Entries by Ómar

Um borð hjá Frönsurum

Í Sjómannadagsblaði Grindavíkur 1993 skrifar Ólafur Rúnar Þorvarðarson frásögn Árna Guðmundssonar frá Teigi um komu hans í franska fiskiskútu á þriðja áratug síðustu aldar utan við Þórkötlustaðahverfi undir fyrirsögninni „Um borð hjá Frönsurum“. Árni hafði frá mörgu að segja eftir áratuga langa sjómennsku og fer frásögn hans hér á eftir. „Það mun hafa verið nálægt […]

Eystri Skálabrekka

Í fornleifaskráningu fyrir Skálabrekku eystri í Þingvallasveit vegna deiliskipulags frá árinu 2020 má m.a. sjá eftirfarandi fróðleik: Skálabrekka – saga jarðarinnar Fyrst er greint frá Skálabrekku í Landnámu: ,,Ketilbjörn hét maður ágætur í Naumudal; hann var Ketilsson og Æsu, dóttur Hákonar jarls Grjótgarðssonar; hann átti Helgu, dóttur Þórðar skeggja. Ketilbjörn fór til Íslands, þá er […]

Flagghúsið – endurnýjun II

Flagghúsið í Grindavík hefur nú verið endurbyggt að hluta. Í hugum núlifandi stóð það sem hálfgerður stakur hjallur ofan við gömlu bryggjuna í Járngerðarstaðarhverfi, en fyrir frumkvæði hjónanna Erlings og Guggu, hefur hann nú gengið í endurnýjun lífdaga. Háleitar hugmyndir eru um framtíðarnotkun þessa fyrrum notardrjúga og örumviðarskorna geymsluhúss. Ein hugmyndin er t.d. að nýta […]

Túnakort

Á vefsíðu Þjóðskjalasafns Íslands má finna samantekin fróðleik um Túnakort, auk þess sem stofnunin hefur auðveldað áhugasömum aðgang að kortunum rafrænt. „Gerð uppdrátta af túnum og matjurtagörðum, túnakort, á rót að rekja til frumkvæðis Ræktunarfélags Norðurlands og Búnaðarfélags Íslands í upphafi tuttugustu aldar. Á búnaðarþingi árið 1913 var samþykkt að beina þessu máli til alþingis […]

Hafnarfjörður í nokkrum málverkum

Í desembermánuði s.l. (2020) var haldin yfirlitssýning í Hafnarborg á verkum í eigu safnsins. Í raun segir eftirfarandi textaspjald allt sem segja þarf. HÉR má sjá nokkur verkanna, sem voru á sýningunni að framangreindu tilefni.

Örnefni í landi Þórkötlustaða – Loftur Jónsson

Loftur Jónsson skrifaði um örnefni í landi Þórkötlustaða í Sjómanndagsblað Grindavíkur árið 1992. „Nú þegar akfær hringvegur er kominn um „nesið“, fjölgar því fólki sem leggur leið sína þar um á bílum eða fótgangandi. Þá er bærði fróðlegt og skemmtilegt að vita nánari deili á landinu og ýmsum kennileitum. Loftur Jónsson frá Garðbæ hefur á […]

Íslandskort á 16. og 17. öld

Á vefsíðu Landsbókasafns Íslands er að finna nokkra áhugaverða tengla með innleiðingu á gagnmargt efni. Einn þeirra er kortavefurinn. Hér eru tekin nokkur dæmi um Íslandskort frá 16. og 17. öld er finna má á vefsíðunni. Septentrionales Regiones Höfundur: Sebastian Münster Útgáfutímabil: 1545 – 1572 Árið 1539 markar ákveðin tímamót í sögu kortagerðar af Norðurlöndunum. […]

Reykjanesbraut – fornleifaskráningar

Vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar hafa verið gerðar a.m.k. þrjár yfirgripsmiklar skýrslur um fornleifaskráningar í nálægð við vegarstæðið. Fyrsta skýrslan var gerð 2002 vegna fyrirhugaðrar tilfærslu á vegarstæði Reykjanesbrautar til suðurs á svæði sem nær frá því á móts við bæinn Ás í Hafnarfirði, suður fyrir kirkjugarðinn og að Lækjargötu. Fyrir lá svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði frá […]

Krýsuvík – yfirlit I

Krýsuvík er ein fegursta náttúruperla Íslands og fjölbreytt litadýrð náttúrunnar á hverasvæðinu við Seltún hefur heillað margan ferðamanninn, auk listamanna. Stórbrotið landslag Krýsuvíkur er vel fallið til útivistar og náttúruskoðunar. Hér ber einna hæst sprengigíginn Grænavatn, leirhverina við Seltún og Kleifarvatn að ógleymdum Sveifluhálsi og síðast en ekki síst Krýsuvíkurbjarg, stórbrotinn útvörður svæðisins niður við […]

Minnisvarði um Sigvalda Kaldalóns

Minnisvarði um lækninn og tónskáldið Sigvalda Kaldalóns var vígt 10. nóvember 1996 en það er staðsett við Kvennó. Af því tilefni flutti Gunnlaugur A. Jónsson, barnabarn Sigvalda, ávarp í Kvenfélagshúsinu: „Góðir áheyrendur! Fyrir hönd Kaldalónsfjölskyldunnar vil ég af heilum hug þakka þá ræktarsemi sem þið Grindvíkingar sýnið minningu afa míns, Sigvalda S. Kaldalóns, læknis og […]