Grindavík

Jökull Jakobsson gengur með Tómasi Þorvaldssyni forstjóra um Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Frá 3.mars 1973. Þetta er annar hluti. Her er birtur er meginhluti viðtalsins:

“Við höldum áfram göngu okkar í Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Nú höldum við áleiðis til sjávar. Hér er dálítil skúraþyrping. Tómas Þorvaldsson heldur áfram að segja okkur deili á húsum og fólki.”

Tómas

“Við erum hér á Víkurhlaði, sem kallað er og horfum beint til sjávar. Af einhverju dregur þetta nafn Járngerðarstaði og Þórkötlustaðir. Sagan segir að hér hafi fyrir löngu síðan búið tvær kerlingar; Járngerður og Þórkatla…. Járngerður lét jarða sig hér fyrir framan og sagan segir jafnframt að það hafi verið með þeim hug að piltar, sem kæmu frá Járngerðarstöðum til sjávar, skyldu ganga hér framhjá. Þetta er saga sem lifir í munnmælum.
Vík, þ.e. rústirnar, sem voru hér, það brann íbúðarhúsið fyrir örskömmum tíma. Það sem hér er næst er gamla Víkurhúsið endurbyggt og þar býr fólkið sem var hér síðast í Víkurhúsinu og er afkomendur þeirra er bjuggu hér. Hér bjó Júlíus Einarsson, bróðir Einars í Garðshúsum. Hann var giftur Vilborgu Vilhjálmsdóttur en missti hana snemma á búskaparárum. Ég man fyrst eftir Gísla Jónssyni frá Rafnshúsum og Kristólínu Jónsdóttur, ættuð frá Hópi. Þau áttu þrjár dætur og sex syni. Synirnir voru allir miklir sjómenn og sjósóknara og margir þeirra formenn. Elstir voru tvíburar, Jón og Guðjón. Guðjón var formaður á síðasta áraskipinu sem gert var út héðan. Það var að ég held 1928. Ég man vel eftir því. Hann aflaði geysimikið. Þá voru komnar vélar í fleytur, sem notaðar voru.

