Járngerðarstaðir

Hér er birtur hluti af viðtali Jökuls Jakobssonar við Tómas Þorvaldsson, forstjóra, er þeir gengu saman um Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Þetta er fyrsti þáttur frá 25. febrúar 1973.

Tómas“Í dag leggjum við leið okkar til Grindavíkur – um Járngerðarstaðahverfið. Við höfum fengið kunnugan leiðsögumann, sem er Tómas Þorvaldsson, forstjóri, en hann er fæddur hér og alinn upp eins og raunar ætt hans, mann fram af manni. Við hefjum göngu okkar á Sölvhóli þar sem við erum staddir þessa stundina.
Nú, héðan sjáum við plássið allt, Tómas, en þó helst plássið sem þú mannst best – það er gata æsku þinnar, sem við ætlum nú að rifja upp.”
“Eins og þú segir á ég ættir mínar hér nokkuð aftur eftir, a.m.k. 3-4 ættliði, en það þarf meira til svo einstaklingur verði til. Ættfróður er ég ekki. Við stöndum hér á Sölvhól, það er rétt, og hér sjáum við raunverulega yfir allt gamla Járngerðarstaðahverfið eins og það var þegar ég fór fyrst að muna eftir mér eða í kringum 1922-23 og upp úr því fer minnið að skýrast. Þessi blettur hér er álagablettur, en mér ekki kunnugt um að hafi nokkru sinni verið nytjaður svo aldrei hefur komið til vandræða af þeim sökum. Nú, það má segja að á þessum tíma var byggðalagið ekki stórt. Það voru einungis 33 íveruhús hér, en ef við förum lengur aftur í tímann, og styðst ég þá við það sem hefur verið sagt, að um aldarmót [1900] mun byggðalagið hafa verið innan nokkurs konar girðingar sem takmarkast af þessu sem við sjáum hér, þ.e. girðingu frá sjó hér til hægri handar, hér vestan við þennan hól, í hlið sem er hér rétt fyrir ofan og úr því hliði í tjörn sem heitir Vatnsstæði, og austur fyrir byggðina sjálfa að Krosshúsum (við sjáum hér Krosshús sem þau eru í dag, en þá var þar torfbaðstofa). Þar var annað hlið og þar gekk það til sjávar. Þetta var ekki stórt svæði.
SölvhóllÞetta svæði hefur náttúrulega sína sögu og hér lifði fólk og hrærðist og hafði sína drauma. Við sjáum hér beint fyrir framan okkur tjörn, sem heitir Dalurinn. Þetta var leikvettvangur ungra yfirleitt þegar ég var krakki, á veturnar á skautum og á vorin og fram á haustin þá var þetta okkar úthaf. Og þá siglu við okkar skipum og svo mun hafa verið gert af ungu fólki, sérstaklega ungum dengjum, alla tíð.
Það fór nú oft þá eins og verða vill í lífinu, sumir lentu í strandi, en aðrir komust betur af. Hér byggðum við okkar hafnir og lifðum í okkar stóra hugarheimi. Hérna höfum við þúfnakoll, sem við höfum beint fyrir framan okkur.
Ég minnist Dalurinnþess í bernsku að Bjarni Sæmundsson, fiskifræðingur, sat hér oft og horfði yfir byggðalagið, en hann var fæddur og uppaldinn hér á Járngerðarstöðum. Þegar hann sat þarna var hann að jafnaði að koma úr löngum gönguferðum. Hann var kominn nokkuð við aldur þegar þetta var og hafði hann þá gengið aðra leiðina með sjó eftir fjörunni og var hann þá að kynna sér allt líf sem þar hrærðist og hina leiðina eftir heiðinni til baka. Og þá var hann að leita eftir því lífi er hrærðist uppi á þurru landi, hvíldi sig svo hér og horfði yfir staðinn.”
Tíðahlið“Hafði Bjarni eitthver samneiti við ykkur unglingana er þið lékuð ykkur hér við tjörnina?”
“Já, hann hafði það mjög mikið því við voru oft með honum í þessum ferðum, unglingarnir frá Járngerðarstöðum, frændfólkið hans af yngri kynslóðinni, og ég held að hann hafi haft gaman af því að hafa okkur með og  við vorum að sniglast í kringum hann og verða honum úti um ýmislegt sem hann síðan kom fyrir á Náttúrugripasafninu í Reykjavík.
En það er nú svo að í þessari tjörn var mikið líf. Það var áll hér. Mér er sagt að örninn hafi oft tekið hér lifandi ála áður og fyrr og það hafi verið daglegur viðburður en ég, en aðeins eftir því að veiðibjalla var hér yfir og tók einn og einn og við fylgdumst með því krakarnir, en nú hef ég ekki neinar sagnir af því seinustu árin. Sennilega er lífið búið hér í Tjörninni. Það er einhver mengun, hún kemur alls staðar inn.
Ef við skoðum þetta aðeins hér – Tíðarhliðið sem ég nefndi. Nafnið bendir til að það hafi verið í sambandi við kirkjuferðir og að vissu leiti hefur það verið það því allir sem bjuggju hér í Járngerðarstaðahverfi og Þórkötlustaðahverfi þurftu í gegnum aldirnar að fara í gegnum þetta hlið til að fara til tíða út í Staðarhverfi, kirkjan var þar alveg til 1909 eða þangað til hún var flutt hingað í Járngerðarstaðahverfi.

