Færslur

Skyggnisrétt

Tómas Þorvaldsson, 83. ára gamall, tók á móti FERLIR í Grindavík.

Járngerðardys

Tómas Þorvaldsson við dys Járngerðar.

Þegar var haldið að Vergötu í Járngerðarstaðahverfi með það fyrir augum að staðsetja dys Járngerðar, sbr. söguna. Gatan liggur til suðurs gegnt Garðhúsum, sem Einar kaupmaður byggði 1918.
Næsta hús að vestan er Valdabær, síðan Járngerðarstaðir og loks Vesturbær. Gamla sjávargatan lá fyrrum til suðurs frá Járngerðarstöðum, en það var samheitið á torfunni, og yfir þar sem nú er Helgavöllur. Vergatan er yfir gömlu götunni. Þar sem gatan beygir á móts við Garð, á milli Víkur og Hliðs, var Járngerður dysjuð. Í þjóðsögunni segir að dysin hafi verið einn faðmur á breidd og þrír á lengd. Hafi dysin hækkað til austurs. Framhjá henni hafi vermenn gengið til skips. Vergatan hefur verið lögð yfir dysina þarna ú beygjunni, en ef grannt er skoðað má sjá í suðvesturhorn dysjarinnar, sjávarmegin, undan veginum.

Kapella

Kapellan í Kapellulág.

Tómas sagði frá því að Skálholtssúðin hafi farist með 23 mönnum í Hróflsvíkinni (austan við Hraun) árið 1602. Hafi fólkið verið grafið við kapelluna í Kapellulág.
Þá var haldið að Virkinu. Í og við það var Grindavíkurstríðið háð árið 1532. Skærur voru með Englendingum undir forystu Jóhanns Breiða (Joen Breen) annars vegar og Hansamönnum og heimamönnum hins vegar. Enduðu þær með því að hinir síðarnefndu söfnuðu liði (um 180 – 250 manns) eina nóttina ( 10. júní) og réðust að Englendingum í Virkinu (kl. 02:00 að nóttu). Lágu um annar tugur Englendinga í valnum og þar á meðal Jóhann Breiði, sundurhöggvinn. Aðrir reyndu að flýja til skipa sinna. Fjórum enskum skipum tókst að komast frá landi, en eitt strandaði í útsiglingu og fórst þar með allri áhöfn.

Vikri Jóhanns

Tómas við leifar virkis Jóhanns breiða.

Átta Englendingar voru teknir til fanga. Hinir látnu voru dysjaðir austur undir virkisveggnum. Heitir þar nú Engelska lág. Tómas benti á lágina, sem nú er sandorpin, skeifulaga og hefur áður verið nokkurs konar dalur austan við Virkið – á milli þess og Hellanna. Virkið sjálft er nú þarna fremst á kampinum, en sjórinn hefur brotið þarna talsvert af landinu. (Sjá nánar Grindavíkurstríðið undir Fróðleikur).

Tómas sagði frá Skjöldunni, en svo nefndust hús þar sem fátækir fengu að búa vestan við Járngerðastaði. Þar eru nú hlaðin útihús frá bænum.

Grindavík

Skjalda.

Vestan við Skjölduna er graslaut, opin til suðurs. Hún heitir Geldingalaut. Þar voru folöld gelt, stundum mörg á dag. Norðan við Skjölduna er Vatnsstæðið og síðan hraunið. Uppi í því er fallegur gróinn hraunbolli, Einisdalur. Þangað fóru Grindvíkingar oft á góðvirðisdögum og tóku með sér nesti. Austar, norðan Járngerðastaða, er Bóndastekkstúnið. Á því var hlaðin rétt, Bóndastekkstúnsrétt. Hún var síðar notuð sem kartöflugarður. Norðvestan túnsins er gjáin Silfra, sem þjóðsaga er kennd við. Í gjánni á að vera silfursjóður, en þegar menn eru að því komnir að ná honum upp er eins og húsið á Járngerðarstöðum standi í björtum logum.

Títublaðavarða

Títublaðavarða.

Norðan við Silfru liggur Skipsstígurinn í átt að fjarskiptastöðinni. Við hann er heil varða, en skammt norðan hennar er önnur fallin, á efstu brún áður en komið er að girðingunni. Hún heitir Títublaðavarða. Þaðan má vel sjá hvar stígurinn liðast innan girðingarinnar, að vörðu norðan hennar, skammt frá gatnamótum götu að Hópi. Einnig sést þaðan í Gyltustíg vestast í sunnanverðum Þorbirni.

Hraunstekkir eru austan við Gerðisvallabrunna. Sunnan við þá er hlaðinn stekkur og tótt undir grónum hól. Þar voru lömbin höfð um vorið þegar ærnar voru reknar í sel innan við Þorbjörn (Baðsvallasel).

Junkaragerði

Garður í Junkeragerði á Gerðisvöllum.

Haldið var að Gerðisvallabrunnum að vestan. Þar má sjá vörðu á hægri hönd. Hún stendur við gamla þjóðleið út að Húsatóttum. Sést vel móta fyrir gömlu götunni við vörðuna. Beint niður frá henni, á sjávarkampinum er Markhóll, landamerki Húsatótta og Járngerðarstaða. Vestar er Stekkhóll. Gamall stekkur er vestan í hólnum, nú að mestu jarðlægur. Þá er komið að Hrafnagjá. Austan hennar eru garðar hlaðnir í ferkantað gerði. Þar er Junkaragerði. Þýskir og heimamenn áttu í gerðinu með sér marga glettuna fyrr á öldum. Innan þess má sjá gamlar tóttir. Eftir að Englendingar höfðu verið hraktir frá Grindavík sátu Hansamenn nánast einir að verslun við Íslendinga um sjö áratuga skeið, eða þangað til Danir tóku að sauma að þeim og einokuðu verslunina. Líklegt má telja að Hansamenn hafi sest að þarna í búðum Englendinga eftir að þeir voru flæmdir á brott.

Gerðavellir

Gengið um Gerðavelli – söguslóðir Grindavíkurstríðsins 1532.

Gerðið sést vel og gaman er að ganga um svæðið með hliðsjón af sögunni. Junkarar bönnuðu t.d. heimamönnum að fara inn fyrir gerðið á meðan þeir voru í róðrum, en þeir læddust nú samt þar inn fyrir og náðu sér í ýmislegt nýtanlegt. Junkarar reyndu að hefna sín á Grindvíkingum, en þeir svöruðu fyrir sig með því að saga í sundur árar, gera gat á báta o.s.frv.

Utar á kampinum er rétt, Skyggnisrétt á Skyggni. Í hana voru trippi rekin á vorin og þau klippt áður en þau voru rekin upp á Selsvelli. Vestar eru Hásteinar. Víkin útaf Skyggni, undan Gerðisvallabrunnum, heitir Stórabót.
Frábært veður.

Junkaragerði

Garður í Junkeragerði á Gerðavöllum – uppdráttur ÓSÁ.

Grindavík

Megi minning um góðan mann lifa.
JárngerðarstaðirTómas Þorvaldsson lést þann 2. desember s.l. (2008). Hann bjó lengst af að Gnúpi í Grindavík, fæddist að Eiði í Grindavík 26. desember árið 1919. Foreldrar hans voru Þorvaldur Klemensson, bóndi á Járngerðarstöðum í Grindavík (1891-1967) og Stefanía Margrét Tómasdóttir (1893-1969). Systkini Tómasar voru Margrét (1917), Halldóra (1921), Guðlaugur (1924-1996) og Valgerður (1927). Hálfsystir hans var Lovísa (1913-2000).
Tómas kvæntist Huldu Björnsdóttur frá Kjalvararstöðum í Reykholtsdal í Borgarfirði (1931-2008). Þau eignuðust Eirík (1953), Gunnar (1954), Stefán Þorvald (1956) og Gerði Sigríði (1960). Hálfsystir þeirra var Stefanía Kristín (1939-1948).
Tómas, eða Toddi eins og hann var jafnan nefndur meðal heimamanna, kynntist snemma sjómennskunni. Hann gekk jafnan ásamt öðrum sjómönnum eftir sjávargötunni árla morguns, staðnæmdist við leiði Járngerðar, tók ofan og fór með sjóferðarbæn áður en haldið var áfram stíginn niður að bátnum er beið sjósetningar ofan við Norðurvör. Hann réð sig fyrst sem hálfdrætting til sjós á “Járngerðarstaðaskipinu” sem svo var nefnt í daglegu tali, en hét reyndar Björgvin GK 35, opinn bátur gerður út frá Járngerðarstöðum í Grindavík.

Tómas

Þetta var árið 1934. Áður hafði hann setið yfir ánum í Stekk[jar]hrauni þar sem hann þekkti hverja þúfu. Áður lauk hverri sjóferð á árabátnum með því að leggja á seilar. Næstu árin stundaði hann sjóinn á ýmsum vélskipum og bátum sem veiddu og lögðu upp afla allt í kringum landið. Með tilkomu vélbátanna var tekist á við að skapa varanlega hafnagerð í Grindavík. Tómas lagði þar sitt af mörkum við erfið skilyrði. Á stríðsárunum stjórnaði hann vinnuflokkum sem unnu við að byggja upp flugvelli og braggahverfi fyrir breska hermenn. Eftir stríðið gerðist hann bílstjóri hjá Hraðfrystihúsi Grindavíkur. Tómas var virkur í félagsmálum bæði til sjós og lands. Hann var í stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur í nokkur ár. Tómas var í fyrstu stjórn Íþróttafélags Grindavíkur og formaður félagsins 1948 til 1963. Tómas var fyrsti formaður Björgunarsveitarinnar Tómas og HuldaÞorbjarnar í Grindavík 1947 og gegndi því starfi til ársins 1987. Hann stofnaði ásamt þremur félögum sínum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Þorbjörn hf í Grindavík árið 1953 og var framkvæmdarstjóri þess fram til ársins 1985. Tómas var í stjórn Þorbjarnar til ársins 2000 eða í 47 ár. Hann var mjög virkur í öllu félagsstarfi í sjávarútvegi anna sinn starfsaldur. Hann var í stjórn Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda árið 1959, fyrstu tvö árin sem varaformaður og síðan stjórnarformaður til ársins 1981. Hann sat í stjórnum Landssambands íslenskra útvegsmanna, Fiskifélagsins, Fiskveiðisjóðs og Verðjöfnunarsjóðs. Hann var varaformaður Viðlagasjóðs þegar hann var stofnaður í Vestmannaeyjagosinu 1973. Þegar hafist var handa við byggingu heimilis aldraða í Grindavík, Víðihlíð, var hann í byggingarnefnd heimilisins. Þar dvaldi hann síðustu mánuðina áður en hann lést.
Tómas Þorvaldsson var börnum sínum góður faðir og mikill vinur vina sinna. Honum var eðlislægt að bregðast jákvætt við bónum fólks, ekki síst þess er minna mátti sín. Þannig kom hann mörgum Grindvíkingnum til aðstoðar þegar mest á reyndi. Sá er þetta ritar minnist Todda, allt frá því að hann ók honum lífakstur árið 1959, illa slösuðum eftir bílslys, í aftursæti drossíunnar um harðtenntan Grindavíkurveginn og krókóttan Keflavíkurveginn að anddyri Landspítalans, og allt til þeirra daga er sá hinn sami naut fylgda Todda um umdæmið þar sem hann miðlaði af ómetanlegri þekkingu sinni um menningu, minjar og sögu Grindavíkur.

