Járngerðarstaðir

Á og við Járngerðarstaðatorfuna má finna ótal örnefni, sem ýmist tengjast atburðum er eiga að hafa átt sér þar stað fyrrum, ábúendum, átrúnaði eða öðru. Hér á eftir eru taldin upp nokkur örnefni. Þau hafa verið færð skilmerkilega inn örnefnauppdrátturá drög af uppdrætti af svæðinu, öðru áhugasömu fólki til glöggvunar. Nú hafa einnig verið gerðir slíkir uppdrættir af vestasta hluta Járngerðarstaðahverfis, þ.e. svæðinu ofan við Stórubót og Gerðavöllum að Stekkhól, mörkum Húsatópta, Hópssvæðinu, Þórkötlustaðanesi og Stað. Framundan er að gera uppdrátt af Þórkötlustaðahverfinu og Hrauni.
Járngerðarstaðahverfi er næst utan við Hóp. Upplýsingar um eftirfarandi örnefni eru frá Þorsteini Bjarnasyni frá Háholti, Ingibjörgu Jónsdóttur kennara, systur hans, Sæmundi Tómassyni frá Járngerðarstöðum, Spítalastíg 3 í Reykjavík, Guðsteini Einarssyni hreppstjóra í Grindavík o.fl. Það var Ari Gíslason sem skráði. Farið var með Guðjóni Þorlákssyni í Vík um svæðið með það fyrir augum að skoða þegar skráð örnefni og til að benda á önnur, óskráð.
TóftFyrst er það ströndin og fjaran að vestan til austurs. “Næst austan við Stórubót eru klettar sem ganga fram í sjó og heita Vestri-Hestaklettur og Eystri-Hestaklettur. Örnefni þau sem hér hafa verið talin eru öll í fjörunni en upp frá því er landið bakkar og sléttarhraunklappir. Ofan við Eystri-Hestaklett er svonefnd Engelskalág sem er nú að fyllast upp. Þar var eitt sinn barist við Englendinga. Austur af Eystri klettinum er Hvítisandur og þar næst austur er Stakibakki sem nær fram í kambinn. Hér er kamburinn að vinna á en bakkinn að minnka af sjávargangi. Fram af þessu plássi eru svonefndar Flúðir milli Eystri-Hestakletts og Stakabakka.
Næst við Stakabakka er vik sem heitir Litlabót og nær hún að Lönguklettum. Út úr Litlubót er rás sem heitir Litlubótarrás og liggur í Önnulón í sjó. Austan við rásina er Litlubótarpyttur. Við hann er Pyttsker. Vestarlega í Lönguklettum er Fúlalón. Framar í fjörunni er Sölvalón. (S.T. þekkir ekki Ormalón sem sagt er í Garðhúsafjöru.) Næst Lönguklettum heita Vestri-Þanghóll og Eystri-Þanghóll. Í stórstraumsflóðum fellur að þeim en þeir fara ekki í kaf.
Fram af Þanghólum og milli þeirra eru berar klappir er heita Sjálfkvíar eða Sjálfkvíarklöpp og Sjálfkvíarlón er þar fram af. Milli Sjálfkvíarklappar og Litlubótarrásar er Rafnshúsafjara. Þar höfðu Rafnshús leyfi til að skera þang. Áfram austur eftir er malarkampur. Austan við Eystri-Þanghól er Fornavör.