Járngerðarstaðir

En svo þjónaði það líka svipuðu hlutverki fyrir Staðhverfinga þegar þeir þurftu aftur að fara að sækja kirkju hingað í Járngerðarstaðahverfið þá man ég eftir þeim þegar þeir komu gangandi eftir hæðunum hérna utan – það voru að vísu tvær leiðir, önnur eftir hrauninu og hin með sjónum, og leiðirnar voru farnar eftir því hvernig stóð á sjó því það er flæði á neðri leiðinni sem ekki er hægt að komast nema þannig stendur á. Þá stoppaði það yfirleitt í þessu hliði og skipti um skó og ég er ekki grunlaus um að það hver hafi átt sína holu þarna í garðinum til að geyma skóna sína og oft mun það skipt um eitthvað af ytri klæðum einkum þegar gott var veður og oft kom það við á Járngerðarstöðum þegar þannig stóð veður og skipti þar um föt. Við áttum mikið samneiti við þetta fólk sem lifði þarna og hrærðist á þessum árum og allt þar til það lagðist í eyði og þetta eru vinir og kunningjar og maður telur sér það til ágætis að eiga það að vinum og kunningum enn þann dag í dag.”
“Ykkur hefur aldrei dottið í hug að rugla skónum þeirra Staðhverfinga meðan þeir voru við messu?”
“Nei, ekki var maður svo mikDalurinnill prakkari – það var eitthvað í manni í sambandi við kirkjuferð að maður vildi ekki láta prakkaraskapinn ganga út fyrir það. Hér sjáum við þessa götu, sem við keyrðum hér út úr – það er bílvegur. Í mínu ungdæmi voru þetta traðir og lágu hér í gegnum plássið milli þessara tveggja hliða. Það voru vallgrónir grjótgarðar sem hlaðnir voru þannig að það var grjót annað lagið og torf hitt. Þetta voru svo þröngar traðir að fullorðnir menn gátu jafnvel spyrnt í báða garða og látið hrossið fara í burtu undan sér. Þetta var svona hér á milli þessara tveggja hliða þegar ég man fyrst eftir mér og bílvegur kom ekki fyrr en löngu seinna, það mun hafa verið 1928 eða 29 sem bílvegur fór hér í gegnum byggðarlagið. Annars voru hérna tvær götur í gegnum byggðalagið, það var þessi og önnur sem lá hérna frá Járngerðarstöðum og það var sjávargata. Við komum nú til að fara eftir þessum götum tveim og við þær eru flest þessi hús sem ég nefndi áðan, þessi 33, en nokkur af þeim eru þó þar fyrir utan og við munum leggja okkar leið að þeim.”
Frá Grindavík“Við kveðjum þá álagablettinn. Við höfum ekki raskað hér neinu svo við eigum ekki yfir okkur neinar hörmungar. Við göngum þá götur Tómasar.”
“Það hefur verið hér í Grindavík, eins og annars staðar, að það hafa skipst á skin og skúrir í atvinnulífi og það segir til sín í fólksfjölda því það er með fólkið eins og aðrar lífverur, hvítfuglinn og annað, að það flýgur að ætinu og frá því og það er oft þeir duglegustu sem jafnvel koma sér best að ætinu og það sýnir t.d. best ef við förum á árið 1910 að þá eru hér 358 manneskjur í þessum þremur hverfum. Krýsuvíkin fylgdi áður með, en hún telur ekki neina íbúa á þessum tíma. En svo verða smáhreyfingar. Árið 1920 eru hérna 438 manns, en svo milli 1920 og 30 eru í þessu hverfi yfirleit 260 og upp í 300, Járngerðarstaðahverfi. Í heild eru hér í byggðalaginu 1930 505 og 1940 509 og 1950 hefur talan lítið breyst því þá er talið 492, en svo tekur þetta að breyast upp úr 1950 og í dag eru hér 1250 manns, ef það er ekki orðið aðeins meira (þetta er talan um áramót).