Hjónin 1981

Nú, eftir fráfall hans, hafa þau verðmæti margfaldast að andlegu verðgildi, þökk sé honum. Sumt hefur verið skráð og annað geymt, en engu gleymt. Bækur hans um sögulegt lífshlaupið eru nú sem fyrr ómetanleg heimild um þróun Grindavíkur á tímamótum er hið forna samfélag var að nútímavæðast og byrja kapphlaupið mikla við umheiminn – í seinni tíð meira af kappi en forsjá. Þegar rætt  var við Tómas símleiðis fyrir u.þ.b. viku hafði hann á orði að menn hefðu betur tekið mið af þeirri einföldu fyrirhyggju Einars verslunarmanns í Garðhúsum að góður væri geymdur aur. Hafa ber í huga að Einar var eini kaupmaðurinn á Suðurnesjum er lifði af kreppuna miklu 1930 af þeirri einföldu ástæðu að hann gætti þess að eiga jafnan fyrir sínum skuldum.

Toddi

Sumt af því er Tómas miðlaði má sjá hér á vefsíðunni, s.s. fróðleik um Dýrfinnuhelli, Járngerði og Þórkötlu, Skips[s]tíg sem og um staðháttu fyrrum og örnefni í Grindavík.
Margir munu á næstunni skrifa mörg orð um ágæti Tómasar, nú að honum gengnum. Greinarhöfundi finnst þó, á þessari stundu, mest um vert að hafa getað sagt Tómasi sjálfum frá viðhorfi hans til alls þess merkilega er hann hafði lagt af mörkum um ævidagana – ekki síst mjög meðvitaðrar varðveislu menningarverðmæta er hann hafði þá þegar skilað áfram til komandi kynslóða.
FERLIR þakkar Todda samfylgdina á liðnum árum. Systrum og afkomendum Tómasar eru vottuð innileg samúð. Megi þau nýta sér það besta er hann gaf þeim þá er hann lifði.
Tómas

Járngerðardys
Tómas Þorvaldsson, barnfæddur Grindvíkingur, nú nýlátinn [2. des. 2008], var manna fróðastur um sögu og örnefni í Grindavík.
Tómas ÞorvaldssonEkki er langt um liðið síðan hann gekk rösklega að Járngerðardysinni við Járngerðarstaði, staðnæmdist og sagði: “Hér er hún”. Um var að ræða gróna þúst undan beygju á veginum framan við Vík. “Sjómennirnir gengu til skips eftir sjávargötunni frá Járngerðarstöðum, staðnæmdust hér við dysina, tóku ofan og fóru með sjóferðarbæn. Síðan gengu þeir sjávargötuna áfram að Norðurvör, hérna fyrir neðan þar sem gamla bryggjan er nú.”
Nokkrum árum síðar lögðu ómeðvitaðir aðkomumenn malbik yfir dysina. Þeir höfðu ekki vit á því að ræða við Tómas áður en gengið var til verksins.
Framangreint er nú rifjað upp vegna þess að Tómas miðlaði af margvíslegum fróðleik um staðháttu í Grindavík fyrrum, benti á örnefni og sagði frá liðnum atburðum og horfnu fólki. Eitt af því, sem kom upp í samræðum við Tómas, voru gamlar þjóðleiðir til og frá Grindavík. Skipsstíginn þekkti hann eins og fingurna á sér, staðsetti Títublaðavörðuna og Dýrfinnuhelli, lýsti leiðinni í gegnum loftskeytastöðvarsvæðið o.m.fl. Skipsstígurinn var meginleiðin milli Járngerðarstaða og Njarðvíkna (Keflavíkur). Vogaveginn þekkti hann og mjög vel, enda meginliðin milli Járngerðarstaða og Innnesja.

Hemphóll

Varða á Hemphól.

Öðrum leiðum átti Tómas ekki jafn auðvelt með að lýsa, enda fæddur um það leyti er fyrsti bílvegurinn var lagður til Grindavíkur árið 1918 (fæddur 1919). Hann hafði þó farið Prestastíginn gömlu götuna norðan Sandfellshæðar) niður að Ósum, nokkrum sinnum austur í Krýsuvík eftir Krýsuvíkurleiðinni, um Hálsana ofan við Keili niður í Hraunin við Hafnarfjörð og auk þess hafði hann einu sinni ungur farið í fylgd manna um Brúnaveginn frá Hauni í Kúagerði og áfram inn til Reykjavíkur. Því miður var ekki rætt við hann nánar um síðastnefndu leiðina, hvorki um staðháttu né legu hennar. Eitt örnefni kom þó við sögu, en það var Presthóll [Hemphóll]. Ýmist var farið um hjallann (sunnan Húsfells) eða upp Skökugil og inn fyrir Mókletta. Hvar leiðin lá nákvæmlega um Brúnirnar efst í Strandarheiði liggur ekki ljóst fyrir. Það verður því verkefni næsta vors að sporrekja heiðina ofanverða með það að markmiði að reyna að staðsetja þennan svonefnda Brúnaveg.

Sigurður Gíslason

Líklega hefur leiðin ekki verið fjölfarin, en þó hefur hún verið farin af mönnum er þekktu vel til staðhátta og vissu hvernig og hvar væri hægt að fara auðveldlega á millum svæða á sem skemmstum tíma.
Sigurður Gíslason, bóndi á Hrauni, sagðist aðspurður oft hafa heyrt förður sinn, Gísla Hafliðason, tala um  Brúanveginn. Sjálfur hefði Sigurður ekki farið þá leið, en hún hefði verið aðalleiðin frá Hrauni niður í Kúagerði fyrrum. Farið var þá upp með Húsfelli og inn með því að vestanverðu, áfram inn á Sandakraveg og áfram norður með vestanverðu Fagradalsfjalli, inn á Brúnirnar og á ská niður í Kúagerði. Faðir hans, sem hafi verið frár á fæti, hefði yfirleitt farið þessa leið einn eða sem fylgdarmaður með öðrum fyrir og eftir aldamótin 1900.

Reykjanes

Reykjanesskagi – fornar götur.

Grindavík

Jökull Jakobsson gengur með Tómasi Þorvaldssyni forstjóra um Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Þetta er fjórði þáttur, frá 11. mars 1973.

“Handan við stíginn og hér rétt við endann á þessum forna grjótgarði, sem við minntumst á áðan, rísa fleiri hús. Ekki veit ég hvort þarna hafi búið hagyrðingar eða skáld, Tómas”.
Jú, það vill svo til að í a.m.k. einu þeirra hefur búið hagyrðingur. Ég kem að því á eftir. Húsið hér næst stendur sjó heitir Akur. Þegar ég man fyrst eftir mér bjó hér Jón Sveinsson og Margrét. Þau að ég held hafi byggt þetta hús. Þau bjuggu hér með tveimur sonum sínum. Þau byggðu síðan annað hús hér ofar í byggðalaginu. Ung hjón keyptu síðan húsið af þeim. Þau hétu Kristján Þorvaldsson og Krístin Guðmundsdóttir. Þau byrjuðu sinn búskap þarna. Hann var duglegur formaður og þau voru dugleg að bjarga sér. Svo skeði sá atburður að þau dóu bæði á sóttarsæng í sömu viku frá þremur ungum börnum. Þeim var komið fyrir hjá skyldmennum hér í byggðarlaginu, sem komu þeim í foreldrastað. Þetta er nú sagan um þetta hús.
HamraborgSíðan er þetta hús selt og þá Vilmundi Stefánssyni og Maren Jónsdóttur frá Sjólyst. Þau búa þar enn, eru orðin fullorðið fólk. Ég kom þarna inn síðast í morgun og drakk kaffi með Vilmundi, en Margrét er á spítala sem stendur. Vilmundur var eini maðurinn sem bjargaðist af skipinu af rúmsjó er ég gat um í upphafi þessa þáttar að það var hann sem var sá eini sem lifði um borð í marrandi flakinu af Óskabirninum sem Guðmundur heitinn Erlingsson var með og ég minntist á fyrr.”
“Hér eru fleiri hús?”
“Þessi tvö hús vinstra megin við okkur heita Steinar, hér nær. Það var í allt öðru formi þegar ég man fyrst eftir mér, timburhús. Þá bjuggu hér tvenn hjón. Yngri hjónin voru Guðmundur Tómasson og Steinunn Guðmundsdóttir, en Guðmundur var hagyrðingur. Þau eru einu hjónin sem ennþá lifa bæði frá þeim tíma sem við erum að rekja söguna. Í öðrum dæmum eru annað hvort annað farið eða bæði. Þau eru að byggja sér nýtt hús ofar í byggðinni. Þau eiga hér tvo syni og dætur. Annar er Tómas og gerir við öll þessi flóknu tæki sem eru í fiskiskipaflotanum.
BorgargarðurSeinasta húsið sem við komum að er Garðar. Þar stóð lítið hús upp úr 1920, baðstofubygging. Þar bjuggu þá Ívar Magnússon og Guðný. Guðný var frá Stöðvarfirði en Ívar var hér fæddur og uppalinn. Hjá þeim var eldri maður sem Hákon hét og ég man að mér fannst það afar einkennilegt að hann gæti heitið Hákon því hann var með allra lægstu mönnum, en hann var knár og það sannaðist á honum að maður gat verið knár þótt hann væri smár. Þeirra börn búa hér og koma við sögu atvinnulífsins. Síðan var húsið rifið niður og breytt í það form sem það er í dag. Síðan hefur búið í því færeyingur sem heitir Niels og hann hefur ekki verið eftirbátur Grindvíkinga að leggja sitt í þjóðarbúið.”
Bræðraborg“Þá höfum við gengið hér um gamla hverfið í Grindavík og lýst því sem fyrir augu bar. Nú stöndum við upp á hól nálægt sjávarströndinni og við blasa ný hverfi. Kanntu deili á þeim?”
“Í þessum hús býr yfirleitt ungt fólk og mikið af aðkomufólki. Þessi stóra breiða er afrakstur og árangur þrautseigju þess fólks sem við höfum verið að segja frá í þáttunum.”
“Hvernig var bæjarbragurinn þegar þú varst að alast upp? Getur þú lýst honum?”
“Ég skal reyna það. Við höfum nú í seinustu þáttum gengið um hlaðið hjá fólki sem bjó hér í Járngerðarstaðahverfi á þriðja áratug þessara aldar. Þetta voru svo um það bil 30 hús sem voru þá í byggð. Í þessum húsum voru þrjár kynslóðir, þ.e. afinn og amman, unga fólkið í blóma lífsins á sínum manndómsárum og síðan börnin. Þetta fólk bjó í sambýli. Lífsreynsla þeirra eldri fluttist til þeirra yngri svona mann fram af manni og það var meginuppistaðan í kennslu og lífsskóla þessa fólks að öðlast handleiðslu þessa gamla fólks sem er löngu horfið undir græna torfu og velflest af því fólki, þ.e.a.s. unga fólkið, er líka horfið af sjónarsviðinu. Guðmundur og Steinunn á Steinum eru einu hjónin sem eftir eru.
Eftir sitjum Hliðvið fólkið á mínum aldri og við eigum þessu fólki mikið að þakka því Grindavík hefur bæði verið gjöful og tekið mikið. Járngerðar-staðavíkin hefur verið erfið lending og hér hefur þurft að þreyja þorrann og góuna hvernig sem viðraði og hvernig sem gekk að ná afla úr sjó. Á mörgum þessum heimilum hagaði þannig til að bæði var landbúnaður og sjávarútvegur jöfnum höndum. Daglegt líf fólksins, sem bæði dró björg úr sjó og erjaði landið, og hafði þannig sitt viðurværi, segja má að saga fólksins sé svipuð á þessum bæjum, en þar sem ekki var landbúnaður var aðeins frábrugðið, en það sem viðvék sjó var mjög svipuð saga allra.
Ég ætla að draga svolitla mynd frá Jángerðarstöðum þar sem ég fæddist og ólst upp og foreldrar mínir, afi og amma, langafi og langamma. Það myndi vera nokkur spegilmynd af daglegu lífi fólksins. Byrjum á árinu. Þegar jólagleðin var um garð gengin og alvara lífsins tók við á ný tók hélt áfram undirbúningur að vetrarvertíð. Það var hugað að skipum, farmi, árum, seglum, belgjum, lóðum og netum og öllu sem að sjónum laut og sjósók, allt var að laga og lagfæra og nytja allt sem nothæft var því engu mátti kasta.

