Festisfjall

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1955-1956 er m.a. fjallað um kapelluna í Kapellulág ofan Hrauns við Grindavík: “Austur frá Hrauni í Grindavík og allt til Festarfjalls heitir Hraunssandur, enda er þar mjög blásið og sér lítinn sem engan gróður á heilum flákum.
Kapellulag-1Þó sagði Gísli Hafliðason, gamall bóndi á Hrauni og átti þar heima alla ævi (d. 1956), að allt sé þarna heldur að gróa upp, sandurinn sé að festast, og mun það eflaust rétt athugað. Um Hraunssand hefur frá fornu fari legið vegur, og var um hann áður fyrri mikil umferð af mönnum austan úr sýslum, lestamönnum haust og vor og vermönnum um vetur. Frumstæður bílvegur liggur nú mjög þar sem gamli vegurinn var áður. Um það bil 1 km fyrir austan bæinn á Hrauni er lægðardrag allmikið í sandinum, hefst í hæðunum hið efra og nær niður að sjó, víkkar niður eftir og virðist myndað af rennandi vatni, þó að nú sé hvergi vatn á þessum slóðum. Lægð þessi heitir Kapellulág. Rétt neðan við bílveginn, sem nú liggur þvert yfir lægðina á sama stað og gamli vegurinn lá fyrrum, er töluvert áberandi þúst eða grjóthrúga, auðþekkt mannaverk í sandauðninni. 

kapellulag-2

Þessi grjóthrúga er í daglegu tali kölluð Dysin, og hermir Brynjúlfur Jónsson um hana eftirfarandi sögu: ,,Þá er Tyrkir rændu í Grindavík (1627), flýði drengur einn undan þeim, ríðandi á rauðri meri, og hleypti upp veg. Einn af Tyrkjum elti hann og var svo fljótur á fæti, að hann náði honum í Kapellulág. Þreif hann þá í tagl merarinnar. En hún sló báðum afturfótum fyrir brjóst honum svo hart, að hann lá dauður eftir. Var hann þar dysjaður, og á rústin að vera dys hans”. Á sjávarbakkanum um 200 m suðaustur frá dysinni er grasi gróinn hóll, sem heitir Hvalhóll. Menn taka mið af þessum hól, þegar hann ber í dysina frá sjónum séð, og heitir þetta mið Húsið. Í því nafni felst sjálfsagt réttari bending um uppruna þessa mannvirkis en í munnmælasögunni. Fleira er eftirtektarvert í umhverfi dysjarinnar. Fyrir austan hana er allmikil hæð, og af henni er skammt austur að sjó, þar sem Hraunsvík nær lengst inn undir Festarfjall. Þar er mjög hár sjávarbakki, og grefur sjór hella inn í móbergið. Þar var hellir, sem nú er mjög lítið eftir af, og hét Dúnknhellir.
kapellulag-3Á skerjum nokkrum undir Festi segja þeir á Hrauni, að áður hafi verið járnhringar til þess að festa skip, og hafi írar fest þar skip sín. Þessir járnhringar munu ekki sjást lengur, og enginn þeirra á Hrauni hafði sjálfur séð þá, en þeir þóttust þó vita fyrir yíst, að þessir hringar hefðu verið þarna. (Sbr. og Jón Þorkelsson, Þjóðsögur og munnmæli, Reykjavík 1899, bls. 1.)
Dysin í Kapellulág var rannsökuð dagana 13. og 14. maí 1954. Auk mín unnu við rannsóknina Gísli Gestsson safnvörður og Jóhann Briem listmálari fyrri daginn, en Gísli og Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi seinni daginn. Báða dagana nutum við gestrisni Gísla Hafliðasonar á Hrauni og konu hans. Veður var gott báða dagana, skúrir þó seinni daginn, en vinnufriður sæmilegur. Brynjúlfur Jónsson lýsir dysinni svo árið 1903, að hún sé „dálítil grjótrúst, nokkuð grasgróin, svo sem 3 al. í þvermál að ofan, en fláir utan og virðist vera nokkuð hrunin. Naumast er hún yfir 1 al. á hæð”. Þessi lýsing á sæmilega við dysina, eins og hún leit út, áður en við byrjuðum að grafa í hana. Hún var að sjá eins og hver annar blásinn hóll, steinar oltnir út úr á allar hliðar, en nokkuð gróið á milli. Einkum var kollurinn vel gróinn, og vottaði þar ekki fyrir neinni laut eða lægð. Að ógröfnu mátti þó aðeins greina steinaraðir, sem stóðu upp úr þessum gróna kolli og virtust sýna innri brúnir veggja í litlu húsi.
Kapella-201Þegar við vorum búnir að mynda dysina, fórum við að grafa innan úr henni, eftir því sem þessar steinaraðir eða veggbrúnir sögðu til. Mold létum við sér og grashnausa sér til þess að geta komið öllu í sama fallega lagið aftur, þegar rannsókninni væri lokið. Efsta rekustungan eða vel það var eingöngu foksandur moldarblandinn. Í honum voru nokkur stórgripabein og fuglabein nýleg. Á hér um bil 50 sm dýpi varð vart við fyrstu mannvistarleifar, koladrefjar, sem ekki voru tilkomumeiri en það, að þær héngu ekki saman svo að lag myndaðist. Við hreinsuðum upp alla tóftina við þetta lag, gerðum uppdrátt og tókum myndir. Niðri við lagið eða um 45 sm frá yfirborði, inni undir húsgafli (þ. e. austurgafli), fundum við eina stappaða látúnsþynnu. Rétt fyrir neðan efstu mannvistarleifarnar, einkum við suðurhlið, en þó nokkuð um alla tóftina, var 1—2 sm þykkt lag af hreinlegum sjávarsandi með skeljamulningi í, en annars var allt hér fyrir neðan og niður á gólf tóftarinnar meira og minna blandað mannvistarleifum, þótt mest væri af leirlituðum foksandi með stærri og smærri steinum í.
Kapella-202Hér og hvar voru örlitlir öskublettir og viðarkolamolar, en eldstæði ekkert, og yfirleitt voru þessi eldsmerki smávægileg. Neðst var gul, leirkennd moldarskán, sem í vottaði fyrir morknum beinum og fúnum spýtum, og mun þetta eflaust vera gólf hússins, en í því voru engar eldsleifar, sem þó eru algengastar á gólfum. Neðan við þetta lag var hrein ísaldarmöl og engar mannvistarleifar.
Nú skal lýsa húskofa þessum, eins og hann kemur fyrir sjónir uppgrafinn. Það varð þegar í stað ljóst við rannsóknina, að við höfðum fyrir okkur lítið hús eða hústóft, sem var barmafull af mold, sandi og grjóti, innveggir lítið sem ekki hrundir, en útveggir mjög hrundir og steinar úr þeim skriðnir út á alla vegu. Af því skapaðist dysjarútlitið og þá einnig nafnið og loks munnmælasagan um Tyrkjann. 1 miðhafninu.

