ára. Jökulskeið koma á um 100.000 ára fresti og áttu eftir að marka landslagið með ýmsum hætti. Allra stærstu jöklarnir skófu út Hvalfjörðinn, sundin og fjalllendið á höfuðborgarsvæðinu. Minni jöklar skófu ofan af sjálfu fjallinu og minnstu jöklarnir skófu út dali í fjallið eins og verið væri að taka með óskipulögðum hætti tertusneiðar af stórri lagköku.
Ingvar Birgir segir að til að einfalda jarðsöguna líki hann mótun Esjunnar stundum við æviskeið konu um sjötugt. „Barnvöxtinn tekur hún út á Kjalarnesi, um fermingu gengur yfir merkilegt vaxtarskeið með kvikuhlaupum og háhitavirkni í Skrauthólum og Þverfelli. Hátindi líkamlegs þroska nær hún liðlega tvítug með myndun Móskarðshnúka en þá er hún bústin og heit. Æskublóminn fer því næst að dvína, holdin tálgast utan af henni hér og þar, þó háhitavirknin í Stardalsöskjunni endist nokkuð lengi. Hún eldist illa og varta sprettur út úr henni á Mosfelli um sextugt. Önnur sprettur svo upp í Sandfelli í Kjós nokkrum árum síðar.“

Spennandi gönguleiðir
Eins og áður segir hefjast Esjugöngur gjarnan við Mógilsá. Ingvar Birgir segir ágætt að meginstraumurinn fari þar um. „Þarna hefur verið komið til móts við almenning með ágætis bílastæði og stigum yfir girðingar landeiganda á leiðinni upp á Þverfellshorn. Göngugarpar taka gjarnan eftir hvítu bergi í sprungum í gilinu og upp með Mógilsánni. Hvíta bergið er kalk og þarna var kalk tekið í fyrstu sementsgerðina á Íslandi. Kalkið var flutt á bátum yfir til borgarinnar og heitir Kalkofnsvegur, þar sem Seðlabankinn og bílageymslan undir honum eru nú, eftir kalkgerðinni. Eins hafa niðurstöður rannsókna gefið til kynna að þarna sé að finna vott af gulli og er í björtu veðri hægt að sjá glampa á steina í fjallinu. Þar glittir hins vegar því miður aðallega í glópagull. Gangan tekur dálítið á en er nánast öllum fær langleiðina upp á Þverfellshorn eða þangað til komið er að klettabelti síðustu 20 til 30 m. Lofthræddum gæti orðið um og ó og vafalaust væri til bóta að setja þarna upp reipi til stuðnings eða einfaldlega fyrir lofthrædda að vita af.“
Hins vegar segist Ingvar Birgir undrast að sumir skuli hafa áhuga á því að fara sömu gönguleiðina oft og jafnvel mörgum sinnum í hverjum mánuði. „Af Þverfellshorni er frábært útsýni yfir Sundin og yfir Reykjanesið. Aftur á móti þarf að ganga töluvert langa leið uppi á sjálfu fjallinu til að njóta útsýnisins til norðurs. Að fara hjá Skrauthólum upp á Kerhólakamb eða fjalllendið þar fyrir vestan gefur mun víðari sjóndeildarhring. Eins er hægt að fara upp á Móskarðshnúka til að sjá yfir höfuðborgarsvæðið, suðurfyrir og austur í gosbeltið á Þingvöllum, Kjósina og norður um allt. Löngu er orðið tímabært að varða þarna fleiri
gönguleiðir fyrir göngufúsa.“
Aðrir eiga eflaust eftir að halda áfram að skeiða sömu leið upp á Pverfellshorn. „Kunningi minn er einn af þeim,“ segir Ingvar Birgir og gefur til kynna að kunninginn hafi reynt að útskýra fyrir honum hvað lægi að baki atferlinu. „Hann sagðist hafa farið í World Class og hamast þar í svitaskýi frá sér og öðrum áður fyrr. Á meðan hann nyti líkamsræktarinnar einn í Esjunni þyrfti hann hins vegar aðeins að þola svitalyktina af sjálfum sér. Hann andaði að sér fersku útilofti og nyti fegurðarinnar í umhverfinu. Síðast en ekki síst þyrfti hann ekki að velta því fyrir sér hvaða stefnu bæri að taka heldur skeiða einfaldlega ósjálfrátt upp sömu leið eins og af gömlum vana.“

