Selatangar

“Tilefni þessara lína er grein Gunnars Benediktssonar í Morgunblaðinu 7.6. sl. þar sem hann fjallar vel og ítarlega um Hettuveg á Sveifluhálsi (gamla þjóðleið).
Selatangar-511Fyrir útivistarfólk og þá sem áhuga hafa á grónum götum eru svona greinagóðar lýsingar mikill fengur og ómetanlegur.
Á milli Krýsuvíkur og Grindavíkur er gömul verstöð, Selatangar. Um nokkurt skeið hef ég velt því fyrir mér hvaða leiða austanmenn (t.d. frá Skálholti) fóru á Selatanga. Efalaust hafa einhverjir „sögu- og náttúruflækingar” rambað á þessa götu fyrir löngu en ég fann hana fyrir stuttu og varð montin af. Þeir sem hafa komið í Húshólma (Gömlu-Krýsuvík) sem er neðan og suðvestan Krýsuvíkur ganga um djúpa hraungötu frá austri til þessa að kqmast í hólmann sem umlukinn er Ögmundarhrauni.
Við fyrstu vangaveltur um verleiðina að austan á Selatanga kom mér í hug að menn hlytu að Selatangar-512hafa farið í gegn um Húshólmann og svo áfram vesturúr. Eitt vorið þvældist ég um allt hraunið milli þessara tveggja staða og fann ekki smugu fyrir hests- né mannsfót (mátti þakka fyrir að halda mínum heilum).
Um daginn brölti ég svo upp á Núphlíðina (suðurenda Núphlíðarhálsins – Vesturhálsins) og góndi stíft niður yfir hraunið. Beint niður af Núphlíðinni er hraunkantur (skil tveggja hrauna). Eystra hraunið er grófara en það vestara. Ég sá götuslóða um allt og einnig niður með umræddum kanti, vísast bara rollugötur, og þó… Þarna fann ég loks gömlu austangötuna á Selatanga. Hún liggur frá Núphlíðinni, þar sem fólkvangsvarðan stendur, og niður með hraunkantinum. Víða er hún grópuð í klappirnar eftir hestahófa.
selatangar-506Þegar komið er niðurundir tangana sveigir hún til vesturs og endar á sandslettu í viki austan undir bílastæðinu. Gangan tekur 15-20 mín. Vestanleiðin á Selatanga er augljós, en hún liggur frá Ísólfsskála um hraunið og beint í verið.
Frá Núphlíðinni til austurs liggur svo þjóðleiðin fast með hlíðinni, þ.e. milli hrauns og hlíðar, og yfir hraunið þar sem styst er að Latstöglum. Þar er vegprestur sem segir: Óbrennishólmar – Latur. Gatan fylgir svo töglunum að norðvestan, liggur næst yfir hálsinn við Latafjall og rennur þar spottakorn saman við úverandi bílveg. Austan við Latafjall er hún svo auðrakin um Ögmundarhraun eftirvörðum og ofan við núverandi veg.”

-SESSELJA GUÐMUNDSDÓTTIR,
áhugamaður um grónar götur,
Mosfellsbæ.

Heimild:
-Morgunblaðið, Selatangar – “Týnda leiðin”, Sesselja Guðmundsdóttir, 13. júlí 1998, bls. 47.

Selatangar

Selatangar – refagildra.