Færslur

Selatangar

Í Morgunblaðiðinu 1967 er grein, sem segir frá “Magnúsi Hafliðasyni á Hrauni“, Eyjólfi J. Eyfells og Jóhannesi Kolbeinssyni af ferð þeirra á Seltanga.

Selatangar

“Við vorum á leið suður á Reykjanesskaga, ætluðum að koma við hjá Magnúsi Hafliðasyni á Hrauni, þeirri kempu. Ferðinni var heitið að Selatöngum, þar sem gamlar búðatóttir standa enn og vitna um lífsbaráttu fólks með seltu í blóði. Nú hafa þeir safnazt til feðra sinna, sem fundu kröftum sínum viðnám í Tangasundi. Magnús er þaulkunnugur á þessum slóðum. Það eru þeir reyndar einnig félagar mínir í bílnum, Eyjólfur J. Eyfells listmálari og Jóhannes Kolbeinsson smiður, sá vinsæli leiðsögumaður Ferðafélagsins.
Við höfðum áður komið saman að Selatöngum. Það var í fyrravor. Þá var bjart yfir sjó og landi og sæmilegt veður, en hann hryggjaði við ströndina.
Þegar við komum að Selatöngum rýndum við í búðartóttirnar og horfðum yfir sundið. Á meðan dró hann saman í vestrinu. „Hann er fljótur að drífa í”, sagði Jóhannes, og átti við að hann værl fljótur að hvessa. Jóhannes og Eyjólfur eru gamlir sjómenn.
Það má stundum heyra á tungutaki þeirra.
Þegar við ókum heim úr þessari ferð, fórum við fram hjá Hrauni og ákváðum þá að skreppa aftur suður eftir og taka Magnús með.
Nú vorum við aftur á leið að Selatöngum til að uppfylla gamalt loforð, sem við höfðum gefið sjálfum okkur.
SelatangarÍ upphafi ferðar spurði ég Jóhannes um Selatanga.
„Það er bezt að þú spyrjir Magnús á Hrauni um þá”, sagði Jóhannes”. „Ég gæti ímyndað mér að hann kunni skil á sögu þeirra.
Á Seiatöngum var verstöð frá því á 14. öld”, bætti hann þó við. „Þá rann Ögmundarhraun og eyðilagði lendinguna í gömlu Krýsuvík, sem nú heitir Húshólmi og er nokkru fyrir austan Selatanga. Þar má enn sjá gróðurbletti og bæjartóttir”.
Úti var nepjukaldi og það hafði snjóað. Eyjólfur, sem sat í framsætinu, pírði augun og sagði:
„Hann er daufur yfir Reykjanesfjallgarði”.
„Ætli snjói í Grindavík”, spurði ég.
„Ónei”, svöruðu þeir einum rómi.
„Kannski hefði ég átt að koma með koníakspela til að ylja ykkur”, spurði ég.
„Nei”, sagði Eyjólfur, „ég drekk ekki koníak nema í heitu.
Selatangar„Hann vill ekkert kuldaskólp”, sagði Jóhannes. Eyjólfur sagði: „Þegar Helgi lóðs kom eitt sinn fullur heim — hafið þið heyrt það — þá segir konan „Æ”, segir hún, „farðu nú að hátta, Helgi minn, og biddu guð fyrir þér”.
„Ha”, segir karlinn, „guð?
Nei. ég vil engan guð”. „Hann vill ekki einu sinni guð”, segir þá konan”.
Þar með var koníakið úr sögunni.
Jóhannes skimaði í allar áttir eins og gömlum sjómanni sómdi.
„Hann verður líklega hægur í dag”, sagði hann. „Hægur útsynningur, en kular í élinu.
Gæti orðið svolítið brim”.
„Þó það nú væri, þetta opna haf, sagði Eyjólfur.
„En hvað um Selatanga”, skaut ég inn í.
„Þar var útræði fram um 1880″, sagði Jóhannes. „Þá þótti staðurinn útúr og farið að brydda á nýjum tíma í Grindavík og víðar”.

Selatangar

Selatangar – verbúðartóft.

„Ætli þar hafi orðið mikil slys?” spurði ég.
„Óljósar sagnir eru um slys”, sagði Jóhannes. „En ekki áreiðanlegar”.
„Hefurðu séð nokkuð þar, sem bendir til slysa”, spurði ég Eyjólf.
„Nei, ég heyrði bara délítinn söng úr einni tóttinni, þegar við vorum þar í fyrravor.
Já, reyndar hef ég alltaf heyrt söng úr einni tóttinni, þegar ég hef komið að búðunum. Þeir hafa sungið mikið í gamla daga.
En ég heyrði engan söng, þegar við Jóhannes fórum þangað í vor. Þá var eitthvað bölvað rifrildi í einni tóttinni”.
„Já, þú varst að tala um það”, sagði Jóhanrnes. „Ekki heyrði ég það”.
„Nei, þú heyrðir það ekki”, sagði Eyjólfur. „Ég heyrði það aðeins fyrst þegar við komum að tóttarbrotunum, en svo var eins og það dæi út. Ég kom fyrir mörgum árum í herbergi í húsinu Nýlendugötu 19. Húsráðendur, sem voru kunningjar mínir og vissu að ég só stundum ýmislegt, sögðu: „Sérðu ekki eitthvað?”
„Ojú, ekki get ég neitað því.
Selatangar
Ég sé einhvern slæðing”, segi ég. „Það er gömul kerling úti í horni, hún er að bogra yfir einhverju og öll í keng”.
Ég lýsti henni fyrir fólkinu, sem sagði að lýsingin stæði heima. „Þetta er hún Guðrún gamla í Stafnesi, hún átti heima hér og hafði prjónavélina sína í horninu því arna”. Það hefur orðið eitthvað eftir af henni þarna”.
„Orðið eftir”, endurtók ég.
„Já, tilveran er undarleg.

Miðdegishnúkur

Miðdegishnúkur á Sveifluhálsi.

Hún skilar öllu. Þetta voru eftirstöðvar af Guðrúnu. Hún var þarna auðvitað ekki sjálf. Ég skynjaði engan persónuleika í mynd bennar. Hér sitjum við og tölum saman, og það geymist. En einhvern þeirra sér eða heyrir einhver til okkar. Þá verðum við kannski komnir langleiðina inn á astralplanið.”
Við hlustuðum á Eyjólf, þögðum. Nú talaði sá, sem hafði sjón og heyrn til tveggja heima. Bílstjórinn dró jafnvel úr ferðinni, og var farinn að leggja við hlustirnar. Eyjólfur átti leikinn.
„Það hefur verið mikill söngur í gamla Kleppsbænum”,
sagði hann. „Þegar ég kom fyrst að bænum, var hann yfirgefinn, en uppistandandi.
Þá heyrði ég sálmasöng. Þeir hafa líklega samvizkusamlega lasið húslestrana sína og sungið sálma, gæti ég trúað, kannski ekki veitt af”.
Það varð þögn.
“Hefurðu séð nokkuð”, gaukaði ég að Jóhannesi.
„Nei, ekkert”.
„Jú, hann hefur séð margt”, sagði Eyjólfur. „Hann hefur séð margt fallegt. Hann befur séð há og tignarleg fjöll í öllum veðrum. Hann hefur horft yfir öræfin og þekkir ótal örnefni. Hann hefur séð það sem er eftirsóknarverðast, landið okkar í allri sinni dýrð”.
„Já”, sagði Jóhannes, „það hef ég. En maður þarf ekki að vera skyggn til þess”. „Þú varst að lýsa fyrir mér dularfullri reynslu, þegar við fórum suður eftir í fyrravor”, fullyrti ég.
„Ekki man ég það”.
Ögmundadys
„Þú varðst var við eitthvað í skálanum á Jökulhálsi” sagði Eyjólfur.
„Það var óvera”, sagði Jóhannes. „Ég sá eitthvað, en aðrir sáu það ekki síður. Það var atfarsterk fylgja. Maður, sem var dáinn fyrir 16 árum.
Hann hefur líklega verið að fylgjast með þessu ferðalagi okkar”.
„Kannski hann hafi ekki verið þarna sjálfur, ætli það hafi ekki bara verið hugur hans, sem fylgdist svona sterklega með ykkur”, sagði Eyjólfur.
Úlfljótsvatn„Jú, ætli það hafi ekki verið”, sagði Jóhannes. „Og hugur hans hefur þá umbreytzt í persónu hans”.
„Sá sem sézt annars staðar en hann er”, sagði Eyjólfur, „birtist venjulega í réttri mynd sinni. Við skiljum svo lítið brot af tilverunni, skynjum aðeins yfirborð hennar og misskiljum flest. Við erum, þrátt fyrir góðan þroska á veraldarvísu, mjög ófullkomin”.
Jóhannes stóðst ekki freistinguna, en sagði: „Ég er fæddur og uppalinn að Úlfljótsvatni. Einhverju sinni um haust, eða um líkt leyti og nú — já, það var áreiðanlega í byrjun nóvember — var ég bak við hesthúsið að leysa hey handa beljunum. Það var kvöld og svartarnyrkur. Þá beyri ég að hundarnir gelta. Traðirnar lágu hein að hesthúsinu. Það hafði verið frost, en klökknaði þennan dag og holklakinn farinn að slakna.
Ég heyri að einhver ríður traðirnar heim að besthúsinu, stansar og fer af baki. Ég heyri hringlið í beizlisstöngunum, þegar taumarnir eru teknir fram af hestinum. Einhver gengur að dyrunum, ég legg víð hlustirnar —, maðurinn staðnæmist og kastar af sér vatni. Svo heyrist ekki meir og hundarnir hætta að gelta. Ég geng að hesthúsdyrunum og huga að því, hver geti verið þanna á ferð, en sé engan. Það var meiri ákoman”.
Þetta er nú meiri guðfræðin, hugsaði ég. Svo spurði ég Eyjólf:
„Er ekki sjaldgæft að menn séu að kasta af sér vatni hinu megin?”
Hann hristi sitt silfurgráa höfuð.

Úlfljótsvatnskirkja

Úlfljótsvatnskirkja.

„Þú misskilur þetta allt”, sagði hann. „Það sem Jóhannes varð vitni að var ekki annað en gamalt bergmál. Hann upplifir af einhverjum ástæðum, að einhverjum hefur orðið mál fyrir mörgum öldum. Annað er það nú ekki. Ekkert í tilverunni er svo ómerkilegt að það týnist í glatkistuna. En hvernig eigum við, þessir líka maurar í mannsmynd, að skilja að það er ekkert til sem heitir fortíð, nútíð eða framtíð. Það er hægt að sýna kvikmynd eins oft og hver vill, þannig er einnig hægt að upplifa svipmynd þess sem var. Líf okkar geymist á dularfullan hátt”.
Ég sneri mér að Jóhannesi og spurði um dvöl hans á Úlfljótsvatni?
„Faðir minn var bóndi þar í 26 ár”, sagði hann. „Hann dó 25. marz sl. 94 ára gamall.
Hann hét Kolbeinn Guðmundsson. Hann lá ekki rúmfastur nema 3 vikur. Annað hvort voru menn í gamla daga ódrepandi eða ekki”, sagði Jóhannes og brosti.
„Heldurðu að Jóhannes eigi eftir að verða 94 ára”, spurði ég Eyjólf.
„Nei-i”, svaraði Eyjólfur dræmt.

Katlahraun

Kaltlahraun – Selatangar fjær.

„Heldurðu að hann eigi eftir að verða jafngamall og þú?”
„Það efast ég um:”
„Hvað ertu gamall”.
„Karlinn er orðinn 81 árs”.

Tómas Guðmundsson

Tómas Guðmundsson.

„En ég, verð ég 94 ára?”
„Nei, þú verður ekki eins gamall og ég”, sagði hann ákveðið. Ég fór að reikna.
„En verð ég ekki sjötugur?” sárbændi ég hann.
„Maður skyldi ekki forsvara neitt”, sagði hann.
Ég sá að ekki dugði að freista Eyjólfs, svo að ég sneri mér að Jóhannesi.
„Þú manst auðvitað vel eftir Tómasi Guðmundssyni hinum megin við Sogið”, sagði ég.
Jóhannes hrökk við. Hann hefur líklega einnig verið að reikna, hugsaði ég. „Tómasi”, sagði hann, „jú—ojú, en við þekktumst ekki mikið. Hann var eldri en ég. Það bar við að ég kom heim til hans. Hann var ákaflega feiminn við ókunnuga og faldi sig, ef einhver kom. Ég vissi ekki þá, að hann ætti eftir að varpa svo miklum ljóma á Sogið og sveitina; að hann ætti eftir að verða stórskáld”.
Og Jóhannes varð hugsi.
„Tómas var talfár”, sagði hann. „Foreldrar hans voru gott fólk og höfðingjar. Ég fylgdist með því sem unglingur, þegar hann birti ljóð eftir sig i Heimilisblaði Jóns Helgasonar, þá var hann innan við fermingu. Hann orti um æskustöðvarnar, og þar eru Sundin blá”.

Selatangar

Selatangar – tóft.

„Heldurðu að hann eigi við þau — sundin við Sogið”, spurði Eyjólfur undrandi.
„Já, það hefði ég haldið”, svaraði Jóhannes viss í sinni sök. „Hvergi eru blárri sund en við Brúarey í Sogi. Þau blasa við æskuslóðum skáldsins”.
Nú vorum við komnir að kapellunni, hraunhleðslu norðan við húsaþyrpinguna, þar sem álfélagið hefur reist timburþorp til bráðabrigða.
„Hraunið heitir eftir kapellunni”, sagði Jóhannes og benti.

Hraun

Kapellutóft í Kapellulág austan við Hraun.

„Þeir grófu einhvern tíma í þetta og fundu líkneski, ég held frá kalþólskri tíð. Hér hefur verið eins konar sæluhús í miðju hrauninu, enda hraunið hættulegt yfirferðar ekki sízt fyrir hesta. Ósjaldan kom fyrir að þeir fótbrotnuðu og stundum hröktust ferðamenn út að ströndinni.
„Það var önnur kapella í hrauninu”, sagði Eyjólfur.
„Hún hefur farið forgörðum”, sagði Jóhannes.
Eitt sinn komum við Gísli Jónsson bílasmiður að henni og sá ég þá munkinn, en það var ekkert merkilegt. Hitt var merkilegt að Gísli sá hann líka.
„Þetta er furðulegt”, sagði hann, „Þetta hef ég aldrei séð áður. Hann taldi slíkt hégóma og hirti ekki um framhaldslífið. Hann sagðist ekki trúa því, að hægt væri að skyggnast inn í fortíðina og ekki beldur, að unnt væri að sjá framliðið fólk.

Selatangar

Selatangar – verkhús.

Seinna vorum við í veiðiferð saman austur á Baugsstöðum, það var um vor. Við sváfum í dálitilum heystabba, sem var eftir í hlöðunni. Um morgunin var Gísli eitthvað fálátur. Ég innti hann eftir því, hvort honum liði illa. „Í nótt sá ég draug í fyrsta skipti”, sagði hamn. „Hvernig atvikaðist það”, spurði ég. „Jú, ég vaknaði við það, að einhver gekk yfir stabbann og svo áfram í lausu lofti. Þá varð mér ekki um sel”.

Hróarsholt

Hróarsholt í Flóa.

Mér er nær að halda að Gísli hafi verið látinn sjá þetta til þess að lina hann í vantrúnni, enda var hann ekki eins stífur á meiningunni upp frá því.”
„Var munkurinn draugur”, spurði ég eins og barn.
„Nei, ég sagði Gísla sem var, að munkurinn væri bara gömul spegilmynd, eftirstöðvar frá liðnum tíma. Þannig skiljum við eftir mynd okkar einhversstaðar í tíma og rúmi, og kannski rekast einhverjir á hana, þegar við erum farnir. Ég fór einhvern tíma á fund hjá Hafsteini, þá kom Gísli upp að vanganum á mér og segir: „Heyrðu, Eyjólfur, heldurðu ekki að þú farir að koma?”
„Ég. Ó, ég veit ekki”, svaraði ég.
Hann var alinn upp í Hróarsholti í Flóa. Þar hefur hann alltaf verið með okkur Jóhannesi nema í sumar, þá varð ég hans í fyrsta skipti ekki var. Þó fannst mér eins og hann hugsaði til okkar. En það var allt og sumt. Hróarsholt er með fallegri bæjarstæðum. Sagt er, að þaðan hafi sézt nítján kirkjur.”

Þorbjörn

Þorbjörn – Klifhólahraun.

„Nú eru nokkrar þeirra úr sögunni”, minnti Jóhannes hann á. Og eitthvað þurftu þeir að bera saman bækur sínar um kirkjufjöldann.
Og nú vorum við komnir á Grindavíkurveginn.
„Þarna er Þorbjörn”, sagði Eyjólfur, „fjall þeirra Grindvíkinga”.
„Þá er nú Esjan tilkomumeiri”, sagði ég.
„Ég reri eina vertíð í Grindavík”, hélt Eyjólfur áfram, „þú varst þar líka, Jóhannes”.
„Já, ég reri þaðan eina vertíð. Það gekk ágætlega. Ég reri frá Nesi — það hefur verið 1927. Við höfðum útræði um Járngerðarstaðasund. Það gat verið varasamt á opnum árabátum”.
„Hvenær rerir þú frá Grindavík Eyjólfur?”
„Ég man það nú ekki, jú, það hefur líklega verið 1904.

