Entries by Ómar

Grafningur – nafngiftin

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1933 er m.a. fjallað um “Nokkur byggðanöfn”, þ.á.m. Grafning. Orðið grafningur er talið hafa tvær merkingar í íslenzku máli. Það getur fyrst og fremst merkt þann verknað, að grafast eftir einhverju. Þessa merkingu er orðið talið hafa á þeim eina stað í fornritunum, þar sem það kemur fyrir og er […]

Bær í byrjun aldar – Magnús Jónsson

Í handritaðri bók Magnúsar Jónssonar “Bær í byrjun aldar – Hafnarfjörður“, sem hann gaf út árið 1967 á eigin kostnað, kemur margt fróðlegt fram. Úr formála fyrstu útgáfu segir: “Á þessu verki, sem hér kemur fyrir almenningssjónir, eru ýmsir ágallar. Er það fyrst til að taka, að betur hefði verið farið á að miða við […]

Hafnir – upphaf byggðar

Í bókinni “Hafnir á Reykjanesi”, skrifaða af Jóni Þ. Þór, er saga byggðar og mannlífs í Höfnum rakin í ellefu hundruð ár. “Fornar heimildir eru fáorðar en gagnorðar um upphaf mannvistar í Höfnum. Í Sturlubók Landnámu segir stutt en laggot; Herjólfr hét maðr Bárðarson, Herjólfssonar, frændi Ingólfs landnámsmanns. Þeim Herjólfi gaf Ingólfr land milli Vágs […]

Túnakort

Á vefsíðu Þjóðskjalasafns Íslands má finna samantekin fróðleik um Túnakort, auk þess sem stofnunin hefur auðveldað áhugasömum aðgang að kortunum rafrænt. “Gerð uppdrátta af túnum og matjurtagörðum, túnakort, á rót að rekja til frumkvæðis Ræktunarfélags Norðurlands og Búnaðarfélags Íslands í upphafi tuttugustu aldar. Á búnaðarþingi árið 1913 var samþykkt að beina þessu máli til alþingis […]

Hafnarfjörður í nokkrum málverkum

Í desembermánuði s.l. (2020) var haldin yfirlitssýning í Hafnarborg á verkum í eigu safnsins. Í raun segir eftirfarandi textaspjald allt sem segja þarf. HÉR má sjá nokkur verkanna, sem voru á sýningunni að framangreindu tilefni.

Örnefni í landi Þórkötlustaða – Loftur Jónsson

Loftur Jónsson skrifaði um örnefni í landi Þórkötlustaða í Sjómanndagsblað Grindavíkur árið 1992. “Nú þegar akfær hringvegur er kominn um “nesið”, fjölgar því fólki sem leggur leið sína þar um á bílum eða fótgangandi. Þá er bærði fróðlegt og skemmtilegt að vita nánari deili á landinu og ýmsum kennileitum. Loftur Jónsson frá Garðbæ hefur á […]

Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi – I

Guðmundur Björgvin Jónsson skrifaði bókina “Mannlíf og mannvirki í Vatnsleystrandarhreppi, sem hann gaf út árið 1987. Bókin er mjög merkileg heimild um framangreint í hreppnum, en ekki síst þar sem segir af honum sjálfum. Formáli Guðmundur Björgvin er fæddur að Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd 1. október 1913, en þar bjuggu þá foreldrar hans, Jón Einarsson útvegsbóndi, […]

Vetrarvertíð í Þórkötlustaðahverfi

Í Sjómannadagsblaði Grindavíkur 1996 fjallar Þórarinn Ólafsson um “Vetrarvertíð í Þórkötlustaðahverfi”. “Trilluútgerð í Þórkötlustaðahverfi á sér langa sögu, en hún lagðist niður 1946. Vertíð hófts eftir að aðkomumennirnir sem ráðnir höfðu verið komu, og var það venjulega um miðjan janúar. Þá var hafist handa við undirbúning fyrir vertíðina. Að vísu voru heimamenn búnir að fara […]

Íslandskort á 16. og 17. öld

Á vefsíðu Landsbókasafns Íslands er að finna nokkra áhugaverða tengla með innleiðingu á gagnmargt efni. Einn þeirra er kortavefurinn. Hér eru tekin nokkur dæmi um Íslandskort frá 16. og 17. öld er finna má á vefsíðunni. Septentrionales Regiones Höfundur: Sebastian Münster Útgáfutímabil: 1545 – 1572 Árið 1539 markar ákveðin tímamót í sögu kortagerðar af Norðurlöndunum. […]

Reykjanesbraut – fornleifaskráningar

Vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar hafa verið gerðar a.m.k. þrjár yfirgripsmiklar skýrslur um fornleifaskráningar í nálægð við vegarstæðið. Fyrsta skýrslan var gerð 2002 vegna fyrirhugaðrar tilfærslu á vegarstæði Reykjanesbrautar til suðurs á svæði sem nær frá því á móts við bæinn Ás í Hafnarfirði, suður fyrir kirkjugarðinn og að Lækjargötu. Fyrir lá svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði frá […]