Víkurbræður hafa stundað sjóinn af kappi. Nú eru komnir hingað nýir Víkurbræður. Nú býr hér JárngerðarstaðirÞorlákur Gíslason og Valgerður Jónsdóttir og eiga þau marga drengi sem nú eru hinir eiginlegu Víkurbræður. Hér bjó maður að nafni Magnús og kallaður Mangi frændi. Hann var formaður hjá Gísla. Þeir voru báðir formenn og sóttu sjóinn af kappi og eru ýmsar sögur um það hvernig það gekk til. Gísli átti allan útveginn sem Magnús fór með. Einn daginn voru þeir að leggja veiðarfæri, lögðu hér vestur með, en það var þröng og ákaflega naumt fyrir að lenda ekki uppi á mjög slæmu hrauni, vestan við þá. Þrættu þeir um staðsetningar. Annar er sá þáttur er kemur Magnúsi við, eftir að hann var hættur að vera á sjó. Hann hafði gaman að fá sér í staupinu. Þá hafi hann gaman að sýsla eitthvað nálægt sjó. Fór hann eitt sinn niður í naust og setti alla Víkurdrengina um borð og lét þá róa þar af kappi – á þurru landi.
KrosshúsHérna sjáum við tvö útihús. Þar stóð hús sem hét Vallarhús. Fyrir mína tíð bjuggu þarna Símon og Guðrún. Þegar ég man fyrst eftir mér bjuggu hér Þorsteinn Símonarson og Gróa Magnúsdóttir, bæði ættuð héðan úr Grindavík. Þau áttu þrjár syni og eina dóttur og hafa þau verið starfandi hér í byggðalaginu um langan aldur. Þorsteinn lifir konu sína, hún er nýdáinn. Það voru mikil og skemmtileg tengsl milli Vallarhúsa og Járngerðarstaða. Drengirnir og stúlkan léku sér með okkur alla daga. Á milli þessarra húsa fjögurra; Járngerðarstaðanna þriggja og Vallarhúsa, voru samkomur um jólin. Þá komu allir saman og undrar mig hvernig var hægt að koma öllum fyrir, sérstaklega í Vallarhúsum. Þorsteinn vars tór og myndarlegur maður og Gróa var myndarleg líka. Kökurnar hjá Gróu voru sérstaklega góðar. Í mannlegu lífi ber oft skugga á ýmislegt. Einn var sá atburður sem gerðist þarna sem var eitt af þremur þess fyrsta er minntu mig á alvöru lífsins að Magnús sonur þeirra, jafnaldri minn, dó árið eftir að hann fermdist úr botnlangabólgu.
Hinir atburðir voru þeir að hér Vík og Hliðfórst skip með allri áhöfn 1924, ég horfði á það, og svo aftur að stúlka, sem var skólasystir mín, fékk sjúkdóm sem lamaði hana upp að mitti, en sem betur hefur hún verið frísk að öllu öðru leyti. Fleiri voru nú þarna til húsa, vermenn og annað, en ég man sérstaklega eftir einum sem var þarna um langan aldur. Hann hét Jón og var kallaður Jón smali. Það er kannski ekki stór yfirskrift. En í hugum okkar krakkanna var Jón smali stór maður því hann var glaðsinna, léttur og skemmtilegur við okkur. Ég hafði gaman af því að segja okkur frá skútuöldinni því hann hafði verið á skútum í gamla daga. Ég minntist á Velli. Þar bjó Dagbjartur Einarsson og Valgerður Einarsóttir
[
Valgerður var dóttir Guðmundar í Klöpp]. Dagbjartur var bróðir Einars G. Einarssonar í Garðshúsum. Hann var farinn að stunda útgerð, en í flóðinu fór húsið svo illa að það lagðist af.
Þá byggði hann hús hér austar og skírði Ásgarð. Það hefur það búið síðan og þar búa tveir synir Dagbjartar og stunda sjó. Á Völlum Flagghúsiðvar eldri maður er hét Bárður. hann var vinnumaður og hafði sérstakt göngulag. Krakkarnir voru sérstaklega hændir af honum. Fyrst voru við hrædd við hann því hann hafði sterka rödd. Bæklunin stafaði að því að hann hafi fótbrotnað ungur og greri ekki rétt saman.
Strönd voru tíð. Vín rak stundum að landi. Í uppboði var Magna eitt sinn slegin tunna. Kom hann þá með stígvélið, en ekki komst allt í það. Hreppsstjóri spurði þá: “Hvað ætlar þú að gera við afganginn, Mangi?” “Ég sýp það bara”, svaraði hann og átti hann síðan erfitt með að komast upp úr förunni.
Ég reri 11 vetrarvertíðir og af sjö þeirra gekk ég framhjá dys Járngerðar á meðan ég bjó hér á Járngerðarstöðum.