Flestar gerðir gosbergs

Esjan

Kolbeinn leiðir gönguna. Stefán Eiríksson og aðrir virðast eftirbátar…

Ekki er að undra að Esjan sé talsvert notuð í kennslu því þar er að finna flestar gerðir íslensks gosbergs. „Ísland er að 90 hundraðshlutum basalt og því er efniviðurinn nánast allur sá sami. Lögun og ásýnd fer einfaldlega eftir því við hvaða aðstæður gosin hafa orðið. Ef gos verður á þurru landi myndast gígaröð og hraunið rennur í nokkra metra þunnu lagi yfir stórt svæði eins og til dæmis í Heiðmörk eða kringum Reykjavík. Ef gosið verður á hinn bóginn í sjó, stöðuvatni eða undir jökli verða mun meiri átök. Glóandi kvikan, hátt í 1.200 gráðu heit, snarkólnar og veldur gufusprengingu. Basaltblandan þeytist í háaloft, rignir aftur niður á jörðina og myndar hrúgur. Gott dæmi um hvort tveggja er þegar Surtsey myndaðist. Eftir að Surtsey var orðin svo há að sjórinn náði ekki lengur inn í gíginn hvarf feikimikill gufustrókur og basaltkvika með nákvæmlega sömu samsetningu fór allt í einu að mynda þunnt hraunlag,“ útskýrir Ingvar Birgir.
Hann rifjar upp að á milljón ára myndunarskeiði Esjunnar hafi gengið yfir um 10 jökulskeið. „Gosin urðu því gjarnan undir jökli og mynduðu stóra móbergshrauka eins og við sáum beinlínis í sjónvarpinu þegar gaus í Vatnajökli fyrir tveimur árum. Á hlýskeiðum hörfuðu jöklarnir og eftir stóðu fallega mynduð móbergsfjöll. Ef gos urðu á hlýskeiðum tóku við hraunlög og eftir því sem hlýskeiðin voru lengri og gosvirknin meiri grófst meira og meira af móberginu undir hraunlög. Með þversniði af Esjunni væri því auðveldlega hægt að greina heilu móbergsfjöllin inni í sjálfu fjallinu. Móbergið gefur Esjunni sérstakan blæ og ekki síst vestast. Þar hefur bergið orðið fyrir áhrifum frá feikilega stórum kvikuþróm frá tímum Kjalarneseldstöðvarinnar. Kvikuþrærnar teygðu sig upp og hituðu bergið í efstu lögum jarðskorpunnar. Bergið er mestmegnis úr gleri og svo viðkvæmt að við 100 til 200 gráðu hita fara sum efnanna að leysast upp og bergið fær á sig ljósan blæ.
Þegar Þórbergur kvað „Esjan er yndisfögur utan úr Reykjavík. Hún ljómar sem litfríð stúlka í ljósgrænni sumarflík,“ er hann að lýsa ljósu skriðunum þarna.“
Ingvar Birgir segir fróðlegt að líta upp í hlíðarnar í vestanverðri Esjunni. „Athyglisvert er að sjá hvernig dökk hraunlögin liggja neðan og ofan við móbergið. Ef vel er að gáð sést sumstaðar hvernig jarðhitasprungur ná upp í gegnum móbergið og hraunlögin þar fyrir ofan. Hraunlögin eru þéttari fyrir og hafa því ekki ummyndast eins og móbergið. Fjallið er ekki heldur frítt við líparít. Líparítið kom upp í gosi í hringlaga sprungu utan við Stardalsöskjuna fyrir um 2 milljónum ára. Hringsprungan sker Þverárkotsháls, fer um suðurhlíðar Móskarðshnúka, klórar utan í Skálafell og aðeins í hæðina Múla fyrir austan Stapa. Oftar en einu sinni hefur gosið í hringsprungunni og ágætt er að sjá hvað kom út úr gosunum í Móskarðshnúkum. Ekki verður heldur undan skilið að stórir líparítgangar fara í gegnum Þverárdal, yfir Grafardal og ná langleiðina upp á hátind Esjunnar“, segir hann og tekur fram að hægt sé að sjá líparítið langar leiðir. „Oft finnst fólki að sólskin sé austast í Esjunni af því að Móskarðshnúkarnir eru svo ljósir.“
Ágæt dæmi um innskotsberg eru að sögn Ingvars Birgis í Þverfelli í Esjunni og á Músarnesi á Kjalarnesi. Á Músarnesi séu skemmtilegar gönguleiðir við allra hæfi. „Ekið er að Brautarholti á Kjalarnesi og falast eftir leyfi landeiganda að fara niður í fjöruna þar. Mjög skemmtileg fjara er norðanmegin Músarnessins og gaman að ganga um klettaborgirnar. Eins er hægt að skoða Presthúsatanga á austanverðu Kjalarnesinu.
Skemmtileg ganga er frá Skrauthólum og upp á Kerhólakamb í vestanverðu fjallinu. Önnur skemmtileg ganga er frá Skeggjastöðum inn í hjarta Stardalseldstöðvarinnar í farvegi Leirvog inn að Tröllafossi. Auðvelt er að greina móberg sem myndaðist í öskjuvatni Stardalsöskjunnar og sjá hvernig hraunlögin undir móberginu halla inn að öskjumiðjunni. Svo hefur kvika troðið sér inn í móbergið og myndað grófkornótt innskot.
Fyrir þá sem ekki eru mjög uppteknir af jarðfræðinni getur verið gaman að sjá þarna hrafhslaup með ungum og tilheyrandi á sumrin,“ segir Ingvar Birgir og bætir því við að til að sjá enn meiri fjölbreytileika í landslagi sé gaman að halda áfram fram hjá Hrafnahólum. „Inn eftir Þverárdal er hægt að keyra hvaða bíl sem er að Skarðsá og þaðan er hægt að ganga upp í stórt innskot sem heitir Gráhnúkur og virða fyrir
sér falleet stuðlaberg. Afram er svo hægt að ganga upp á gígtappann Bláhnúk og alla leið upp á Móskarðshnúka.“ „Önnur auðveld leið er með gamla þjóðveginum upp í Svínaskarð. Efst úr Svínaskarði er svo auðvelt að ganga á austasta Móskarðshnúkinn. Þaðan er frábært útsýni til suðurs, austurs og norðurs. Stardalshnúkur er svo í sérstöku uppáhaldi hjá klifrurum. Þarna er einna fallegast innskot á vestanverðu landinu. Bergið er fallega stuðlað og svo grófkristallað að þarna eru góðar festur fyrir þá sem stunda fjallaklifur með reipum.“

Spurningum ósvarað
Eins og áður segir er Ingvar Birgir skólastjóri Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna og fram kemur að doktorsverkefnið hafi á sínum tíma tengst jarðhita. „Ein aðalástæðan fyrir því hversu nákvæmlega ég rannsakaði fjallið var að ég hafði áhuga á að vita meira um í gegnum hvaða jarðlög verið væri að bora eftir heitu vatni i þéttbýlinu hér sunnanlands. Eini munurinn á jarðlögunum í Esjunni og í borholum eftir heitu vatni fyrir Reykvíkinga, Seltirninga og íbúa í Mosfellssveit er að hægt er að sjá jarðlögin í fjallinu með berum augum í giljum og klettaveggjum en jarðlögin í holunum koma aðeins upp í svarfi. Að mörgu leyti er því hægt að skilja betur eðli jarðhitans á höfuðborgarsvæðinu með því að skoða Esjuna.“
Ingvar Birgir segir að þó hann haldi að með rannsóknum sínum hafi hann getað dregið fram helstu einkenni í myndunarsögu fjallsins sé enn mörgum spurningum ósvarað. „Eftir að styrkari stoðum hefur verið rennt undir framhaldsnám í jarðfræði við Háskóla íslands er ekki ólíklegt að fleiri fari að rannsaka jarðlög í megineldstöðvum eins og í Esjunni. Ný greiningartækni er spennandi kostur og gefur ítarlegri upplýsingar en hægt var að nálgast á áttunda áratugnum.“

Heimild:
-Morgunblaðið, sunnudagur 20. september 1998, bls. 22-23.