Selatangar

Selatangar – þurrkbyrgi.

Ég reri úr Þórkötlustaðahverfinu”.
„Það var aldrei stórbrim þessa vertíð”, sagði Jóhannes.
„Ekki man ég heldur eftir því”, sagði Eyjólfur.
„Við sýndum ekki af okkur nein þrekvirki”, sagði Jóhannes. „Engin karlmennska eins og þegar Gunnlaugur sýslumaður á Barðaströnd stóð undir mæniás fjóssins og kom í veg fyrir að þekjan hryndi yfir beljuna: „Allþungt þetta hér”, sagði hann. Það var ekki verið að fjasa út af smámunum í þá daga”.
Eyjólfur sagði: „Ég þekkti vel Gísla, bróður Magnúsar á Hrauni, og Margréti konu hans Jónsdóttur frá Einlandi. Þetta var ágætisfólk.
Ég var heimilisvinur á Einlandi. Við strákarnir vorum allir skotnir í Möggu”.
„Þau eru bæði dáin”, sagði Jóhannes.

Einland

Í Einlandi.

„Já, þau Gísli eru bæði farin”, sagði Eyjólfur og bætti við: „Hún var glæsileg stúlka. Ég hélt að Margrímur Gíslason ætlaði að ná í hana. Hann varð seinna lögregluþjónn í Reykjavík, mesti myndarmaður. Þá datt engum í hug að keppa við hann. En hún giftist Gísla”.

Hraun

Hraun í Grindavík.

Jóhannes sagði: „Þeir bjuggu báðir á Hrauni, bræðurnir Gísli og Magnús. Hafliði, faðir þeirra, var lengi formaður”.
„Hann var eftirminnilegur karl”, sagði Eyjólfur. „Eitt sinn þegar gefin voru saman hjón, bæði ósköp lítil fyrir mann að sjá, var Hafliði svaramaður.
Þegar prestur snýr sér að konunni og spyr, hvort hún vilji manninn, svarar hún ekki. Þá er sagt að Hafliði hafi hnippt í hana og sagt: „Segðu já — segðu já — segðu bara já”.
Og hún álpaðist til að segja já.
„Ætli þetta hafi verið Hákon í Bakka”, sagði Jóhannes: „Það var kot í túnjaðrinum á Hrauni. Ég held að rústirnar standi ennþá. Hákon reri hjá Hafliða og síðan hjá Magnúsi.
Ég held þeir hafi naumast róið nema Hákon væri með”.
Við vorum komnir að Hrauni.
Ég snaraðist út úr bílnum, gekk upp tröppurnar og bankaði. Magnús kom til dyra. Hann var ekki eins hress og oft áður. Þegar ég hafði hitt hann, var hann alltaf nýr eins og Passíusálmarnir.
„Nú erum við komnir”, sagði ég.
„Komnir, hverjir?”

Selatngar

Selatangar – fiskbyrgi.

“Ég er með tvo gamla sjómenn úr Grindavik, Eyjólf Eyfells og Jóhannes Kolbeinsson”.
„Jæja”, sagði Magnús.

Selatangar

Á Selatöngum.

„Við erum að fara að Selatöngum. Þú ferð með”.
„Það efast ég um. Það er víst einhver illska hlaupin í mig.
Læknirinn segir að það sé eitthvað í öðru nýranu”.
„Nú, finnurðu til”, spurði ég.
„Onei, ég hef aldrei fundið til”.
„Þetta eru skemmtilegir karlar”, sagði ég.
„Ha, já er það”, sagði Magnús og klóraði sér á hvirflinum.
Svo strauk hann yfirskeggið og fór í gúmmískóna.
Eyjólfur kom í gættina. Þeir heilsuðust. Magnús virti hann fyrir sér. Þeir tóku tal saman.
Það var selta í Eyjólfi, hann var ekkert blávatn. Það hefur Magnús fundið. Einu sinni munaði mjóu að Eyjólfur drukknaði í Loftsstaðasundi.

Grindavík

Grindavík – Magnús á Hrauni í vörinni.

Karlarnir gengu út í bílinn. Ég á eftir. Svo héldum við af stað.
„Ég var hrifinn af Margréti mágkonu þinni á Einlandi, þegar ég var á vertíð hér strákur”, sagði Eyjólfur.
„Hún hefur verið ung þá”, sagði Magnús.
„Já, um fermingu”, sagði Eyjólfur.
„Og varstu skotinn í henni strax”, sagði Magnús og hló.

Selatangar

Á Selatöngum.

Við ókum sem leið lá að Selatöngum.
„Ég sé ekki betur en þú sért sæmilegur til heilsunnar, Magnús”, sagði ég. Því að nú kjaftaði á honum hver tuska, ekki síður en okkur hinum.
„Ég er alveg stálhraustur”, fullvissaði hann okkur og sjálfan sig, „mér hefur aldrei orðið misdægurt. En ég á að fara í rannsókn til Snorra Hallgrímssonar. Það er gott að eiga góða menn að. Við höfum farið í rjúpu saman”.
„Þú varst oft á sjó með Hákoni á Bakka, sagði ég.
„Ojá”, sagði Magnús. „En af hverju dettur þér hann í hug?”
„Þeir muna eftir því, þegar hann var giftur”.
„Ha? Hann giftist aldrei”.
„Hvað segirðu?”
Og nú sperrtu Jóhannes og Eyjólfur eyrun.
„Nei, hann bjó með konu, en þau voru aldrei gefin saman í hjónaband”.
Eyjólfur segir honum nú söguna um giftingu litlu hjónanna. Magnús slær á lær sér:
„En þetta er ekki rétt. Það voru gift þarna hjón, en þau sögðu bæði nei”.
“Ha”.

Selatangar

Selatangar – minjar.

„Ég sagði að þau hefðu bæði sagt nei”.
„Nú, og hver voru þau”, spurði Eyjólfur.
„Það voru Einar Árnason póstur og Katrín Þorkelsdóttir”.

Einar póstur

Einar póstur.

„Var sú gifting ekki ólögleg?”
„Nei, nei. Þetta var látið duga í þá daga. Menn voru ekki að gera veður út af öllum hlutum. Það þótti skrítið. En Hákon bjó með konu sem hét Guðmunda Gísladóttir, þau komust vel af”.
Fagradalsfjall blasti við okkur. Þangað höfðum við Magnús eitt sinn farið, gengið upp á fjallið, litazt um eins og landnámsmenn. Ég benti í áttina þangað.
„Það dregur undir sig”, sagði Magnús. „Þetta er lengri leið en maður heldur”.
Mig rak minni til þess.
„Einar póstur og Katrín, voru þau lítil”, spurði Eyjólfur hugsi.
„Já”, sagði Magnús.
„En Hákon og Guðmunda?”
„Guðmunda var há kona og snör. Hún var köttur þrifinn, og prýðilega útlítandi var baðstofan, þó hún væri lítil. En þau Einar bjuggu í moldarkofa”.
„Það hefur þá ekki verið Hákon”, sagði Eyjólfur. „Það hafa verið Einar og Katrín”.
„Það hafa verið þau”, sagði Magnús.

Selatangar

Selatangar – minjar.

„Er Einland uppistandandi?” spurði Eyjólfur.
„Já, þekkirðu ekki Ísleif Jónsson, verkfræðing í Reykjavík?”

Ísleifur Jónsson

Ísleifur Jónson frá Einlandi.

„Við erum skyldir”, sagði Eyjólfur.
„Jæja”, sagði Magnús og virti Eyjólf fyrir sér. „Nú sé ég, að það er sami bjarti svipurinn.
Hann er að skinna Einlandið upp”, bætti hann við.
„Já, einmitt”, sagði Eyjólfur.
Við ókum fram hjá Ísólfsskála, Selatangar skammt þar fyrir austan. Á leiðinni töluðu þeir um sitthvað, og það var engu líkara en maður væri kominn hálfa öld aftur í tímann. Þeir töluðu um karl einn, sem „þótti gott að smakka það”, um fólk, sem „hafði orðið bráðkvatt”. Og margt fleira skröfuðu þeir, sem ómögulegt var fyrir ókunnugan að henda reiður á. Magnús minntist á konu, sem hafði átt hálfsystur, „og hún varð sama sem bráðkvödd líka”. Og síðan barst talið að Jóni heitnum á Einlandi, föður Margrétar, og hann varð einnig bráðkvaddur.
„Hann var dugandi sjósóknari”, sagði Magnús, „— áður en hann varð bráðkvaddur”.
„Já, og myndarmaður”, sagði Eyjólfur.

Selatangar

Seltangar – sjóbúðir.

„Og aðsækinn við sjó”, bætti Magnús við. „En viljið þið ekki sjá leiðið hans Ögmundar, sem hraunið er kennt við. Það stendur norðan við veginn”.
„Förum fyrst niður að Selatöngum”.
„Heyrðu Eyjólfur, lenturðu nokkurn tíma í Stokkseyrardraugnum”, spurði Magnús.

Selatangar

Selatangar – brim.

„Nei, ég var svo ungur. Þegar við strákarnir heyrðum fyrst af honum, treystum við á, að hann kæmist ekki yfir mýrarnar, því að þær voru á ís og flughálar”.
„Hvað ætli þetta hafi verið?” spurði Magnús.
„Þetta voru engir aumingjar, sem uðru fyrir barðinu á draugnum”, skaut Jóhannes inn í samtalið.
„Fólk var með margvíslegar skýringar”, sagði Eyjólfur.
„Sumir töluðu um kolsýrueitrun í andrúmsloftinu, en það veit enginn”.
„Það flýðu allir úr einni verbúðinni”, sagði Jóhannes, um leið og bíllinn stöðvaðist við Selatanga.
Við lituðumst um.
„Hvar er Magnús?”
„Hann skrapp niður á kampinn að tala við veiðibjölluna”, sagði Jóhannes. „Þeir þekkjast, mávurinn og Magnús. Hann er búinn að skjóta þá svo marga um dagana”.
„Honum er ekki fiskað saman”, sagði Eyjólfur. „Hann er líkur föður sínum, kempukarl”.

Selatangar

Seltangar – sjóbúðir.

Við skoðuðum tóttirnar af verbúðunum og fiskhjöllunum.
Í fyrravor var jörðin algræn, þar sem fiskurinn hafði legið við byrgin. Tólf til fimmtán menn hafa verið við hvern bát, hafði ég lesið mér til. Bragur er til um alla útróðrarmenn, sem eitt sinn voru á Selatöngum, og eru þeir taldir með nafni og hafa þá verið yfir 60.

Selatangar

Sjóbúð og byrgi á Selatöngum.

Tóttirnar eru litlar og ég gizkaði á, að þrír til fjórir hefðu verið í hverri verbúð. Þeir sögðu það hefðu minnsta kosti verið sjö, ef ekki fleiri. Af tóttarbrotunum að dæma er hver búð um fimm metrar á lengd og tveir á breidd. Sumar búðirnar hafa jafnvel verið minni. Kannski þeir hafi haft verbúðirnar svona litlar til að halda á sér hita, datt mér i hug. Þarna sáum við einnig hellisskúta. Jóhannes sagði, að hellarnir væru reyndar tveir og hefði annar verið kallaður sögunarkór, þar sem var smíðað, en hinn mölunarkór, þar var malað korn.
Selatangar eru skarð eða afdrep í Ögmundarhrauni. Þar fundu Krýsuvíkurmenn hentugt athafnasvæði eftir hraunflóðið mikla.
Dákon var hraunstandur uppi í kampinum á Selatöngum. Í honum voru landamerki milli Ísólfsskála og Krýsuvíkur. Næst austan við Dákon er Vestrihlein, en þá Eystrihlein.
Sundið hefur líklega verið vestan undir Eystrihlein og uppsátrið þar beint upp af. Þar upp með hleininni voru bátarnir settir undan sjó. Vega lengdin fré Krýsuvík á Selatanga er um 6—7 km. og um þriðjungur þess vegar apalhraun, svo það hefur ekki verið skipsganga, sem kallað var, að fara þó leið kvöldið og morgnar. Þess vegna hafa verbúðirnar verið reistar þar. Og enn tala þær sínu máli.

Dágon

Dágon á Selatöngum.

Magnús var kominn í leitirnar. Við horfðum yfir kampinn og sundið. Ólög riðu yfir hleinarnar, en ekki á sundið. Það var hreint.
„Þeir þekktu sjóina, karlarnir”, sagði Magnús.
„Ungt fólk nú á dögum mundi líklega deyja af einni saman tilhugsuninni að eiga að sofa í svona hreysum”, sagði ég og virti fyrir mér tóttarbrotin.

Jón Guðmundsson

Jón Guðmundsson á fer með FERLIR á Selatöngum 2004 – brunnur.

„Manneskjan gerir það, sem hún verður að gera”, sögðu þeir.
„Verbúðirnar hafa verið vindþéttar”, sagði Eyjólfur.
Ég hryllti mig ósjálfrátt í herðunum.
„Þeir hafa sótt í þetta hey og mosa”, sagði Magnús.
Svo benti hann út á sundið. „Þeir hafa lent eitthvað eftir áttum”, sagði hann. „Í útsynningi hafa þeir lent vestar, en austar í landnyrðingum, Það er ekki milkil ló við hleinina núna. Þeir hefðu lent í svona sjó. Þarna er eystri hleinin og þarna sú vestri. Þeir lentu á milli hleinanna, í Tangasundi.
Og nú er Dákon horfinn.”
„Það er talvert brim núna”, sagði ég. „Þú segir að þeir hefðu lent í þessu.
„Ætli ekki það, þetta er svaði”, sagði Magnús. „Þeir kunnu svo sem að biða eftir lagi. En hafið þið ekki heyrt að hér átti að vera draugur”, og hann sneri sér að Eyjólfi.
„Jú”, sögðu þeir.

Selatangar

Selatangar.

„Hann var kallaður Tanga Tómas,” sagði Magnús.
„Hefurðu séð hann Eyjólfur? ” spurði ég.
„Nei”, sagði Eyjólfur, „séð hann — nei, nei.”

Selatangar

Selatangar- Tanga-Tómas með FERLIRSfélögum.

„Þú ættir að spyrja hann Þórarin Einarsson um hann”, sagði Magnús. „Hann býr í Höfða á Vatnsleysuströnd. Hann er sonur seinasta formannsins hér á Seljatöngum. Þórarinn er faðir Þorvalds Þórarinssonar, lögfræðings í Reykjavík, svo hann á ekki langt að sækja það, að vera þéttur fyrir. Einar, faðir Þórarins, var óbágur að segja frá Tanga Tómasi. Einu sinni var Einar að smíða ausur úr rótarkylfum hjá okkur á Hrauni, þá sagði hann okkur þessa sögu: Guðmundur, bróðir hans, svaf fyrir framan hann og lá með höfuðið útaf koddanum, en sneri sér við í svefnrofunum og færðist upp á koddann, en í sömu andránni kom vatnskúturinn, sem þeir höfðu með sér á sjóinn, en geymdur var í verbúðinni, aflagður þar sem Guðmundur hafði legið með höfuðið.
Þetta bjargaði auðvitað lífi hans.”
„Það var gott að draugurinn drap ekki Guðmund”, sagði Jóhannes. „Hann, átti eftir að eignast 18 börn.”
„Nei, það var ekki hann, þú átt við Guðmund í Nýja Bæ”, sagði Magnús.

Húshólmi

Húshólmi – sjóbúðartóft frá 1917.

„Já”, sagði Jóhannes, og áttaði sig. „Guðmundur í Nýja Bæ var Jónsson, hann reri 1917 úr Húshólma, en þeir urðu að lenda hér á Töngunum”.
„Guðmundur í Nýja Bæ var skírleikskarl”, sagði Magnús, „það var gaman að vera með honum einum. En þegar fleiri voru, varð hann öfgafullur. Lífsbaráttan varð honum þung í skauti, hann varð að treysta á útigang. Tvö barna hans dóu í vetur.”

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir – Krýsuvíkur-Mælifell fjær.

