Entries by Ómar

Reykjanesviti IV

Gengið var um suðvestanvert Vatnsfellið og litið í fallegam brunn er hlaðinn er úr betonsgrjóti upp á dönsku. Hann er sérstakur að því leyti að gengið er inn í hann til að sækja vatn, en ekki bara horft ofan í vatnsaugað eins og algengara varð. Segja má að þessi brunnur hafi verið forveri fölmargra annarra er […]

Reykjaneviti V

Fjölmargir, bæði innlendir sem útlendir, fara að Reykjanesvita á hverju ári. Þar virða þeir fyrir sér hið fallega umhverfi, vitann á Vatnsfelli, Valahnúk og Karlinn utan við ströndina. Fuglakliðið í Hnúknum vekur jafnan mikinn áhuga sem og átök sjávar og strandar þegar hreyfing er á vindi og vatni. En það er fjölmargt fleira að sjá […]

Krýsuvíkurkirkja III

Gengið var um svæðið í kringum Krýsuvíkurkirkju og tóftir bæjanna Snorrakots, Norðurkots, Lækjar, Suðurkots og Hnausa skoðaðar. Krýsuvíkurkirkja á sér langa sögu. Athyglinni var því einkum beint að kirkjunni að þessu sinni, sögu hennar að fornu og nýju. Til hliðsjónar var lýsing Ólafs Þorvaldssonar er hann ritaði í jólablað Alþýðublaðs Hafnarfjarðar árið 1961. Í henni […]

Reykjanesviti III

Fyrsti vitinn við Íslandsstrendur var byggður á Valahnúk á Reykjanesi árið 1878. Við Bæjarfell má sjá tóftir frá þeim tíma sem og fallega hlaðinn brunn, sem gerður var um leið og vitinn sem og vitavarðahúsið. Flóraður stígur er frá því að vitagötunni uppá hnúkinn. Norðan Valahnúka er einnig hlaðin gata þangað sem grjót í vitann […]

Hvammahraun – Vörðufellsborgir – Eldborg

Gengið var upp með suðurjaðri Hvammahrauns (Hvannahrauns) frá Gullbringu austan Kleifarvatns með stefnu á Vörufell (534 m.ys.). Ætlunin var að skoða hina formfögru gíga Vörufellsborga og halda síðan upp að Eldborg (570 m.y.s.) í Brennisteinsfjöllum, drottningu glepragíganna á Reykjanesskaganum. Miklar hrauntraðir, margir gígar og væntanlega allnokkur forvitnileg jarðop vörðu leiðina, en glöddu augað. Orkufyrirtæki hafa […]

Kjalarnes – nokkrir bæir; saga, minjar og örnefni

Í Fornleifaskráningu Borgarsögusafns Reykjavíkur vegna deiliskipulags Vesturlandsvegar frá Leirvogsá að Hvalfirði árið 2018 er m.a. fjallað um sögu, minjar og örnefni bæjar, sem land eiga að nýju vegastæði í gegnum Kjalarnes: Fitjakot Fitjakot er á norðanverðum bökkum Leirvogsár. Jörðin á mörk á móti Varmadal að austan en Víðinesi og Álfsnesi að vestan. Gamli bærinn í […]

Bessastaðakirkja I

Þann 19. september árið 1761 gaf Magnús Gíslason, amtmaður í Viðey, út eftirfarandi fyrirskipun: “Bændur þeir, 36 að tölu, sem eiga dagsverk að vinna um sláttinn á kóngsins garði, Bessastöðum, skulu hver sum sig hálfa dagsláttu eða svokallað fimm álna tún, að viðlagðri hæfilegri refsingu, sem sýslumaðurinn ber að annast.” Í Öldinni okkar segir árið […]

Selvogsgata um Selvogsheiði – Konráð Bjarnason

Ætlunin var að ganga um Selvogsgötu frá Strandamannahliði neðan Strandardals, efst í Selvogsheiði, um Vörðufellsmóa og Stóraflag niður að gatnamótum Fornugötu og Útvogsgötu ofan Skálavörðu vestan Strandarhæðar. Ólafur Þorvaldsson lýsir leiðinni í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1943-1948, 49. árgangi. „Leiðin milli Hafnarfjarðar og Selvogshrepps í Árnessýslu gekk venjulega undir nafninu Grindaskarða- eða Kerlingarskarðsvegur. Leið þessi mun vera […]

Sogadalur – fornleifaskráning

Með bréfi 20. mars 2006 skilaði Hitaveita Suðurnesja skýrslu um Fornleifaskráningu til sveitarfélagsins Voga og Grindavíkurbæjar, nokkru eftir að sveitarfélögin höfðu þá þegar veitt leyfi til vegagerðar í Sogadal. Ekki er vitað til þess að athugasemdir hafi verið gerðar við þessa aðferðafræði eða vinnubrögð hafi borist frá viðkomandi stjórnvaldi, t.a.m. Fornleifavernd ríkisins. Svo virðist sem […]

Krýsuvíkurkirkja II

Krýsuvíkurkirkja var reist árið 1857, en lögð af sem sóknarkirkja 1929, notuð till íbúðar, endurbyggð og síðan endurvígð 1964. Hún tilheyrir nú Hafnarfjarðarprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Kirkjan er varðveitt af þjóðminjaverði. Þegar Krýsuvíkurbærinn, hið merka stórbýli um aldir, var orðinn svo hrörlegur á fyrri hluta 20. aldar að ekki var lengur hægt að hafast við í […]