Magnús og Kristján Sæmundsson jarðfræðingur skrifuðu ítarlegan kafla um Reykjanesskagann og eldvirkni þar í ritið Náttúruvá á Íslandi – Eldgos og jarðskjálftar (Reykjavík, 2013).
JarðfræðiÍ kaflanum fjalla þeir um eldstöðvakerfin frá Hengilskerfinu í norðaustri og suður og vestur um að Brennisteinsfjallakerfinu, Krýsuvíkurkerfinu, Fagradalsfjallskerfinu, Svartsengiskerfinu og Reykjaneskerfinu.

Eldgosahrinur með hléum
„Síðast byrjaði goshrina þarna austast og færðist í vestur,“ sagði Magnús um elda á Reykjanesi á 13. öld. Vísbendingar eru um að gosskeiðið hafi byrjað með eldum í Brennisteinsfjöllum og á Trölladyngjurein Krýsuvíkurkerfisins laust fyrir árið 800 . Eftir þá hrinu kom um 150 ára hlé þar til eldvirkni tók sig upp aftur í Brennisteinsfjallakerfinu á 10. öld. Þar á eftir fylgdi Krýsuvíkurkerfið á 12. öld. Að síðustu komu vestustu kerfi Reykjanesskagans á 13. öld eftir um 30 ára goshlé. Þessum eldum lauk um árið 1240, eða fyrir um 780 árum.

Stampar

Einn gíga Stampahrauns á Reykjanesi.

Goshrinur hafa komið
Magnús benti á að þetta hefði átt við um síðustu elda en ekki væri vitað nákvæmlega um ferli í fyrri hrinum, t.d. fyrir 2-3 þúsund árum. Hann sagði erfitt að segja fyrir um það nú hvernig atburðarásin með landrisi og jarðskjálftum við Þorbjörn myndi enda. Miðað við sögu Reykjanesskaga og síðustu goshrinur þar mætti segja að það gæti verið að koma tími á jarðelda á svæðinu. „Þetta er eiginlega alveg ný reynsla, má segja. Þetta sést fyrst og fremst vegna þessara nákvæmu mæla sem komnir eru,“ sagði Magnús. Hann sagði að svipuð atburðarás og er nú gæti vel hafa orðið fyrir einhverjum áratugum eða árhundruðum án þess að hennar hafi orðið vart. Jarðhræringarnar og landrisið nú er á svæði sem tilheyrir Svartsengiskerfinu. Engin merki eru um að eldvirkni þar hafi náð út í sjó, eins og sums staðar annars staðar á Reykjanesskaganum. Ekki er útilokað að það geti þó gerst, að sögn Magnúsar. Svartsengiskerfið er um sjö km breitt og allt að 30 km langt. Gosstöðvar eru á syðstu 17 km. Kæmu upp jarðeldar gæti hraunkvika mögulega farið eftir sprungum og komið upp fjarri sjálfri gosstöð inni. Sprungur ná langt í norðaustur frá Svartsengi. „Gosvirknin er bundin við suðurpartinn. Það gildir líka um Reykjaneskerfið og Krýsuvík,“ sagði Magnús.

Síðasta eldgosahrina á 13. öld
Nokkur hraun runnu í Reykjaneseldum á tímabilinu frá 1211 til 1240. Vestast er Eldvarpahraun. Þar fyrir austan er Illahraun. Orkuverið í Svartsengi stendur á því og Bláa lónið er við norðurjaðar þess. Arnarseturshraun er norðaustast af þessum þremur hraunum. Talið er að það hafi runnið síðast af þeim. Arnarseturshraun og Illahraun runnu bæði inn á Eldvarpahraunið.
Grindavíkurvegurinn liggur að hluta í gegnum Arnarseturshraunið. Rannsóknir sýna að eldar á Reykjanesskaga geta staðið í nokkra áratugi eða lengur, með hléum. Þeir eru nokkuð svipaðir og Kröflueldar voru. Magnús sagði að eldarnir í Krýsuvík þegar Ögmundarhraun rann virtust hafa staðið í 2-3 áratugi. Svipuð atburðarás hefði orðið í Brennisteinsfjöllum á 10. öld þegar gaus á þó nokkrum stöðum þar. Samkvæmt mælingum er landrisið á Svartsengissvæðinu vestan við fjallið Þorbjörn og ekki mjög langt frá Eldvarpagossprungunni. Magnús sagði ómögulegt að fullyrða um framhaldið. Líklegast væri að þetta hjaðnaði nú og tæki sig síðan mögulega upp aftur í framtíðinni.

Virðist vera fremur lítil kvika
Áætlað er að Arnarseturshraun sé um 0,3 rúmkílómetrar að rúmmáli. Samkvæmt frétt Veðurstofu Íslands 26. janúar var áætlað samkvæmt grófu mati að rúmmál kvikusöfnunarinnar hefði verið um ein milljón rúmmetra eða 0,001 rúmkílómetri. Það er 1/300 af rúmmáli Arnarseturshrauns. Ef þessi kvika nær til yfirborðs og ekki verður meira aðstreymi kviku verður um lítið gos að ræða, að sögn Magnúsar. Hann sagði talið að kvikan væri á um þriggja til fjögurra km dýpi.

Jarðskjálftar og landris í grennd við fjallið Þorbjörn upp af Grindavík hafa sett menn í viðbragðsstöðu gagnvart eldsumbrotum þar í grennd. Af þeim sökum hafa menn líka rýnt í jarðfræðileg gögn og gamlar frásagnir af eldgosum á þessum slóðum.

Yngsta goshrinan, Reykjaneseldar, gekk yfir á árabilinu 1210-1240, það er fyrir um 800 árum. Þá urðu neðansjávargos úti fyrir Reykjanesi og hraun runnu á landi bæði á Reykjanesi og við Svartsengi. Eitt þessara hrauna var Eldvarpahraun vestan Grindavíkur. Gígaröðin, Eldvörpin, er um 8 km löng og nær alveg suður að ströndinni við Staðarberg og þar rann hraun í sjó.