Einarsbúð

Við eru þá komnir á þessa gömlu sjávargötum og stoppum framan við Garð og Hlið. Þegar ég man fyrst eftir mér bjuggu hér á Garði Árni Helgason frá Hvítaársíðu, einstaklega eftirminnilegur persónuleiki, og Petrúnella Pétursdóttir, fríð kona og myndarleg. Þau eignuðust 17 börn en 14 af þeim komust til fullorðinsára og eru mörg þeirra kunn, a.m.k. Svavar Árnason, oddviti okkar frá 1946, ef ég man rétt. Hann hefur komið mjög við sögu Grindavíkurhrepps. Eins og gefur að skilja var hluti af þessu húsi sem við sjáum núna ekki áður fyrir hendi svo þar hefur verið ákaflega þröngt, en þar sem hjartað er þar er húsrými. Árni þjálfaði kirkjukórinn og voru æfingarnar haldnar hér og undrar mig hvernig æfingarnar gátu átt sér stað. Svavar er okkar organisti í kirkjunni og æfir kór. Hlutur húsfreyjunnar hlýtur að hafa verið stór við þessi þrengsli.
JárngerðardysHér er Hlið. Þegar það er að verulegu leyti í sama formi og þegar ég man fyrst eftir mér. Þetta hús átti Guðjón Einarsson héðan úr Grindavík og María Geirmundsdóttir, ættuð undan Eyjafjöllum. Guðjón var mikill sjósóknari og var formaður hér í hálfa öld, byrjaði snemma sjósókn. Hann var kvikur og snar í snúningum, ákaflega skemmtilegur þó hann ætti til að vera kvatur og snar í fyrirskipunum. Hann stundaði fyrstur manna lúðuveiðar og voru ótaldar lúðurnar sem hann dró með eigin höndum, sérstaklega yfir sumarmánuðina. Ég man eftir því að á heimilinu var, auk barnanna, gamall maður er Björgólfur hét og vann hjá þeim á meðan hann gat unnið og annar með honum sem Stefán. Þeir voru í sama herbergi og fluttist síðan til fólksins í Vík. Björgólfur var börnunum ákaflega góður. Honum þótti gott vín, lét hálfu árin þó líða án þess að líta á þetta en tók síðan tarnir. Eina sögu sögu heyrði ég og hefur honum þá þótt nóg um. Það var gjá hér fyrir utan húsið. Eitt sinn tók hann sig til, tók vínið og henti því í gjána. Þegar hann var spurður sagði hann að þetta gengi ekki lengur…
TómasHér er gróin vegghleðsla. Hér stóð hús, hét Rafnshús. Það hefur  verið nokkuð gamalt því það kemur upp í Jarðabók Árna Magnússonar. Það var búið í þessu fram yfir 1935, að vísu var farið að nota það sem verbúð þá. En þegar ég man fyrst eftir mér bjuggu hér Jón Jónsson og Maren Jónsdóttir. Maren var systir Sæmundar á Járngerðarstöðum og Einars Jónssonar í Garðshúsum og sonur þeirra var Gísli í Vík. Framar höfum við grænan blett fram í kantinn. Þar stóð hús sem hét Kvíghús. Gömul kona, Steinþóra Einarsóttir, sagði mér að hér hafi verið búið, en flutt var úr því er sjórinn var farinn að ganga að því. Hér utar á þessum græna hól var timburhús, Akurhús, en það tók af með öllu í flóðinu 1924. Það fór hér upp á tún í heilu lagi. Krakkarnir týndu hér karfa og keilu eftir á og meira að segja undan húsinu. Hér bjuggu Valgerður og Páll, mesta dugnaðarfólk, og af þeim eru komið margt fólk. Eftir þetta byggðu þau annað hús uppi í plássinu; Pálshús.
Í miðju Gamla bryggjantúninu handan við veginn stóð hús, Eiði. Faðir minn, Þorvaldur, og móðir mín, Stefanía, byggðu þetta hús í stríðslokin Fyrri heimsstyrjaldar. Þau bjuggu  þarna um nokkurra ára skeið. Þar var fyrsta símstöðin. Móðir mín undi ekki hag sínum þarna allt of vel eftir einhvern draum sem hana dreymdi svo þau byggðu annað hús á Járgerðarstöðum og fluttu þangað. Í flóðinu 1924 varð að bjarga fólkinu út um loftgluggann. Húsið var í byggð fram yfir 1950 en þá var það rifið seint á 5. áratugnum.”
“Framar er húsaþyrping. Neðar er gömul bryggja, brotin í sjó. Athafnasvæðið hefur færst frá þessum stað. Tómas á héðan margs að minnast. Oft hefur verið hér meira um manninn.”

Gamla höfnin

Hér var mikið líf og fjör í minni bernsku og raunar mikið lengur, allt fram í seinni heimsstyrjöldina. Þá fór öll sjósókn hér fram hér frá þessum vörum sem viðhorfum hér fram á. Bryggjan var byggð um 1930 og síðar. Lendingin var áður hér til hliðar, beggja vegna þessarar bryggju. Klöpp liggur undir bryggjunni. Skipin voru sett niður og tekin upp morgna og kvölds með handgerðum spilum þegar farið var að róa. Þetta var erfitt verk. Þessi svæði sem við horfum á hér í kringum okkur eru gömlu skiptivellirnir. Þá var fiskur færður hér upp á skiptivöll og honum var skipt milli skipshafna og það var kallað að skipta í fjöru og hver skipverji gerði að sínum hlut. Maður var stundum sendur niður í fjöru til að fylgjast með þegar skipin komu og hve margir seiluðu. Þegar við gátum sagt frá því þegar við komum heim gat fólkið reiknað út hver mikið aflaðist. Síðan var allt borið upp á bakinu allt fram til 1930 og skipt hér eins og ég greindi frá áðan.
Þá voru fleiri og erfiðari handtökin við fiskinn en hér áður.
Húsin voru mest fiskverkunarhús og verbúðir. Sumt er farið en sumt er enn í gamla forminu. Eitt Einarsbúðhöfum við hérna, en það er gamla búðin, verslun Einars í Garðhúsum. Hann  verslaði þar í mög ár. Verslunin var eins konar samkomustaður þegar landlegur voru, hér fór fram fréttaflutningur og menn stóðum í vomum, þ.e. menn stóðu og biðu ef þannig var veður. Einar umbar þetta allt ákaflega var og var oft hrókur alls fagnaðar. Einar var einskonar plásskóngur, svipmikill maður, stór í skapi, en frá barnæsku voru samskipti mín við hann ákaflega góð. Hann bauð alltaf góðan daginn. Þegar ég átti seinna viðskipti við hann byggðist það á gagnkvæmu trausti. Þegar verkalýðshreyfingin kom sterk inn og gat ekki komist hjá því að átök og sviptingar ættu sér stað.