Grindavík

Lífið snerist mikið um þetta samfara því sem sinna þurfti búnfénaði og þá var a.m.k. sá búfénaður sem var látinn út á daginn, þ.e. sauðféð – það var margt sauðfé þá. Það var rekið í fjöruna og síðar var það rekið upp til heiða þegar hækkaði í sjó og staðið yfir því þar þegar hægt vað beita því þar vegna snjóa og klaka. Síðan var það tekið í hús þegar fór að rökkva. Kveikt var á olíulömpum og unnið að hnýtningu og gerð alls kyns veiðifæra. Vertíðin er talin byrja á kyndilmessu, þ.e. 2. febrúar. Hver varð að vera kominn við sinn keip á kyndilmessu. Menn, venjulega sömu mennirnir, úr sveitum á Suðurlandsundirlendi komu til að róa héðan og svo náin tengsl og vinskapur skapaðist milli heimila að sá vinskapur stendur enn það í dag.
BáturSvo eftir að vertíð hófst snerist daglega lífið mest um sjósókn og að komast á sjó þegar fært var en víkin er brimasöm og dögum saman var ekki hægt að komast á sjó. En þessir menn voru duglegir og sóttu sjóinn fast og þeir fóru þegar fært var. Sjórinn tók til sín og sagnir eru um það margir hafa farist hér á Járngerðarstaðarsundi. Kvenfólkið sinnti aftur fénaði og öllum verkum er laut að landi, en þegar landlegur voru langar hjálpuðu piltanir til við þessi störf.
Afla var skipt í fjöru á þessum tíma og hver gerði að sínum hlut, átti lítinn kofa og saltaði þar sinn afla. Aflinn var síðan lagður inn að vorinu til ýmissa aðila sem keyptu fullverkaðan eða fullstaðinn saltfisk. Síðan breyttist þetta fyrir 1930 og þá var farið að vinna saman að þessu og fletja og salta allan afla bátsins saman og síðan skipt úr flöttum og söltuðum fiski í vertíðarlok. Vertíðarlok voru 11. mai og aldrei kvikað frá því. Þá var kátt á hjalla líkt og réttardagurinn upp til sveita.
BátrSíðan tók við alvara lifsins enn á ný. Þá urðum við að fara að snúa okkur að sinna verkum á túnum, bera á, laga girðingar og allt er laut að því að rækta jörðina og búa hana undir sumarið. Síðan að taka fiskinn og vaska hann og ganga frá honum til útflutnings eða út á fiskreitina til að byrja með og þessir hlutir stóðu fram til jónsmessu en um jónsmessu var venjulega búið að ljúka þessum þætti.
Þá kom sumarið og þá byrjaði sláttur fljótlega og breiða fisk þegar þerrir var. Byrjað var venjulega á því á morgnana að breiða fiskinn og síðan hraðað sér heim til að “breyja” þegar tekið var sem kallað var. þ.e. þegar döggin var þornuð á túnunum. Allir höfðu nóg að gera. Þegar kvöldaði var fiskurinn tekinn saman og síðan heyið. Allir höfðu nóg að gera. Þetta var langur vinnudagur, frá kl. 6 á morgnana til kl. 10 á kvöldin. Allt átti sér þó ljósa daga innan um. Til dæmis var geysilega mikil tilhlökkun hjá okkur til útiskemmtunar sem haldin var hér árlega hjá Kvenfélaginu í Svartsengi. Okkur fannst ákaflega notarlegt að geta verið búnir að ljúka sem mestu af þessum störfum þegar skemmtunin fór fram því þá nutum við hennar betur.
GrindavíkÁ fjórða áratugum fór fólk út á land í kaupavinnu. Þegar fór að hausta voru stopulir haustróðrar en gátu gefið nokkuð í aðra hönd. Þá hófst líka undirbúningur undir vetrarvertíðina. Við stóðum alla daga við að riða eða gera við notuð net. Þetta var höfuðvinna okkar sérstaklega á kvöldin. Við vorum látin læra þetta og allir tóku þátt í þessu þegar ekki var verið að sinna búpeningi.
Um haustið var öllu fé smalað heim, þá var sláturtíð, í seinni hluta septembermánaðar og mörg af þessum heimilum hafði nóg til matar yfir veturinn af því fé sem það átti. Ekki var mikið um atvinnu nema undirbúa veturinn. Þrautseigja þessa fólks var með fádæmum og ég myndi segja að þessar þrjár kynslóðir sem ég hef nefnt hafa fyrst og fremst valdið hér aldarhvörfum með því að hopa ekki af hólminum.
HópiðVið vorum að mörgu leyti verulega á eftir hér í Grindavík. Við vorum með áraskip lengur en víðast annars staðar og við höfðum trillubáta mun lengur en í öðrum verstöðum enda var hér algert hafnleysi. Verulegur fólksflótti varð og byggð lagðist niður í Staðarhverfi.
Fólki fækkaði um heilan tug. Það sem breytir kannski fyrst og fremst hlutunum var þegar ráðist var í að að grafa inn í Hópið með haka og skóflu í gegnum eyðið sem aðskilur það frá Járngerðarstaðavíkinni. Grindvíkurbændur höfðu þó áður grafið inn lænu í gegnum rifið til að komast inn á Hópið og liggja þar inni.

Járngerðarstaðir

Ósinn heitir Barnaós. Ósinn heitir eftir því að maður sem hafði farið með börn sín til þangskurðar hafi flætt þarna út á og maðurinn bjargaðist en börnin drukknuðu í ósnum. Þegar grafið var inn í ósinn 1939 breytti það öllu. Á stríðsárunum lagðist þó útgerð niður en eftir stríðið óx þetta hröðum skrefum. Samstarfsmaður minn um langt árabil, Sigurður Þorleifsson frá Neðri-Grund, var hér hafnarstjóri og á sinn þátt í hvernig Grindavíkurhöfn er í dag. Árni Magnússon í Tungu var með mér í stjórn björgunarsveitarinnar og unnum við lengi saman á þeim vettvangi.
Ég myndi vilja endurtaka það að þessu fólki eigum við mikið upp að unna og við vonum það að unga kynslóðin sem tekur við sem þetta fólk hefur komið hér á fót, byggt upp, fyrst af vanefnum en mikilli framsýni og dugnaði og þrautseigju, haldi áfram á sömu braut, enda get ég ekki séð annað en að svo sé.
EJárngerðarstaðirins og búið er að koma fram höfum við fraum um garð hjá öllu þessu fólki, nefnt nöfn þess, sagt frá dugnaði, áhuga og kjarki þess og líka dregið fram ýmsar spaugilegar hliðar lífsins. Einmitt þessir menn lyftu öðrum yfir hversdagsleikann og umkomuleysið sem gjarnan settist að fólki sem bjó svona afskekkt – með ekkert rafmagn, engin lífsþægindi og þessa hörðu lífsbaráttu.
Milli 1920 og 1930, sem þetta kemur nú mest við, fór það ekki framhjá þjóðinni að hér í Grindavík bjó dugmikið fólks. Ég minnist eins atviks. Þegar Fylle var hér og átti að sinna strandgæslunni var sagt að þeir lægju oft í landi, einkum í Reykjavík. Einhverju sinni skoruðu þeir á Íslendinga í kappróður. Þá var vandi í efnum. Einhverjir mundu þá eftir dugmiklum mönnum hér suður með sjó sem voru aldir upp með árahlunninn í hendinni. Leitað var á náðir Grindvíkinga í þessum efnum og það var úr að nokkrir fóru til að keppa við Fylledáta. Þeir sem fóru í þennan fræga kappóður var Eiríkur Tómasson frá Járngerðarstöðum, formaður og móðurbróðir minn, Jón Sigurðsson, líka formaður, bjó á Sólheimum með konu sinni Guðríði sem var hér lengi ljósmóðir, Kristinn Jónsson frá Hraunkoti í Þórkötlustaðahverfi, bjó lengst af á Brekku í Þórkötlustaðahverfi, giftur Guðríði, og Sigurgeir Guðjónsson frá Hliði og Benóný Benediktsson frá Þórkötlustöðum, en þeir feðgar, sem voru þrír voru allir þrjár álnir að stærð. Þessir ungu menn fóru til Reykjavíkur og kepptu við Fylledáta. Þeir fengu grásleppukænu til að keppa á móti rennilegu fleyi Fylledáta. En þeir báru þó sigur úr bítum á sinni grásleppukænu.”
“Þakka þér fyrir Tómas. Eftir þessa göngu er þetta litla þorp ekki eins umkomulaust og áður, með Þorbjörn hið efra og brimgarðinn í neðra”.