Á fjölgeisla dýptarmælingum, sem Landhelgisgæslan hefur aflað með sjómælingaskipinu Baldri og látið ÍSOR í té til frekari úrvinnslu, sést að hraunið hefur ekki numið staðar við ströndina heldur hefur það runnið langa leið neðansjávar og myndar þar fallegar tungur úr úfnu hrauni. Lengst nær það um 2,7 km út frá strönd og er þar komið niður á um 90 m dýpi. Hugsanlegt er að gossprungan teygi sig líka út fyrir ströndina og að þarna hafi einnig gosið í sjó. Flatarmál hraunsins á sjávarbotni er um 3,4 km2. Hraun af þessu tagi er engan veginn einsdæmi. Hópsnesið hjá Grindavík er hluti af hrauni sem runnið hefur niður að strönd og myndað allmikinn tanga út í sjó. Það er um 8000 ára gamalt. Á myndum má sjá að það teygir sig áfram neðansjávar og myndar hrauntungu sem nær niður á um 100 m dýpi.
Á dýptarmælingum sem aflað hefur verið á Reykjaneshrygg og Kolbeinseyjarhrygg sést að hraun geta runnið á hafsbotni frá gígum og gossprungum á allmiklu dýpi. Talið er að þetta séu svokölluð bólstrabergshraun eða bólstrabreiður.
Til þess að hraun geti runnið með þessum hætti þurfa þau að verja sig gegn sjávarkælingu. Þau virðast mynda einangrandi kápu úr gjalli og storknuðu bergi um leið og þau streyma fram. Ljóst er að hraunrennslið þarf að vera mikið og stöðugt til að hrauntunga nái að myndast á sjávarbotni. Við slíkar aðstæður myndi vera illgerlegt að stöðva hraunrennsli með sjókælingu.

Sjá nánar Jarðfræðikort ÍSOR.

Heimildir:
-http://isor.is/frettir/yfirlit-um-jardfraedi-reykjanesskaga
-http://isor.is/frettir/nedansjavarhraun-vid-grindavik-sogulegt

Jarðfræði

Jón Jónsson, jarðfræðingur, vitnaði um gosvirkni Reykjanesskagans í viðtalsgrein í Morgunblaðinu 1965 undir fyrirsögninni „Gosið gæti hvenær sem er á Reykjanesskaga“:

