Björgunarsveit

Mánudaginn 28. des. 2009, frá kl. 18:00-20:00, var skipulögð dagskrá í sal Björgunarsveitarinnar Þorbjörns við Seljabót í Grindavík undir heitinu “Byggð bernsku minnar“.

Börgunarsveit

Merki Björgunarsveitar Þorbjarnar.

Yfirskriftin var vísan til fyrra bindis æviminninga Tómasar Þorvaldssonar, en dagskráin var tileinkuð 90 ára afmæli hans. Tómas fæddist 26. des. 1919. Hann lést 2.des. 2008.
Kristinn Þórhallson, Óskar Sævarsson og fleiri sögðu sögur af Tómasi og störfum björgunarsveitarinnar, en auk fjölþættra starfa á æfinni sinnti Tómas mörgum framfaramálum í sinni heimabyggð.
Sonur Tómasar, Gunnar, var með einkar áhugaverða myndasýningu og gömul björgunartæki voru til sýnis. Kvennadeildin var með fiskisúpu til styrktar björgunarstarfinu. Allir voru velkomnir. Samkoman var mjög vel sótt, enda húsfyllir.Hlífðarfatnaður
Tómas var fyrsti formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík 1947 og gegndi því starfi til ársins 1977. Þá tók hann við formennsku í Slysavarnadeildinni Þorbirni í Grindavík og sinnti henni til ársins 1987.
Í tilefni afmælisins færði Eiríkur Tómasson, f.h. fjölskyldunnar, björgunarsveitinni kr. 1.000.000- til styrktar starfseminni.
Samkoman var liður í Viðburða- og menningardagskrá Grindavíkurbæjar og Saltfisksetursins 2009.

Björgunartæki

Fyrsta fluglínubyssan hjá Þorbirni.