Heimild:
-Jökull Jakobsson gengur með Tómasi Þorvaldssyni forstjóra um Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Frá 11.mars 1973. www.ruv.is – rás I – Gatan mín…

Grindavík

Grindavík.

Grindavík

Jökull Jakobsson gengur með Tómasi Þorvaldssyni forstjóra um Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Frá 11.mars 1973:

Tómas og hulda“Skammt þar frá sem vatnspósturinn stóð er annað apparat sem raunar er tengt líka en það er úrkomumælir Veðurstofunnar. Hvort sem þetta eru góð eða vond skipti stendur þessi mælir hjá glæsilegu húsi, fallega máluðu, og nýlegu og kannski mannst þú, Tómas, eftir fornfálegra húsi hér í þann tíð er vatnspósturinn var hér?”
“Ég man nú eftir þokkalegu byggðu húsi í gamla stílnum. Hér bjuggu Árni Björnsson og Guðbjörg. Árni var þekktur formaður, að vísu fyrir mína tíð, aflamaður mikill. Þau áttu eina dóttur, Jóhönnu, sem giftist Guðmundi Erlendssyni. Hann var, þegar ég var drengur, orðinn þekktur formaður og mikill aflamaður. Þau hjónin eignuðust tvo drengi. Guðmundur ferst 1932 á skipi er Óskar Björn hét. Aðeins einn maður bjargaðist. Þetta var á rúmsjó. Hann bjargaðist á þann hátt að öll skip voru kominn að landi og búið að setja þau í naust en seinni hluta dags var einum formanni, eftir að hafa hvílt sig eftir róðurinn um morguninn, var honum hugsað til veiðifæra sem hann átti í sjó og og fannst veður hafa skánað, setti skip sitt til sjávar og fer út á miðinn og þar sem hann varð var á sjónum var það eitt, ekki veiðifærin, heldur skip Guðmundar heitins, marrandi á kafi, og hann verður þess var að það er einn maður lifandi um borð og honum tókst að ná honum og líki Guðmundar heitins og í dag á þessari stundu er verið að jarðsetja gömlu vinkonu mína, Jóhönnu, hér á Stað í Grindavík.
VorhusÝmsar minningar eru tengdar þessu húsi, Neðri-Grund, það heitir húsið. Þetta fólk var skylt mér og var okkar vinafólk.
Hér rétt fyrir framan okkur er hús sem heitir Efri-Grund. Það var eins og Neðri-Grund, byggt í öðrum stíl þá. Líka byggt í gamla stílnum. Þar bjuggu gömul hjón, Kristján og Kartín. Þau áttu tvö börn. Annað var ég búinn að geta um, Guðmundur Kristjánsson, sá er bjargaðist af skipi Magnúsar heitins Guðjónssonar er hann fórst hér á sundinu, söngmaður mikill og hafði mikla rödd. Þetta hús stóð við barnaskólann, sem við komum að rétt bráðum. Við áttum það til að hlaupa yfir kálgarðinn hjá þeim og þá heyrðist stundum í gamla manninum. Mig undrar að samskiptin hafi ekki orðið verri en þau voru.
Hér er Vorhús og tengt brunninum sem við neGamli barnaskólinnfndum áðan. Brunnurinn hét Vorhúsabrunnur. Í glugganum er Ráðhildur Guðjónsdóttir, dóttir Guðjóns frá Hliði. Þegar ég var drengur bjuggu hér gömul hjón, Guðmundur og Sigurveig. Þá var Vorhúsabrunnurinn notaður fyrir templara.
Kippkorn í burtu er grá steinkumbaldi. Þetta hafði ekki ákveðið nafn, heldur fleiri en eitt. Fyrst var þetta byggt sem rafstöð og kallað Rafstöðin. Eiríkur Ormsson setti upp fyrir okkur Grindvíkinga rafal og það voru leiddar leiðslur um þetta pláss og það var veitt ljósi einmitt frá þessum steinkubalda. Lengi kölluðum við þetta Rafstöðina. Síðan eru komin ein 45 ár.

Karlsskáli

Þegar það leggst niður og verður ekki rekstrahæft á erfiðleikaárunum. Auka þurfti vélarkostinn, hann hafði gengið úr sér, og það hefur þurft að kaupa sennilega aðra ljósasamstæðu þarna inn og ekki var haft efni á því um 1930 og þetta lagðist alveg niður og við voru bara hér í myrkri og lifðum bara með olíulampa og engin útiljós allt þangað til rafmagnið kom 1946 og ‘7 kom. En í millitíðinni fær þetta hús annað nafn og kallað Smiðjan en þá var hér ungur maður frá Vík, Gunnar Gíslason. Hann lærði járnsmíði og setti hér upp smiðju. Þá var það kappsmál hjá okkur strákunum að fá að komast hingað inn og stíga smiðjubelginn og við voru fúsir að gera það fyrir ekki neitt því okkur fannst þetta nokkur virðing og virðin að fá að gera þetta. Hann var skemmtilegur og mjög spaugsamur við okkur krakkana og sagði okkur sögur á meðan.
Staldrað er við á dálitlu plani. Hér stóð hús og það var barnaskólinn þar sem við fengum alla okkar uppfræðslu utan okkar heimilis. Skólinn var byggður nokkuð fyrir 1930, man ekki áratalið, og var alveg fram í Seinni heimsstyrjöld, eini skólinn hér í byggðalaginu. Ég gekk ekki í annan skóla.

Kvenfélagshúsið

Margar minningar eru tengdar þessum skóla hjá aldursflokkum á mínu reki og eldri. En hann var orðinn allt of lítill og margsetinn, svo margsetinn þegar ég kom í hann að við gátum ekki verið í skólanum nema annan hvern dag. Okkur fannst það ágætt að leika okkur hinn daginn og sniglast þá í kringum sjóinn. En manni finnst það núna, kominn á þennan aldur, að hafa átt þess kost að vera á hverjum degi og læra heldur meira. Í grenndinni stóðu þessi hús hér í kring. Við áttum það til að angra þetta fólk, en mig furðar hversu lítið við urðum varir við það af þeirra hálfu. Fjær, austar, stendur Byggðarendi, en það var það langt frá að við máttum aldrei fara þangað. Þarna stóð annað hús þegar ég var ungur, öllu lágreistara og byggt með gömlu lagi, nokkurs konar baðstofustíl, en snéri eins og þetta er núna. Þá bhuggu þar Eiríkur Guðmundsson og Rósa Samúelsdóttir. Þau áttu mörg börn, allt dugnaðarfólk. Einn sonurinn hefur unnið með mér, bæði á sjó og á landi. Sumt flutti til Reykjavíkur og býr þar.
Ég minntist á Krosshúsanautið og maður tók það fegins hendi þegar maður fékk kjöt að borða. Krosshúsanautið var hluti af tilverunni eins og ég hef minnst á áður.
Grænmálað lítið hús stendur hér fyrir framan. Þetta er heitir Garðshorn, Tröð, Sjávarhóll og AkrahóllKarlsskáli. Karl Ágúst Guðmundsson og Guðrún Steinsdóttir kona hans byggðu húsið. Guðrún býr þartna ein núna, löngu orðin ekkja. Þau áttu mörg börn, drengirnir 5 og þrjár dætur. Drengirnir voru með okkur í skóla, ekki nema nokkrir metrar héðan í skólann. Ingibergur, einn drengjanna, drukknaði hér í innsiglingunni fyrir nokkrum árum. Ingólfur er hafnarstjóri núna og Karl stundar sjó og gerir út sinn bát.
Einar Kr. Einarsson, skólastjóri, kenndi hér í þessum skóla. Hann var kennari og skólastjóri í 43 ár. Hann byrjaði á mínum aldursflokk og ég held að það hafi verið á fyrstu kennsludögum hans þegar ég kom fyrst í skólann. Hann kenndi síðan í nýja barnaskólanum, sem stendur hér ofar í byggðalaginu. Okkur þótti ákaflega vænt um hann.
Hér er Hæðarendi skammt frá barnaskólanum. Það hefur tekið ýmsum breytingum en þegar ég man fyrst eftir mér bjuggu hér Ólafur og Kristín Snorradóttir ættuð neðan af Strönd en Ólafur var ættur af Akurhúsum. Stundum var eins og hugur var á undan framkvæmdum og skeði sumt spaugilegt í kringum það.

Þorvaldsstaðir

Gunnar Ólafsson var næsti liður og hann var sami hugmaðurinn, bæði til sjós og lands. Stundum kom fyrir að hann kom ekki heim heilu vikurnar. Nú er þriðji ættliðurinn þarna, Björgvin Gunnarsson, sem frægur er núna með Grindvíking, var lengi með Hrafn Sveinbjarnarson, mikill aflamaður. Ég man t.d. eftir því að Ólafur var spurður hver hefði verið fyrsta bylta sem hann hafði fengið, hann var dettinn ekki síst í myrkrinu hér í kring. Hann sagði að versta byltan sem hann hafði fengið á æfinni þegar yrðlingurinn hefði bitið hann. Svona voru nú tilsvörin. Það var smáloft uppi í húsinu. Gunnar hafði klöngrast þangað upp. Faðir hans kom þá inn og í flýtinum dettur hann niður og ofan á föður sinn. Þá sagði Ólafur: “Ætlarðu að drepa hann föður þinn?” “Og nei, ekki var það nú meininginn”, svaraði hann.
Seinasta húsið sem við höfum hérna almennilega í augsýn frá gömlu skólalóðinni er Ás. Í því bjó Guðrún Þorvarðadóttir, fyrsti hvatamaður að stofnun Kvenfélagsins. Hún var kona mjög lág vexti og því mun fylgnari sér. Á veggjum Kvenfélagshússins hangir stór og mikil mynd af henni sem viðurkenning og þakklætisvottur frá kvenfélagskonum henni til handa. Klemens Jónason, afi minn, og Halldóra, amma mín, bjuggu þarna lengi svo margar minningar eru tengdar þessu húsi.