Reykjanesskagi „JÓN JÓNSSON, jarðfræðingur, hefur að undanförnu unnið að því að rannsaka sprungukerfin og misgengið á Reykjanesskaga, sem er eitt af mestu jarðeldasvæðum landsins, og er að gera jarðfræðikort í stórum mælikvarða af því svæði. Rannsóknir á sprungukerfinu þarna hafa líka hagnýta þýðingu vegna staðsetningar á köldum uppsprettum og heitavatnsæðum, en vatn kemur mest fram í sambandi við sprungurnar. Varla var hægt að drepa niður fæti í skrifstofu Jóns hjá Jarðhitadeild raforkumálaskrifstofunnar, þegar við komum þangað í þeim tilgangi að eiga við hann viðtal um rannsóknir hans á Reykjanesskaga og það sem hann hefur orðið vísari með þeim. En hvar er betri staður til að ræða hraun og eldfjallamyndanir en innan um hauga af grjóti og alls kyns jarðfræðikortum?
Fyrst skulum við kynna Jón Jónsson fyrir lesendum. Hann er Vestur-Skaftfellingur, frá Kársstöðum í Landbroti, og því alinn upp við að hlaupa illfær hraun, án þess að láta sér verða það að fótakefli. Á Kársstöðum var fátækt, og Jón átti því ekki kost á langskólanámi. Eftir að hann hafði verið á Eiðaskóla, hélt hann utan til að freista þess að bæta við menntun sína. Fór til Svíþjóðar, þar sem hann ílengdist í 25 ár. Hann gekk í alþýðuskóla í Svíþjóð, tók ýmis fög í bréfaskólum og las og tók próf í þeim menntaskólagreinum, sem hann hafði áhuga á og vann alltaf fyrir sér jafnhliða náminu.
— Þegar ég þóttist slarkfær með stúdentsmenntun, lagði ég inn umsókn í Uppsalaháskóla um að fá undanþágu frá stúdentsprófi, segir Jón. Slíkar umsóknir ganga til háskólakanzlara, sem sendir þær til háskólaráðs. en það er skipað 9 prófessorum. Þeir fóru í gegnum vottorð mín og próf, sem voru eitthvað um 30 talsins. Þar með voru próf í mörg um menntaskólagreinum, en þó ekki öllum. Mér fannst þar svo margt innan um, sem ekkert mundi gera nema tefja mig. Og ég fékk sem sagt undanþáguna og innritaðist í Uppsalaháskóla sem sænskur stúdent haustið 1954.
— Var ekki erfitt að taka þetta svona?
— Jú, að vísu. En það hefði verið léttara ef maður hefði vitað að þetta var í rauninni hægt. Þá hefði ég getað skipulagt þetta betur. En auk jarðfræðinnar hafði ég ýms önnur áhugamál, las t.d. mikið í bókmenntum.
Vorið 1958 tók Jón svo lokapróf sín í jarðfræði við Uppsalaháskóla, lauk bæði kandidatsprófi og „licentiat“-prófi á sama degi. Þá munaði minnstu að hann færi í olíujarðfræði og réði sig hjá sænsku olíufyrirtæki. Gert var ráð fýrir því að hann yrði í Bandaríkjunum við framhaldsnám í eitt ár og síðan í 3 ár við störf í Portúgal. Olíujarðfræðingar voru á þeim árum hæst launuðu jarðfræðingarnir og mikill skortur á þeim, þó nú hafi það margir lagt þessa grein fyrir sig að þeir fylla nokkuð vinnu markaðinn. — En um þetta leyti opnaðist möguleiki til að koma heim og fá starf á Raforkumálaskrifstofunni, segir Jón, og ég tók það. Ég var búinn að lesa jarðfræðina með það fyrir augum að starfa heima á Íslandi og átti erfitt með að hugsa mér að flytja með fjölskyldu mína til Portúgal, þó það gæfi meira í aðra hönd. Heitt og kalt vatn kemur upp með sprungunum.
— Tókstu þá strax til við þessar rannsóknir á Reykjaneshluti jarðfræðikortsins af Reykjanesskaga, sem Jón er búinn að vinna. Það er „hællinn“ á skaganum. Þar sjást m.a. Eldvörpin, sem örugglega hafa gosið eftir landnámstíð og þar sem enn er hiti í einum gígnum (hægra megin) og Stamparnir, sem líklega hafa líka gosið eftir að land byggðist. Og sprungurnar hafa allar sömu stefnu.
— Áður en ég flutti heim vann ég að kortagerð yfir Reykjavík og nágrenni með Tómasi Tryggvasyni, jarðfræðingi. Það kom í minn hlut að kortleggja syðri hluta svæðisins. Þá lenti ég á sprungusvæðinu og áhuginn vaknaði. Þegar ég kom heim, ætlaði ég svo strax að taka Krýsuvíkursvæðið. Og út frá því leiddist ég yfir á allan Reykjanesskagann, því þetta er svo mikið eldfjalla- og jarðhitasvæði og mér fannst að þetta verk þyrfti að vinna. Einkum þá sprungukerfin þar og missigið, því það hefur beinlínis hagnýta þýðingu. Það er greinilegt að lindirnar eru tengdar bergsprungum og misgengissprungum. T.d. koma bæði Gvendarbrunnarnir og Bullaugun upp við sprungur. Sprungurnar við Bullaugun var ég reyndar búinn að skoða áður en borað var þar. Ég ætlaði sem sagt að vinna þetta strax þegar ég kom heim 1958, en svo mikið hefur hlaðizt á mig af aðkallandi skyldustörfum í sambandi við boranir eftir köldu og heitu vatni, að það hefur orðið verulega minna en til stóð. Það hefur allt verið unnið meira og minna í íhlaupum.
— Hve stórt svæði ertu búinn að taka fyrir?
— Ég hefi tekið heilt svæðið fremst á Reykjanesskaga austur að Grindavík að sunnan og Vogarstapa að norðan og að auki sneið frá Hafnarfirði suður undir Krýsuvík og ýmsa bletti annars staðar og er ætlunin að tengja þá saman og fá af þessu heillegt jarðfræðikort í mælikvarðanum einn á móti 25 þús., sem hlýtur að verða nokkuð nákvæmt, en á minni kortum er ekki hægt að koma öllu fyrir.
— Og þetta er allt eitt jarðeldasvæði, þakið hraunum?
— Já, það væri hægt að fara fótgangandi alveg utan frá Reykjanestá og að Þingvallavatni, án þess að stíga af hrauni. Þetta er eitt af mestu jarðeldasvæðum landsins. Á þessum skika, mem ég hefi verið með, eru 24 mismunandi jarðeldastöðvar. Þær eldstöðvar hafa allar gosið eftir ísöld og einhverjar þeirra væntanlega eftir að ísland byggðist. Eldvörpin við Grindavík hafa örugglega gosið eftir landsnámstíð og kannski líka Stamparnir, sem eru tvær sprungur á Reykjanesinu og hefur hraunið úr annarri horfið undir hraun úr hinni.
— Er engar heimildir að finna um þessi eldgos?
— Um slíkt eru aðeins óljósar sagnir. Espólín tilfærir, að hálft Reykjanes hafi brunnið árið 1389—1390. Nú er óvíst hvað hann hefur átt við, en um tvennt er að ræða, gos í Eldvörpum eða Stömpum. Ég tel Eldvörpin líklegri, því þá hefur gosið úr um 8 km. langri sprungu, og t.d. séð frá Snæfellsnesi, hefði getað litið svo út sem hálfur Reykjanesskaginn brynni. Þá eru sagnir um að Ögmundarhraun hafi runnið um árið .1340. Og þar höfum við sannanir, því leifar eru til af bæ, sem hraunið hefur runnið að nokkru yfir. Þarna heitir Húshólmi, en hugsanlegt er að það hafi verið Krýsuvíkurbærinn á þeim tíma. Þarna þyrfti að grafa upp.
— Heldurðu að enn sé hætta á eldgosum á Reykjanesskaga?
— Já, ég hefi enga trú á að þetta jarðeldasvæði sé útdautt.
— Og hvar gæti helzt gosið?
— Maður gæti búizt við eldgosi á öllu svæðinu frá Þingvallavatni út á Reykjanestá, því það er eldbrunnið alla leiðina. Ef maður tekur t.d. svæðið frá Selfjalli, sem er upp af Lækjarbotnum og vestur undir Húsfell, sem er austur af Helgafelli, þá eru þar a.m.k. á annan tug hrauna, sem öll hafa runnið eftir ísöld. Nú, Elliðaárhraunið sem hefur komizt næst Reykjavík, er samkvæmt aldursákvörðun ekki nema 5300 ára gamalt.
Rétt austan við Heiðmörkina er líka nokkuð stór hraunbreiða, Hólmshraun, þar sem eru fimm mismunandi hraunstraumar og sá elzti rennur þvert yfir Elliðaárhraunið. Þau eru þá öll yngri en það og við höfum þarna 6 hraun, sem eru yngri en 5300 ára gömul. Engar sagnir eru til um myndun þessara hrauna, hvort sem þau eru nú forsöguleg eða ekki. Annars er enn hiti sums staðar á eldstöðvunum, svo sem í einum gígnum í Eldvörpunum.
— Þá gæti þéttbýlinu hugsanlega stafað hætta af gosum?
— Já, hugsanlega gæti byggð stafað hætta af slíku, svo og ýmsum mannvirkjum, eins og vatnsbólum. Þó mundi ég telja að Bullaugun yrðu aldrei í hættu og ekki heldur sjálf Reykjavík. En hluti af Hafnarfirði aftur á móti.
— En hvað um jarðskjálftahættu?
— Vúlkaniskir jarðskjálftar eru nú yfirleitt ekki eins voðalegir og jarðskjálftar í t.d. háfjallahéruðum, þó þeir geti verið snöggir. Og þetta hafa ekki verið neinir stórfelldir jarðskjálftar hér.