Við vorum komnir upp á þjóðveginn aftur, og ætluðum sem snöggvast að skreppa að gröf Ögmundar. Á leiðinni þangað segir Magnús allt í einu: „Þessi klettur þarna í hrauninu heitir Latur.”
„Hvers vegna”, spurði ég.
„Það gekk erfiðlega að miða hann — hann gekk illa fyrir, eins og sagt var. Hann bar lengi í sama stað.”
Og nú blasti við Ögmundarhraun milli Latsfjalls og Krýsuvíkur-Mælifells og fyllir hálfan dalinn. Niður við sjó stóð bærinn Krýsuvík, en uppi í dalnum Vigdísarvellir, fjallajörð í hvammi með hlíðinni norð-vestan við Mælifell. Þar sjást tóttir.
„Ég man vel eftir byggð þar”, sagði Magnús. „Gömul sögn segir, að smali hafi, þegar hraunið brann, bjargazt upp á Óbrennishólma, sunnarlega í hrauninu, vestan við Húshólma”.
Jóhannes sagði að þjóðsagan um Ögmund væri á þá leið, að hann hafi átt að vinna sér það til kvonfangs að ryðja veg yfir hraunið, en var drepinn að verki loknu. Aðstandendur konunnar treystu sér víst ekki til að vinna á honum fyrr en hann var orðinn örmagna af þreytu. Þá hertu þeir upp hugann og drápu hann.

Ögmundardys

Ögmundardys austast við Ögmundarstíg.

„Ögmundur sofnaði við hraunbrún, þar sem leiðið er og þar drápu þeir hann”, bætti Magnús um frásögn Jóhannesar. „Nú er hrunið úr leiðinu. Þeir ættu að varðveita það betur. Ég er að vísu ekki fylgjandi því að raska ró þeirra dauðu, en það mætti vel ganga betur um leiðið.”
Ég ætlaði eitthvað að fara að minnast frekar á Ögmund, en þeir fóru þá að tala um sjómennsku í gamla daga og ég komst ekki upp með moðreyk. Það var eins og bíllinn breyttist skyndilega í gamlar verbúðir. Það er munur að róa nú eða áður, sögðu þeir.

Áttæringur

Áttæringur við Grindavík.

„Þá var alltaf andæft á árunum”, sagði Magnús til að uppfræða mig. „Þá var línan tvö til þrjú pund og geysisterk og vont að draga hana. Einhverjum hefði minnsta kosti þótt það sárt í dag. Sumir fengu blöðrur.
„Betur á bak og báðum áfram”, var sagt þegar austanátt var og vesturfall, og þegar línan festist sló alltaf á bakborðið. Það þurfti alltaf manni meira á bakborða í andófi. Þess vegna var sagt; Betur á bak. Þá þurfti að nota árarnar til að róa að línunni.”
Og svona héldu þeir áfram að tala saman um löngu liðna daga. Ögmundur var gleymdur. Ég var að hugsa um að koma við hjá Þórarni gamla í Höfða.
Eyjólfur hafði, okkur öllum á óvart, komið með flösku af líkjör. Hann var farinn að hvessa, eða setja í, eins og karlarnir hefðu sagt. Ég sá verbúðirnar gömlu fyrir mér, og skinnklædda karlana. Ég hugsaði um það sem Magnús hafði sagt: „Það er ekki mikil lá við hleinina; það heitir öðru nafni: sogadráttur og þar er lending stórháskaleg. Ég mundi vel eftir lýsingum Magnúsar Þórarinssonar, sem oft kom niður á Morgunblað, á meðan hann var og hét. Hann var einbeittur og ákveðinn, með auga á hverjum fingri Hann var fyrsti mótorbátsformaður í Sandgerði. Það var eins og sjór og reynsla hefðu lagzt á eitt um að tálga persónu hans inn að hörðum kjarnanum.

Ögmundarhraun

Hin forna gata um Ögmundarhraun, áður en vagnvegurinn var lagður.

Magnús tók saman bók, sem heitir „Frá Suðurnesjum”. Merkisrit.

Verbúð

Framármaður – málverk Bjarna jónssonar.

Þar segir, að ef skip tók niður að framan, þegar mikil lá var, stóð það strax svo fast, að ómögulegt var að ýta því út aftur, svo þungu. Sogaði þá óðara undan, svo að skipið varð á þurru og lagðist á hliðina. Næsta aðsog fyllti þá skipið, og allt var í voða. Það varð því sífeilt að halda þeim á floti og ýta frá fyrir hvert útsog, en halda í kollubandið. Næsta ólag kom svo með skipið aftur, en þrekmennin settu axlirnar við, svo að ekki tæki niður; stóðu þeir oft í þessum stympingum, þó að sjór væri undir hendur eða í axlir, en ekkert bundnir voru þeir oftast, er þetta starf höfðu.
Þetta hugsaði ég um og myndin skýrðist í huga mínum. Ég sá karlana standa í kampinum á Selatöngum í brók og skinnstakk, hvorttveggja heima saumað úr íslenzkum skinnum. Brókin upp á síður, en stakkurinn niður á læri. Mátti vel svalka í sjó þannig búinn án þess að verða brókarfullur, eins og kallað var ef ofan í brókina rann.

Grindavík

Magnús á Hrauni í vör.

Stundum kom fyrir að láin var svo mikil að ólendandi var á venjulegan hátt. Þá var fiskurinn seilaður úti á lóninu, seilarnar bundnar saman og færi hnýtt við, en einum manni falið að gefa út færið og annast seilarnar að öllu leyti.

Seil

Sjómenn með seilaðan fisk – Bjarni Jónsson.

Og svo var beðið eftir lagi til að lenda skipinu tómu, tóku þá allir til ára eftir skipun formanns, á þriðju stóröldunni, sem var jafnan hin síðasta í ólaginu, eftir hana kom délítið hlé á stórbrotum; var það kallað lag. Þá var róið með fullum krafti, árar lagðar inn í skipið í fljótheitum. Þegar krakaði niður, hlupu allir útbyrðis og brýndu skipinu upp úr sjó, áður en næsta ólag kæmi. Stundum komu aðrir, sem tækifæri höfðu og hjálpuðu til.
Þannig stóðu Selatangar mér fyrir sjónum. Hver myndin tók við af annarri, reis og hneig í huga mínum eins úthafsaldan við ströndina.
„Ég var oftast aðeins með eitt skinn”, sagði Magnús upp úr þurru.
„Jæja”, sagði Eyjólfur.
“Ég var oft holdivotur”, sagði Magnús.
„Það vorum við aldrei fyrir austan”, sagði Eyjólfur.
“Ojú, maður var oft þvalur. Þetta var helvítis vosbúð”, sagði Magnús.
Aftur hljóp í mig hrollur.
Ég var farinn að hlakka til að koma heim og leggjast eins og hundur við sjónvarpið.

Brimróður

Sjómenn komast á kjöl eftir brimlendingu. Bjarni Jónsson.

Við höfðum ekið fram hjá Ísólfsskála á heimleið. Körlunum hafði ekki orðið orðs vant. Nú töluðu þeir um Guðmund á Háeyri.
Magnús sagði: „Rólegir drengir, ekki liggur mér á” sagði hann þegar var að verða ófært, hann vissi hvað það gilti.”
Eyjólfur sagði: „Guðmundur var kominn að Eyrarabakkasundi og búið að flagga frá, talið ófært. Þá sagði hann: „Við skulum stöðva snöggvast hér rétt utan við sundið”, og stendur upp og horfir þegjandi fram á brimgarðinn og segir svo enn: „Nei, sko andskotans brimið” — og rétt í sömu svifum: „Takið brimróðurinn”, og þeir höfðu lífið. Hann umgekkst ólögin eins og leikföng. En þau voru það ekki fyrir óvana”, bætti Eyjólfur við og vissi af eigin reynslu, hvað hann söng.
Magnús sagði að Guðmundur hefði stundum hikað við að fara inn af ótta við að önnur skip kæmu kannski á eftir og mundu ekki hafa það. Þá segir Eyjólfur: „Jón Sturlaugsson á Stokkseyri hikaði stundusm líka, vegna þess að hann bjóst við að aðrir mundu fylgja sér eftir. Hann var einnig afbragðs sjómaður. Og honum var ekki heldur fisjað saman, honum Hafliða föður þínum. „Ó, þetta er bara þurraslydda, þurraslydda”, sagði hann . . .

Selatangar

Selatangar – Katlahraun.

„Þetta hefur þú heyrt”, sagði Magnús og glaðnaði við.

Sjóferðabæn

Sjóferðabæn. Bjarni Jonsson.

Svona göntuðust karlarnir, meðan myrkrið datt á. Þeir töluðu um Berg í Kálfhaga og sögðu, að Guðmundur á Háeyri hefði haft hann handa körlunum sínum til að grínast með. Einhvern tíma segir Bergur, „það er óhætt upp á lífið að róa hjá Guðmundi á Háeyri, en aðköllin ósköpin.”
„Róðu nú Bergur, róðu nú Bergur, og róðu nú helvítið þitt Bergur”, sagði Guðmundur víst eitt sinn í róðri.
Og í annað skipti bar það til tíðinda, eins og oft var, að bóndi ofan úr sveit fékk að róa hjá Guðmundi til að fá í soðið fyrir heimili sitt. Þegar þeir höfðu ýtt á flot var venja að taka ofan sjóhattinn og lesa sjóferðabæn. Bóndinn hafði bundið á sig hattinn og átti erfitt með að ná honum af sér. Þá kallar Guðmundur formaður og segir: „Ég held þú getir lesið Andrarímur eða einhvern andskotann, þó þú sért með helvítís kúfinn á hausnum”.

Hraun

Hraun.

Og nú blasir við Hraun.

Cap Fagnet

Cap Fagnet á starndsstað.

Þarna á ströndinni hafa orðið Skipstapar. Magnús hefur áður sagt mér af þeim: Franska togaranum Cap Fagnet, sem strandaði sunnan undir Skarfatöngum aðfaranótt 24. marz. 1931, og St. Louis, enskum togara, sem strandaði snemma í janúar 1940 í Vondu fjóru. Öll skipshöfnin var dregin í land í björgunarstól nema skipstjórinn. Hann kom ekki út úr brúnni nærri strax. Björgunarmenn biðu eftir honum í allt að 10 mínútur áður en hann sást á brúarvængnum. Hann fetaði sig niður á dekkið og fram að vantinum. En þegar hann var kominn að björgunarstólnum, féll hann allt í einu aftur yfir sig og ofan í ólgandi brimlöðrið. Þar varð hann til.
Magnús á Hrauni hefur margt séð og margt lifað. Hann hefur marga fjöruna sopið.” – M.

Heimild:
-Morgunblaðið, 264, árg. 19.11.1967, Var munnkurinn draugur?, bls. 1-5.

Selatangar

Selatangar – uppdráttur ÓSÁ.

Selatangar

Í samantekt FERLIRs um Selatanga, hinu fornu verstöð, má sjá ýmsan fróðleik.

Selatangar

Selatangar – rit.

Krýsuvík­ur- og Ísólfsskálabændur, auk leiguliða Skálholtsbænda reru frá Selatöngum. Sagnir eru og um að Sk­álholtsstóll, sem átti m.a. veruleg ítök­ í Grindavík­ sem og annars stað á sunnanverðum Skaganum, hafi gert langtíma ú­t frá Töngunum. Sagt er að síðast hafi verið róið þaðan árið 1884, en vitað er að bæði róður og selveiðar voru stundaðar nok­k­ur ár eftir það. Síðar var oft­  lent á Selatöngum, ef lending var ófær annars staðar, meðan róið var á opnum skipum, s.s. frá Þórk­ötlustöðum, Járngerðarstöðum, Hrauni og víðar.

Við Dágon, k­lett í fjörunni á Selatöngum, eru landamerk­i Ísólfssk­ála og Krýsuvík­ur. Dágon er nú­ minnstur og austastur þriggj­a k­letta neðan við vestustu sj­óbú­ðina. Neðan Dágons, við lágfjöruborð, er LM (landamerk­i Krýsuvík­ur og Ísólfssk­ála) mark­að í k­löppina. Ögmundarhraun (rann 1151) umlyk­ur Selatanga. Þar sj­ást enn mik­lar og heillegar rú­stir verbú­ðarmannvirk­j­a, hlöðnum ú­r hraungrýti. M.a. má sj­á þar tóft­ir sj­óbú­ða, hlaðin fisk­byrgi þar sem hertur fisk­ur var geymdur, og fisk­garða þar sem fisk­urinn var þurrk­aður þegar gaf. (Jón benti FERLIRsfélögum á áletrunina).

Selatangar

Selatangar – Smíðahellir.

Sums staðar er hlaðið fyrir hraunhella, en talið er að þeir hafi  verið notaðir sem byrgi. Vestan við Selatanga er hellir (Mölunark­ór) sem sagður er hafa verið notaður til „eldamennsk­u“ – mötuneyti þess tíma, og Smíðahellir er vermenn notuðu til smíða í landlegum. Einnig má sj­á þarna a.m.k­. fjórar hlaðnar refagildrur frá síðustu öld.
Á Selatöngum gek­k­ aft­urgangan Tanga-Tómas lj­ósum logum, svo hatrömm að ek­k­i þýddi að sk­j­óta á hana silfurhnöppum sem yfirleitt dugðu á drauga. Auk­ Tanga-Tómasar eru margir aðrir draugar á ferli á Selatöngum og nágrenni, eink­um þegar sk­yggj­a tek­ur.

Hér má lesa meira um Selatanga:

Selatangar

Á Selatöngum.

Nú­verandi  minj­ar á Selatöngum eru lík­ast til innan við tveggj­a alda gamlar. Þær hafa eflaust tek­ið allnok­k­rum breytingum frá því að verstöðin var fyrst notuð sem slík­. Eldri minjar hefur sjórinn náð að afmá með landbroti. Á Selatöngum má enn sj­á greinilega tóftir  tveggj­a bú­ða (vestustu bú­ðarinnar og austustu búðarinnar), auk­ þess sem sé­st móta fyrir ú­tlínum þeirrar þriðj­u miðsvæðis. Þar eru og a.m.k­. þrj­ú­ verk­unarhú­s þar sem gert var fyrst að fisk­i, þurrk­byrgi, þurrk­garðar, þurrk­reitir, brunnur, smiðj­a, sk­ú­tar með fyrirhleðslum, hesthú­s, Nótarhellir (þar sem dregið var fyrir sel), Mölunark­ór eða Sögunark­ór og Smíðahellir, auk­ gamalla gatna og hlaðinna refagildra.

Nótarhellir

Selatangar – Nótarhellir.

Vestan við Selatanga er hið merk­ilega náttú­rufyrirbrigði „Ketillinn“ í Katlahrauni. Sk­ammt norðan hans er hlaðið fj­ársk­j­ól þeirra Vigdísarvallamanna. Talið er að verstöðin á Selatöngum hafi lagst af um 1880. Sumardag einn árið 2002 var gengið um Selatanga með Jóni Guðmundssyni2 frá Ísólfssk­ála, sem man eftir minj­unum eins og þær voru eftir að verstöðin var yfirgefin. Hann k­om m.a. með föður sínum í vestustu sj­óbú­ðina árið 1926 er Sk­álabóndi gerði enn ú­t frá Töngunum. Afi Jóns, Guðmundur Hannesson, reri frá Selatöngum með sonum sínum, Brandi og Hj­álmari, á sumrin á árunum 1880 til 1884. Reru þeir á bát, sem þar var og hé­ldu þá til í bú­ðinni. Guðmundur bj­ó þá á Vigdísarvöllum.

Selatangar

Selatangar – Vestari rekagatan.

Jón minnist þess vel að rek­i var reiddur frá Selatöngum að Ísólfssk­ála eftir vestari Rek­agötunni, sem enn mótar vel fyrir og liggur í gegnum Ketilinn og áleiðis heim að Sk­ála. Leiðin er vörðuð að hluta og víða sj­ást í k­löppinni för eftir hófa og fætur liðinna alda. Austari Rek­agatan liggur til norðausturs vestan Vestari-Látra. Rek­agöturnar voru einnig nefndar Tangagötur eða Lestargötur, allt eftir notk­un og tilgangi á hverj­um tíma.

Í ferð með Jóni Guðmundssyni frá Skála var tæk­ifærið notað og svæðið rissað upp eftir lýsingu hans. Fylgir uppdrátturinn þessum sk­rifum. Sennilega er þetta eina heillega rissið, sem dregið hefur verið upp af þessu ú­tveri, einu heillega sem enn er eftir á Reyk­j­anesskaga.

Selatangar

Uppdráttar af minjasvæðinu næst bílastæðinu – ÓSÁ.

Jón vísaði m.a. á það helsta, sem k­emur við sögu hé­r á eftir, s.s. smiðj­una, sk­ú­tana, lendinguna og Dágon (landamerk­j­astein Ísólfssk­ála og Krýsuvík­ur, en verstöðin er að mestu innan landamerk­j­a síðarnefndu j­arðarinnar).

Selatangar

Selatangar – sjóbúð (tilgáta).