GrindavíkEn í Jarðabók Árna Magnússonar þá er talið í Grindavík allri, sem eru með með töldum höfuðbólum og hjáleigum með Krýsuvík meðtaldir, eru 39 íveruhús með 184 manneskjum. Það sýnir talan á fólksfjöldanum sem við tókum hér upp 1930 og 1940 að þá er hér mikil lægð yfir öllu. Það er ekki fyrr en eftir þann tíma að við förum að ná okkur virkilega upp og hér fara að verða breytingar sem virkilega fóru í kjölfar þeirrar hafnargerðar sem gerð var hér inni í Hópinu.
Áður en við förum héðan af Sölvhól lítum við hér í allar áttir. Allir þessir hólar, hæðir og dældir hafa öll sín nöfn eða örnefni. Eins minnist ég þó sérstaklega, þ.e. Þanghóll. Það er þessi græni hérna til hægri handar niðri við sjóinn, en hann ber nafn af því er þangskurður var hér mikill og var smávegis eftir að ég fæddist þó ég minnist þess þó ekki, en hann ber nafn sitt af því að þang var borið hér upp á þennan hólinn, þurkkað og notað til eldsneytis. Enda kemur það mjög fram í bók Árna Magnússonar, Jarðabókinni, að þang var hlesta eldsneyti hér um slóðir og hefur verið allt fram yfir 1920.”
garðhus-2“Grindvíkingar hafa ekki  lengur hitann úr þanginu. Við yfirgefum þá Sölvól og göngum eftir götunni sem Tómas nefndi áður, förum í gegnum Tíðarhliðið sem Staðhverfingar geymdu skóna sína meðan þeir voru í kirkju. Fyrst verða fyrir okkur þrjú gömul hús sem standa hér í röð. Þetta munu vera hinir gömlu Járngerðarstaðir, sem hverfið dregur nafn sitt af. Getur þú, Tómas, sagt okkur deili á þessum húsum?”
“Við eru staddir á Járngerðarstaðahlaði og það hefur sjálfsagt langa sögu, hana kann ég ekki. Í mínu minni bjó hér Margrét Sæmundsdóttir, ekkja Tómasar Guðmundssonar og sitt til hvorrar handar við hana í austurhúsi, bjó Stefanía Tómasdóttir, dóttir hennar og Þorvaldur Klemensson og í vesturbænum Jórunn Tómasdóttir og Tómas Snorrason. Þetta býr hér þegar ég man eftir.
GrindavíkÁður en mitt minni hefst bjó hér Sæmundur Jónsson frá Húsatóftum. Einnig hafði búið hér Jóhanna Einarsdóttir, sem var bróðurdóttir Sæmundar. Ef við höldum okkur við þann tíma sem ég man eftir þá er hér tvíbýli og margt um manninn. Barnahópurinn var stór. Ég minnist margra góðra stunda er við lékum okkur við Dalinn. Hér bjó um og yfir 30 manns. Tvö skip voru gerð út héðan og aðkomendur voru inni á heimilunum. Því var hér oft fjör og kátt. Um Járngerðarstaðina sjálfa er ekki mikið að segja frá þessum tíma. Ekki var bílvegur hingað, bara þessi gata, sem við stöndum á sem og hólar og dældir.”
“Þú hlýtur Tómas að eiga margs að minnast þar sem hér var mikið fjölmenni og margt aðkomufólk. Varla hefur allt gengið snuðrulaust fyrir sig. Oft hlýtur að hafa verið glatt á hjalla?”