Ásgarður

Nú förum við í vestur, inn á Hellubraut. Til vinstri handar, þar sem nú er grænn blettur, stóð lengi vel hús, sem hét Holt. Það var síðan rifið og flutt til Njarðvíkur þegar við Grindvíkingar áttum svolítið erfitt uppdráttar í kringum frá 1930-1950 og íbúatalan fór niður á við, úr 502 árið 1930 í 498 árið 1950. Í þessu húsi bjuggu þegar ég man eftir mér Valgerður Jónsdóttir frá Akurhúsi og Sveinn ættaður úr Staðarhverfi. Sveinn var sjómaður og var einn af þeim er fórst með Guðjóni heitnum Magnússyni. Guðjón bjó í húsinu hér næst, Baldurshagi. Það var strax stórt og myndarlegt hús eins og það er í dag. Með Guðjóni fórust 9 vaskir menn. Í Baldurshaga hefur búið Jón Gíslason, einn af Víkurbræðrum, var lengi dugandi formaður, og Valgerður Jónsdóttir frá Akrahól, þau búa hér enn.
Þegar gerast sjóslys í Reykjavík og stærri bæjum er ekki að sjá en daglegt líf haldi áfram. En hér marka slík slys djúp spor í svona lítið byggðalag því þetta kemur inn á hvert einasta heimili. Lífið sjálft og starfð hélt áfram. Aðstoð og hjálpsemi milli manna var enn meiri og fólkið varð nátengdara eftri svona slys. Fólkið sótti styrk sinn í trúna og ég held að það lengi enginn vafi á að svo er enn þann dag í dag. Þegar allt leikur í lyndi köstum við fram af okkur beislinu, eins og aðrir þjóðfélagsþegnar.

Miðdagur

Nú er gengið eftir krákustíg og fornir mosagrónir grjótgarðar sem skipta landamerkjum milli þeirra húsa sem hér standa. Hér eru engin götunúmer. Túnblettirnir eru þau sömu en húsunum hefur verið gerð góð skil og byggð upp. Hér er Bjarg. Í minni tíð var hér torfbær. Hér bjuggu hér Einar og Guðrún. Frá þeim er komið margt fólk og gott. Einar var vel gefinn maður og átti gott með að kveða og yrkja; Vellir, Vík og Vallarhús, Vorhús, Gjáhús, Akurhús,  Byggðarendi, Bjarg og Hlið, best er að Krosshús fylgi með. Stundum fór þetta út í gáska. Bilað hafði í honum annað augað og hann átti erfitt með fótavist því hann var mjög þungur maður. Einhverju sinni var Eiríkur Tómasson frá Járngerðarstöðum að leika sér að kveðast á. Sá ungi maður sást eitt sinn á gangi með dömu hér út með sjó. Þá varð þetta til hjá Einari; í Gerðavalla grænum krók, garpur sást með Mundu. Unga manninum fannst hann þurft að borga fyrir sig; Einar ríkur rangindum, ratar líka miðin, Óðni líkur ásýndum, á sér strýkur kviðinn.
Síðan þegar Einar og Guðrún dóu bjuggu hér börn þeirra, Guðríður sem giftist Jóni Sigurðssyni. Guðríður var hér ljósmóðir og Jón sjómaður. Laufey var dóttir þeirra. Nú seinni árin hafa orðið hér mörg umskipti.”

Heimild:
-Jökull Jakobsson gengur með Tómasi Þorvaldssyni forstjóra um Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Frá 11.mars 1973.

Grindavík

Grindavík.

 

Grindavík

Jökull Jakobsson gengur með Tómasi Þorvaldssyni forstjóra um Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Frá 3.mars 1973. Þetta er annar hluti. Her er birtur er meginhluti viðtalsins:

“Við höldum áfram göngu okkar í Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Nú höldum við áleiðis til sjávar. Hér er dálítil skúraþyrping. Tómas Þorvaldsson heldur áfram að segja okkur deili á húsum og fólki.”

Tómas

“Við erum hér á Víkurhlaði, sem kallað er og horfum beint til sjávar. Af einhverju dregur þetta nafn Járngerðarstaði og Þórkötlustaðir. Sagan segir að hér hafi fyrir löngu síðan búið tvær kerlingar; Járngerður og Þórkatla…. Járngerður lét jarða sig hér fyrir framan og sagan segir jafnframt að það hafi verið með þeim hug að piltar, sem kæmu frá Járngerðarstöðum til sjávar, skyldu ganga hér framhjá. Þetta er saga sem lifir í munnmælum.
Vík, þ.e. rústirnar, sem voru hér, það brann íbúðarhúsið fyrir örskömmum tíma. Það sem hér er næst er gamla Víkurhúsið endurbyggt og þar býr fólkið sem var hér síðast í Víkurhúsinu og er afkomendur þeirra er bjuggu hér. Hér bjó Júlíus Einarsson, bróðir Einars í Garðshúsum. Hann var giftur Vilborgu Vilhjálmsdóttur en missti hana snemma á búskaparárum. Ég man fyrst eftir Gísla Jónssyni frá Rafnshúsum og Kristólínu Jónsdóttur, ættuð frá Hópi. Þau áttu þrjár dætur og sex syni. Synirnir voru allir miklir sjómenn og sjósóknara og margir þeirra formenn. Elstir voru tvíburar, Jón og Guðjón. Guðjón var formaður á síðasta áraskipinu sem gert var út héðan. Það var að ég held 1928. Ég man vel eftir því. Hann aflaði geysimikið. Þá voru komnar vélar í fleytur, sem notaðar voru.

Víkurbræður hafa stundað sjóinn af kappi. Nú eru komnir hingað nýir Víkurbræður. Nú býr hér JárngerðarstaðirÞorlákur Gíslason og Valgerður Jónsdóttir og eiga þau marga drengi sem nú eru hinir eiginlegu Víkurbræður. Hér bjó maður að nafni Magnús og kallaður Mangi frændi. Hann var formaður hjá Gísla. Þeir voru báðir formenn og sóttu sjóinn af kappi og eru ýmsar sögur um það hvernig það gekk til. Gísli átti allan útveginn sem Magnús fór með. Einn daginn voru þeir að leggja veiðarfæri, lögðu hér vestur með, en það var þröng og ákaflega naumt fyrir að lenda ekki uppi á mjög slæmu hrauni, vestan við þá. Þrættu þeir um staðsetningar. Annar er sá þáttur er kemur Magnúsi við, eftir að hann var hættur að vera á sjó. Hann hafði gaman að fá sér í staupinu. Þá hafi hann gaman að sýsla eitthvað nálægt sjó. Fór hann eitt sinn niður í naust og setti alla Víkurdrengina um borð og lét þá róa þar af kappi – á þurru landi.
KrosshúsHérna sjáum við tvö útihús. Þar stóð hús sem hét Vallarhús. Fyrir mína tíð bjuggu þarna Símon og Guðrún. Þegar ég man fyrst eftir mér bjuggu hér Þorsteinn Símonarson og Gróa Magnúsdóttir, bæði ættuð héðan úr Grindavík. Þau áttu þrjár syni og eina dóttur og hafa þau verið starfandi hér í byggðalaginu um langan aldur. Þorsteinn lifir konu sína, hún er nýdáinn. Það voru mikil og skemmtileg tengsl milli Vallarhúsa og Járngerðarstaða. Drengirnir og stúlkan léku sér með okkur alla daga. Á milli þessarra húsa fjögurra; Járngerðarstaðanna þriggja og Vallarhúsa, voru samkomur um jólin. Þá komu allir saman og undrar mig hvernig var hægt að koma öllum fyrir, sérstaklega í Vallarhúsum. Þorsteinn vars tór og myndarlegur maður og Gróa var myndarleg líka. Kökurnar hjá Gróu voru sérstaklega góðar. Í mannlegu lífi ber oft skugga á ýmislegt. Einn var sá atburður sem gerðist þarna sem var eitt af þremur þess fyrsta er minntu mig á alvöru lífsins að Magnús sonur þeirra, jafnaldri minn, dó árið eftir að hann fermdist úr botnlangabólgu.
Hinir atburðir voru þeir að hér Vík og Hliðfórst skip með allri áhöfn 1924, ég horfði á það, og svo aftur að stúlka, sem var skólasystir mín, fékk sjúkdóm sem lamaði hana upp að mitti, en sem betur hefur hún verið frísk að öllu öðru leyti. Fleiri voru nú þarna til húsa, vermenn og annað, en ég man sérstaklega eftir einum sem var þarna um langan aldur. Hann hét Jón og var kallaður Jón smali. Það er kannski ekki stór yfirskrift. En í hugum okkar krakkanna var Jón smali stór maður því hann var glaðsinna, léttur og skemmtilegur við okkur. Ég hafði gaman af því að segja okkur frá skútuöldinni því hann hafði verið á skútum í gamla daga. Ég minntist á Velli. Þar bjó Dagbjartur Einarsson og Valgerður Einarsóttir
[
Valgerður var dóttir Guðmundar í Klöpp]. Dagbjartur var bróðir Einars G. Einarssonar í Garðshúsum. Hann var farinn að stunda útgerð, en í flóðinu fór húsið svo illa að það lagðist af.
Þá byggði hann hús hér austar og skírði Ásgarð. Það hefur það búið síðan og þar búa tveir synir Dagbjartar og stunda sjó. Á Völlum Flagghúsiðvar eldri maður er hét Bárður. hann var vinnumaður og hafði sérstakt göngulag. Krakkarnir voru sérstaklega hændir af honum. Fyrst voru við hrædd við hann því hann hafði sterka rödd. Bæklunin stafaði að því að hann hafi fótbrotnað ungur og greri ekki rétt saman.
Strönd voru tíð. Vín rak stundum að landi. Í uppboði var Magna eitt sinn slegin tunna. Kom hann þá með stígvélið, en ekki komst allt í það. Hreppsstjóri spurði þá: “Hvað ætlar þú að gera við afganginn, Mangi?” “Ég sýp það bara”, svaraði hann og átti hann síðan erfitt með að komast upp úr förunni.
Ég reri 11 vetrarvertíðir og af sjö þeirra gekk ég framhjá dys Járngerðar á meðan ég bjó hér á Járngerðarstöðum.

