Entries by Ómar

Arnarból

Í Skátablaðiðinu í febrúar 1939 er fjallað um húsbyggingarmál skáta, m.a. byggingu skátaskála við Nátthagavatn ofan Reykjavíkur. “Flest skátafélög á landinu, sem nokkrum aldri og þroska hafa náð, hafa ráðist í húsbyggingar af einhverri gerð. Sum hafa byggt sumarskála, önnur funda og samkomuhús o. s. frv. Öllum hefir verið það ljóst, að með einhverjum samastað, […]

Útgerðarsaga í Þórkötlustaðanesi

Í Sjómannadagsblaði Grindavíkur 1992 ritar Hinrik Bergsson viðtal við Júlíus Danílesson um “Útgerðarsögu í Þórkötlustaðanesi”. “Óljóst tengjast bernskuminningar mínar, ferðum suður í Þórkötlustaðarnes með bræðrum mínum og frænku, til að færa föður okkar mat eftir róður eða beitningu, og kannski var rennt fyrir smáufsa af bryggjusporðinum í leiðinni. Seinna, þegar ég fór að vinna í […]

Íslandskort á 18. og 19. öld

Á vefsíðu Landsbókasafns Íslands er að finna nokkra áhugaverða tengla inn á gagnmargt efni. Einn þeirra er kortavefurinn. Hér eru tekin nokkur dæmi um Íslandskort frá 18. og 19. öld er finna má á vefsíðunni. Delineatio Gronlandiæ Jonæ Gudmundi Islandi Höfundur: Jón Guðmundsson Útgáfuland: Danmörk Útgáfuár: 1706 Undir lok 16. aldar og á þeirri 17. […]

Um borð hjá Frönsurum

Í Sjómannadagsblaði Grindavíkur 1993 skrifar Ólafur Rúnar Þorvarðarson frásögn Árna Guðmundssonar frá Teigi um komu hans í franska fiskiskútu á þriðja áratug síðustu aldar utan við Þórkötlustaðahverfi undir fyrirsögninni “Um borð hjá Frönsurum”. Árni hafði frá mörgu að segja eftir áratuga langa sjómennsku og fer frásögn hans hér á eftir. “Það mun hafa verið nálægt […]

Eystri Skálabrekka

Í fornleifaskráningu fyrir Skálabrekku eystri í Þingvallasveit vegna deiliskipulags frá árinu 2020 má m.a. sjá eftirfarandi fróðleik: Skálabrekka – saga jarðarinnar Fyrst er greint frá Skálabrekku í Landnámu: ,,Ketilbjörn hét maður ágætur í Naumudal; hann var Ketilsson og Æsu, dóttur Hákonar jarls Grjótgarðssonar; hann átti Helgu, dóttur Þórðar skeggja. Ketilbjörn fór til Íslands, þá er […]

Sveinshús

Í Lesbók Morgunblaðsins þann 13. maí árið 2000 er fjallað um Sveinshús í Krýsuvík undir yfirskriftinni “Hús Sveins Björnssonar í Krýsuvík opnað gestum”: “Á hvítasunnudag, hinn 11. júní nk., verður Sveinshús í Krýsuvík, þar sem Sveinn Björnsson listmálari hafði um árabil vinnustofu sína, opnað eftir gagngerar endurbætur, en í gær afhenti Hafnarfiarðarbær Sveinssafni húsið. Margrét […]

Sandgerði 1965 – Grétar Oddsson

Í Alþýðublaðinu 17. sept 1965 skrifar Grétar Oddsson um Sandgerði – og birtir myndir af bænum. “SANDGERÐI liggur vestan á Reykjanesskaganum og er um stuttan lágheiðarveg að fara frá Keflavík, ekki er það meira en svo sem tíu mínútna akstur. — Heiðin er auðnarleg, eins og Reykjanesskaginn allur, en efst á henni er ratsjárstöð, með […]

Kastið – Flugvélaflak

Í hlíðinni ofan við Kastið er brak úr B-24 sprengiflugvélinni “Hot Stuff” er fórst þar mánudaginn 3. maí árið 1943, kl. 16:20. Flugvélin var að koma frá Bretlandi með stefnu á Meeks-völl. Hún var hluti af 8. flugsveitinni í Bovington í Englandi. Fjórtán menn af fimmtán manna áhöfn fórust í slysinu. Þetta var mesta flugslys hér […]

Flagghúsið – endurnýjun II

Flagghúsið í Grindavík hefur nú verið endurbyggt að hluta. Í hugum núlifandi stóð það sem hálfgerður stakur hjallur ofan við gömlu bryggjuna í Járngerðarstaðarhverfi, en fyrir frumkvæði hjónanna Erlings og Guggu, hefur hann nú gengið í endurnýjun lífdaga. Háleitar hugmyndir eru um framtíðarnotkun þessa fyrrum notardrjúga og örumviðarskorna geymsluhúss. Ein hugmyndin er t.d. að nýta […]

Selatangar – forn verstöð

Í samantekt FERLIRs um Selatanga, hinu fornu verstöð, má sjá ýmsan fróðleik. Krýsuvík­ur- og Ísólfsskálabændur, auk leiguliða Skálholtsbænda reru frá Selatöngum. Sagnir eru og um að Sk­álholtsstóll, sem átti m.a. veruleg ítök­ í Grindavík­ sem og annars stað á sunnanverðum Skaganum, hafi gert langtíma ú­t frá Töngunum. Sagt er að síðast hafi verið róið þaðan árið […]