Á slé­ttri k­löpp neðan við Dágon eru k­lappaðir stafirnir LM (landamerk­i). Þá benti hann á lendinguna, sk­iptivöllinn o.fl. (sj­á uppdráttinn). Lj­óst er að ströndin hefur tek­ið mik­lum stak­k­ask­iptum á síðustu áratugum og þarf að meta aðstæður á staðnum með tilliti til þess. Sj­órinn hefur nú­ að mestu brotið sk­iptivöllinn sem og Dágon. Einnig hefur hann brotið niður byrgi og bú­ðir næst ströndinni. Til merk­is um það hefur miðverk­unarhú­sið syðst á Töngunum látið mik­ið á sj­á á sk­ömmum tíma. Fyrir ári síðan var það að mestu heilt, en sj­órinn hefur nú­ brotið niður suðurhlið þess. Jón taldi almennan missk­ilning rík­j­a um hlaðna fjárbyrgið norðan við Ketilinn. Sumir hafa talið það mj­ög fornt, en það var í raun hlaðið af föðurbræðrum hans frá Vigdísarvöllum sk­ömmu fyrir 1884. Ástæðan var sú­ að fé­ þeirra Vígdísarvallamanna leitaði tíðum niður í fj­öruna og þeir áttu  í erfiðleik­um með að rek­a það hina löngu leið til bak­a. Því hafði verið hlaðið fyrir sk­ú­tann, fé­nu til sk­j­óls.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

„Austan við Hraunnef [þar sem leiðin er hálfnuð ú­t á Selatanga er] er Veiðibj­öllunef. Austan við Veiðibj­öllunef kemur Mölvík­ og þar upp af Mölvík­ austan til heitir Katlahraun. Austast í Katlahrauni er Nótarhellir og gengur í sj­ó fram. Fyrir austan Nótarhelli er sandfjara og síðan tak­a við Selatangar,“ segir í örnefnask­rá Ísólfssk­ála. „Nok­kuð austan við bæinn á Ísólfssk­ála, sem svarar k­luk­k­utíma gang, gengur tangi fram í sj­óinn. Hann heitir Selatangar,“ segir í örnefnask­rá AG um Ísólfssk­ála. Friðlýstar minj­ar: „Verbú­ðartóft­ir, fisk­byrgi, fisk­igarðar og önnur gömul mannvirk­i í henni fornu verstöð á Selatöngum.“

Selatangar

Selatangar – austasta sjóbúðin.

Á Selatöngum var aldrei föst bú­seta, heldur einungis ú­tver með nok­k­rum verbú­ðum. Þaðan var eink­um ú­træði Krýsuvík­urmanna, en Krýsuvík­ fylgdu lengi nok­k­rar hj­áleigur. Til er gömul þula sem telur 73 (aðrir segj­a 82) menn við róðra í Krýsuvík­. Ástæðan fyrir þeim kveðsk­ap er sögð vera sú­, að strák­ur einn hafði orðið mötustuttur í verinu. Lík­legt er að bæði Krýsuvík­urbændur og Vigdísarvallabændur hafi gengið til sk­ips, en ek­k­i haldið til í verinu.

Selatangar

Selatangar – vestasta sjóbúðin.

Þótt aldrei væri stórt ú­tver á Selatöngum eru þó þar talsverðar verminj­ar. Þaðan var seinast róið 1884 skv. fróðleik á upplýsingaskilti við bílastæðið. Jón Guðmundsson frá Skála segir það reyndar ekki rétt. Skálabændur hafi t.d. róið frá vestustu sjóbúðinni árið 1913. Guðrú­n Ólafsdóttir lýsir rú­stunum svo í sk­ýrslu frá 1993: „Þarna eru nú­ minj­ar um verbú­ðir, fisk­byrgi og garðhleðslur sem eru að mestu horfnar. Rú­stirnar eru margar og er hægt að telj­a þær upp undir 20, auk­ garðhleðslanna sem eru á hraunnefunum og eru nú­ að mestu horfnar.”
Snemma á öldum breytast bú­sk­apar- og viðsk­iptahættir landsmanna á þá lund, að sj­ávarfangið verður þeim æ mik­ilsverðara og samtímis fjölgar þeim stöðum, þar sem ýtt er á flot til fisk­j­ar.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Fisk­ur varð hluti af verslun og viðsk­iptum. Sá staður, sem menn k­omu saman til fisk­veiða, hefur heitið ýmsum nöfnum og mismunandi aðstaða varðandi veiðarnar hafa ráðið þeim nafngift­um. Orðið ver, í merk­ingunni veiðistöð, hefur lík­legast tíðk­ast í málinu frá fyrstu tíð, þótt það k­omi ek­k­i fyrir nema eitt sinn í þeirri merk­ingu í íslensk­um fornritum. Á síðmiðöldum er hins vegar orðið algengt að nefna veiðistöð ver, og virðist þá j­afnan átt við stað, þar sem menn hafa bú­ið sé­rstak­lega um sig til fisk­veiða. Orðið verstaða er  einnig haft í sömu merk­ingu og ennfremur orðið fisk­ver, er virðist hafa verið fremur algengt á miðöldum.

Selatangar

Á Selatöngum.

Aðeins er tvívegis getið um ú­tver í íslensk­um fornritum og j­afnoft í Fornbré­fasafni, en sú­ vitnesk­j­a þarf ek­k­i að gefa til k­ynna litla tíðni þess orðs í málinu. Eftir að miðöldum sleppir eru orðin verstöð og ú­tver oftast notuð yfir þá staði, þar sem menn dvöldust við fisk­veiðar. Orðið veiðistöð var og býsna algengt fyrr og síðar, en þó eink­um á 17. og 18. öld. Meðan landsmenn sóttu til veiða á opnum bátum var aðstaðan til þess eink­um með þrennu móti, og mætti eink­enna verstöðvarnar með hliðsj­ón af því. Að róa ú­r heimavör var heimræði. Oft hagaði svo til, eink­um þar sem margbýlt var, að nok­k­rir bátar höfðu sameiginlega lendingu eða sk­ipstöðu, og mætti því k­alla slík­a veiðistöð heimver. Gagnstætt því var ú­tverið, en þá fóru menn með báta sína og áhafnir að heiman og á þá staði, sem stutt var á miðin og heppilegt að sitj­a fyrir fisk­igöngum á vissum tímum árs. Misj­afnlega margir bátar voru saman k­omnir á hverj­um stað, og voru áhafnir þeirra um k­yrrt, meðan á veiðum stóð, enda höfðu þeir þar íveru, ýmist verbú­ðir eða tj­öld. Sj­ósók­n ú­r ú­tveri var nefnt ú­træði, en þeir, sem því sinntu, voru ýmist vermenn, ú­tversmenn eða ú­tróðramenn.

Selatangar.

Vestasta sjóbúðin á Selatöngum – Ísólfsskálabúðin – ÓSÁ.

Þegar sagt var um menn, að þeir reru ú­t var eink­um átt við þá, er fisk­inn stunduðu ú­r ú­tveri. Sk­ammt austan við Hólmasundið, neðan Húshólma, sk­ammt austan við Selatanga, eru Seltangar. Höfundur vill ek­k­i ú­tilok­a með öllu að hægt sé­ að rek­j­a Selatanganafnið (Seltangar – m.a. örnefni austan Hólmasunds) til gamallar selstöðu á Töngunum því þarna eru grónir botnar, fjörubeit og fersk­t vatn. Hafa ber í huga að kunnugt er um a.m.k­. 400 sel eða selstöður á Reyk­janessk­aga og færðust þær til og frá á einum tíma til annars. Bendir það til þess að þrátt fyrir mik­la áherslu á fisk­veiðar hafi bú­sk­apur víða verið stundaður.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Heimildir benda til þess að svo til hver gróðurblettur á annars gróðurlitlum Reyk­janesskaganum hafi löngum verið nýttur til beitar, j­afnvel svo að sumstaðar var ofbeitt. Ek­k­i er með óyggj­andi hætti k­unnugt um ummerk­i eft­ir aðra selstöðu frá Ísólfssk­ála, en nafnið Selsk­ál undir Fagradalsdalsfjalli bendir til að þar hafi einhvern tímann verið selstaða. Hlaðinn stek­k­ur er þar a.m.k­. í hraunk­anti sunnan Einbú­a. Selatanganafnið bendir þó fremur til þess að þarna hafi selur verið fyrrum, mjög líklega heimasel. Jón benti á að austur af austustu bú­ðinni væri vík­, sem heitir Vestari-Selalátur eða Vestari-Látur. Þar er og lón, sem heitir Selalón.

Selatangar

Selatangar – herforingjaráðskort frá 1903.

Næsta vík­ fyrir austan heitir Eystri-Selalátur. Austan hennar er Selhella, sem sk­agar þar alllangt fram í sj­ó. Jón sagðist muna eft­ir því er Selhellan og Látrin voru full af sel. Þar hafi hann eitt sinn talið 60-70 seli á landi. Selurinn var veiddur og spik­ið notað í bræðing saman við lýsið. Það k­om í veg fyrir að tólgin stork­naði. Þótti hú­n mik­il hollusta. Heimver – útver – viðleguver Þeir staðir, sem með einhverj­um hætti eru tengdir fisk­veiðum, hafa frá öndverðu verið margir.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Til er  gömul þula sem telur 73 menn við róðra í Krýsuvík­. Ástæða fyrir þeim k­veðsk­ap er sögð vera sú­, að strák­ur einn hafi orðið mötustuttur í verinu. Buðust þá hásetar á sk­ipum þeim sem þar reru að gefa honum mötu til vertíðarlok­a, ef hann k­æmi nöfnum þeirra allra í eina þulu:

Tuttugu og þrjá Jóna telja má,
tvo Árna, Þorkel, Svein.
Guðmunda fimm og Þorstein,
þá Þorvald, Gunnlaug.
Freystein, Einara tvo, Ingimund, Rafn,
Eyvind, tvo Þórða þar.
Vilhjálmur Gesti verður jafn
Vernharður, tveir Bjarnar,
Gissura tvo, Gísla, Runólf,
Grím, Ketil, Stíg, Egil.
Erlenda þrjá, Bernharð, Brynjólf,
Björn og Hildibrand til.
Magnúsar tveir og Markúsar
með þeim Hannes, tveir Sigurðar.
Loftur, Hallvarður, Hálfdán, senn
þar sezt hann Narfa hjá.
Á Selatöngum sjóróðramenn sjálfur Guð annist þá.

Selatangar

Selatangar – sjóbúðartóft.

Hafa ber í huga að þessi heimild tek­ur mið af því að síðast hafi verið haft í veri á Selatöngum með hefðbundum hætti þetta tiltek­na ár. Á Selatöngum sé­r enn fyrir tóftum nok­k­urra verbú­ða og er ein mj­ög glögg. Dyr hafa verið á gaflinum, sem snýr til sj­ávar. Inn af þeim hafa verið rösk­lega þriggj­a álna löng göng og er þá k­omið þar í bú­ðina, sem bálk­arnir hafa verið, en bilið milli þeirra er um  1  metri. Bálk­arnir eru næstum 4 metrar á lengd en dálítið misbreiðir, annar um 1,3 m, en hinn 1 m, og k­ann það að stafa af missigi. Bú­ð þessi hefur rú­mað átta menn. Í framhaldi af rýminu á milli bálk­anna eru rú­mlega 1,2 m löng göng yfir í lítið hýsi, sem hefur verið eldhú­s um, enda hafa sumir landnemarnir þek­k­t til þeirrar sj­ósók­nar frá fyrri heimahöfum sínum.

Selatangar

Enn má sjá heillega hlaðin fiskibyrgi á Selatöngum.

Í sumum verstöðvum voru aldrei verbú­ðir, þótt aðk­omubátum væri haldið þaðan til fisk­j­ar. Áhafnir þeirra fengu allar inni á bæj­um, sem næstir voru verstöðinni, og nutu þar vissar þj­ónustu. Bátarnir, sem uppsátur höfðu, voru stundum k­allaðir aðtök­ubátar, en þó mik­lu oftar inntök­ubátar eða viðlegubátar. Má sem dæmi nefna Þórk­ötlustaðanesið. Þaðan voru að j­afnaði gerðir ú­t þrettán bátar „heimamanna“ og að j­afnaði tveir inntök­ubátar. Á Járngerðarstöðum voru þeir j­afnan 11-13 og tveir inntök­ubátar. Í Staðarhverfi voru 5-7 bátar og tveir inntök­ubátar. Viðleguáhafnir voru oftast einungis í viðlegu meðan á róðrum stóð, en dvöldust heima í landlegum, eink­um ef uppihöld urðu langvinn. Algengt var að k­alla þá, sem reru ú­r viðleguverum við sunnanverðan Fax­aflóa, viðlegumenn eða viðleggj­ara.

Verstöðvar

Verstöðvar á Suðvesturlandi.

Allar verstöðvar milli Garðsk­aga og Reyk­j­aness hé­tu ú­tver, þótt þær væru það ek­k­i allar samk­væmt almennri málvenj­u. Ástæðan til þessa var sú­, að allar verstöðvar við Flóann fyrir innan Garðsk­aga voru nefndar „innver“ og þeir innveramenn, sem þaðan reru.  Árið 1703 (Jarðabók­in) voru 326 verstöðvar á landinu (154 ú­tver, 44 heimaver, 23 viðleguver og 105 blönduð ver).

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðir.

Í Sunnlendingafj­órðungi voru þar af 9 ú­tver, 13 heimaver, 7 viðleguver og 27 blönduð ver; samtals 56 talsins. Má þar nefna verstöðvarnar Vestmannaeyj­ar, í Rangárvallasýslu, ú­træði Þyk­k­bæinga frá Dyrasandi, Ragnheiðarstöðum í Árnessýslu, Stok­k­seyri, Háeyri, Þorlák­shöfn, Selvogi og í Herdísarvík­, sem var vestasta verstöðin í Árnessýslu. Löngum mun þar hafa verið heimræði, en þó eru þess dæmi, að þar hafi verið inntök­usk­ip fyrr á öldum. Síðast á 19. öld reru þaðan a.m.k­. 8 bátar, en verbú­ðir voru fj­órar. Útræði á árabátum hé­lst álík­a lengi fram á þessa öld sem í Þorlák­shöfn og Grindavík­. Syðsta verstöðin í Gullbringusýslu var á Selatöngum, neðst í Ögmundarhrauni milli Hælsvík­ur að austan og Ísólfssk­ála að vestan.

Selatangar

Selatangar – brunnur.

Í sumum fj­ölmennustu verstöðvunum var bæði skortu á vatni og eldiviði. Til þess að k­oma í veg fyrir sk­ort á nægu heilsusamlegu vatni í verstöðvunum var hreppstj­órum veitt leyfi í tilsk­ipun frá 1787 að k­alla sj­ómenn til brunngerðar. Þeim, sem ek­k­i hlýddu því boði, mátti hegna. Brunnurinn á Selatöngum er sk­ammt vestan við vestustu bú­ðina. Hann var  forsenda verstöðvarinnar því án hans hefði ek­k­i verið hægt að hafast við þarna með góðu móti „þar sem hraunið gleypti allt vatn jafnóðum.“ Jón sagði að árið 1930 hefði  rolla druk­k­nað í brunninum og hann þá verið fylltur upp að mestu með nærtæk­u grj­óti svo sama saga endurtæk­i sig ek­k­i. Jón sagði brunninn hafa verið u.þ.b. mannhæða dj­ú­pan og þar hefði alltaf verið hægt að nálgast fersk­vatn. Sj­ávarfalla gætir í brunninum. Þar sem fersk­a vatnið er lé­ttara en salta flýtur það ofan á.

Selatangar

Selatangar – tjarnir.

Tj­arnir eru innan við brunninn, en þær tæmast þegar fjarar ú­t. Einnig myndast tj­arnir ofan við austustu byrgin í votviðrum. Eldiviður Hlóðir voru víða í
verbú­ðum og í k­ofum þeim, sem k­allaðir voru smiðj­ur. En þar sem var eiginleg smiðj­a varð ek­k­i k­omist hj­á að nota viðark­ol. Þau varð vitanlega að flytj­a í verstöðina og stundum langar leiðir. Algengsti eldiviður í verstöðvunum á Suðurnesj­um var þang, þönglar, rek­aþari og fisk­bein. Víða var þó leitað fanga. Að Vogum og Nj­arðvík­um fluttu menn með sé­r mó á vertíðarsk­ipunum. Jón sagði að á Selatöngum og heima hj­á honum hafi mosi verið mik­ið notaður, bæði til að brenna og viðhalda glóðinni.

Selatangar

Selatangar – smiðjan.

Smiðj­an á Selatöngum er norðan við austustu bú­ðina. Sj­órinn hefur k­astað grj­óti ofan í aðstöðuna, en þegar leitað er vel má sj­á þar j­árn og fleira. Hlóðirnar hafa verið hægra megin þegar inn er k­omið og sj­ást enn glögglega. Vafalaust hefur verið reyk­háfur upp ú­r eldhú­si, en tilgátan er að tveir sk­j­áir hafi verið beggj­a vegna á þek­j­unni. Í ferð með Jóni um Selatanga voru bú­ðirnar sk­oðaðar. Benti hann á bálk­ana í þeim og ónana, sem enn eru sýnilegir. Hann sagði vestustu bú­ðina hafa verið tvö hú­s. Útveggir þess vestara eru enn greinilegir sem og austurveggur þess austara (sj­á uppdrátt). Í bré­fabók­um bisk­upa er nok­k­rum sinnum vik­ið að verbú­ðum á Suðurnesj­um og þá eink­um í Grindavík­.