Kapella-203

Húsið hefur hins vegar geymzt sem minning um, að þetta hafði í upphafi verið hús. Það hefur verið ótrúlega lítið. 2,20 m að lengd og 1,20 m að breidd. Veggirnir eru hlaðnir úr grjóti í 1 m hæð ogstanda vel að innan, lítið eitt fláandi upp eftir, þ. e. hallast út. Veggjarþykktin hefur verið um 1 m, eftir því sem næst verður komizt. Húsið hefur snúið frá austri til vesturs, þó lítið eitt tifl norðvesturs. Vesturgafl hefur verið úr timbri og dyr á að norðan. Í þeim hefur verið eins konar stétt af smásteinum. Við syðri langvegginn lágu tvær stórar og myndarlegar hellur, og hefur hin fremri náð alveg fram undan þilstafninum, sem beinlínis virðist hafa hvílt á henni. Eitthvað virðist hafa hvílt á þessum hellum við suðurvegginn, t. d. borð eða bekkur. Fremri hellan er 15 sm þykk, og álíka hátt þrep er í dyrunum við hliðina á henni, enda er gólfið þetta lægra en hlaðið fyrir framan.
Fleira er varla nauðsynlegt að taka fram í lýsingu þessa húskrílis. Eftir rannsóknina fylltum við tóftina og færðum allt í samt lag aftur. Ég kom þar aftur í nóvember 1955, og var þá varla hægt að sjá, að nokkurn tíma hefði verið við henni rótað.”
Í “Skrá um friðlýstar fornleifar 1990” má lesa eftirfarandi um Kapellulág: “
Hraun – undirritað af MÞ 25.10.1930. Þinglýst 15.11.1938. Lítil rúst í Kapellulág, við veginn upp á Siglubergsháls, sbr. Árb. 1903; 46-47.”

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 54. árg. 1955-1956, bls. 16-20.
-Skrá um friðýstar fornleifar 1990.

Kapella

Kapellan við Hraun.