FERLIR fór um Reykjanestá í sinni ferð nr. 1530.
Á Nesinu er ýmislegt fróðlegt að finna, Gunnuhverhvort sem lýtur að jarðsögu, náttúru eða minjum. Þa er m.a. stærsti leirhver landsins, Gunnuhver. Svæðið hefur gjörbreyst við hverinn frá því sem var fyrir þremur árum og hefur myndast þar stærsti leirhver á Íslandi með gígop sem er 20 metrar í þvermál. Mikið gufuútstreymi er á háhitasvæðinu með fjölda gufu- og leirhvera sem hafa myndast. Gufan leitar til yfirborðsins í gufuaugum og hvínandi gufuhverum en þéttist líka í yfirborðsvatni og myndar með því leirhveri.
Þarna er líka Gráa lónið sem hefur myndat á sama hátt og Bláa lónið. Á háhitasvæðinu við Gunnuhver stundaði danskur maður, Höyer að nafni, og lettnesk kona hans blómarækt og pottagerð á fjórða áratug síðustu aldar en leifar eru af íbúðarhúsi þeirra við Kísilhól.

Gunnuhver

Við Gunnuhver.