Þann 4. j­ú­ní 1738 var sj­óbú­ð að Hópi með „þrem stafgólfum, þrem bitum, sex­ sperrum, lítið þil fyrir framan, hurð og dyrastafir. Hú­sið er sterk­t og stæðilegt….

Selatangar

Varða við Vestari rekagötuna – að Ísólfsskála.

Árið 1724 var reist sj­óbú­ð í Ísólfssk­ála. Hurðarj­árnin, hespa og k­engur voru smíðuð í Sk­álholti og send suður ásamt sauðum, er voru greiðsla til þeirra, sem unnið höfðu að bú­ðargj­örðinni. Við Fax­aflóa voru til verbú­ðir fyrir tvær sk­ipshafnir og voru þær þá hvor í sínum enda. Andspænis dyrum var eldhú­sið eins og lítil ú­tbygging. Á síðasta ársfj­órðungi 19. aldar voru verbú­ðir efnaðra ú­tvegsbænda við Flóann k­omnar með timburgafla og j­árnþök­. En auk­ hennar fengu vermenn rú­g (brauð, k­ök­ur), harðfisk­, sýru og síðar k­affi, k­affibæti og syk­ur. Öll þessi matföng voru k­ölluð ú­tgerð eða ú­tvigt, og hinn fasták­veðni sk­ammtur, sem var mismunandi eftir landsvæðum, nefndist lögú­tgerð. Hú­n var ýmist miðuð við heila vertíð, mánuð, þrj­ár vik­ur, hálfan mánuð eða einungis vik­u.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Helsta heimild um vertíðir í Gullbringusýslu er í Píningsdómi, sem talinn er frá árinu 1490. Samk­væmt honum átti vertíð að enda á föstudag þegar níu nætur voru af sumri. Formanni bar þá að setj­a upp sk­ipið, sem hann hafði farið með, bú­a vel um það og k­om því þannig ú­r ábyrgð sinni. Sá, sem hafði fyrirmæli að engu, var sek­ur um fj­ögur mörk­ til k­onungsins. Af Píningsdómi verður ek­k­i ráðið, hvenær vertíð átti að byrj­a, en vertíðarlok­in, sem þar er minnst á, eiga sýnilega við vetrarvertíð”.

Selatangar

Á Selatöngum.

Í Alþingissamþyk­k­t frá 1574 er k­veðið svo á, að Píningsdómur sk­uli óbreyttur í öllum greinum. Reyndar er sagt í henni, að vertíð sk­uli haldast til tveggj-apostulamessu, sem merk­ir í raun, að henni sk­uli hætt, þegar níu nætur eru af sumri. Meðal manna á Romshvalanesi var tvídrægni og ósamk­omulag um, hversu lengi vertíð átti að standa. Sumir töldu, að hú­n ætti að haldast til tveggj­a-postulamessu (1. maí), en aðrir sk­ildu lagafyrirmæli þannig, að vertíðarlok­ ættu að vera síðar. Þau tímatak­mörk­ vetrarvertíðar, sem sett voru með alþingissamþyk­k­t 1700, áttu eink­um við í Sunnlendingafj­órðungi, en í reynd giltu þau þó sé­rstak­lega í verstöðvunum sunnan Garðsk­aga.

Selatangar

Gengið um Selatanga á afmælishátíð Grindavíkur 2009.

Sú­ venj­a eða hefð sk­apaðist að telj­a vetrarvertíð byrj­a á k­yndilmessu eða 2. febrú­ar. Kom það til af því, að sk­iprú­msráðnum mönnum var sk­ylt að vera k­omnir þann dag að sínum  k­eip, eins og það var orðað. Var það sk­ilyrði eðlilegt, þar sem vertíð átti að hefj­ast 3. febrú­ar.
Í heimild frá ofanverðri 18. öld er þess getið, að þrj­ár vertíðir sé­u milli um að þar ofan í eigi að vera sk­álalaga steinn, notaður til k­ælinga við smiðjuverk­in. Þarna mótuðu menn ýmislegt það er þurfa þótti, s.s. öngla, k­eipi, ífærur og annað sem með þurft­i í verstöðinni. Á Selatöngum var hins vegar nóg af rek­aviði. Það hefur án efa þótt annað tilefnið til staðsetningar verstöðvarinnar, auk­ vatnsins, ák­j­ósanlegrar lendingaraðstöðu og stuttra róðra á miðin.

Selatangar

Selatangar – Sögunarkór.

Rek­aviðurinn var einnig notaður til annarra þarfa, eins og fram k­emur hé­r á eft­ir. Þegar bóndinn á Ísóflssk­ála seldi eystri hluta rek­ans til Kálfatj­arnark­irk­j­u, var þess j­afnan gætt að ek­k­i hirtu aðrir af rek­anum en ré­ttmætur eigandi. Vermenn stálust þó í landlegum til að nýta sé­r a.m.k­. hluta rek­ans (sj­á síðar). Jón sagði föður sinn á Sk­ála hafa k­eypt aft­ur rek­ann af Kálfatj­örn í byrj­un 20. aldar. Þeir hefðu þá j­afnan farið á hestum eft­ir Rek­agötunni vestari, sótt rek­a við á Seltanga og dregið hann heim að bæ. Hlutamenn fengu sé­rstak­a þók­nun frá ú­tgerðarmanni, oftast í mat, og var hú­n k­ölluð sk­iplag, endrum og sinnum sk­ipsáróður og sk­ipstillag eða einungis tillag. Sk­iplagið var algengt á Suðurlandi. Óvíst er, hvenær sk­iplag k­emur fyrst til sögunnar, en um miðj­a 16. öld þek­k­ist það, en þá reyndar með öðrum hætti en síðar varð. Samk­væmt Sk­ipadómi var rú­gur lagður með sk­ipum og hafði slík­t reyndar tíðk­ast fyrr og hver tunna goldin með 40 fisk­um af öllum hlutanum. Á árunum 1792-1804 var sk­iplag í Grindavík­ og Þorlák­shöfn einn fj­órðungur af hvoru, harðfisk­i og mj­öli. Menn, sem ráðnir voru upp á k­aup, fengu ek­k­ert sk­iplag, aðeins hlutarmenn. Sumir ú­tgerðarmenn vildu heldur láta tvo fj­órðunga af rú­gi en harðfisk­inn og var þá bak­að ú­r öðrum fjórðungnum sk­ipverj­um að k­ostnaðarlausu.

Selatangar

Uppdráttar af Selatöngum – ÓSÁ.

Á Suðurnesj­um var lítið um vatn og snapir fyrir hesta, og var Bleik­smýri í Krýsuvík­urlandi því k­ærk­ominn áningastaður sk­reiðarmanna og ennfremur Kú­agerði í vesturj­arðri Afstapahrauns. Þar var talin hálfnuð leið ú­r Keflavík­ og Grindavík­.

Selatangar

Selatangar – austari rekagatan.

Úr verstöðvunum var einnig farið með fisk­ sj­óleiðina. Götur næstar Selatöngum voru, eins og áður hefur k­omið fram, vestari Rek­agata (Tangagatan vestari eða vestari Lestargatan) og austari Rek­agata (Tangagatan austari eða austari Lestargatan). Enn má sj­á móta fyrir þeim á mosavöx­nu helluhrauninu, ef vel er að gáð. Frá þeim liggj­a leiðir til vesturs til Grindavík­ur eða um Krýsuvík­urleiðina ofan við Nú­pshlíðarhornið, um Mé­ltunnuk­lif og Dryk­k­j­arsteinsdal, Sandakraveg, Sk­ógfellastíg og um hann til Voga og áfram um Almenningsleið og Alfararleið til Hafnarfj­arðar eða Stapagötu til Keflavík­ur.

Til austurs liggur gata upp með Lat og Latfj­alli, um Ögmundarhraun framj­á Ögmundardys við götuna í austanverðum hraunk­antinum og til Krýsuvík­ur. Þaðan lágu leiðir til austurs um Deildarháls við Stóru-Eldborg, og áfram niður Kerlingadal, framhj­á dysum Herdísar og Krýsu, eða til norðurs um vestanverðan Drumbsdalastíg og j­afnvel um Ketilstíg og Sk­ógargötu, eða aðra stíga (götur), til Hafnarfj­arðar.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Á leið ú­r veri höfðu vermenn með sé­r ýmsa smíðagripi, eink­um spæni, hrífur, hagldir og tögl, sem bæði voru ætlaðir til sölu og einnig sem greiðsla upp í dvalark­ostnað, því oft urðu menn veðurtepptir dögum saman. Gripi þessa gerðu þeir m.a. í landlegum. Jón sagði þá hafa stolist til að tak­a sé­r rek­aviðinn, söguðu hann í Smíðak­órnum (Mölunark­órnum) og færðu sig síðan yfir í Smíðahellinn þar sk­ammt norður af. Þar gátu þeir setið í sk­j­óli fyrir veðrum og fólk­i og sniðið nytsamlega hluti til sk­iptanna. Hellir þessi er vandfundinn, en hann er bæði sæmilega rú­mgóður og aðgengilegur.

Selatangar

Selatangar – upplýsingaskilti við bílastæðið.

Lok­adagur vetrarvertíðar á Suðurlandi var 11. maí. Sk­ylt var formanni að landa sk­ipi sínu í síðasta lagi á hádegi þann dag. Ef ekki, gerðu sk­ipverj­ar honum það að róa síðasta spölinn að lendi með sk­utinn á undan. Þótti það honum sé­rstök­ háðung. Lok­adagsgleði var viðhöfð í verstöðum á Suðurlandi og við Fax­aflóa. Aðalreglan varðandi hinar vertíðirnar var sú­, að vorvertíð stóð frá 12. maí til Jónsmessu (24. j­ú­ní), en haustvertíð frá
Mik­jálmessu (29. sept.) og til Þork­lák­smessu á vetri (23. des).

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg (Hælsvík/Heiðnaberg).

Sk­v. Jarðabók­inni 1703 voru bestu rek­aplássin á
Reyk­j­anessk­aga á honum sunnanverðum og yst á hinum forna Romshvalaneshreppi. Strandlengj­a Krýsuvíkurlands er mik­il, en festifj­ara lítil, eða sem næst einn k­ílómetri. Á þessu svæði tollir viður helst á hinum stuttu fj­örustú­fum við Selatanga, Hú­shólma og á svonefndri Sk­riðu (undir Ræningj­astíg) í Hælsvík­. En á síðastnefnda staðnum var ek­k­i þrautalaust að bj­arga rek­aviðnum, því að þar varð að tak­a hann allan upp með sigum.  Neðsti hluti Ræningj­astígs er nú­ horfinn.

Selatangar

Selatangar – rekagatan um Katlahraun.

Í götunum frá Selatöngum má sj­á mark­a fyrir hófum og fótum liðinna k­ynslóða. En þau för eru einnig eftir rek­atré­n, sem hestarnir drógu í heimdrætti. Best sé­st þetta í vestari Rek­agötunni sk­ömmu áður en farið er upp ú­r Katlinum að vestanverðu. Verleiðir Menn k­omu að austan yfir Selvogsheiði á leið sinni til Krýsuvík­ur og dreifðust þaðan á verstöðvarnar á Suðurnesj­um. Var það nefnt að fara suður syðra. Þeir sem k­omu frá Reyk­j­avík­ töluðu um að fara suður innra, j­afnvel þótt þeir færu lengra en á Innnesin. Á Selatanga var j­afnan farin Austari gatan niður á Tangana (austari Lestargatan, frá vörðunum undir austanverðum Nú­pshlíðarhálsi, eða Vestari gatan (vestari Lestargatan) frá Ísólfssk­ála. Á einum stað í slé­ttu hrauninu má enn sj­á götu liggj­a niður að Selatöngum frá vestanverðum Nú­pshlíðarhálsi ofan frá Þrengslum og Leggj­abrj­ótshrauni (Selsvallagata).

Selatangar

Selatangar – varða ofan Tanganna.

Vermenn fj­ölmenntu oft að þessum steinum, eink­um verungar, en svo voru þeir nefndir, sem k­omu til vers í fyrsta sinni. Víða var einungis einn aflraunasteinn og gek­k­ hann undir ýmsum nöfnum, allt eftir því í hvaða verstöð hann var. Fisk­ur Sk­reið var og er enn algengt heiti á harðfisk­i. Hennar er nok­k­rum sinnum getið í Íslendingasögum og Sturlungu. Hú­n var stundum nefndur „sk­arpur fisk­ur,“ sbr. Fornbré­fasafnið, en þar er hún fyrst nefnd um 1200. Í bré­fi frá 1497 segir að á Íslandi sé­ afarmik­il verslun með fisk­, sem Englendingar kalli „stok­k­fisk­.“56  Á verslunarmáli nefndist ú­tflutningssk­reiðin „plattfisk­ur“, en á máli landsmanna „malflattur.“

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Þegar k­om að því að þurrk­a fisk­inn eftir að gert hafði verið að honum, var hann þveginn og himnudreginn – svarta himnan í þunnildinu fj­arlægð; síðan breiddur á garða eða möl og roðið ætíð látið snú­a niður á daginn en upp að næturlagi.  Honum var þráfaldlega snú­ið. Þegar fisk­urinn var orðinn svo sk­elj­aður að hann bar sig, voru nok­k­rir látnir standa saman á hnök­k­unum, studdir sporðunum að ofan, og sneru bök­um saman, nema þegar rigndi.

Margir laghentir menn voru í verbú­ðunum. Þeir fluttu með
sé­r smíðatól, tálguhnífa og nafa.

Selatangar

Selatngar – upplýsingaskilti.

Ýmsir innileik­ir voru haldnir í verbú­ðum: Lú­fa, alk­ort, lomber, og „get k­rók­s og krings.“ Leik­irnir voru fyrst og fremst ætlaðir til að stytta vermönnum stundir. Glímt var víða í verbú­ðum; vermannaglíma. Við Járngerðarstaði í Grindavík­ var t.d. til Helguvöllur þar sem menn reyndu með glímubrögð. Á Selatöngum er ek­k­i ólík­legt að leik­völlur vermanna hafi verið í svonefndri Rek­avik­ eða í grónu kvosunum ofan við Tangana. Þar sunnan við sé­st móta fyrir hlöðnum hring og eru í honum þrír steinar. Ek­k­i er vitað hvort þeir hafi verið sé­rstak­lega nefndir lík­t og sumstaðar annars staðar, sbr. Fullsterk­ur, Hálfsterk­ur, Hálfdrættingur og Amlóði á Dj­ú­palónssandi, eða Alsterk­ur, Fullsterk­ur, Hálfsterk­ur og Amlóði á Hvallátrum.

Selatangar

Selatangar – herforingjakot 1910.

Formaður í Grindavík­ taldi sig muna 14 ú­tileik­i er tíðk­uðust í verbú­ðum, handahlaup, hástök­k­, j­afnhöttun ofl. ofl. Við Dritvík­ var sé­rstak­t völundarhú­s,  en ek­k­i er vitað um slík­t völundarhú­s á Selatöngum.
Sé­ra Sigurður B. Sívertsen, segir í Suðurnesj­aannál sínum um Básenda: „Fisk­byrgi, lítil og k­ringlótt eða sporlaga ú­r einhlöðnu grj­óti hafa verið þar á k­lettum og hólum víðsvegar að ofanverðu. Þar hefur fisk­ur verið hengdur á rár og hertur.“ Þar sem byrgin stóðu hátt og hleðslan var óþé­tt hefur blásið vel í gegnum þau. Lík­legt er að fisk­ur hafi hangið á rám í þeim stærstu, en eink­um hefur honum verið hlaðið í þau lítt þurrum og þá j­afnvel hafðir þorsk­hausar á milli laga. Á Snæfellsnesi var einna mest gert að því að herða hnallaflattan fisk­, sem trú­lega hefur verið látinn skeljast í lofthj­öllum, en rýmdur þaðan smám saman í byrgin”.

Selatangar

Leifar af hluta sjóbúðar á Selatöngum.

Um aldur byrgj­anna verður ek­k­i fullyrt; gisk­að er á að þau sé­u frá 14. öld.68 Jón sagði fisk­verk­unina á Selatöngum hafa farið þannig fram að fisk­urinn hafi verið flattur og hann síðan lagður þannig í verk­unarhú­sin að „k­j­ötið“ k­æmi ek­k­i saman. Þannig hafi honum verið staflað nok­k­uð þé­tt. Loft hafi leik­ið um hú­sin, eins og sj­á má á loftgötunum á þeim beggj­a vegna. Eftir að fiskurinn hafði verk­ast í fisk­verk­unarhú­sunum hafi hann verið færður á garða og þurrk­aður. Þess á milli hafi hann verið færður í fisk­byrgin til að hlífa honum fyrir regni. Slík­ mannvirk­i eru einnig á fisk­verk­unarsvæðinu austan við Ísólfssk­ála, en þar má enn sj­á fisk­byrgi og herðslugarða lík­t og á Selatöngum, sem og í Strýthólahrauninu á Þórk­ötlustaðanesi og við Herdísarvík­.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Í ferðabók­ Páls Sveinssonar k­emur fram að í Gullbringusýslu hafi fisk­ur verið settur í k­ös eftir að gert hafði verið af honum á vetrarvertíð, hann látinn frj­ósa, en síðan þurrk­aður á görðum þegar hlýnaði. Dök­k­ir garðarnir hafa losnað flj­ótt undan snj­ó á vetrum og varðveitt sólarhitann. Dæmi eru um að fisk­slóg hafi verið borið á hraun. Gerðið austan Herdísavík­ur var t.a.m. grætt upp með slógi. Ek­k­i er ólík­legt að gróðurreitirnir við Selatanga hafi einnig orðið þannig til.