Reykjanes

Dyngjur Reykjanesskagans fyrir meira en 3000 árum.

Þegar mest hrundi af húsum árið 1896, voru byggingar svo lélegar, að enginn samanburður fæst af því. Þó er sjálfsagt nauðsyn á traustum byggingum. Annars tel ég að hreyfingar séu ekki hættar á sprungusvæðunum hér, þó hægt fari. Enda standa þessar sprungur allar í sambandi við stóra Atlantshafshrygginn.
—Og þessar sprungur hafa hagnýta þýðingu fyrir okkur vegna kalda vatnsins, sagðirðu okkur áðan. En hvað um heita vatnið?
— Það er greinilegt að heita vatnið er tengt sprungulínunum á Hengilsvæðinu og reyndar á Reykjanesfjallgarðinum öllum.
Hvernig samhengið er djúpt niðri veit maður ekki, en heitt vatn kemur upp með sprungunum. Nóg kalt vatn, enginn veit um heita vatnið.
— Er nægilegt vatn hér á Reykjanesfjallgarðinum, bæði kalt og heitt, svo við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því í framtíðinni hér í þéttbýlinu?
— Já, nóg er af köldu vatni fyrir Reykjavík, Hafnarfjörð og nágrenni. Við boruðum t.d. við Kaldársel niður á 860 m. dýpi og þar var kalt vatn alla leið niður. Erfiðara er að svara þessari spurningu um heita vatnið. Enginn getur sagt um hvort nóg er af því, eða hve mikið.
— Koma allar þessar boranir þér ekki að miklu gagni fyrir almenna jarðfræðilega rannsókn á Reykjanesskaganum?
— Jú, að vísu, en það er orðið svo mikið um þær, að enginn hefur tíma til að vinna úr þeim.
Þegar aðkallandi er að finna kalt eða heitt vatn á einhverjum stað, verður maður að fara á þann stað og athuga næsta nágrenni og segja svo sitt álit. Ef um heitt vatn er að ræða, gerir Guðmundur Pálmason jarðeðlisfræðilegar mælingar. En svo mikill tími fer orðið í slíka bráðabirgðarannsókn, að maður hefur orðið að láta sér nægja bráðabirgðayfirlitið eitt. Auðvitað hefði verið æskilegt að hafa þetta ýtarlegra, en við erum svo fáliðaðir að það hefur ekki getað orðið eins og ég hefði helzt kosið. En það stendur vonandi til bóta. Hér er nú kominn jarðfræðingur, Jens Tómasson, sem hefur verið að vinna úr gögnum frá Vestmannaeyjum og er að byrja á efnivið frá Húsavík. Og mikið magn af efni til úrvinnslu er í höndum Atvinnudeildarinnar.

Svo þetta lagast vonandi í framtíðinni.
— Nú er komið jarðfræðikortið þitt af „hælnum“ á Reykjanesskaganum. Hefurðu áætlun um hvenær tilbúið verður kort af öllum skaganum?
— Ég geri mér vonir um að fá betri tíma næsta sumar og geta snúið mér eindregnar að Reykjanesskaganum en ég hefi hingað til getað. Svo bætir það mikið úr, að búið er að vinna gott verk á austurenda skagans, eem er Hengilssvæðið. Þar hefur Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur, unnið að rannsóknum undanfarin sumur og kortlagt sprungukerfin um leið. Einnig hefur Þorleifur Einarsson, jarðfræðingur, kortlagt Hellisheiðina, þar á meðal sprungusvæðin.
Þetta hvort tveggja flýtir fyrir mér og gerir auðveldara að fylla í á milli. Svo þar ætti verkið að ganga fljótar. En hvenær því verður lokið þori ég ekkert að segja um. — E. Pá.“

Sjá meira um jarðfræði Reykjanesskagans HÉR.
Sjá einnig Jarðfræðikort ISOR.

Heimild:
-Morgunblaðið – 35. tölublað (11.02.1965), Jón Jónsson (Rannsóknir á Íslandi); Gosið gæti hvenær sem er á Reykjanesskaga, bls. 13 og 17.

Hraun

Hraun runnin úr sprungugosum á Reykjanesskaga á 13. öld.

Krýsuvík

Krýsuvík er ein fegursta náttúruperla Íslands og fjölbreytt litadýrð náttúrunnar á hverasvæðinu við Seltún hefur heillað marga listamenn. Stórbrotið landslag Krýsuvíkur er vel fallið til útivistar og náttúruskoðunar. Hér ber einna hæst sprengigíginn Grænavatn, leirhverina við Seltún og Kleifarvatn að ógleymdum Sveifluhálsi og síðast en ekki síst Krýsuvíkurbjargi, sem er fuglabjarg niðri við ströndina. Margar gamlar gönguleiðir liggja frá Krýsuvík sem áhugavert er að huga að.

Lifandi náttúra
HverKynngikraftur náttúrunnar blasir við augum í Krýsuvík. Höfuðskepnurnar eldur, vatn, loft og jörð hafa mótað umhverfið í aldanna rás. Gufustrókar stíga til himins, sjóðandi leirhverir leika taktfasta sinfóníu, hverahvammar skarta grænum, gulum og rauðleitum litum sem skipta um svipmót eftir veðrinu. Náttúruöflin eira engu í glímunni við gróðurinn, vatnsrof leikur stórt hlutverk þegar það rignir og ísa leysir. Vindurinn flettir þekjunni burtu og feykir jarðvegi á haf út þar sem öldur ólmast við klettaströnd og mola standbergið hvíldarlaust. Þetta er íslensk náttúra í öllu sínu veldi.

Litrík hverasvæði
BaðstofaHelstu hverasvæði Krýsuvíkur eru Seltún, Hverahvammur, Hverahlíð,  Austurengjar, suðurhluti Kleifarvatns og Sveifla undir Hettutindi, sem Sveifluháls heitir eftir. Við Seltún er Svunta og stór leirhver sem myndaðist þegar Drottningarhola sprakk haustið 1999. Fúlipollur er austan þjóðvegar og enn austar er Engjahver sem magnaðist við mikinn hverakipp 1924. Hann er líka nefndur Stórihver og svæðið umhverfis hann Austurengjahverir.