Einarsbúð

Við eru þá komnir á þessa gömlu sjávargötum og stoppum framan við Garð og Hlið. Þegar ég man fyrst eftir mér bjuggu hér á Garði Árni Helgason frá Hvítaársíðu, einstaklega eftirminnilegur persónuleiki, og Petrúnella Pétursdóttir, fríð kona og myndarleg. Þau eignuðust 17 börn en 14 af þeim komust til fullorðinsára og eru mörg þeirra kunn, a.m.k. Svavar Árnason, oddviti okkar frá 1946, ef ég man rétt. Hann hefur komið mjög við sögu Grindavíkurhrepps. Eins og gefur að skilja var hluti af þessu húsi sem við sjáum núna ekki áður fyrir hendi svo þar hefur verið ákaflega þröngt, en þar sem hjartað er þar er húsrými. Árni þjálfaði kirkjukórinn og voru æfingarnar haldnar hér og undrar mig hvernig æfingarnar gátu átt sér stað. Svavar er okkar organisti í kirkjunni og æfir kór. Hlutur húsfreyjunnar hlýtur að hafa verið stór við þessi þrengsli.
JárngerðardysHér er Hlið. Þegar það er að verulegu leyti í sama formi og þegar ég man fyrst eftir mér. Þetta hús átti Guðjón Einarsson héðan úr Grindavík og María Geirmundsdóttir, ættuð undan Eyjafjöllum. Guðjón var mikill sjósóknari og var formaður hér í hálfa öld, byrjaði snemma sjósókn. Hann var kvikur og snar í snúningum, ákaflega skemmtilegur þó hann ætti til að vera kvatur og snar í fyrirskipunum. Hann stundaði fyrstur manna lúðuveiðar og voru ótaldar lúðurnar sem hann dró með eigin höndum, sérstaklega yfir sumarmánuðina. Ég man eftir því að á heimilinu var, auk barnanna, gamall maður er Björgólfur hét og vann hjá þeim á meðan hann gat unnið og annar með honum sem Stefán. Þeir voru í sama herbergi og fluttist síðan til fólksins í Vík. Björgólfur var börnunum ákaflega góður. Honum þótti gott vín, lét hálfu árin þó líða án þess að líta á þetta en tók síðan tarnir. Eina sögu sögu heyrði ég og hefur honum þá þótt nóg um. Það var gjá hér fyrir utan húsið. Eitt sinn tók hann sig til, tók vínið og henti því í gjána. Þegar hann var spurður sagði hann að þetta gengi ekki lengur…
TómasHér er gróin vegghleðsla. Hér stóð hús, hét Rafnshús. Það hefur  verið nokkuð gamalt því það kemur upp í Jarðabók Árna Magnússonar. Það var búið í þessu fram yfir 1935, að vísu var farið að nota það sem verbúð þá. En þegar ég man fyrst eftir mér bjuggu hér Jón Jónsson og Maren Jónsdóttir. Maren var systir Sæmundar á Járngerðarstöðum og Einars Jónssonar í Garðshúsum og sonur þeirra var Gísli í Vík. Framar höfum við grænan blett fram í kantinn. Þar stóð hús sem hét Kvíghús. Gömul kona, Steinþóra Einarsóttir, sagði mér að hér hafi verið búið, en flutt var úr því er sjórinn var farinn að ganga að því. Hér utar á þessum græna hól var timburhús, Akurhús, en það tók af með öllu í flóðinu 1924. Það fór hér upp á tún í heilu lagi. Krakkarnir týndu hér karfa og keilu eftir á og meira að segja undan húsinu. Hér bjuggu Valgerður og Páll, mesta dugnaðarfólk, og af þeim eru komið margt fólk. Eftir þetta byggðu þau annað hús uppi í plássinu; Pálshús.
Í miðju Gamla bryggjantúninu handan við veginn stóð hús, Eiði. Faðir minn, Þorvaldur, og móðir mín, Stefanía, byggðu þetta hús í stríðslokin Fyrri heimsstyrjaldar. Þau bjuggu  þarna um nokkurra ára skeið. Þar var fyrsta símstöðin. Móðir mín undi ekki hag sínum þarna allt of vel eftir einhvern draum sem hana dreymdi svo þau byggðu annað hús á Járgerðarstöðum og fluttu þangað. Í flóðinu 1924 varð að bjarga fólkinu út um loftgluggann. Húsið var í byggð fram yfir 1950 en þá var það rifið seint á 5. áratugnum.”
“Framar er húsaþyrping. Neðar er gömul bryggja, brotin í sjó. Athafnasvæðið hefur færst frá þessum stað. Tómas á héðan margs að minnast. Oft hefur verið hér meira um manninn.”

Gamla höfnin

Hér var mikið líf og fjör í minni bernsku og raunar mikið lengur, allt fram í seinni heimsstyrjöldina. Þá fór öll sjósókn hér fram hér frá þessum vörum sem viðhorfum hér fram á. Bryggjan var byggð um 1930 og síðar. Lendingin var áður hér til hliðar, beggja vegna þessarar bryggju. Klöpp liggur undir bryggjunni. Skipin voru sett niður og tekin upp morgna og kvölds með handgerðum spilum þegar farið var að róa. Þetta var erfitt verk. Þessi svæði sem við horfum á hér í kringum okkur eru gömlu skiptivellirnir. Þá var fiskur færður hér upp á skiptivöll og honum var skipt milli skipshafna og það var kallað að skipta í fjöru og hver skipverji gerði að sínum hlut. Maður var stundum sendur niður í fjöru til að fylgjast með þegar skipin komu og hve margir seiluðu. Þegar við gátum sagt frá því þegar við komum heim gat fólkið reiknað út hver mikið aflaðist. Síðan var allt borið upp á bakinu allt fram til 1930 og skipt hér eins og ég greindi frá áðan.
Þá voru fleiri og erfiðari handtökin við fiskinn en hér áður.
Húsin voru mest fiskverkunarhús og verbúðir. Sumt er farið en sumt er enn í gamla forminu. Eitt Einarsbúðhöfum við hérna, en það er gamla búðin, verslun Einars í Garðhúsum. Hann  verslaði þar í mög ár. Verslunin var eins konar samkomustaður þegar landlegur voru, hér fór fram fréttaflutningur og menn stóðum í vomum, þ.e. menn stóðu og biðu ef þannig var veður. Einar umbar þetta allt ákaflega var og var oft hrókur alls fagnaðar. Einar var einskonar plásskóngur, svipmikill maður, stór í skapi, en frá barnæsku voru samskipti mín við hann ákaflega góð. Hann bauð alltaf góðan daginn. Þegar ég átti seinna viðskipti við hann byggðist það á gagnkvæmu trausti. Þegar verkalýðshreyfingin kom sterk inn og gat ekki komist hjá því að átök og sviptingar ættu sér stað.

Grindavíkurhöfn

Í svona litlu byggðalagi og fámennu fór ekki hjá því að í verkalýshreyfingunni tóku þátt menn sem Einar hafði lánað og stutt. Einari tók að sárt að sumir urðu forystumenn í hreyfingunni. Bein átök voru þó aldrei, en viss ágreiningsatriði komu upp á meðn þetta var að ganga yfir og stormar fóru yfir byggðalagið, en þetta hefur allt sléttast út og eru afkomendur hans ágætisfólk.
Hér neðar er vik í fjöruna. Þetta vik heitir Staðarvör. Hér mun Brynjólfur biskup Sveinsson og kannski fleiri gert út og ráðið ríkjum á stóljörðinni. Og akkúrat hér, 3-4 metra frá okkur, man ég eftir gömlum húsatóftum og var mér sagt að það væru gömlu búðartóftirnar frá vermönnunum sem Brynjólfur biskup hafði, en það er kunnugt að það henti geysilegt slys árið 1602 á þorranum þegar þessar skipshafnir voru að koma hingar til vetrardvalar til sjósóknar að þá fórst Skálhólsskipið með allri áhöfn hér út af Hópsnestánni. Þar með lauk stórskipaútgerð Skálholtsstóls héðan, en útgerð hélt áfram héðan og frá Selatöngum og víðar.

Grindavíkurkirkja

Við kirkjuna má sjá röð af gömlum húsum.  Kirkjan var flutt frá Staðarhverfi árið 1909. Tvö húsanna voru í byggð hér áður fyrr, þ.e. Akrahóll og Akrakot. Í Akrahól bjó á þessum tíma Sigurður Árnason og Gunnhildur Magnúsdóttir með börnum sínum sem voru þá öll ung en eru nú öll búsett hér í Grindavík. Sigurður var sérstæður persónuleiki. Hann var mjög glaður og var einn af þeim mönnum sem gat gengið inn á hvert heimili hér án þess að banka. Gunnhildur var stór og myndarleg kona. Í Akrakoti bjó Magnús Guðmundssom, bróðir Tómasar afa míns á Járngerðarstöðum. Kona hans hét Þóra. Magnús þótti sérstök týpa, þurfti alltaf að tala mikið við unglinga og börn og sérstaklega við skepnur, allt í góðum tón.

Vorhus-3

Austan við kirkjuna standa 4 hús með nýstísku númerum. Þetta eru Litla-Gimli og Stóra-Gimli, Templarinn og Vorhús. Á Litla-Gimli bjó Helgi Elíasson. Hann var barnakennari, reyndar fyrir mína tíð. Kona hans var Elín Eyjólfsdóttur, dóttir Vilborgar og Eyjólfs í Krosshúsum. Þau áttu eina dóttur, Vilborgu, sem nú býr á Járngerðastöðum. Á Stóra-Gimli bjuggu Hallbera og Árni. Þau voru orðin gömul þegar ég var ungur. Raunverulega bjuggu hér Ólafur Árnason og Gunnhildur Pálsdóttir. Gunnhildur var frá Akurhúsum, sem tók af og getið var um hér áðan.
Handan við götuna eru Vorhús. Fyrir mitt minni bjuggu Guðmundur og Sigurveig, en í mínu ungdæmi bjuggu hér Ráðheildur Guðjónsdóttir, dóttir Guðjóns á Hliði, og Sigurgeir Jónsson frá Hrútarfirði, elskulegt fólk. Sigurgeir var stór og mikill og átti einsklega gott með að umgangast fólk. Börn þeirra eru ákaflega dugandi fólk hér í byggðalaginu.”

Heimild:
-rúv – Jökull Jakobsson, Gatan mín – viðtal við Tómas Þorvaldsson 3. mars 1973.

Grindavík

Grindavík.

 

Björgunarsveit

Mánudaginn 28. des. 2009, frá kl. 18:00-20:00, var skipulögð dagskrá í sal Björgunarsveitarinnar Þorbjörns við Seljabót í Grindavík undir heitinu “Byggð bernsku minnar”.