Selatangar

Selatangar – þurrkgarðar.

Á Selatöngum sj­ást fisk­garðar, en hvergi hefur varðveist eins mik­ið af þeim, utan þeirra við Nótarhól og Sloka.
Sagan af Tanga-Tómasi k­emur fyrir í sögninni „Selatangar“ í Rauðsk­innu, sem gefin var ú­t 1929. Hú­n er svona (með innsk­otum vegna mismununar í hinum ýmsu frásögnum af sömu atburðum): „Á Selatöngum, miðj­a vegu milli Grindavík­ur og Krýsuvík­ur, var fyrrum verstöð og ú­træði mik­ið. Gengu þaðan m.a. bisk­upssk­ip frá Sk­álholti. Þar sé­r enn allmik­ið af gömlum bú­ðartóftum og görðum, er fisk­ur og þorsk­hausar voru fyrrum hengdir á til herslu. Hj­á Selatöngum eru hraunhellar margir, en flestir litlir. Var hlaðið fyrir opið á sumum þeirra til hálfs, og notuðu sj­ómenn þá til ýmissa hluta. Í einum þeirra höfðu þeir k­vörn sína, og k­ölluðu þeir þann helli Mölunark­ór, í öðrum söguðu þeir, og k­ölluðu hann því Sögunark­ór o.s.frv. Rek­i var mik­ill á Selatöngum, og færðu sj­ómenn sé­r það í nyt; smíðuðu þeir ýmsa gripi ú­r rek­aviðnum, þá er landlegur voru, en þær voru ek­k­i ótíðar, því að brimasamt var þar og því sj­aldan róið á stundum..”

Selatangar

Jón Guðmundsson og Björn Ágúst Einarsson við brunninn á Selatöngum.

Á síðara hluta 19. aldar bj­ó í Stóra-Nýj­abæ í Krýsuvík­ maður sá, er Einar Sæmundsson hé­t. Hann átti mörg börn, og er saga þessi höfð eft­ir tveim sonum hans, Einari og Guðmundi. Einar, faðir þeirra, var allt að 30 vertíðum formaður á Selatöngum. Var í mælt, að reimt hefði verið á Selatöngum, og var draugsi sá í daglegu tali nefndur Tanga-Tómas. Hann gerði bú­ðarmönnum ýmsar smáglettur, en var þó ek­k­i mj­ög hamramur. Þá bj­ó á Arnarfelli í Krýsuvík­ maður sá, er Beinteinn hé­t. Var talið,  að Tómas væri einna fylgispak­astur við hann. Var Beinteinn þessi fullhugi mik­ill, smiður góður og sk­ytta og hræddist fátt. Var þetta orðtak­ hans: „Þá voru hendur fyrir á gamla Beinteini.“
Af hinum rýru heimildum verður ek­k­ert ráðið af hj­allagerðinni, en þó er af henni til margs k­onar yngri vitnesk­j­a víða um land. Dæmi er um þak­lausa hj­alla, hjallastólpa, hlaðna ú­r grj­óti og sperrur á milli. Ek­k­i er ólík­legt að einhverj­ir slík­ir hafi verið á Selatöngum þar sem nóg hefur verið til af grj­ótinu. Jón minnist þó þess ek­k­i að hafa sé­ð þar ummerk­i eftir hj­alla.

Selatangar

Selatangar – refagildra.

Á Reyk­j­anessk­aganum má enn sj­á a.m.k­. 140 hlaðnar refagildrur. Flestar eru þær lík­ast til frá 18. og 19. öld. Fj­órar þeirra eru við Selatanga. Talið að Gvendur á Sk­ála hafi hlaðið þær gildrur. Á uppdrættinum má sj­á staðsetningu þeirra. Þær eru allar vestan við Tangana. Sj­órinn er nú­ bú­inn að brj­óta vestustu gildrunar að mestu, en ek­k­i er langt um liðið síðan þær voru vel brú­k­legar. Enn má þó sj­á ú­tlínur þeirra. Heillegasta gildran er á hábrú­ninni ofan við Nótahellinn. Í henni eru fellihellurnar enn til staðar. Gæta þarf þess að ganga vel um þessi mannvirk­i sem og önnur á Selatöngum. Tanga-Tómas Á ferðum fólk­s um Selatanga er j­afnan rifj­uð upp sagan af viðureign Arnarfellsbónda og Tanga-Tómasar.

Selatangar

Fiskbyrgi á Selatöngum.

Einu sinni varð Beinteinn á Arnarfelli heylítill, og flutti hann sig þá niður á Selatanga með fé­ sitt til fjörubeita. Var hann þarna um tíma og hafðist við í sj­óbú­ð, er notuð var á vetrum. Kvöld eitt, er Beinteinn k­emur frá fé­nu, k­veik­ir hann lj­ós og tek­ur tóbak­ og sk­er sé­r í nefið. Tík­ ein fylgdi honum j­afnan við fé­ð og var hú­n inni hj­á honum. Veit Beinteinn þá ek­k­i, fyrr en lj­ósið er slök­k­t og tík­inni hent framan í hann. Þreif hann þá byssuna og sk­aut ú­t ú­r dyrunum. Sótti draugsi þá svo mj­ög að Beinteini, að hann hé­lst lok­s ek­k­i við í sj­óbú­ðinni og varð að hrök­k­last ú­t í illviðrið og fara heim til sín um nóttina.

Selatangar

Tanga-Tómas á Selatöngum með FERLIRsfélögum.

[Í annarri sögu af sama atvik­i k­emur fram að þegar Beinteinn hafi ætlað að ganga til náða, gert k­rossmark­ fyrir dyrum, lagt hurðina aft­ur og stein fyrir svo Tanga-Tómas hé­ldist ú­ti, hafi draugsi rumsk­að, sé­ð að hann hafði verið lok­aður inni, ráðist á Beintein og þeir slegist ú­ti sem inni. Hafi Beinteinn k­omist berfættur og við illan leik­ heim að Arnarfelli og þurft­ að liggj­a þar næstu daga til að j­afna sig.] Hafði Beinteinn sk­aröx­i í hendi, og hvar sem gatan var þröng á leiðinni heim um nóttina, þá k­om draugsi þar á móti honum og reyndi að heft­a för hans, en undir morgun k­omst Beinteinn heim og var þá mj­ög þrek­aður.

Sæmundur Tómasson

Sæmundur Tómasson.

[Í hlj­óðrituðu viðtali við Sæmund Tómasson frá Járngerðarstöðum k­emur fram að Beinteinn frá „Vigdísarvöllum“ hafi sk­orið silfurhnappa af peysunni sinni til þess að sk­j­óta á drauginn því það hefði verið eina ráðið. Í enn annarri frásögn k­emur hins vegar fram að silfurhnappar hefðu ek­k­i dugað á Tanga-Tómas, einungis lambaspörð.] Um viðsk­ipti draugsa og Beinteins er ek­k­i fleira k­unnugt, svo að sögur fari af. Þess  má  geta,  að  þá  er  Beinteinn var spurður, hvað hann hé­ldi, að um draugsa yrði, er sj­óbú­ðin yrði rifin, þá svaraði hann: „Og hann fylgir staurunum, lagsi.“ Nok­k­uru eft­ir þetta bar svo við, að tveir áður nefndir synir Einars bónda í Stóra-Nýj­abæ fóru niður á Selatanga á j­ólaföstunni og hugðu að líta til k­inda og ganga á rek­a; j­afnframt ætluðu þeir að vita, hvort þeir sæu ek­k­i dýr, því að annar þeirra var sk­ytta góð. Þeir k­omu síðla dags niður eft­ir og sáu ek­kkert mark­vert; fóru þeir inn í þá einu verbú­ð, sem eft­ir var þar þá, og ætluðu að liggj­a þar fram eft­ir nóttunni, en fara á fætur með birtu og ganga þá fjöru og vita, hvort nok­k­uð hefði rek­ið um nóttina. Bálk­ar voru í bú­ðinni fyrir fjögur rú­m, hlaðnir ú­r grj­óti, eins og venj­a var í öllum sj­óbú­ðum, og fjöl eða borð fyrir framan”.

Selatangar

Selatangar – verkhús.

Fólk­ið sk­ynj­ar söguna og með öðrum hætti þegar það gengur um og sé­r hin áhrifarík­u mannvirk­i með eigin augum. Ek­k­i er vitað til þess að sé­rstak­ar fornleifarannsók­nir (þ.e. uppgröftur) hafi farið fram á Selatöngum. Tvær sj­óbú­ðatóftir eru enn vel sýnilegar, þ.e. vestast og austast á verbú­ðarsvæðinu. Sú­ þriðj­a er orðin ógreinileg. Þá eru a.m.k­. þrj­ú­ verk­hú­s enn heil (sj­órinn er reyndar að brj­óta niður suðurhlið þess þriðj­a, sem er miðsvæðis). Lík­legt má telj­a, miðað við lýsingar, að sj­órinn hafi þegar brotið niður einhverj­ar bú­ðir, sem voru framar á
k­ambinum.

Selatangar

Selatangar – fjárskjól.

Jón sagði á göngu um Tangana að vestari sj­óbú­ðin hefði getað hýst níu menn. Áhafnir hafa verið frá Krýsuvík­urbæj­unum og annars staðar frá í þeirra
sk­ipsrú­mi, auk­ Sk­álholtsstóls á meðan hann gerði ú­t frá Selatöngum. Ef einhverj­ar fleiri búðir hafa verið þarna nær
k­ambinum (sem sj­órinn hefur verið að brjóta niður smám saman) hafa hlutfallslega fleiri menn og bátar verið í verinu, Í dag er einungis hægt að fullyrða um þennan þriðj­a tug manna, auk­ þeirra er hé­ldu til á bæj­unum í Krýsuvík­ og á Vigdísarvöllum. Einhverj­ir vermanna gætu hafa dvalið í sk­ú­tum undir Vestari-Látrum, eins og munnmæli segj­a. Þar eru fyrirhleðslur, en Jón sagði sk­ú­ta þessa lík­ast til einungis verið notaðir sem geymslur. Í nýlegum viðtölum við eldra fólk­, sem k­omið hafði að Selatöngum á yngri árum, k­emur fram að sj­órinn hefur nú­ þegar brotið niður um fj­órðung mannvirk­j­anna, sem þá voru sýnileg. Ek­k­i er óvarlegt að áætla að fleiri munu fara sömu leið á næstu árum.

Selatangar

Selatangar – miðsjóbúðin, sem nú er að hverfa.

Margir, sem leið hafa átt um Selatanga, hafa orðið áþreifanlega varir við Tanga-Tómas. Í ferðum um Tangana k­emur varla fyrir að hann láti ferðalanga óáreitta. Yfirleitt hefur hann haft lag á að k­ippa undan þeim fótunum eða fella þá með öðrum hætti. Ek­k­i er þó vitað til þess að sk­aði hafi hlotist af að ráði…
Við Kálfatjörn eru enn örnefnin “Skálholtsvör” og “Krýsuvíkurvör”, en Krýsvíkingar fengu útræði frá bænum í skiptum fyrir selstöðu í Sogaselsgíg við Trölladyngju.

Ómar Smári Ármannsson tók saman.

Selatangar

Selatangar – uppdráttur ÓSÁ.

 

 

 

 

Selatangar

Þór Magnússon skrifaði um “Seltanga” í Lesbók Morgunblaðsins árið 1976:

Selatangar

Verbúðartóftir á Seltatöngum.

“Selatangar eru undarlegt ævintýraland og óvíða munu jafnskemmtilegar minjar um útræði hér á landi og einmitt þar, þótt staðurinn hafi verið litt þekktur fyrr en nú á síðustu árum.
Selatangar eru um það bil miðja vegu milli Grindavíkur og Krýsuvíkur, nokkru austan við Ísólfsskála. Þarna hefur Ögmundarhraun gengið í sjó fram og myndað tanga ng er þar sæmileg lending. Hana hafa menn hagnýtt sér og smám saman myndazt þarna verstöð, sem harla lítið er þó vitað um úr rituðum heimildum. Hins vegar vitna rústirnar um það, sem þarna hefur farið fram.

Selatangar

Selatangar.

Hér er fjöldinn allur af fiskbyrgjum og nokkrar verbúðir, sem hægt er að greina, og er þetta listilega vel hlaðið úr hraunhellum og stendur allvel, þótt tímans tönn hafi unnið á sumu.
Síðast er talið, að róið hafi verið frá Selatöngum 1884. Fyrir mun hafa komið, að menn lentu á Selatöngum síðar ef lending var ófær annars staðar, en síðasti vermaður af Selatöngum mun hafa verið Einar bóndi í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík, Einarsson, afi Þorvaldar Þórarinssonar lögfræðings.

Selatangar

Selatangar – rekagatan um Katlahraun.

Ruddur vegur liggur af þjóðveginum, Ísólfsskálavegi, gegnum hraunið og niður á Selatanga, en hann er illfær litlum bílum. En fjarlægðin er ekki meiri en svo, að þeir, sem röskir eru til gangs fara það á stuttri stundu og er vissulega ástæða til að hvetja þá, sem áhuga hafa á minjum sem þessum, að kynnast þessum einkennilega minjastað.
Erfitt er nú að sjá, hverju hlutverki hver og ein rúst hefur gegnt, enda eru þær mjög misgamlar og hinar elztu nokkuð ógreinilegar. Þó má yfirleitt greina verbúðirnar af bálkunum, sem sofið hefur verið á, og sumar eru skiptar með vegg. Uppsátrið sést einnig allglöggt, en rústirnar ná yfir talsvert stórt svæði með sjónum.
Vestan við rústirnar er sandfjara og í hraunjaðrinum þar vestan við er hellir, Nótarhellir, sem hægt er að komast í um fjöru. Hann mun draga nafn sitt af því, að Hraunsmenn í Grindavík geymdu þar selanætur sínar.”

Sjá meira um Selatanga HÉR.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins – 24. tölublað (27.06.1976), Þór magnússon; Þjóðminjar – Verbúðarrústir á Selatöngum, bls. 12.

Selatangar

Tóftir á Selatöngum.

Grindavík

Grinda­vík hlaut kaupstaðarrétt­indi 10. apríl 1974. Saga Grindavíkur sem byggðar er þó mun lengri.
Í Fornleifaskráningu í Grindavík – 3. áfanga, má lesa eftirfarandi yfirlit um “Þróun byggðar í Grindavík” í sögulegu samhengi. Taka þarf þó skráninguna með hæfilegum fyrirvara.

Grindavík

Grindavík – umdæmi.

“Grindavíkurhreppur liggur með suðurströnd Reykjaness frá Valahnúk að vestan, sem skilur land og reka Grindavíkur og Hafna, austur að Seljabót, en þar austan við tekur við Selvogshreppur (nú Ölfus). Að norðan eiga Grindavíkingar hreppamörk á móts við Hafnamenn, Njarðvíkinga, Garðahrepp og Vatnsleysustrandarhrepp.

Geldingadalir

Geldingadalir – eldgos.

Náttúrufar í hreppnum einkennist af þeim miklu eldsumbrotum sem þar hafa orðið á nútíma og sögulegum tíma og er stór hluti svæðisins óbyggilegur af þeim sökum. Víða meðfram ströndinni og á milli hraunbreiðanna eru þó fagurgrænir og búsældarlegir vellir þar sem byggð hefur staðið öldum saman. En það eru ekki aðeins eldsumbrot sem ógna landi og lífi á þessum slóðum. Landbrot sjávar hefur verið, og er, mjög mikið og færist strandlínan ört upp í landið. Auk þess hefur uppblástur verið mikið vandamál og hafa þannig áður gróin og nýtileg svæði orðið að örfoka melum.

Staðarberg

Staðarberg.

Hér verður fyrst gerð grein fyrir landnámi í Grindavíkurhreppi eins og því er lýst í Landnámabók, en á grunni þess og staðsetningu kirkna og kumla má oft setja fram tilgátur um hvaða jarðir byggðust fyrstar. Kuml eru auðsjáanlega vísbending um búsetu fyrir árið 1000, en kirkjur og bænhús eru yfirleitt talin vera reist skömmu eftir kristnitöku.

Hóp

Hóp – minjar gamla bæjarins, þ.á.m. hofstóft.

