Entries by Ómar

Setbergsrústin – skilti

Á upplýsingaskilti við rústir gamla Setbergsbæjarins í Hafnarfirði má lesa eftirfarandi: „Um aldir hefur verið búið á jörðinni Setbergi við Hafnarfjörð en elstu heimildir um jörðina eru frá árinu 1505. Bærinn stóð ofarlega í Setbergstúninu en túnið lá á móti suðvestri. Upp úr 1770 var bærinn teiknaður upp og var þá hinn reisulegasti enda sýslumannssetur. […]

Kapellan í Kapelluhrauni – skilti

Tvö upplýsingaskilti eru við uppgerða kapellu í Kapelluhrauni, gegnt álverinu; annað frá Þjóðminjasafninu og hitt frá Byggðasafni Hafnarfjarðar. Á fyrrnefnda skiltinu stendur: „Rústir smákapellu frá miðöldum, sem reist hefur verið til skjóls fyrir ferðamenn í illveðrum við hina fornu alfaraleið um Nýjahraun (Kapelluhraun), sem mun hafa runnið á 14. öld. Kapellan var rannsökuð 1950 og […]

Kópavogsfundurinn og Þingstaðurinn – skilti

Við hinn gamla Kópavogsþingstað á Kópavogstúni eru tvö skilti. Á öðru er fjallað um „Þingstaðinn“ og á hinu „Kópavogsfundinn 28. júlí 1662“. Á skiltunum má lesa eftirfarandi texta: Þingstaðurinn „Land Kópavogsbæjar var áður í Seltjarnarneshreppi hinum forna. Mörk hans voru á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar og allt til fjalla. Frá gildistöku lögbókarinnar Járnsíðu 1271 var […]

Almenningsrafvæðing á Íslandi – skilti

Á tveimur upplýsingaskiltum, annars vegar við Austurgötu nálægt Læknum og hins vegar við „Reykdalsstífluna“ ofan Hörðuvalla er eftirfarandi texti um fyrstu almenningsrafveituna á Íslandi: Verksmiðjan og fyrsta almenningsrafveitan Árið 1901 flutti ungur trésmiður til Hafnarfjarðar, Jóhannes J. Reykdal, en hann hafði þá nýlokið námi í iðn sinni í Danmörku. Til Hafnarfjarðar kom hann í þeim […]

Urriðavatnsvöllur – tilurð

Í fylgiblaði Morgunblaðsins 1997 skrifar Gísli Sigurðsson um, „Útivistaparadís í Urriðavatnslandi„: „Urriðavatn er fallegt stöðuvatn, steinsnar norðan við Setbergshverfið í Hafnarfirði. Það blasir við af Flóttamannaveginum, sem svo hefur verið nefndur og Bretar lögðu á stríðsárunum. En framan frá sést vatnið í rauninni illa, því hraunið sem Reykjanesbrautin liggur yfir, hefur tekið á sig krók […]

Sel í Blikdal – „Rannsókn á seljum í Reykjavík“ I

Margrét Björk Magnúsdóttir skrifaði skýrslu um „Rannsóknir á seljum í Reykjavík“ fyrir Minjasafn reykjavíkur árið 2011. Þar fjallaði hún m.a. um selin átta í Blikdal: Selstöður á Blikdal Yfirlit um sel í Blikdal. Blikdalur er stór og grösugur dalur í vesturhluta Esju. Hann liggur frá Gunnlaugsskarði í austri og hallar í vestur að klettabelti við […]

Sjónarhóll – bautasteinn

Hér verður lítillega fjallað um húsbyggjendur og íbúðaeigendur á fyrstu árum Sjónarhóls í Hafnarfirði, eða allt þangað til þáverandi hús var fært FH að gjöf árið 1965. Í bókinni, „Að duga eða drepast“ (útg. 1962), sögu Björns Eiríkssonar skipstjóra og bifreiðastjóra sem Guðmundur Gíslason Hagalín skrásetti, er að finna merkilegar heimildir um lífið á Ströndinni […]

Fyrsti vitinn á Íslandi – Kristján Sveinsson

Í Morgunblaðið 2003 ritaði Kristján Sveinsson, sagnfræðingur, um „Fyrsta vitann á Íslandi„: „Um þessar mundir [2003] eru liðin 125 ár frá því að fyrst var tendrað vitaljós á Valahnúk á Reykjanesi. Kristján Sveinsson segir frá tildrögum vitabyggingarinnar, fyrsta vitanum og fólki sem við þessa sögu kom. Næturmyrkrið lagðist yfir Reykjanesið og Valahnúkinn um nónbilið 1. […]

Hlöðversnes og Halldórsstaðir

Þegar fyrirliggjandi upplýsingar um Halldórsstaði á Vatnsleysuströnd eru skoðaðar kemur ýmislegt, sem ekki hefur verið svo augljóst, í ljós. Bærinn er á túnakorti frá 1919 sýndur austan við Narfakot. Þar hefur verið steypt fjós og grunnur undir timburhús. Á málverki eftir teikningu frá því um aldamótin 1900 er bærinn hins vegar sýndur ofan við sjávarkampinn […]

Skáli Ingólfs í Skálafelli?

Skála Ingólfs Arnarssonar í Skálafelli er bæði getið í Íslendingabók Ara fróða og í Landnámu. Íslendingabók „Ari hinn fróði Þorgilsson Gellissonar ritaði fyrstur manna hér á landi að norrænu máli fræði bæði forna og nýja,“ segir Snorri Sturluson í Heimskringlu. „Þykir mér hans frásögn öll merkilegust.“ Í formála kveðst Ari fyrst hafa gert Íslendingabók að […]