Börgunarsveit

Merki Björgunarsveitar Þorbjarnar.

Yfirskriftin var vísan til fyrra bindis æviminninga Tómasar Þorvaldssonar, en dagskráin var tileinkuð 90 ára afmæli hans. Tómas fæddist 26. des. 1919. Hann lést 2.des. 2008.
Kristinn Þórhallson, Óskar Sævarsson og fleiri sögðu sögur af Tómasi og störfum björgunarsveitarinnar, en auk fjölþættra starfa á æfinni sinnti Tómas mörgum framfaramálum í sinni heimabyggð.
Sonur Tómasar, Gunnar, var með einkar áhugaverða myndasýningu og gömul björgunartæki voru til sýnis. Kvennadeildin var með fiskisúpu til styrktar björgunarstarfinu. Allir voru velkomnir. Samkoman var mjög vel sótt, enda húsfyllir.Hlífðarfatnaður
Tómas var fyrsti formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík 1947 og gegndi því starfi til ársins 1977. Þá tók hann við formennsku í Slysavarnadeildinni Þorbirni í Grindavík og sinnti henni til ársins 1987.
Í tilefni afmælisins færði Eiríkur Tómasson, f.h. fjölskyldunnar, björgunarsveitinni kr. 1.000.000- til styrktar starfseminni.
Samkoman var liður í Viðburða- og menningardagskrá Grindavíkurbæjar og Saltfisksetursins 2009.

Björgunartæki

Fyrsta fluglínubyssan hjá Þorbirni.

 

Járngerðarstaðir

Hér er birtur hluti af viðtali Jökuls Jakobssonar við Tómas Þorvaldsson, forstjóra, er þeir gengu saman um Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Þetta er fyrsti þáttur frá 25. febrúar 1973.

Tómas“Í dag leggjum við leið okkar til Grindavíkur – um Járngerðarstaðahverfið. Við höfum fengið kunnugan leiðsögumann, sem er Tómas Þorvaldsson, forstjóri, en hann er fæddur hér og alinn upp eins og raunar ætt hans, mann fram af manni. Við hefjum göngu okkar á Sölvhóli þar sem við erum staddir þessa stundina.
Nú, héðan sjáum við plássið allt, Tómas, en þó helst plássið sem þú mannst best – það er gata æsku þinnar, sem við ætlum nú að rifja upp.”
“Eins og þú segir á ég ættir mínar hér nokkuð aftur eftir, a.m.k. 3-4 ættliði, en það þarf meira til svo einstaklingur verði til. Ættfróður er ég ekki. Við stöndum hér á Sölvhól, það er rétt, og hér sjáum við raunverulega yfir allt gamla Járngerðarstaðahverfið eins og það var þegar ég fór fyrst að muna eftir mér eða í kringum 1922-23 og upp úr því fer minnið að skýrast. Þessi blettur hér er álagablettur, en mér ekki kunnugt um að hafi nokkru sinni verið nytjaður svo aldrei hefur komið til vandræða af þeim sökum. Nú, það má segja að á þessum tíma var byggðalagið ekki stórt. Það voru einungis 33 íveruhús hér, en ef við förum lengur aftur í tímann, og styðst ég þá við það sem hefur verið sagt, að um aldarmót [1900] mun byggðalagið hafa verið innan nokkurs konar girðingar sem takmarkast af þessu sem við sjáum hér, þ.e. girðingu frá sjó hér til hægri handar, hér vestan við þennan hól, í hlið sem er hér rétt fyrir ofan og úr því hliði í tjörn sem heitir Vatnsstæði, og austur fyrir byggðina sjálfa að Krosshúsum (við sjáum hér Krosshús sem þau eru í dag, en þá var þar torfbaðstofa). Þar var annað hlið og þar gekk það til sjávar. Þetta var ekki stórt svæði.
SölvhóllÞetta svæði hefur náttúrulega sína sögu og hér lifði fólk og hrærðist og hafði sína drauma. Við sjáum hér beint fyrir framan okkur tjörn, sem heitir Dalurinn. Þetta var leikvettvangur ungra yfirleitt þegar ég var krakki, á veturnar á skautum og á vorin og fram á haustin þá var þetta okkar úthaf. Og þá siglu við okkar skipum og svo mun hafa verið gert af ungu fólki, sérstaklega ungum dengjum, alla tíð.
Það fór nú oft þá eins og verða vill í lífinu, sumir lentu í strandi, en aðrir komust betur af. Hér byggðum við okkar hafnir og lifðum í okkar stóra hugarheimi. Hérna höfum við þúfnakoll, sem við höfum beint fyrir framan okkur.
Ég minnist Dalurinnþess í bernsku að Bjarni Sæmundsson, fiskifræðingur, sat hér oft og horfði yfir byggðalagið, en hann var fæddur og uppaldinn hér á Járngerðarstöðum. Þegar hann sat þarna var hann að jafnaði að koma úr löngum gönguferðum. Hann var kominn nokkuð við aldur þegar þetta var og hafði hann þá gengið aðra leiðina með sjó eftir fjörunni og var hann þá að kynna sér allt líf sem þar hrærðist og hina leiðina eftir heiðinni til baka. Og þá var hann að leita eftir því lífi er hrærðist uppi á þurru landi, hvíldi sig svo hér og horfði yfir staðinn.”
Tíðahlið“Hafði Bjarni eitthver samneiti við ykkur unglingana er þið lékuð ykkur hér við tjörnina?”
“Já, hann hafði það mjög mikið því við voru oft með honum í þessum ferðum, unglingarnir frá Járngerðarstöðum, frændfólkið hans af yngri kynslóðinni, og ég held að hann hafi haft gaman af því að hafa okkur með og  við vorum að sniglast í kringum hann og verða honum úti um ýmislegt sem hann síðan kom fyrir á Náttúrugripasafninu í Reykjavík.
En það er nú svo að í þessari tjörn var mikið líf. Það var áll hér. Mér er sagt að örninn hafi oft tekið hér lifandi ála áður og fyrr og það hafi verið daglegur viðburður en ég, en aðeins eftir því að veiðibjalla var hér yfir og tók einn og einn og við fylgdumst með því krakarnir, en nú hef ég ekki neinar sagnir af því seinustu árin. Sennilega er lífið búið hér í Tjörninni. Það er einhver mengun, hún kemur alls staðar inn.
Ef við skoðum þetta aðeins hér – Tíðarhliðið sem ég nefndi. Nafnið bendir til að það hafi verið í sambandi við kirkjuferðir og að vissu leiti hefur það verið það því allir sem bjuggju hér í Járngerðarstaðahverfi og Þórkötlustaðahverfi þurftu í gegnum aldirnar að fara í gegnum þetta hlið til að fara til tíða út í Staðarhverfi, kirkjan var þar alveg til 1909 eða þangað til hún var flutt hingað í Járngerðarstaðahverfi.

Járngerðarstaðir

En svo þjónaði það líka svipuðu hlutverki fyrir Staðhverfinga þegar þeir þurftu aftur að fara að sækja kirkju hingað í Járngerðarstaðahverfið þá man ég eftir þeim þegar þeir komu gangandi eftir hæðunum hérna utan – það voru að vísu tvær leiðir, önnur eftir hrauninu og hin með sjónum, og leiðirnar voru farnar eftir því hvernig stóð á sjó því það er flæði á neðri leiðinni sem ekki er hægt að komast nema þannig stendur á. Þá stoppaði það yfirleitt í þessu hliði og skipti um skó og ég er ekki grunlaus um að það hver hafi átt sína holu þarna í garðinum til að geyma skóna sína og oft mun það skipt um eitthvað af ytri klæðum einkum þegar gott var veður og oft kom það við á Járngerðarstöðum þegar þannig stóð veður og skipti þar um föt. Við áttum mikið samneiti við þetta fólk sem lifði þarna og hrærðist á þessum árum og allt þar til það lagðist í eyði og þetta eru vinir og kunningjar og maður telur sér það til ágætis að eiga það að vinum og kunningum enn þann dag í dag.”
“Ykkur hefur aldrei dottið í hug að rugla skónum þeirra Staðhverfinga meðan þeir voru við messu?”
“Nei, ekki var maður svo mikDalurinnill prakkari – það var eitthvað í manni í sambandi við kirkjuferð að maður vildi ekki láta prakkaraskapinn ganga út fyrir það. Hér sjáum við þessa götu, sem við keyrðum hér út úr – það er bílvegur. Í mínu ungdæmi voru þetta traðir og lágu hér í gegnum plássið milli þessara tveggja hliða. Það voru vallgrónir grjótgarðar sem hlaðnir voru þannig að það var grjót annað lagið og torf hitt. Þetta voru svo þröngar traðir að fullorðnir menn gátu jafnvel spyrnt í báða garða og látið hrossið fara í burtu undan sér. Þetta var svona hér á milli þessara tveggja hliða þegar ég man fyrst eftir mér og bílvegur kom ekki fyrr en löngu seinna, það mun hafa verið 1928 eða 29 sem bílvegur fór hér í gegnum byggðarlagið. Annars voru hérna tvær götur í gegnum byggðalagið, það var þessi og önnur sem lá hérna frá Járngerðarstöðum og það var sjávargata. Við komum nú til að fara eftir þessum götum tveim og við þær eru flest þessi hús sem ég nefndi áðan, þessi 33, en nokkur af þeim eru þó þar fyrir utan og við munum leggja okkar leið að þeim.”
Frá Grindavík“Við kveðjum þá álagablettinn. Við höfum ekki raskað hér neinu svo við eigum ekki yfir okkur neinar hörmungar. Við göngum þá götur Tómasar.”
“Það hefur verið hér í Grindavík, eins og annars staðar, að það hafa skipst á skin og skúrir í atvinnulífi og það segir til sín í fólksfjölda því það er með fólkið eins og aðrar lífverur, hvítfuglinn og annað, að það flýgur að ætinu og frá því og það er oft þeir duglegustu sem jafnvel koma sér best að ætinu og það sýnir t.d. best ef við förum á árið 1910 að þá eru hér 358 manneskjur í þessum þremur hverfum. Krýsuvíkin fylgdi áður með, en hún telur ekki neina íbúa á þessum tíma. En svo verða smáhreyfingar. Árið 1920 eru hérna 438 manns, en svo milli 1920 og 30 eru í þessu hverfi yfirleit 260 og upp í 300, Járngerðarstaðahverfi. Í heild eru hér í byggðalaginu 1930 505 og 1940 509 og 1950 hefur talan lítið breyst því þá er talið 492, en svo tekur þetta að breyast upp úr 1950 og í dag eru hér 1250 manns, ef það er ekki orðið aðeins meira (þetta er talan um áramót).
GrindavíkEn í Jarðabók Árna Magnússonar þá er talið í Grindavík allri, sem eru með með töldum höfuðbólum og hjáleigum með Krýsuvík meðtaldir, eru 39 íveruhús með 184 manneskjum. Það sýnir talan á fólksfjöldanum sem við tókum hér upp 1930 og 1940 að þá er hér mikil lægð yfir öllu. Það er ekki fyrr en eftir þann tíma að við förum að ná okkur virkilega upp og hér fara að verða breytingar sem virkilega fóru í kjölfar þeirrar hafnargerðar sem gerð var hér inni í Hópinu.
Áður en við förum héðan af Sölvhól lítum við hér í allar áttir. Allir þessir hólar, hæðir og dældir hafa öll sín nöfn eða örnefni. Eins minnist ég þó sérstaklega, þ.e. Þanghóll. Það er þessi græni hérna til hægri handar niðri við sjóinn, en hann ber nafn af því er þangskurður var hér mikill og var smávegis eftir að ég fæddist þó ég minnist þess þó ekki, en hann ber nafn sitt af því að þang var borið hér upp á þennan hólinn, þurkkað og notað til eldsneytis. Enda kemur það mjög fram í bók Árna Magnússonar, Jarðabókinni, að þang var hlesta eldsneyti hér um slóðir og hefur verið allt fram yfir 1920.”
garðhus-2“Grindvíkingar hafa ekki  lengur hitann úr þanginu. Við yfirgefum þá Sölvól og göngum eftir götunni sem Tómas nefndi áður, förum í gegnum Tíðarhliðið sem Staðhverfingar geymdu skóna sína meðan þeir voru í kirkju. Fyrst verða fyrir okkur þrjú gömul hús sem standa hér í röð. Þetta munu vera hinir gömlu Járngerðarstaðir, sem hverfið dregur nafn sitt af. Getur þú, Tómas, sagt okkur deili á þessum húsum?”
“Við eru staddir á Járngerðarstaðahlaði og það hefur sjálfsagt langa sögu, hana kann ég ekki. Í mínu minni bjó hér Margrét Sæmundsdóttir, ekkja Tómasar Guðmundssonar og sitt til hvorrar handar við hana í austurhúsi, bjó Stefanía Tómasdóttir, dóttir hennar og Þorvaldur Klemensson og í vesturbænum Jórunn Tómasdóttir og Tómas Snorrason. Þetta býr hér þegar ég man eftir.
GrindavíkÁður en mitt minni hefst bjó hér Sæmundur Jónsson frá Húsatóftum. Einnig hafði búið hér Jóhanna Einarsdóttir, sem var bróðurdóttir Sæmundar. Ef við höldum okkur við þann tíma sem ég man eftir þá er hér tvíbýli og margt um manninn. Barnahópurinn var stór. Ég minnist margra góðra stunda er við lékum okkur við Dalinn. Hér bjó um og yfir 30 manns. Tvö skip voru gerð út héðan og aðkomendur voru inni á heimilunum. Því var hér oft fjör og kátt. Um Járngerðarstaðina sjálfa er ekki mikið að segja frá þessum tíma. Ekki var bílvegur hingað, bara þessi gata, sem við stöndum á sem og hólar og dældir.”
“Þú hlýtur Tómas að eiga margs að minnast þar sem hér var mikið fjölmenni og margt aðkomufólk. Varla hefur allt gengið snuðrulaust fyrir sig. Oft hlýtur að hafa verið glatt á hjalla?”