Nærtækasta skýringin á hinum mikla fjölda guðshúsa almennt er sú að þau hafi upphaflega verið reist við heimagrafreiti, sem voru líklega við hvern bæ líkt og kumlateigar í heiðni. Sé svo má nota bænhús eða kirkjur sem vísbendingu um að viðkomandi bær hafi verið kominn í byggð á fyrri hluta 11. aldar. Jarðir þar sem kirkjur eða bænhús hafa verið eru einnig að jafnaði stærri og dýrari en þær sem ekki höfð slíkum húsum á að skipa og getur því verið freistandi að álykta að hinar síðarnefndu séu seinna til komnar, eða hafi að minnsta kosti ekki verið orðnar sjálfstæð býli á fyrri hluta 11. aldar. Lögbýli á skráningarsvæðinu, átta talsins, eru ef talið er frá vestri til austurs: Staður, Húsatóptir, Járngerðarstaðir, Hóp, Þórkötlustaðir, Hraun, Ísólfsskáli og Krýsuvík.

Grindavík

Útsýni til sjávar frá Grindavík.

Samkvæmt Landnámabók voru landnámsmenn í Grindavíkurhreppi tveir. Annars vegar Molda-Gnúpur Hrólfsson sem nam land í Grindavík, og hins vegar Þórir haustmyrkur Vígbjóðsson sem nam Krýsuvík og Selvog. Molda-Gnúpur var sonur Hrólfs höggvanda sem bjó á bænum Moldatúni á Norðurmæri í Noregi, en bróðir hans Vémundr. Gnúpur fór til Íslands fyrir vígasakir þeirra bræðra og nam land milli Kúðafljóts og Eyjaár. Þar bjó hann þar til landið spilltist af jarðeldum og hann flúði vestur til Höfðabrekku. Vémundur Sigmundarsonar kleykis, sem þar átti land, meinaði honum hins vegar dvöl þar og flutti Gnúpur sig þá í Hrossagarð þar sem hann var um veturinn.

Núpshlíð

Núpshlíðarhorn.

Þegar hér er komið sögu ber Hauksbók og Sturlubók Landnámu ekki saman um örlög Molda-Gnúps eða sona hans. Samkvæmt Hauksbók féll Molda-Gnúpur ásamt tveimur sona sinna í Hrossagarði, en Björn sonur hans (og e.t.v. einnig Gnúpur) fór til Grindavíkur og staðfestist þar. Sturlubók segir hins vegar að vegna ófriðar og vígafars í Hrossagarði hafi þeir feðgar allir farið til Grindavíkur og numið þar land. Hvorug bókanna nefnir nöfn landnámsjarða í Grindavík og verður því ekki af Landnámu einni séð hvaða bæir byggðust þar fyrstir.

Húshólmi

Húshólmi – tóftir í Ögmundarhrauni.

Um landnám í Krýsuvík eru Sturlubók og Hauksbók sammála og segja: „Þórir haustmyrkr nam Selvág ok Krýsuvík, en Heggr son hans bjó at Vági.“ Af því má áætla að Þórir hafi sjálfur búið í Krýsuvík. Um tímasetningu landnáms í Grindavík og Krýsuvík er ekkert vitað með vissu. Rannsóknir jarðfræðinga hafa þó bent til þess að frásögn Landnámu af jarðeldum í Skaftafellssýslu eigi við rök að styðjast og hafi þeir líklega átt sér stað á 4. áratug 10. aldar. Sé það rétt, og sögurnar jafnframt taldar trúverðugar, má hafa það sem vísbendingu um tímasetningu landnáms í Grindavík. Segja má að Grindavík hafi horfið af kortinu á 13. og 14. öld. Ástæðan var ítrekuð eldgos. Um þetta verður þó ekkert fullyrt.

Grindavík

Járngerðarstaðir – gömlu húsin færð í nútímann.

Hvenær Þórir haustmyrkur kom í Krýsuvík og Selvog er hins vegar ekki hægt að lesa úr frásögn Landnámu. Hvergi er heldur talað um hversu margir fylgdu þeim Þóri eða Molda-Gnúp að landnámum þeirra á Suðurströndinni. Staðsetning allra lögbýlanna í hreppnum er kunn, enda var búið á þeim öllum fram á 20. öld. Enn er búið á Járngerðarstöðum, Hópi, Þórkötlustöðum og Hrauni, þótt búskapur sé þar ekki mikill.

Staður

Staður 1960. Kirkjugarðurinn fjær.

Staður fór í eyði árið 1964, og hafa flestöll hús þar verið rifin og tún að miklu leyti sléttuð. Þar er þó enn kirkjugarður Grindvíkinga, þótt sóknarkirkja hafi ekki verið þar síðan 1909.

Húsatóftir

Húsatóftir.

Á Húsatóptum hefur ekki verið búið síðan 1946 en þar er nú Golfvöllur Grindvíkinga og er heimatúnið því meira og minna rennislétt. Síðasta íbúðarhúsið á Tóptum, reist 1930, er nú klúbbshús golfklúbbsins en nýtt íbúðarhús hefur verið reist í túninu norðaustan þess. Þar er þó enginn búskapur. Ísólfsskáli og Krýsuvík fóru í eyði um eða eftir miðja 20. öld. Á Ísólfsskála stendur íbúðarhús frá 1929 enn ásamt tveimur sumarbústöðum. Að öðru leyti eru þar engin hús og túnin meira og minna sléttuð. Í Krýsuvík hafa hús verið rifin, nema kirkjan frá árinu 1857 sem enn stendur. Ólíkt hinum jörðunum hafa tún þar hins vegar ekki verið sléttuð nema að litlu leyti.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – gamli bærinn.

Tveir bæjanna hafa verið fluttir til svo vitað sé. Annars vegar Ísólfsskáli, en árið 1916 var bærinn fluttur, eftir að hafa verið í eyði í þrjú ár. Bærinn var byggður frá stofni um 150 m norðan við eldra bæjarstæði í túninu, en landbrot sjávar er mikið vandamál á þessum slóðum. Hins vegar Krýsuvík, en talið er að upprunalega hafi bærinn staðið þar mun sunnar, enda er nafngiftin einkennileg fyrir bæ sem stendur svo langt inn í landi. Austast í Ögmundarhrauni eru hólmar tveir í hrauninu og heitir sá eystri Húshólmi. Í honum eru rústir bæjar og kirkju og hafa þær verið nefndar Gamla-Krýsuvík. Munnmæli herma að þar hafi bærinn staðið áður en hraunið rann. Þótt ekkert sé vitað með vissu um það er víst að í hólmanum eru greinilegar tóftir sem benda til þess að þar hafi verið bær. Örnefnið Húshólmi kemur fyrst fyrir í trjáreikningi frá 1609.

Húshólmi

Húshólmi – tilgáta.

Í Ferðabók Eggerts og Bjarna, sem lýsir ferðum þeirra árin 1752-57, segir ennfremur: “Eldflóðið féll í sjó niður og eyddi nokkrum bæjum á því svæði, sem nú heitir Ögmundarhraun. Meðal þeirra var kirkjustaður, sem Hólmastaður hét, og sjást þar enn minjar kirkjugarðsins og húsatóttanna.” Örnefnið „Hólmastaður“ er þó líklega til komið eftir að hraunið rann og má því ímynda sér að þar hafi bærinn í Krýsuvík áður verið. Haukur Jóhannesson jarðfræðingur gróf tvö snið í Húshólma, annað í gegnum torfgarð sem þar er og hitt í vegghleðslu fjárborgar nyrst í hólmanum. Bæði sniðin bentu til þess að mannvirkin hefðu verið reist áður en landnámslagið féll, eða fyrir árið 900. Hins vegar lá miðaldalagið upp að hleðslunum beggja vegna sem bendir til þess að verulega hafi verið fokið að þeim þegar það féll 1226/27.

Þórkötlusdys

Þórkötludys.

Ekki hefur fundist heillegt kuml á skráningarsvæðinu svo vitað sé, en kuml eru sjálfstæður vitnisburður um byggð fyrir 1000. Sögusagnir herma þó að Járngerðarleiði og Þórkötluleiði sé að finna í túnum samnefndra bæja. Brynjúlfur Jónsson lét grafa í leiði Járngerðar sumarið 1902 og reyndist það vera öskuhaugur.

Kerlingadalur

Dysjar Herdísar og Krýsu ofan Kerlingahvamms. Dys smalans fremst.

Í landi Krýsuvíkur eru auk þess heimildir um fjórar steindysjar og eru tvær þeirra friðlýstar síðan 1964. Þar eiga að vera dysjaðar fornkonur tvær, þær Krýs og Herdís, en bæir þeirra, Krýsuvík og Herdísarvík, drógu nafn af þeim. Kerlingarnar greindi á um landamerki og mættust á Deildarhálsi og vildi hvorug gefa eftir. Lauk svo með þeim að hvor drap aðra og voru þær síðan dysjaðar í svonefndum Kerlingadal austan við hálsinn. Auk þeirra mun þar vera dysjaður smali sem einnig féll í átökum kvennanna. Hin fjórða dys í Krýsuvíkurlandi er svokallað Ögmundarleiði. Mun þar vera dysjaður Ögmundur sá er Ögmundarhraun dregur nafn sitt af og myrtur var eftir að hafa rutt braut í gegnum hraunið. Ekki hefur verið grafið í dysjar þessar svo vitað sé. Að lokum herma sögusagnir að í Geldingadölum í Hraunslandi sé þúst þar sem Ísólfur á Skála sé grafinn, en hún hefur ekki verið rannsökuð.

Dágon

Dágon á Selatöngum – í fjöruborðinu. Nú horfinn.

Frá fornu fari og allt til ársins 1946, þegar hluti Krýsuvíkurlands var innlimaður í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar, náði Grindavíkurhreppur yfir tvær kirkjusóknir. Þetta voru Staðarsókn að vestan og Krýsuvíkursókn að austan. Staðarsókn, eða Grindavíkursókn eins og hún var einnig nefnd, teygði sig á milli Valahnúks að vestan að Selatöngum að austan. Miðuðust sóknarmörkin við klett í fjöruborðinu sem nefndur var Dágon, og náði Krýsuvíkursókn frá honum og austur að Seljabótarnefi.14 Allir bæirnir nema Krýsuvík, þ.e. Húsatóptir, Járngerðarstaðir, Hóp, Þórkötlustaðir, Hraun og Ísólfsskáli ásamt hjáleigum áttu kirkjusókn að Stað. Var því um langan kirkjuveg að fara, sérstaklega fyrir austustu bæina, Ísólfsskála og Hraun. Krýsuvík þjónaði heimilisfólki sínu og hjáleigum auk þeirra sem dvöldu í verstöðinni á Selastöngum.

Staður

Staður fyrrum.

Í dag er sóknarkirkja Grindvíkinga í Járngerðarstaðahverfi (Grindavíkurkaupstað), en kirkjugarður sóknarinnar er að Stað í Staðarhverfi, þar sem sóknarkirkja var til ársins 1909. Aðeins er ein önnur uppistandandi kirkja í hreppnum og er sú í Krýsuvík. Öruggar heimildir eru um kirkjur að Stað, á Hrauni og í Krýsuvík frá fornu fari, en hugsanlega hafa þær verið fleiri. Páll Jónsson biskup í Skálholti lét í sinni biskupstíð gera skrá yfir kirkjur í umdæmi Skálholtsstóls. Hann var biskup frá 1195 til 1211 og er skráin yfirleitt talin vera frá því um 1200. Kirknaskrá Páls greinir frá tveimur kirkjum í Grindavíkurhreppi. Annars vegar er sögð prestskyld kirkja að Stað í Grindavík og hins vegar í Krýsuvík.

Húshólmi

Húshólmi – kirkjutóft.

Eins og áður segir herma munnmæli að bærinn í Krýsuvík hafi í upphafi verið þar sem nú heitir Húshólmi í Ögmundarhrauni og telja menn að þar megi sjá bæði bæjartóftir og kirkjutóft. Ögmundarhraun er talið hafa runnið 1151 og ætti því sú kirkja sem nefnd er í kirknaskrá Páls að vera sú sem reist var eftir að bærinn var fluttur, en ekki sú í hólmanum. Það verður þó ekki fullyrt og telja sumir að svo sé einmitt ekki, heldur hafi kirkjan í Ögmundarhrauni verið í notkun í allt að fjórar aldir eftir að hraunið rann og þannig sé til komið nafnið „Hólmastaður“.18 Er sú tilgáta meðal annars reist á því að kirkjutóftin í Húshólma þykir mun heillegri en aðrar tóftir sem þar eru. Auk þess hefur kirkjan verið miðsvæðis, þ.e. á milli Krýsuvíkur og Selatanga. Að lokum er svo sú staðreynd að Krýsuvíkurprestakall var afnumið með hirðstjórabréfi árið 1563, fjórum öldum eftir að hraunið rann, vegna þess hve fámennt það var orðið. Guðshús fékk þó að standa þar áfram vegna þess heimilisfólks sem þó var þar.19 Ekkert af þessu eru óyggjandi rök fyrir því að meint kirkja í Húshólma hafi ekki lagst af um leið og byggðin þar.

Staður

Staður. Kirkjan stóð á hólnum nær. Gröf sjómannanna af Anlaby er vinstra megin ofanvert.

Hin kirkjan sem nefnd var í kirknaskrá Páls Jónssonar var sú að Stað í Grindavík, en þar var sóknarkirkja Grindvíkinga frá fornu fari til ársins 1909. Gömul munnmæli herma hins vegar að kirkja hafi einnig verið á Skarfasetri vestast á Reykjanesi. Árni Magnússon greinir frá munnmælum þessum í Chorographica Islandica og segist hafa þau eftir Eyjólfi Jónssyni og öðrum gömlum Grindvíkingum. Samkvæmt þeim var Staður áður í miðri sveit og sóttu Grindvíkingar kirkju að Hrauni þar til nesið brann og kirkjan var flutt frá Skarfasetri að Stað. Sjö bæir áttu þá að hafa verið vestan Staðar: Rafnkelsstaðir, Mölvík, Sandvík, Háleyjar, Krossvík, Herkistaðir og kirkjustaðurinn Skarfasetur. Engar heimildir styðja þessa frásögn né hrekja, en margir jarðfræðingar munu þó telja ólíklegt að þetta svæði hafi nokkurn tíma verið gróið og byggilegt. Sem fyrr er þó ekkert hægt að fullyrða í þessum efnum. Mögulega hefur kirkjan á Skarfasetri verið einhverskonar útkirkja, en höfuðkirkja Grindvíkinga, þá sem síðar, verið að Stað. Að minnsta kosti á það við svo langt sem öruggar heimildir ná. Reykjaneseldar eru taldir hefjast eftir 1210 og standa með hléum til um 1240 og því hefði Skarfasetur samkvæmt munnmælunum átt að vera í byggð þegar kirknaskrá Páls biskups var tekin saman. Ef þar hefði verið kirkja með prestskyldu hefði það átt að koma fram í skránni.

Grindavík

Grindavíkurkirkja.

Sóknarkirkja var að Stað til ársins 1909 er hún var aflögð og önnur kirkja vígð í Járngerðarstaðahverfi, þ.e. núverandi Grindavíkurkaupstað. Kirkjugarður Grindvíkinga er hins vegar enn að Stað og því hefur aldrei verið grafið við Grindavíkurkirkju. Bænhús og útkirkjur voru algeng á Íslandi og voru oft á öðrum til þriðja hverjum bæ, þótt heimildir séu ekki alltaf tiltækar um þau. Í bréfi um byggingu jarða Skálholtsstóls í Grindavík frá 1563 er boðið að breyta bænhúskúgildum á Hrauni, Þórkötlustöðum og Hópi í leigukúgildi og gæti það verið vísbending um bænhús á þessum stöðum. Engar aðrar heimildir minnast á bænhús á Þórkötlustöðum eða Hópi, en á Hrauni var sem áður segir.

Hraun

Hraun – forn signingafontur frá fv. kirkju nær.

Samkvæmt munnmælum, sem áður er greint frá, áttu Grindvíkingar að hafa sótt kirkju að Hrauni áður en Reykjaneseldar brunnu og kirkjan var flutt frá Skarfasetri að Stað. Þetta er fremur ólíklegt þar sem Hraunskirkju er ekki getið í kirknaskrá Páls Jónssonar biskups frá því um 1200. Hins vegar er enginn vafi á að kirkja var á Hrauni á miðöldum. Engar heimildir minnast á kirkju á Hrauni á 15. eða 16. öld, og er fyrstu beinu heimildina um hana að finna í Fitjaannál fyrir árið 1602. Þar segir: „Þá drukknuðu á stóra farmaskipi Skálholtsstaðar 24 manneskjur með einni stúlku, fyrir framan Þorkötlustaði í Grindavík … og voru þeir flestir jarðaðir í bænhúsinu í Grindavík á Hrauni.“ Skömmu síðar hefur kirkjan líklega verið aflögð, en í Chorographica Islandica, sem rituð var um 1700, segir Árni Magnússon kirkjuna aflagða fyrir um 100 árum. Í máldaga Staðarkirkju frá 1642 kemur auk þess fram að klukka í eigu hennar sé komin frá Hrauni. Að öðru leyti er lítið vitað með vissu um guðshús þetta. Líklega hefur það verið annaðhvort bænhús eða hálfkirkja, og þá vafalítið þjónað frá Stað. Við kirkjuna hefur verið kirkjugarður þar sem greftraðir hafa verið heimamenn og e.t.v. menn úr Þórkötlustaða- og Járngerðarstaðahverfum.