Grindavíkurhöfn

Í svona litlu byggðalagi og fámennu fór ekki hjá því að í verkalýshreyfingunni tóku þátt menn sem Einar hafði lánað og stutt. Einari tók að sárt að sumir urðu forystumenn í hreyfingunni. Bein átök voru þó aldrei, en viss ágreiningsatriði komu upp á meðn þetta var að ganga yfir og stormar fóru yfir byggðalagið, en þetta hefur allt sléttast út og eru afkomendur hans ágætisfólk.
Hér neðar er vik í fjöruna. Þetta vik heitir Staðarvör. Hér mun Brynjólfur biskup Sveinsson og kannski fleiri gert út og ráðið ríkjum á stóljörðinni. Og akkúrat hér, 3-4 metra frá okkur, man ég eftir gömlum húsatóftum og var mér sagt að það væru gömlu búðartóftirnar frá vermönnunum sem Brynjólfur biskup hafði, en það er kunnugt að það henti geysilegt slys árið 1602 á þorranum þegar þessar skipshafnir voru að koma hingar til vetrardvalar til sjósóknar að þá fórst Skálhólsskipið með allri áhöfn hér út af Hópsnestánni. Þar með lauk stórskipaútgerð Skálholtsstóls héðan, en útgerð hélt áfram héðan og frá Selatöngum og víðar.

Grindavíkurkirkja

Við kirkjuna má sjá röð af gömlum húsum.  Kirkjan var flutt frá Staðarhverfi árið 1909. Tvö húsanna voru í byggð hér áður fyrr, þ.e. Akrahóll og Akrakot. Í Akrahól bjó á þessum tíma Sigurður Árnason og Gunnhildur Magnúsdóttir með börnum sínum sem voru þá öll ung en eru nú öll búsett hér í Grindavík. Sigurður var sérstæður persónuleiki. Hann var mjög glaður og var einn af þeim mönnum sem gat gengið inn á hvert heimili hér án þess að banka. Gunnhildur var stór og myndarleg kona. Í Akrakoti bjó Magnús Guðmundssom, bróðir Tómasar afa míns á Járngerðarstöðum. Kona hans hét Þóra. Magnús þótti sérstök týpa, þurfti alltaf að tala mikið við unglinga og börn og sérstaklega við skepnur, allt í góðum tón.

Vorhus-3

Austan við kirkjuna standa 4 hús með nýstísku númerum. Þetta eru Litla-Gimli og Stóra-Gimli, Templarinn og Vorhús. Á Litla-Gimli bjó Helgi Elíasson. Hann var barnakennari, reyndar fyrir mína tíð. Kona hans var Elín Eyjólfsdóttur, dóttir Vilborgar og Eyjólfs í Krosshúsum. Þau áttu eina dóttur, Vilborgu, sem nú býr á Járngerðastöðum. Á Stóra-Gimli bjuggu Hallbera og Árni. Þau voru orðin gömul þegar ég var ungur. Raunverulega bjuggu hér Ólafur Árnason og Gunnhildur Pálsdóttir. Gunnhildur var frá Akurhúsum, sem tók af og getið var um hér áðan.
Handan við götuna eru Vorhús. Fyrir mitt minni bjuggu Guðmundur og Sigurveig, en í mínu ungdæmi bjuggu hér Ráðheildur Guðjónsdóttir, dóttir Guðjóns á Hliði, og Sigurgeir Jónsson frá Hrútarfirði, elskulegt fólk. Sigurgeir var stór og mikill og átti einsklega gott með að umgangast fólk. Börn þeirra eru ákaflega dugandi fólk hér í byggðalaginu.”

Heimild:
-rúv – Jökull Jakobsson, Gatan mín – viðtal við Tómas Þorvaldsson 3. mars 1973.

Grindavík

Grindavík.