Grindavík

“Já, það er mikið rétt. Ef snuðra hljóp á þráðinn jafnaði það sig fljótt aftur. Það var sama á hvaða heimili maður sofnaði á kvöldin, maður var jafnsettur á þeim öllum. Allar deilur jöfnuðust. Auðvitað hljóp mönnum stundum kapp í kinn.
Ég heyrði sagt að einu sinni hefðu orðið ýfingar milli áhafna Sæmundar og Einars í Garðshúsum hérna niður við sjóinn. Þetta var nefnt “Hlunnaslagurinn”. Þetta minnti svolítið á víkingana í gamla daga.”
“Nafnið Hlunnaslagur segir væntanlega um vopnin sem notuð voru í þessari orrustu?”
“Já, munu hafa verið hlunnarnir sem notaðir voru til að setja skipin á bæði til sjávar og upp aftur þegar komið var að landi. Eitthvað mun skipverjum þótt að ekki væri farið með uppsátrið sjálft. Það átti þessi uppsátur, blett sem skipin stóðu á og einhverjar deilu stóðu milli háseta er leiddu til þess arna”.
“Þú hlýtur að eiga einhverjar bernskuminningar tengdar sjónum?”
Já, það er ekki frá því að maður eigi það, en við komum nánar að því er við komum að lendingunni sjálfri, þar sem hún var á sínum tíma og var allt fram að Seinni heimsstyrjöld.
GrindavíkHingað upp að görðunum við Járngerðarstöðum, gekk sjór upp á árið 1924. Hér niður á túnunum fyrir neðan, stóðu tvö býli, Vellir og Vallarhús. Ég man eftir því að aldan skall hér kolmórauð yfir húsin og fjósið með beljunum í fór hér langt upp á tún. Vellir lögðust af fljótlega eftir þetta flóð. Sömuleiðis man ég eftir því í Vallarhúsum að fólkið var leitt hér eftir hæstu rimunum á túnunum og yfir að bæjunum, að Garðhúsum og Járngerðarstöðum. Fara þurfti á bátum til að bjarga fólki út um loftglugga á Eiði. Þetta var geysilegt fljóð. Það lagði mikið af ræktuðu landi undir sig og eyðilagði og braut báta.
“Við göngum nú í áttina að stóru steinsteyptu tvílyftu húsi með háu risi og sambyggt er við það er hlaða eða einhvers konar birgðageymsla. Þetta hús hefur verið reist af stórhug og ríkidæmi. Hvað heitir þetta hús, Tómas?”
Þetta eru Garðhús.
[Byggt 1914.] Þegar ég man fyrst eftir mér bjuggu hér Einar G. Einarsson og Ólafía Ásbjarnardóttir. Áður bjó hér Einar Jónsson, bróðir Sæmundar á Járngerðarstöðum. Einar í Garðhúsum var þekktur maður á sinni tíð og maður sem mikið kvað að um langan aldur og átti mikinn þátt í atvinnulífi hér. Um alla mikla menn standa stormar og það duldist engum að hér fór maður er gerði mikið og hafði stóran hug. Maður var alltaf velkominn hér á heimilið og aldrei fékk maður bágindi frá þeim hjónum þrátt fyrir prakarastrik. Einar kom hér á fót fyrstu verslun, frjálsri verslun. Við munum síðar koma að sjálfu verslunarhúsinu, sem nú er orðið hrörlegt og gamalt.
GrindavíkFyrri lýsingar eru af verslun hér í Járngerðarstöðum, en það var verslun Skúla Magnússonar, sem mun hafa verið hér við bæina… Einar í Garðhúsum var einnig í byrjun útgerðarmaður. Hann gerði út mörg skip. Þegar ég man fyrst eftir mér gerði hann út tvö skip og síðar fjögur. Geysimikið atvinunlíf var í kringum þetta. Syndir hans, Ólafur og Einar, stunduðu þetta. Hér var geysilega stórt hænsnabú, sennilega það stærsta á landinu, sem Einar kom upp, fleiri hundruð hænsni. Á þetta hlað og í þetta hlað, Garðhús, komu allir gestir sem til Grindavík komu. Þetta var höfuðból. Einar var aðalhvatamaður að Kaldalóns læknir kom hingað í byggðina. Hann tók hann inn á sitt heimili og var aðalhvatamaður að byggt var yfir Kaldalón.
GrindavíkurkirkjaÞað var margt fólk hér í heimili og systkinin mörg. Ég minnist sérstaklega Jóns Þorkelssonar, smiðs. Hann var með smiðju á bak við húsið. Hann stuggaði okkur oft frá, en var oftar okkur hjálpsamur. Ingibjörg Jónsdóttir var hér í Garðhúsum, ættuð austan úr Hreppum. Hún var hé rbarnakennari og lét sig margt skipta. Var hér mikið í félagsmálum, m.a. formaður Kvenfélagsins um áratugi. Hún stóð fyrir mikilli leikstarfi og alls kyns félagsstarfi fyrir Kvenfélagið. Á sumardaginn fyrsta tygjuðu Kvenfélagskonur sig til og komu að sjó og gerðu sjálfar að aflanum í húsi sem Einar lagði til. Þessi afli var styrkasta stoð og sennilega sú helsta að byggja upp  Kvenfélagshúsið og hefur verið okkar helsti samkomustaður. Ingibjörg átti áreiðanlega stærsta þáttinn í þessu.
Ingibjörg af sérstaklega laginn við dýr og menn.”
“Við höldum frá Garðhúsum, upp brekku. Við stöndum fyrir framan myndarlegt kastalalaga hús sem mikið hefur verið í borið.”
“Hér var torfbær. Þetta eru Krosshús. Hér utan við var svonefnda Krosshúsahlið, sem ég nefndi í upphafi. Vilborg og Eyjólfur bjGarðhúsuggu hér, starfssamt fólk. Hann var rólegri, en hún hugmikil. Dóttir þeirra, Guðrún, var farinn að búa hér með Aðalgeir Flóventssyni.
Það eru margir afkomendur þeirra hér.
Lifibrauð var ýmiss konar. Þar sem kýr voru þurfti að hafa þarfanaut. Það var okkar skemmtun stundum að horfa á athafnir manna og skepna. Síðan skeður það að þessi gamli torfbær var rifinn og allt þurrkað út. Einar Einarssonar, sonur Einars í Garðhúsum, byggði þetta stóra og myndarlega hús. Ekkja hans býr hérna ennþá. Það var hann sem byggði þetta stóra og myndarlega hænsnahús. Hann kom hér upp fyrsta bíóinu, sem líka var notað fyrir templarana. Hann var á undan sinni samtíð og fáir áttu jafn mikið og gott myndasafn af ýmsu héðan úr byggðalaginu frá því að hann var ungur drengur og allt til síðustu daga. Það eru örugglega töluverð verðmæti í því”.

Heimild:
-rúv – Jökull Jakobsson, Gatan mín – viðtal við Tómas Þorvaldsson 25. febrúar 1973.

Grindavík

Járngerðarstaðir fyrrum.