Entries by Ómar

Mjói vegurinn – mesta umferðaræð Íslands II

Björn Þorsteinsson sagnfræðingur skrifaði um „Mjóa veginn – mestu umferðaræð Íslands“ í Alþýðublað Hafnarfjarðar, jólablað, árið 1962, en vegurinn sá var Hafnarfjarðarvegur þeirra daga. „Síðastliðið ár ferðuðust með strætisvögnum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur rúmlega 900 þúsundir manna. (Áætluð tala eftir farmiðum: 915.829.) Sama ár fóru um 10 þúsund bifreiðir til jafnaðar á dag yfir brúna […]

Lækjarkot

Grjóthleðsla og torf, sem fannst við framkvæmdir nýs hótels á lóð Íslandsbanka við Lækjargötu, er talið vera ummerki eftir torfbæinn Lækjarkot sem byggður var árið 1799 og var fyrsta íbúðar­húsið sem reist var á þessum slóðum. Bærinn á sér merka sögu, af honum eru til teikningar og málverk frá fyrri árum og Kristján konungur IX. […]

Helgadalshellar – I

Búrfell upp af Hafnarfirði er eldstöð af þeirri gerð sem kallast eldborg. Gígurinn er aðeins einn og rís 180 m y.s., hlaðinn úr gjalli og hraunkleprum. Hraunið frá honum nefnist einu nafni Búrfellshraun en einstakir hlutar þess hafa sérnöfn; •Smyrlabúðarhraun •Gráhelluhraun •Lækjarbotnahraun •Urriðakotshraun •Hafnarfjarðarhraun •Garðahraun •Gálgahraun Þrjár stórar hrauntungur hafa runnið frá Búrfelli til sjávar. […]

Skagagarðurinn – Skálareykir

Í „Fornleifaskráningu vegna deiliskipulags í Garði árið 2017“ er m.a. fjallað um Skagagarðinn og Skálreyki: Skagagarðurinn „Lokaðist það af svonefndum Skagagarði, sem hlaðinn var frá túngarði Útskála og þvert fyrir tána yfir í túngarðinn á Kirkjubóli. Sér leifar hans hér og hvar enn,“ segir í örnefnalýsingu. Í sýslu- og sóknalýsingu frá um 1860 segir ennfremur: […]

Tómas Þorvaldsson – Gatan mín… I

Hér er birtur hluti af viðtali Jökuls Jakobssonar við Tómas Þorvaldsson, forstjóra, er þeir gengu saman um Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Þetta er fyrsti þáttur frá 25. febrúar 1973. „Í dag leggjum við leið okkar til Grindavíkur – um Járngerðarstaðahverfið. Við höfum fengið kunnugan leiðsögumann, sem er Tómas Þorvaldsson, forstjóri, en hann er fæddur hér og […]

Hamarinn í Hafnarfirði I

HAMARINN, öðru nafni Hamarskotshamar, í Hafnarfirði er ekki einungis náttúruvætti – í tvennum skilningi – heldur og stöndug fótfesta bæjarsamfélags við ofannefndan fjörð. Líkt gildir um uppverðaðan bróður hans; Setbergshamar (Þórsbergshamar). Á þeim báðum eru eru jökulminjar, einkum þó á hinum fyrrnefnda, sem ætlunin er að lýsa hér á eftir, enda setur hann hvað mestan […]

Arnarseturshraun – aldur

Sigmundur Einarsson og Haukur Jóhannesson skrifuðu árið 1989 greinargerð um „Aldur Arnarseturshrauns“ á Reykjanesskaga. Útgefandi var Náttúrufræðistofnin Íslands. Í greinargerðinni er lýst niðurstöðum rannsókna á Arnarseturshrauni á Reykjanesskaga. Hrauninu er lýst og mæld stærð þess og rúmmál. Aldur hraunsins var fundinn með könnum öskulaga undir og ofan á því. INNGANGUR Milli Vogastapa og Svartsengisfells liggur […]

Bólstraberg

Bólstraberg er ein þeirra bergtegunda er einkenna Reykjanesskagann. Augljósasta, og í rauninni besta kennslubókardæmið um það, er að finna í Lambatanga við suðvestanvert Kleifarvatn. Bólstraberg er hraun sem myndast við gos djúpt undir vatni þar sem þrýstingur er of mikill til að gufusprengingar verði. Þegar kvika kemur upp á yfirborðið springur hún ekki vegna þrýstingsins […]

Bóndinn í STRAUMSVÍK – Magnús Guðjónsson

Eftirfarandi viðtal við Magnús Guðjónsson birtist í Vísi fimmtudaginn 19. júní 1969 undir yfirskriftinni „Bóndinn í STRAUMSVÍK„: „Hin mikilfenglegu mannvirki, sem rísa upp norðan Straumsvíkur, vekja athygli þeirra vegfarenda, sem ekki eru þar daglega á ferð. En sjálfsagt verður það með þau eins og margt annað, að vaninn slævir eftirtektina og hin því nær kílómetralanga […]

Minjar ísaldarjökulsins

Ísaldarminjar eru ummerki um ýmiss konar jarðfræðileg fyrirbæri sem mynduðust fyrir meira en 10.000 árum þegar jöklar huldu landið að hluta eða öllu leyti. Hérlendis eru ísaldarminjar ýmiskonar jarðgrunnsmyndanir rofummerki á berggrunni og ummerki um eldvirkni undir jökli. Elstu ísaldarminjar hér á landi eru 4–5 milljóna ára gamlar og er þar um að ræða jökulbergslög […]