Grindavík

“Já, það er mikið rétt. Ef snuðra hljóp á þráðinn jafnaði það sig fljótt aftur. Það var sama á hvaða heimili maður sofnaði á kvöldin, maður var jafnsettur á þeim öllum. Allar deilur jöfnuðust. Auðvitað hljóp mönnum stundum kapp í kinn.
Ég heyrði sagt að einu sinni hefðu orðið ýfingar milli áhafna Sæmundar og Einars í Garðshúsum hérna niður við sjóinn. Þetta var nefnt “Hlunnaslagurinn”. Þetta minnti svolítið á víkingana í gamla daga.”
“Nafnið Hlunnaslagur segir væntanlega um vopnin sem notuð voru í þessari orrustu?”
“Já, munu hafa verið hlunnarnir sem notaðir voru til að setja skipin á bæði til sjávar og upp aftur þegar komið var að landi. Eitthvað mun skipverjum þótt að ekki væri farið með uppsátrið sjálft. Það átti þessi uppsátur, blett sem skipin stóðu á og einhverjar deilu stóðu milli háseta er leiddu til þess arna”.
“Þú hlýtur að eiga einhverjar bernskuminningar tengdar sjónum?”
Já, það er ekki frá því að maður eigi það, en við komum nánar að því er við komum að lendingunni sjálfri, þar sem hún var á sínum tíma og var allt fram að Seinni heimsstyrjöld.
GrindavíkHingað upp að görðunum við Járngerðarstöðum, gekk sjór upp á árið 1924. Hér niður á túnunum fyrir neðan, stóðu tvö býli, Vellir og Vallarhús. Ég man eftir því að aldan skall hér kolmórauð yfir húsin og fjósið með beljunum í fór hér langt upp á tún. Vellir lögðust af fljótlega eftir þetta flóð. Sömuleiðis man ég eftir því í Vallarhúsum að fólkið var leitt hér eftir hæstu rimunum á túnunum og yfir að bæjunum, að Garðhúsum og Járngerðarstöðum. Fara þurfti á bátum til að bjarga fólki út um loftglugga á Eiði. Þetta var geysilegt fljóð. Það lagði mikið af ræktuðu landi undir sig og eyðilagði og braut báta.
“Við göngum nú í áttina að stóru steinsteyptu tvílyftu húsi með háu risi og sambyggt er við það er hlaða eða einhvers konar birgðageymsla. Þetta hús hefur verið reist af stórhug og ríkidæmi. Hvað heitir þetta hús, Tómas?”
Þetta eru Garðhús.
[Byggt 1914.] Þegar ég man fyrst eftir mér bjuggu hér Einar G. Einarsson og Ólafía Ásbjarnardóttir. Áður bjó hér Einar Jónsson, bróðir Sæmundar á Járngerðarstöðum. Einar í Garðhúsum var þekktur maður á sinni tíð og maður sem mikið kvað að um langan aldur og átti mikinn þátt í atvinnulífi hér. Um alla mikla menn standa stormar og það duldist engum að hér fór maður er gerði mikið og hafði stóran hug. Maður var alltaf velkominn hér á heimilið og aldrei fékk maður bágindi frá þeim hjónum þrátt fyrir prakarastrik. Einar kom hér á fót fyrstu verslun, frjálsri verslun. Við munum síðar koma að sjálfu verslunarhúsinu, sem nú er orðið hrörlegt og gamalt.
