Entries by Ómar

Lágafellsleið II

Í annarri frásögn hér á vefsíðunni má lesa um svonefnda Lágafellsleið, þ.e. forna leið milli Grindavíkur og Ósa um Lágafell og áfram yfir að verslunarstöðunum við Þórshöfn og Básenda. Í þeirri ferð tókst að rekja götuna frá Lágafelli niður í Ósabotna. Litlar vörður voru víða við þann kafla leiðarinnar. Núna var suðurhlutinn rakinn, frá Lágafelli […]

Beinakerlingar II

Í Morgunblaðinu árið 2001 segir Árni Björnsson frá „Beinakerlingum„: „Nokkrar stórar hlaðnar vörður við alfaravegi hafa verið kallaðar beinakerlingar. Sagnir eru um þær meðal annars á Mosfellsheiði, Botnsheiði, Skarðsheiði, Þorskafjarðarheiði, Stóra-Vatnskarði, Vatnahjalla ofan Eyjafjarðar, Smjörvatnsheiði milli Vopnafjarðar og Jökuldals, Fjallabaksvegi og Mýrdalssandi, en nafnfrægastar hafa orðið kerlingarnar á Kaldadal, Stóra-Sandi og Kili. Ekki er öldungis […]

Lágafell

Á Lágafelli stóð bænhús fyrir árið 1700 en staðurinn tengdist aftur kristnisögu sveitarinnar seint á síðustu öld þegar Lágafellskirkja var reist eftir harkalegar deilur, en af þeim segir í Innansveitarkroniku eftir Halldór Laxness. Lágafellskirkja hefur verið endurbyggð en er að stofninum til sama kirkjan. Að Lágafelli bjó athafnamaðurinn Thor Jensen síðustu æviár sín. Nokkur þúsund […]

Brúargjá – Lambahraun

Skoðaður var óbrennishólmi inni í Lynghólshrauni (Berghrauni/Rauðhólshrauni) vestan við Grindavík. Áður hafði neðri hluti hraunsins, aðskilið, verið skoðar ofan við Lambagjá. Nú var ætlunin að skoða þennan hólma ofan við Brúargjá, sem Jón Jónsson, jarðfræðingur, lýsir í hraunaritgerð sinni. Þar segir hann m.a. um hraun þetta: „Það þessara hrauna, sem er næst elst kemur fram […]

Vermenn

“Um aldir hafði það hagnast landbændum að senda vinnumenn sína í verið til útróðra á vetrarvertíð einmitt þegar hvað minnst var um að vera og erfiðast um bjargræði til sveita. Fátækir einyrkjar héldu einnig oft í verið og skildu búið eftir í höndum konu og barna. Þá héldu ungir bændasynir suður á Nes og undir […]

Jarðfræði og fuglalíf á Reykjanesi

„Reykjanes er alveg einstakur staður á jörðinni því þar má sjá flekaskil milli meginfleka jarðskorpunnar, Evrasíuflekans og Norður-Ameríkuflekans, á þurru landi. Flekaskilunum fylgir landmótun, eyðing, eldvirkni, jarðhitavirkni, sprungur, misgengi og jarðskjálftar. Flekarnir fjarlægjast hver annan um tvo sentímetra á ári “sagði Páll Einarsson, prófessor við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og einn helsti sérfræðingur landsins í jarðskjálftum […]

Götur um Ósabotna

Gengið var um sunnanverða Ósabotna að Hunangshellu, en við hana er gömul þjóðsaga um finngálkn kennd. Á þessari leið má velja um gömlu reiðleiðina er liggur rétt ofan við ströndina eða gamla vagnveginn. Hann, líkt og reiðleiðin, er enn sýnilegur austan túngarðs hins horfna bæjar Teigs (enn má þó sjá skorsteininn af bænum skammt austan […]

Mosfellsheiðarland

Í skýrslu Óbyggðanefndar fyrir Stór-Reykjavíkursvæðið má m.a lesa eftirfarandi um Mosfellsheiði: „Í Landnámu er minnst á Mosfell. Jarðarinnar er einnig getið í Egils sögu. Þar stendur að Grímur Svertingsson, lögsögumaður 1002-03, hafi búið á Mosfelli fyrir neðan heiði. Kirkja hefur staðið að Mosfelli þegar um 1200 er Páll biskup Jónsson tók saman kirknaskrá sína. Bæði […]

Kerlingarskarð

Gengið var frá Bláfjallavegi upp í Kerlingarskarð milli Miðbolla og Syðstubolla. Selvogsgatan hefur verið vinsæl gönguleið, en hún skiptist þarna ofan við Helluna, annars vegar upp Kerlingarskarð og hins vegar upp Grindarskörð skammt norðar, norðan Stórabolla. Ofan við Kerlingarskarð eru gatnamót, annars vegar á Hlíðargötu niður að Hlíðarskarði ofan við Hlíð við Hlíðarvatn og hins […]

Helliskot – Elliðakot

Guðlaugur R. Guðmundsson skráði örnefni í Elliðakoti, er áður mun hafa heitið Helliskot. Telja verður líklegt, miðað fyrirliggjandi heimildir að þar hafi fyrrum verið selstaða, líklega frá Elliðavatni… „Ég fór með Karli Nordahl að Elliðakoti 18. júlí 1978. Þar eru aðeins húsarústir eftir. Húsgrunnurinn stendur enn, en húsið brann 1949. Karl segir, að afi hans […]