Land í mótun
Land í mótunVirka gosbeltið sem liggur eftir Reykjanesskaga er milli landreksflekanna sem kenndir eru við Evrópu og Ameríku. Elsti hlutinn eru Lönguhlíðarfjöll norðaustan Kleifarvatns sem sýna merki tveggja kuldaskeiða og tveggja hlýskeiða. Sveifluháls er móbergshryggur sem myndast hefur við gos undir íshellu á kuldaskeiði. Sunnan Krýsuvíkurhverfis milli Geitahlíðar og Sveifluháls eru nokkur lög af grágrýtishraunum, sum þakin jökulbergi, en efst ber mest á mó og mýrlendi. Jarðlögin sjást vel í Krýsuvíkurbergi. Rauðskriða á Krýsuvíkurheiði og Trygghólar eru leifar gamalla eldgíga sem hraun hafa runnið frá. Fyrir vestan og austan Krýsuvík eru yngri hraun, Litlahraun, Krýsuvíkurhraun og Ögmundarhraun sem eiga upptök sín í Brennisteinsfjöllum, gígum við Eldborgir sunnan Geitahlíðar og í gossprungum í Móhálsadal.

Sprengigígar kallast á
GrænavatnLandslag í Krýsuvík er mótað af umbrotum og jarðeldum. Grænavatn, Gestsstaðavatn og Augun eru sprengigígar sem myndast hafa við sprengigos á ýmsum tímum. Grænavatn er stærst um 46 m djúpt. Vatnið fær lit sinn af hveraþörungum og kristöllum sem draga grænan lit sólarinnar í sig. Gestsstaðavatn heitir eftir fornu býli sem fór í eyði á miðöldum. Beggja vegna þjóðvegarins eru lítil gígvötn sem kallast Augun.

Krýs og Herdís deila um landamerki
DysjarÞjóðsagan hermir að Krýsuvík sé nefnd eftir Krýs sem bjó í Krýsuvík. Hún átti í deilum um landamerki við grannkonu sína, Herdísi í Herdísarvík. Báðar töldu sig órétti beittar og ákváðu að skera úr í deilumáli sínu í eitt skipti fyrir öll. Sammæltust þær um að leggja af stað frá bæjum sínum við sólarupprás og ákveða mörk landa sinna  þar sem þær mættust. Þegar þær hittust á Deildarhálsi taldi Krýs að Herdís hefði lagt fyrr af stað en um var samið. Tóku þær að biðja hvor annarri óbæna ásamt jörðum þeirra. Herdís lagði það á Krýsuvík að allur silungur í Kleifarvatni skyldi verða að loðsilungi en Krýs mælti svo fyrir um að ein eða fleiri skipshafnir skyldu drukkna í Herdísarvíkurtjörn. Sagan um þessa landaþrætu kerlinganna hefur lifað meðal Krýsvíkinga í ýmsum myndum og sýnir kynngimagn Krýsuvíkur.

Fornminjar
TóftÍ landi Krýsuvíkur eru víða merkar fornleifar og búsetuminjar. Elstar eru Gestsstaðarústirnar, sennilega frá fyrri hluta miðalda. Mestar eru fornleifarnar í Krýsuvíkurhverfi undir Bæjarfelli þar sem höfuðbólið og flestar hjáleigurnar voru. Nútímavæðing hefur lítið komið við sögu og jörðin haldist nánast óbreytt frá fyrri tíð, en snemma á sjöunda áratugnum varð sögulegt slys á bæjarhólnum. Krýsuvíkurbærinn, sem stóð vestan kirkjunnar, var þá kominn að falli og voru stórvirkar vinnuvélar notaðar til að ryðja hólinn og slétta út minjar um þennan merka bæ. Neðan hólsins og allt í kringum hann eru gömlu túnin með túngörðum sínum ósnertum að mestu, tóftir gömlu kotanna og fleiri merkar fornminjar.

Dulúð regnsins
Það getur verið mjög votviðrasamt í Krýsuvík því þar gætir fyrst áhrifa frá lægðum sem nálgast landið úr suðvestri. Umhleypingar eru algengir með tilheyrandi úrkomu en í norð- og austlægum áttum má gera ráð fyrir þurrviðri í Krýsuvík. Þá skartar staðurinn sínu fegursta, en einnig getur dulúðin sem fylgir þokulofti og skýjuðu veðurfari búið yfir ólýsanlegri fegurð.

Einföld bændakirkja
KrýsuvíkurkirkjaKrýsuvíkurkirkju er fyrst getið í kirkjuskrá Páls Jónssonar Skálholtsbiskups um 1200. Margt bendir til að kirkja hafi risið í Krýsuvík á fyrstu áratugum kristni, en núverandi kirkju byggði Beinteinn Stefánsson á Arnarfelli 1857. Þetta er lítið guðshús einfaldrar gerðar, án turns, og eina húsið sem enn stendur á bæjarhólnum. Kirkjan var aflögð sem helgidómur og rúin öllum verðmætum 1929. Eftir það notaði einbúinn Magnús Ólafsson, síðasti íbúi Krýsuvíkur, hana sem íbúðarhús til 1945. Endurbygging kirkjunnar hófst 1957 og var hún endurvígð 31. maí 1964 og færð Þjóðminjasafninu til eignar. Árið 1997 var Sveinn Björnsson listmálari jarðsettur í kirkjugarðinum en þá voru liðin 80 ár frá síðustu greftrun þar. Á vorin er haldin messa í kirkjunni og altaristafla eftir Svein hengd þar upp, en tekin niður við messu á haustin og færð til vetrarvistar í Hafnarfjarðarkirkju.