Draugalón er í kvos milli Eystri-Þanghóls og Í JárngerðarstaðahverfiSjálfkvíarklappar. Það er fúll pyttur, 3-4 metrar á dýpt sem þang safnaðist í og fúlnaði. Langitangi er austan við Fornuvör niðri í fjöru og kemur ekki upp nema í stórfjöru. Þar var farið í beitifjöru í gamla daga. Upp af Langatanga er Garðhúsafjara en austan við hann er Helgubás. Sumir nefna Langatanga Kvíhúsatanga. (S.T. hefur ekki heyrt um Akurhúsavör.)
Upp af Fornuvör eru leifar eftir Kvíhús niðri á sjávarbakkanum og þar eru Gömlu-Rafnshús um 150 m austar. Akurhús sópaðist af grunni í sjávarflóði 1925 en þá urðu nokkrir bæir að hólma. Kamburinn framan við Kvíhús og Akurhús er kenndur við bæina, Kvíhúsakambur og Akurhúsakambur. Tangi gengur þarna fram sem heitir Akurhúsanef. Vestan við nefið eru fjörurnar nefndar Vallarhúsafjara og Akurhúsafjara. Austan við Akurhúsanef er komið að gömlu lendingunum. Þar var kallaður Gamlisjór. Næst nefinu var Stokkavör, þá Suðurvör og síðan Norðurvör sem hét öðru nafni Skökk. Næst austur Járngerðarstaðiraf er Staðarvör. Þar var uppsátur Skálholtsskipa og síðar útgerðin. Þegar S.T. fékk lóð þarna og gróf niður í kálgarði sínum voru þar fyrir vaðsteinar og brýniskubbar o.fl. í axlardýpt.” Kálgarðurinn var við Varir, sem er gegnt Flaggstangarhúsinu.
Þá er komið inn (austur) fyrir hina nýju varnargarða. Þar hefur orðið talsvert rask síðan bryggjan í Járngerðarstaðahverfi var byggð og grafið var inn í Hópið, auk varnargarðanna.
“Næstur er Svartiklettur austan við Staðarvör, upp úr sjó í fjörunni. Þar upp af heitir Svíri, klettahryggur sem aðskilur Hópið frá sjónum. Út af honum kemur vestri garður hafnarinnar. Vegur liggur eftir Svíra fram á bryggjurnar sem eru innan á hafnargarðinum. Á Svíra var hlaðin varða, Svíravarða, en áður bar Svartiklettur þetta nafn. Fram af Svíra gengur Vestri-Rifshaus að mynninu á Hópinu. Hópsós er aðalósinn á Hópinu, líka nefndur Ystiós en einnig voru þar smáósar, Miðós og Barnaós vestastur. Miðós var dýpkaður og gerð innsigling eftir honum inn í Hópið en hinir eru horfnir við uppfyllingu. Þegar ekki var lendandi í vörunum áður fyrr var farið inn í Hóp og lent í Kvíaviki en það hefur nú verið fyllt upp og byggðir tankar á því.