GrindavíkFyrri lýsingar eru af verslun hér í Járngerðarstöðum, en það var verslun Skúla Magnússonar, sem mun hafa verið hér við bæina… Einar í Garðhúsum var einnig í byrjun útgerðarmaður. Hann gerði út mörg skip. Þegar ég man fyrst eftir mér gerði hann út tvö skip og síðar fjögur. Geysimikið atvinunlíf var í kringum þetta. Syndir hans, Ólafur og Einar, stunduðu þetta. Hér var geysilega stórt hænsnabú, sennilega það stærsta á landinu, sem Einar kom upp, fleiri hundruð hænsni. Á þetta hlað og í þetta hlað, Garðhús, komu allir gestir sem til Grindavík komu. Þetta var höfuðból. Einar var aðalhvatamaður að Kaldalóns læknir kom hingað í byggðina. Hann tók hann inn á sitt heimili og var aðalhvatamaður að byggt var yfir Kaldalón.
GrindavíkurkirkjaÞað var margt fólk hér í heimili og systkinin mörg. Ég minnist sérstaklega Jóns Þorkelssonar, smiðs. Hann var með smiðju á bak við húsið. Hann stuggaði okkur oft frá, en var oftar okkur hjálpsamur. Ingibjörg Jónsdóttir var hér í Garðhúsum, ættuð austan úr Hreppum. Hún var hé rbarnakennari og lét sig margt skipta. Var hér mikið í félagsmálum, m.a. formaður Kvenfélagsins um áratugi. Hún stóð fyrir mikilli leikstarfi og alls kyns félagsstarfi fyrir Kvenfélagið. Á sumardaginn fyrsta tygjuðu Kvenfélagskonur sig til og komu að sjó og gerðu sjálfar að aflanum í húsi sem Einar lagði til. Þessi afli var styrkasta stoð og sennilega sú helsta að byggja upp  Kvenfélagshúsið og hefur verið okkar helsti samkomustaður. Ingibjörg átti áreiðanlega stærsta þáttinn í þessu.
Ingibjörg af sérstaklega laginn við dýr og menn.”
“Við höldum frá Garðhúsum, upp brekku. Við stöndum fyrir framan myndarlegt kastalalaga hús sem mikið hefur verið í borið.”
“Hér var torfbær. Þetta eru Krosshús. Hér utan við var svonefnda Krosshúsahlið, sem ég nefndi í upphafi. Vilborg og Eyjólfur bjGarðhúsuggu hér, starfssamt fólk. Hann var rólegri, en hún hugmikil. Dóttir þeirra, Guðrún, var farinn að búa hér með Aðalgeir Flóventssyni.
Það eru margir afkomendur þeirra hér.
Lifibrauð var ýmiss konar. Þar sem kýr voru þurfti að hafa þarfanaut. Það var okkar skemmtun stundum að horfa á athafnir manna og skepna. Síðan skeður það að þessi gamli torfbær var rifinn og allt þurrkað út. Einar Einarssonar, sonur Einars í Garðhúsum, byggði þetta stóra og myndarlega hús. Ekkja hans býr hérna ennþá. Það var hann sem byggði þetta stóra og myndarlega hænsnahús. Hann kom hér upp fyrsta bíóinu, sem líka var notað fyrir templarana. Hann var á undan sinni samtíð og fáir áttu jafn mikið og gott myndasafn af ýmsu héðan úr byggðalaginu frá því að hann var ungur drengur og allt til síðustu daga. Það eru örugglega töluverð verðmæti í því”.

Heimild:
-rúv – Jökull Jakobsson, Gatan mín – viðtal við Tómas Þorvaldsson 25. febrúar 1973.

Grindavík

Járngerðarstaðir fyrrum.