Bollar

Ætlunin var að ganga upp frá Geithöfðahálsi ofan Geithöfða með stefnu á sunnanverða Gullbringu norðan efri Kálfadala. Útsýni var niður í neðri Káldadali þar sem hrauntaumurinn Víti liggur niður með austanverðri hlíð dalsins. Fjær í suðri er Geitahlíðin með Æsubúðum efst.

 

GigarFetið var fótað með suðvestanverðum hlíðum hennar inn á heiðarhálsinn. Þaðan var stefnan tekin upp brúnir Kálfadalahlíða. Efst á þeim var ágætt útsýni inn að Vörðufelli til vinstri og Sandfelli til hægri. Gosgígar og eldborgir þar á millum nutu sín í kvöldsólinni.
Skv. kenningum er heil sýsla, Gullbringusýsla, kennd við þetta fjall. Meðan á göngunni stóð gafst gott tækifæri til að virða fyrir sér Sveifluhálsinn frá öðru sjónarhorni en þegar ekið er meðfram honum handan vatnsins og er hann ansi ábúðarmikill að sjá. Austan Gullbringu er hraunstraumur mikill sem rennur út í Kleifarvatn. Þetta hraun heitir Hvammahraun og er kennt við hvammana sem eru í kring þar sem það fellur út í vatnið.  Þessi hraunstraumur er einn af meginstraumum sem hafa komið hafa úr mikilli gígaröð í Brennisteins-fjallaeldstöðinni, kennd við Eldborg. Hinn straumurinn fellur niður í Herdísarvík, töluvert austar. Sá hraunstraumur kom úr tilkomumiklum Draugahlíðargígnum, eða Bláfeldi eins og gígurinn er gjarnan nefndur.
Gigur-2Í raun er “Eldborgin” ekki rétt staðsett á landakortum. Á þeim er tekið mið af sýnilega efsta gígnum á sprungureininni, sem þar er. Reinin sú gaf af sér svolítinn hraunstraum, en meginstraumurinn kom úr “eldborg” þeirri er viðurkenningu ætti að fá sem drottning Fjallanna. Borgin sést vel þegar komið er upp með vestanverðu Hvammahrauni. Hún er þá framan við hina kortlægu “Eldborg”. Þegar betur er að gætt má vel sjá hvernig “eldborgin” hefur fætt af sér hinn mikla hraunstraum er liggur þarna niður hlíðina og niður í Hvamma. Síðasti hraunstraumurinn staðnæmdist í Kleifarvatni. Þar eru nú helstu hrigningarstöðvar silungs þess er sleppt var í vatnið á sínum tíma.
kalfadalir efriÞetta er í raun ekki svo ströng ganga. Sú litla hækkun sem verður er nokkuð róleg, en eitthvað er um upp og niður. Öll leiðin er greiðfær yfirferðar. Þegar komið er efst á frumbrúnir blasa “eldborgirnar” við framundan. Þá, ef hraunið er fetað til hægri, er tiltölulega greiðfært áleiðis inn að “Eldborginni”
En hvers vegna heitir sýslan Gullbringusýsla? Ef nafnið er dregið af fjallinu Gullbringu, hvers vegna var það þá valið?
Gullbringusýsla er fyrst nefnd í skjali frá árinu 1535 og náði hún yfir hluta hins forna Kjalarnesþings. Gullbringa er sýnd á herforingjaráðs-kortum sem hæðarbunga við suðaustanvert Kleifarvatn (308 m).
Gullbringa-2Stefán Stefánsson sem kallaður var “gæd” (af “guide”) taldi það þó hæpið, þar sem kunnugir menn á þessum slóðum hefðu jafnan kallað lyngbrekku þá sem er vestan í Vatnshlíðinni Gullbringu og nær hún niður undir austurströnd vatnsins.
Vilhjálmur Hinrik Ívarsson í Merkinesi sagði að grasbrekkur frá Hlíðarhorni vestra og austur að Hvannahrauni væru nefndar Gullbringur (Örnefnaskrá í Örnefnastofnun).
Jón Ólafsson úr Grunnavík taldi að nafnið Gullbringa nærri Geitahlíð væri frá Dönum komið sem hafi talið það fallegt og viðeigandi þar sem staðurinn lá nærri sýslumörkum við Árnessýslu. (Kristian Kålund: Íslenzkir sögustaðir I:51). Álitið er að staðurinn hafi fyrrum verið blómlegri en síðar hefur orðið vegna uppblásturs.

Gullbringa-3

Ekki virðast beinar heimildir um þinghald í eða við Gullbringu og er því margt á huldu um þessa nafngift. Gullbringur eru í Mosfellsheiði, en sýslunafnið getur ekki átt við þær þar sem þær eru ekki í sýslunni. Örnefnið Gullbringa eða -bringur er til víðar á landinu og virðist merkingin vera gróðursælt land.
Þegar horft er á jarðfræði svæðisins liggur ljóst fyrir að grunnbergið er móberg. Á jökulskeiðum hafa byggst upp móbergsfjöll, hryggir og stapar. Verulegur hluti þess er þakinn nútímahraunum. Þessi hraun liggja víða að móbergsfjöllunum og hafa að hluta eða öllu leyti kaffært þau. Munur er því á upphleðslu á jökulskeiðum annarsvegar og hlýskeiðum hinsvegar. Jökulskeiðsmyndanir eru yfirleitt brött fjöll meðan hlýskeiðsmyndanirnar eru dyngjur og hraunabreiður.

Eldvarp

Brennisteinsfjöllin og framhald þeirra til norðausturs, hryggur sem nær norður í Kristjánsdalahorn, eru móbergsmyndanir. Eldvirkni á nútíma hefur verið allmikil. Stóru dyngjurnar Heiðin há og Leitin tilheyra Brenni-steinsfjallakerfinu. Veruleg eldvirkni varð á fyrstu öldum Íslandsbyggðar og runnu þá m.a. hraun niður í Selvog og niður í átt að Heiðmörk auk þess sem Svínafellsbruni varð til. Mikil misgengi eru norðan
Brennisteinsfjalla.
Norðvestan “Eldborgar” (vestan Elborgar) er hrauntröð. Norðvestar, þar sem hún endar, virðast skv. loftmynd vera nokkur hellavænleg göt. Greiðfærasta gönguleiðin þangað er norðaustan Gullbringu, upp með austanverðum hraunkanti Hvammahrauns og af brúnum efra neð stefnu á eldborgirnar þar efra. Stefnan verður tekin þangað fljótlega.
Frábært veður; sól og blíða. Gangan tók 3 klst og 3 mín.<


Heimildir m.a.:
-Magnús Tumi Guðmundsson og Þórdís Högnadóttir – Hraun og móbergsmyndanir á svæðinu frá Brennisteinsfjöllum að Hengli -2004.
-http://visindavefur.hi.is

Brennisteinsnámur

Brennisteinsnámur í Brennisteinsfjöllum – uppdráttur ÓSÁ.