Í Járngerðarstaðahverfi

Kvíavikið var suðvestan við Álfsfit, innan við Svíra. Úr vikinu til vest-suðvesturs vottaði fyrir troðningum um síðustu aldamót sem kallaðir voru Eyrargata. Sagnir voru um að það væri kirkjugata frá Þorkötlustöðum að Stað en þá átti Hóp að hafa verið grasi gróið valllendi. Sagnir voru einnig um að Staður hafi verið í miðri sókn áður fyrr.” Samnefnd gata lá einnig milli Hrauns og Þórkötlustaða, yfir Slokahraun og með (þá) sendinni ströndinni yfir Þórkötlustaðanesið.
Og þá er horfið aftur að upphafsstað og nú farið ofan strandar. “Nú er að bregða sér aftur á þurrt og koma að Markhól sem fyrr var getið. Fyrir ofan og austan hann er Stórhóll, sem áður er getið. Þar austur með er Hrafnagjá upp af Sandvikinu, en hún liggur til austurs. Stekkjarhólar eru rétt niður við kampinn.
Á Gerðavöllum er allt fullt af görðum. Þeir eru hlaðnir á tvo vegu við vellina og eiga að vera eftir Junkarana en þeir reru til skiptis eftir veðri úr Grindavík og Höfnum (Njarðvíkum) eftir því sem sögurnar segja. Fóru þeir með skipin á milli og hét þar Skipsstígur. Hellurnar eru kallaðar upp af Engelskulág.  Grasslakki er milli kambsins og Hella. Hellur eru ávalar og lágar hraunhellur og var þar þurrkað þang á haustin. Upp af Hellum fjær sjó eru Hraunsstekkjarbrunnar sem eru tjarnir. Ganti er klettarani með grasi utan við túnhliðið og Traðirnar voru þar frá bæ vestur úr. Grasbrekka eða bolli er í Ganta sem er hraunhóll sléttur að ofan og er af honum mikið útsýni.” Suðvestan í Ganta er tóftarbrot, sennilega hlaðið gerði í tengslum við Hraunsstekkinn og Hraunsstekkjarbrunna. Við þá er stekkurinn og sést hann enn.
“Hliðið á túngirðingunni að vestan hét Tíðahlið en þá var grjóGömul gatatgarður kringum túnið allt. Um hliðið var farið þegar farið var til tíða að Stað. Aðeins utan við túngirðinguna sunnar er Píkuskarðsklettur. Á móti honum innan túngirðingar er Sölvhóll (S.T. þekkir ekki nafnið Sölvaklett.) Hólsbyrgi er grösug hæð utan túns. Þar var hádegi frá Járngerðarstöðum. Það er austan við Litlubót.” Hólsgarður er heillegur austan í Sölvhól.
“Norður af bæ á Járngerðarstöðum er Vatnsstæði. Suður af bænum er Dalur. Í honum er tjörn sem gætir flóðs og fjöru í. Sunnan við Salinn er Sölvhóllinn. Hann mátti ekki slá því þá sólbrann hann. Upp af Vatnsstæðinu er Einisdalur. Þar vestan við túnið er Einisdalshraun en suður af því eru Hraunsstekkirnir. Niður af Vatnsstæðinu, vestan við gamla heimabæinn, er Bóndastekkatún. Austan við Járngerðarstaði var kot sem hét Langi eins og áður er getið. Túnið milli Járngerðarstaða og Garðhúsa var Langatún. Fyrir framan Garðhús hét Helgavöllur. Næsta spilda niður að dalnum og Vallarhúsum heitir Helmingavöllur. Vestan við Járngerðarstaði, sjávarmegin við Traðir, er Halavöllur. Norðan við Traðirnar meðfram garðinum var Skjölduskák en fjær var Fjósaskák. Drumbar voru norðar að Garðhúsatúni, norðan við Fjósaskák.
Þá skulum við aftur koma að Hópinu þar sem frá var horfið við Svíra. Áfram austur með því er Álfsfit og Krosshúsvikradalur næst bryggjunum. Þá er Rafnshúsafit austan við Krosshúsvikradal og Eystri-Vikradalur er þar fyrir austan. RafnshúsEr þá komið á merki móti Hópi.
Verður nú tekið það sem eftir var af landi jarðarinnar og haldið til heiðarinnar. Skammt fyrir ofan þorpið er gjáin Silfra. Er sagt að í henni sé fólgin kista full af silfurpeningum. Gjá þessi er upp af Vatnsstæðinu.” Ofan (norðvestan) við Silfru er Nautatún. “Fast við það [Vatnsstæðið] er varða við veginn til Keflavíkur og heitir hún Títublaðavarða. Fleiri gjár eru og hér. Stamphólsgjá er ofan við byggð í Járngerðarstaðahverfi. Hún er einnig í Hópslandi að hluta. Svo er Gjáhúsagjá í túninu. Upp af Silfru voru Eldvörpin en þau eru nú horfin því herinn sléttaði þau út. Vestur af þeim er Eldborg. Þar upp af er graslendi sem nefnt er Lágafellsheiði. Um hana lá vegurinn til Keflavíkur.”
Kjöthóll sést vel við Dalinn sunnan Járngerðarstaðatorfunnar. Þá sést og vel móta fyrir hinum gamla túngarði Járngerðarstaða er náði frá Nautagjá um Drumba og Langatún yfir að hæð þeirri er Krosshús og fleiri standa á nú. Þar beygði garðurinn til suðausturs og sést móta fyrir honum þar. Gömul gata lá sunnan við Sæból og sést enn í túninu.
“Gæðingadys” er myndarlegur hóll í Garðhúsatúni, norðan Garðhúsa. Þar dysjaði Einar Jónsson í Garðhúsum gæðinga sína með fullum reiðtygjum “með höfðinglegum hætti”.
Og ekki má gleyma dys Járngerðar, sem mun vera undir Verbrautinni gegnt Gömlu-Vík. Sjá má í eitt hornið hennar, skv. upplýsingum Tómasar Þorvaldssonar frá Járngerðarstöðum.

Heimildir:
-Örnefnaskrá fyrir Járngerðarstaði – Örnefnastofnun Íslands.

Í Járngerðarstaðahverfi

Járngerðarstaðahverfi.