Entries by Ómar

Suðurnes – Ellefu staðir á náttúruminjaskrá 1988

Í Víkurfréttum árið 1988 má lesa eftirfarandi um “Suðurnes – Ellefu staðir á náttúruminjaskrá”. Hafa ber þó í huga að í raun nær hugtakið “Suðurnes” einungis yfir byggðirnar norðan Stapa. “Út er komin á vegum Náttúruverndarráðs náttúruminjaskrá 1988. Bókin er með öðru sniði en fyrri útgáfur og fylgir litprentað kort af Íslandi, þar sem merktir […]

Grindavík með bestu plássum landsins – Í tilefni áttræðisafmælis Halldórs Laxness

Í Faxa árið 1982 birtist hugvekja í tilefni af áttræðisafmæli Haldórs Laxness þar sem hann m.a. mærir Grindavík – og það ekki að ástæðulausu. Á árunum 1937—1939 gaf Lestrarfélagið í Grindavík út tímarit, sem nefndist Mímir. Markmiðið með útgáfu ritsins var, eins og segir í 1. tölublaði, að reyna að vekja af dvala Lestrarfélagið Mími, […]

Rauðklæddi maðurinn í Njarðvíkurásum

Eftirfarandi frásögn Skúla Magnússonar um álfa og huldufólk í klettunum í Njarðvíkurásum ofan við Ytri-Njarðvík birtist í Faxa árið 2008. “Lengi hefur legið orð á því meðal fólks í Njarðvík og Keflavík að álfar eða huldufólk væri í klettunum sem næstir liggja utan við Grænásbrekkuna, að norðan og ofan við hús íslenskra aðalverktaka. Ekki man […]

Herdísarvík – tvö söguskilti

Laugardaginn 15. júní 2013, kl 14:00, var afhjúpað minningarskilti um búsetu þjóðskáldsins Einars Benediktssonar og Hlínar Johnson, síðustu ábúendur í Herdísarvík í Selvogi. Nemendafélagið Grimmhildur, félag HÍ-nemenda (e. mature students) á Hugvísindasviði við Háskóla Íslands, hafði með stuðningi hollvina Herdísarvíkur látið útbúa minningarskiltið. Sama dag, skömmu síðar, var og afhjúpað örnefna- og minjaskilti sem gönguhópurinn […]

Camp Dailey á Vogastapa 1943-’45

Í Youtube miðlinum “Vogar TV” má sjá þann 7. okt. 2018 myndband af gönguferð Vogamanna undir leiðsögn Viktors Guðmundssonar að fyrrum herspítalanum Camp Dailey á innanverðanum Stapanum, við gamla Suðurnesjaveginn, er reyndar var upphaflega lagður sem vagnvegur þar á árinu 1912. Vegagerðinni frá höfuðborginni lauk loks í Njarðvíkum árið eftir. Með tilkomu bílsins var vegurinn […]

Fornar slóðir milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar – Ólafur Þorvaldsson

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1943 lýsir Ólafur Þorvalddson “Fornum slóðum milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar”. „Gömlum vinum og gömlum götum á enginn að gleyma”. Þetta segja frændur okkar Færeyingar, og væri gott, að fleiri minntust. Með þennan málshátt í huga rifja ég hér upp minningar um nokkrar gamlar götur hér í nágrenni, sem voru […]

Stafnes – Básendar – Þórshöfn – Gamli Kirkjuvogur

Í Árbók Hins ísl. fornleifafélags árið 1903 er að finna grein Brynjúlfs Jónssonar; Rannsókn í Gullbringusýslu og Ánessýslu sumarið 1902. Fjallar hann þar m.a. um Stafnes, Básenda, Þórshöfn og Gamla Kirkjuvog við Ósa. “Stafnes er í fornum máldögum oftast kallað »Starues«, og ef það er upprunanafn bæjarins, bendir það til þess, að þar hafi í […]

Skiphóll – Hestaþinghóll – Varmá

Í fornleifaskráningu um Skiphól og Varmárbakka 2020 vegna deiliskipulagsbreytinga má lesa eftirfarandi um Skiphól og Hestaþinghól, auk bæjarrins Varmár í Mosfellsbæ. Varmá Jörðin Varmá kemur fyrir í heimildum þegar á 14. öld og var þar þá kirkja en hún lagðist af skömmu fyrir 1600. Jörðin er síðan nefnd í Fógetareikningum frá 1547-1552 og þá sem […]

Ás

Bærinn Ás ofan við Hafnarfjörð hefur jafnan látið lítið fyrir sér fara þrátt fyrir að eiga sér langa og merka sögu. Í Örnefnaskrá segir að landamerki fyrir umboðsjörðina Ás í Garðahreppi séu: “Stefna á Fuglastapaþúfu fyrir vestan Skarð austast á Grímsnesi; þaðan í Bleikstein í Bleiksteinshálsi; þaðan í Þormóðshöfða og þaðan í Steinhús” Í Örnefnaskrá […]

Ísland; gamlir uppdrættir og kort

Á vefsíðunni https://www.kb.dk/ má líta ýmsan aldraðan fróðleik um Ísland, s.s. gömul Íslandskort og uppdrætti. Hér er ætlunin að sýna nokkur þeirra með skírskotun til meðfylgjandi texta hverju og einu til handa. Textinn er, af skiljanlegum ástæðum, á dönsku: Reykjanesskagi – kort 1900 Arbejdskort over Island med Opmaalingsnet til Atlasblade i 1:100 000 indtegnet. Udgivelsesdato; […]