Fuglalíf og eggjataka
KrýsuvíkurbjargUm 57.000 sjófuglapör verpa í Krýsuvíkurbergi, aðallega rita og svartfugl, sem skiptist í álkur, langvíur og stuttnefjur. Einnig verpir þar nokkuð af fýl, toppskarfi og silfurmáfi. Fyrrum var eggjataka mikil og máttu kotamenn taka tiltekið magn af fugli og eggjum úr berginu. Svo mikið fékkst af svartfuglseggjum á vorin að þau voru flutt á mörgum hestum heim til bæjanna. Sömu sögu var að segja af bergfuglinum sem gaf af sér kjöt og fiður. Á Krýsuvíkurheiði og í nágrenni Bæjarfells verpir mófugl, spói, heiðlóa, snjótittlingur og fleiri tegundir. Arnarfell og Arnarfellsstjörn eru kunn kennileiti á Krýsuvíkurheiði og á miðjum Sveifluhálsi eru Arnarvatn og Arnarnípa. Þessi nöfn vísa til þess að ernir hafi orpið á þessum stöðum í eina tíð.

Mannrækt í Krýsuvíkurskóla
KrýsuvíkurskóliUm miðjan áttunda áratuginn hófust miklar byggingaframkvæmdir á mel sunnan Gestsstaðavatns, en þar var ætlunin að reisa skóla fyrir unglinga sem þurftu á sérúrræðum að halda. Áður en byggingunni var lokið var fallið frá hugmyndinni og stóð húsið autt um margra ára skeið þar til Krýsuvíkursamtökin fengu það til afnota. Hafa þau rekið þar meðferðarheimili, uppeldis- og fræðslustofnun fyrir fíkniefnaneytendur.

Hnignandi gróður

Í Krýsuvík

Gróðri hefur farið mjög aftur í Krýsuvík á síðustu öldum. Talið er að jörðin hafi verið kjarri vaxin milli fjöru og fjalls af birkiskógi og víðikjarri, áður en Ögmundarhraun brann. Í jarðabók Páls Vídalín og Árna Magnússonar 1703 er sagt að skógur til kolagerðar nægi ábúendum. Skógurinn eyddist að mestu á harðindaskeiði sem gekk yfir landið í lok 19. aldar. Þá hófst landeyðing með miklum uppblæstri og vatnsrofi í landi Krýsuvíkur. Sauðfjár- og hrossabeit hafði einnig afdrifarík áhrif. Á Sveifluhálsi eru fáeinir grasbalar sem gefa til kynna að þar hafi verið mun grónara í eina tíð. Svæðið sunnan Kleifarvatns einkennist af miklu mýrlendi, slægjulandinu Vesturengjum og Austurengjum. Austan Arnarfells er Bleiksmýri og sunnan Trygghóla er Trygghólamýri.

Ritháttur Krýsuvíkur
TóftirÞegar gamlar sagnir frá Krýsuvík eru skoðaðar kemur glögglega fram að nafn víkurinnar er ætíð ritað með ý en ekki í eins og oft sést í seinni tíð. Örnefnið Krýsuvík er trúlega dregið af orðinu Crux sem merkir kross og hefur Krossvíkin hugsanlega verið við sjóinn nærri Húshólma í Ögmundarhrauni þar sem munnmæli herma að fyrsti bærinn hafi staðið. Mesta fuglabjarg Reykjaness Krýsuvíkurberg, mesta fuglabjarg Reykjaness, er um 7 km langt frá Bergendum við Keflavík í austri til Heiðnabergs vestan Hælsvíkur og 40 hektarar að flatarmáli. Bergið er um 50 m hátt á löngum kafla en Strandaberg, austasti hlutinn, er um 70 m hátt.
Rauðskriða er áberandi kennileiti á vesturhluta bergsins en neðan hennar var einstigið Ræningjastígur sem var eina gönguleiðin niður í fjöru. Meðan enn var farið á sölvafjöru var jafnan farið af sjó því bergið var ekki árennilegt öðrum en sigmönnum. Ræningjastígur var samt fær þeim sem treystu sér til að feta hann en nú er hann ófær með öllu.

Höfuðból og hjáleigur
KrýsuvíkurbjargKrýsuvík var heil kirkjusókn og eitt mesta höfuðból landsins með mörgum hjáleigum. Munnmæli herma að byggðin hafi upphaflega verið í Húshólma, óbrennishólma í austanverðu Ögmundarhrauni.  Þar er altént mjög fornt bæjarstæði sem kallað er Hólmastaður í eldri heimildum. Hjáleigur voru að jafnaði fimm til átta talsins en í gömlum heimildum er getið um 13 býli. Á heimajörðinni voru Suðurkot, Norðurkot, Snorrakot, Stóri-Nýibær, Litli-Nýibær, Arnarfell og nýbýlið Lækur. Fjær voru kotin Vigdísarvellir, Bali, Fitjar og Fell. Kaldrani stóð við suðvesturenda Kleifarvatns og Gestsstaðir sunnan Krýsuvíkurskóla.

Fiskisæld undir berginu
Sjósókn var alla tíð mikilvæg fyrir afkomu Krýsvíkinga. Undir Krýsuvíkurbergi, Hælsvík og lengra út með var löngum fiskisælt en þar er engin lending. Líklega hefur góð lending verið í Hólmastað eða gömlu Krýsuvík, en eftir að Ögmundarhraun rann tók hana af og eftir það var gert út frá Selatöngum. Biskupsskip frá Skálholti, skip útvegsbænda í Árnes- og Rangárþingum og sjávarbænda í Hraunum gengu frá Selatöngum með leyfi Krýsuvíkurbónda.  Krýsvíkingar stunduðu einnig útróðra frá Herdísarvík um aldir.

Kynlegt er Kleifarvatn
Krýsuvík 1810Kleifarvatn er 10 ferkílómetrar að flatarmáli og stærsta stöðuvatn á Reykjanesskaga. Það er á milli Sveifluháls í vestri og Vatnshlíðar í austri. Aðrennsli í vatnið er takmarkað og ekkert frárennsli er sjáanlegt ofanjarðar. Vatnsborðið fylgir grunnvatnsyfirborði svæðisins sem sveiflast um allt að 4 m á tugum ára. Félagar úr Stangveiðifélagi Hafnarfjarðar fluttu bleikjuseiði í Kleifarvatn um 1960 og dafnar fiskurinn bærilega í vatninu. Áður fyrr þóttust menn verða varir við kynjaveru líka stórum ormi í vatninu.

Sjá meira undir Krýsuvík – yfirlit HÉR og HÉR.

Heimild:
-visithafnarfjordur.isKrýsuvík

Portfolio Items