Hraun

Hraun.

Í Vilkinsmáldaga frá 1397 kveður á um kirkjutíundargreiðslur, legkaup og legsöngskaup Járngerðarstaðamanna, og ber Járngerðarstaðamönnum samkvæmt því að greiða legsöngskaup til Staðar en ekkert legkaup. Þetta gæti bent til þess að á Járngerðarstöðum hafi verið bænhús eða útkirkja, en um það eru engar frekari heimildir. Líklegra er hins vegar að þetta sé vísbending um að grafreitur Járngerðarstaðamanna, og þá væntanlega Þórkötlustaðamanna einnig, hafi verið á Hrauni en presturinn setið að Stað.

Staðarhverfi

Staðarhverfi. 

Í áðurnefndum Vilkinsmáldaga frá 1397 er eftirfarandi klausa: „Hún [kirkjan að Stað] á fjórðung úr Lónalandi, og skal sá hafa leigu af þeim sem kirkju varðveitir slíka sem settist við þann er þar býr.“ Þessi klausa hefur þótt torskilin þar sem jörð með þessu nafni hefur aldrei verið í Grindavík svo vitað sé. Í riti sínu Saga Grindavíkur. Frá landnámi til 1800 gerir Jón Þ. Þór ráð fyrir því að um misritun sé að ræða og í stað „Lónalands“ eigi þar að standa „Hraunsland“. Ennfremur leggur hann þann skilning í ofangreinda klausu að leiga af jarðarpartinum í Lónalandi skyldi renna til Staðar eftir því sem um semdist milli kirkjuhaldara á Lónalandi og ábúanda þar. Á þessum grunni telur hann hugsanlegt að kirkja á Hrauni sé risin 1397, þegar Vilkinsmáldagi er gerður. Hér er hins vegar um misskilning að ræða. Það sem átt er við með ofangreindri klausu er að leiga af eignarhlut Staðarkirkju í Lónalandi skyldi renna til kirkjunnar, þ.e. Staðarkirkju, eftir því sem um semdist við ábúanda á Lónalandi. Það er því auðséð að ekki má af þessu draga neinar ályktanir um kirkju á Hrauni.

Grindavík

Grindavík – Rafnkelsstaðir í Járngerðarstaðahverfi.

Örnefni, eins og t.d. bæjarnöfn, hafa mikið verið rannsökuð í gegnum tíðina og geta þau oft gefið einhverjar vísbendingar um aldur byggðar. Bæjarnöfn sem eru ósamsett náttúrunöfn eru yfirleitt talin til marks um elsta stig búsetu. Algengustu liðir í bæjarnöfnum í Landnámu eru fell, dalur, holt, nes vík, hóll, á og eyri, og flest þeirra ósamsett. Ósamsett náttúrunöfn í Grindavíkurhreppi eru tvö, Hraun og Hóp. Ein jörð, Krýsuvík, ber samsett náttúrunafn, og er í Landnámu sögð numin um leið og Selvogur, sem einnig er samsett náttúrunafn. Bæjarnöfn sem enda á –staðir eru yfirleitt talin tilheyra síðari stigum landnáms. Tvö lögbýli bera slík nöfn, Þórkötlustaðir og Járngerðarstaðir (og eyðijörðin Gestsstaðir í landi Krýsuvíkur), auk þess sem hugsanlega mætti telja Stað til þessa flokks.

Hóp

Hóp – tóftir gamla bæjarins.

Miðað við þessar vísbendingar einar mætti ætla að Hraun og Hóp hafi verið þær jarðir sem fyrstar byggðust í Grindavík. Sé hins vegar litið til áðurgreindra jarðfræðirannsókna á eldsumbrotum í Skaftafellssýslu, má e.t.v. samkvæmt þeim rekja landnám í Grindavík til 4. áratugar 10. aldar (en engan veginn er hægt að fullyrða um það). Það verður að teljast til síðari stiga landnáms, enda hafði Ari Þorgilsson, ritari Íslendingabókar, það eftir spökum mönnum „…at á sex tegum vetra yrði Ísland albyggt…“. Samkvæmt því væri eðlilegt að þær jarðir sem fyrstar byggðust í Grindavík hafi borið nöfn með endingunni –staðir. Auk þess má benda á að byggð í Grindavík skiptist í þrjú hverfi sem bera nafn af jörðunum Stað, Járngerðarstöðum og Þórkötlustöðum, þ.e. þeim jörðum sem samkvæmt nafnakenningunni teljast til síðari stiga landnáms. Í öllum hverfunum eru þó tvö lögbýli, Staður og Húsatóptir í Staðarhverfi, Járngerðarstaðir og Hóp í Járngerðarstaðahverfi og Þórkötlustaðir og Hraun í Þórkötlustaðahverfi.

Hraun

Hraun – Þórkötlustaðagata fremst.

Ef áðurnefnd kenning um náttúrunöfn ætti að standast í þessu tilviki og Hraun og Hóp væru þær jarðir sem fyrstar byggðust hefði verið eðlilegra að hverfin drægju nafn af þessum fyrstu lögbýlum, þ.e. „Hraunshverfi“ og „Hópshverfi“. En Jón Þ. Þór segir í Sögu Grindavíkur að líklega megi rekja hverfaskiptinguna allt aftur til landnámsaldar. Ef litið er á landfræðilega dreifingu jarðanna má einnig sjá að dreifing jarðanna Staðar, Járngerðarstaða og Þórkötlustaða er mun jafnari ( þ.e. fjarlægð á milli bæjanna er mjög svipuð) en Staðar, Hóps og Hrauns. Hafi landnámsmenn þá viljað skipta landinu bróðurlega á milli sín hefði því verið hyggilegra að velja fyrri kostinn. Þetta eru hins vegar aðeins getgátur einar og ekkert hægt að fullyrða um þessi efni. Standist þessar örnefnakenningar hins vegar má hugsa sér að landnám í Krýsuvík (og Selvogi) hafi orðið fyrr en í Grindavík.

Stóra-Gerði

Stóra-Gerði í Staðarhverfi.

Dýrleiki jarða getur oft gefið vísbendingar um byggðaþróun þar sem ætla má að dýrustu jarðirnar hafi byggst fyrstar. Dýrleikinn var fasteignamat sem virðist hafa verið fastsett mjög snemma, a.m.k. þegar á 12. öld og má því hafa hann sem vísbendingu um misjöfn gæði jarðanna. Dýrleiki flestra jarðanna helst sá sami milli 1695 og 1847. Ísólfsskáli, Hraun og Hóp lækka hins vegar verulega í dýrleika á tímabilinu og er líklegt að landbrot sjávar og uppblástur lands séu helstu orsakir þess. Eins og sést er Staður sagður vera í konungseign árið 1847. Neðanmáls í Jarðatali Johnsens segir hins vegar: „Sýslumaður, og eins jb. [jarðabók] 1803, telur jörð þessa konúngs eign, en jb. 1760 og en prentaða stólsjarðabók, með hér greindum dýrleika og lsk., meðal stólsjarða. “Líklega hefur Stað þarna verið ruglað saman við Húsatóptir, sem voru í konungseign (til 1837) og er getið meðal seldra konungsjarða frá 1760 til ársloka 1846 í jarðatali Johnsens. Staðar er hins vegar ekki getið meðal seldra jarða Skálholtsstóls í fyrrgreindu jarðatali og ætti því réttilega að teljast eign Skálholtsstóls en ekki konungs árið 1847.

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi.

Í Grindavíkurhreppi var margbýlt á flestum jörðum, og hjáleigur og tómthús voru nokkuð mörg, enda ekki síður treyst á sjósókn en búskap í þessari sjávarsveit. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 eru byggðar hjáleigur 27 talsins. Í Jarðatali Johnsens 150 árum síðar eru þær 23. Búseta á hjáleigum og afbýlum fór þó mjög eftir árferði, spratt upp í góðærum en dróst saman þegar harðnaði í ári, og hefur því verið mjög breytileg í gegnum aldirnar.

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi – Túnakort 1918.

Bygging hjáleiga og þurrabúða var að mestu hætt þegar kom fram á 20. öld, en í staðinn var tekið að reisa nýbýli, oft í landi eldri bújarða. Fiskneysla jókst til muna á 12. og 13. öld og sjávarútvegur fór að fá aukið vægi. Ástæða þess er m.a. kólnandi veðurfar, samdráttur í landbúnaði, vaxandi fólksfjöldi, aukin byggð við sjávarsíðuna og tilkoma föstunnar. Verstöðvar tóku þá að spretta upp í Grindavík sem annars staðar þar sem stutt var á miðin og ný stétt manna, búðsetufólk og þurrabúðarfólk, varð til. Það er ljóst að sjávarútvegur hefur leikið stórt hlutverk í Grindavíkurhreppi frá öndverðu og svæðið fljótlega orðið mikilvægt að því leyti. Landgæði eru ekki mikil í byggðarlaginu og hafa í gegnum aldirnar spillst mjög af eldsumbrotum, uppblæstri og ágangi sjávar. Það verður því að teljast einsýnt að í byggðarlaginu hafi menn þurft að reiða sig á sjósókn samhliða búskapnum þar sem landbúnaðurinn einn hafi ekki staðið undir viðurværi manna.

Seltangar

Selatangar – vestasta sjóbúðin.

Verstöðvar voru á tveimur stöðum í Grindavíkurhreppi, í Grindavík og á Selatöngum. Á Selatöngum var útver með nokkrum verbúðum en aldrei föst búseta. Frá Selatöngum var einkum útræði Krýsuvíkurmanna og var síðast róið þaðan 1884. Þar var aldrei stórt útver, en til er gömul þula sem telur 73 menn við róðra þar. Í Grindavík var dæmigert „blandað ver“, þar sem var í senn heimaver, útver og viðleguver.

Keflavík

Keflavík – rekaítak Krýsuvíkurkirkju.

Þegar á 13. öld áttu Viðeyjarklaustur og Skálholtsstaður rekaítök í Grindavík og þótt þess sé ekki getið sérstaklega er líklegt að þessir staðir hafi þá þegar haft skipstöðu þar. Að minnsta kosti varð Grindavík, ásamt Þorlákshöfn, aðalverstöð Skálholtsstóls, enda átti biskupsstóllinn þar allar jarðir nema Húsatóptir þegar komið er fram á 17. öld. Það var jafnan margt aðkomu vermanna í Grindavík en bátafjöldinn var löngum breytilegur eftir árferði. Sem dæmi reru 26 skip þaðan á vetrarvertíð árið 1703, en árið 1767 eru taldir þar 75 bátar. Um 1870 voru 12 skip gerð út frá Grindavík og um aldamótin 1900 voru þau 30. Sögu Grindavíkur sem árabátaverstöðvar lauk ekki fyrr en á þriðja áratug síðustu aldar.

Grindavík

Grindavík – Gerðavellir fremst. Forn verslunarstaður.

Grindavík var einnig verslunarstaður og komu þangað erlend kaupskip allt frá miðöldum fram á 18. öld. Lengi vel, eða fram á 14. öld, sóttu Grindvíkingar líklegast verslun til Eyrarbakka, en fyrst er getið um komu kauskips til Grindavíkur í lok þeirrar aldar. Með vaxandi skreiðarútflutningi varð vægi kauphafnarinnar í Grindavík meira og benda tiltækar heimildir til þess að umsvifin hafi verið orðin þó nokkur á 15. öld. Englendingar og Hansakaupmenn komu mjög við sögu Grindavíkur á 15. og 16. öld, eins og landsins alls. Fyrsta koma ensks skips hingað til lands, sem heimildir greina frá, var árið 1412, en siglingar Englendinga jukust svo á næstu árum. Umsvif þeirra urðu mest á suður- og vesturlandi og Grindavík varð ein helsta bækistöð þeirra ásamt Básendum, Vestmannaeyjum, Hafnarfirði, Rifi og Flatey á Breiðafirði.

Virki

Virkið Jóhanns breiða ofan við Stórubót.

Aðsetur Englendinga í Grindavík mun hafa verið þar sem heitir „á Hellum“ í Járngerðarstaðahverfi, lítið eitt utan við aðalbyggðina þar. Þegar leið á 2. áratug 16. aldar fór að halla undan fæti hjá enskum kaupmönnum hér við land um leið og vegur Hansakaupmanna fór vaxandi. Um 1520 var svo komið að Englendingar höfðu hvergi fasta bækistöð nema í Grindavík og Vestmannaeyjum. Sögu þeirra í Grindavík lauk svo að fullu með „Grindavíkurstríðinu“ árið 1532 þegar Jóhann Breiði og menn hans voru drepnir í búðum sínum, og síðan dysjaðir þar sem síðan heitir Engelska lág. Eftir þetta komst útgerð í Grindavík að fullu í hendur heimamanna, konungs og kirkju, en Þjóðverjar tóku við versluninni og síðar þegnar Danakonungs. „Enska öldin“ í sögu Grindavíkur hefur því ekki staðið nema í um 14 ár, og samskipti þeirra við heimamenn því e.t.v. ekki verið gríðarleg.

Junkaragerði

Garður í Junkeragerði á Gerðavöllum – uppdráttur ÓSÁ.

Eftir brotthvarf Englendinga úr Íslandsversluninni færðust Þjóðverjar mjög í aukana og sátu þeir nánast einir að henni í um sjö áratuga skeið. Þessi útgerð og verslun Hansamanna hér við land var konungsvaldinu mikill þyrnir í augum enda stefndi það dönskum yfirráðum beinlínis í hættu. Samtímaheimildir greina ekki frá því hvort Hansakaupmenn stunduðu útgerð frá Grindavík, en það er þó ekki ólíklegt þar sem aðalbækistöðvar þeirra voru á Básendum og í Höfnum. Munnmæli herma að aðsetur þeirra í Víkinni hafi verið á Gerðavöllum í Járngerðarstaðahverfi. Eftir að svonefndur Skipadómur var dæmdur árið 1545 versnaði staða Þjóðverja hér við land til muna. Þeir héldu versluninni þó áfram út öldina en samkeppnin við Dani óx jafnt og þétt.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – bæir og sögusvið “Tyrkjaránsins” – uppdráttur ÓSÁ.

Með opnu bréfi Kristjáns konungs IV, dagsettu þann 20. apríl 1602, var borgurum í Kaupmannahöfn, Málmeyjum og Helsingjaeyri veittur einkaréttur á allri Íslandsverslun. Lét konungur skipta kauphöfnum hér á landi á milli borganna þriggja og kom Grindavíkurhöfn í hlut Kaupmannahafnar. Hvar í Víkinni verslunin hefur verið er ekki vitað með vissu, en heimildir um Tyrkjaránið árið 1627 herma að danska kaupskipið hafi þá legið á Járngerðarstaðasundi. Hefur verslunin líklega haft bækistöðvar sínar þar til ársins 1639 þegar kaupmenn hættu að sigla til Grindavíkur vegna slæmrar hafnaraðstöðu þar. Urðu Grindvíkingar þá að sækja alla sína verslun að Básendum eða Eyrarbakka.

Húsatóftir

Húsatóftir.

Verslun í Grindavík hófst að nýju 1665 eftir að Skálholtsbiskup hafði hvatt til þess í bréfi. Að þessu sinni fór hún hins vegar ekki fram í Járngerðarstaðahverfi heldur voru verslunarbúðir reistar í Arfadalsvík í Staðarhverfi. Þangað sigldu kaupmenn til ársins 1745 að skyndilega var hætt að sigla þangað og báru kaupmenn fyrir sig að hafnaraðstaðan hefði spillst af sandi. Verslunin lagðist þó ekki af með öllu því nokkurskonar útibúi var haldið úti í Arfadal, þar sem undirkaupmaður frá Básendum sá um móttöku og afhendingu varnings. Grindvíkingar önnuðust sjálfir allan flutning á milli Grindavíkur og Básenda en þáðu kaup fyrir.

Húsatóptir

Kort Kristófers Klog frá 1751 af verslunarstaðnum á Húsatóftum og Stað.

Með konungstilskipun og lögum sem gefin voru út 13. júní 1787 var tekin upp svokölluð fríhöndlun á Íslandi, þ.e. öllum þegnum Danakonungs var frjálst að versla á Íslandi. Með lögunum voru stofnaðir sex kaupstaðir og landinu skipt í kaupsvið. Innan kaupsviðanna voru nokkrar úthafnir þar sem sjálfstæðir kaupmenn störfuðu. Með þessu lenti Grindavík, ásamt öðrum höfnum á Suðurnesjum, innan kaupsviðs Reykjavíkur. Eignir konungs á Búðasandi í Arfadal voru boðnar upp en kaupandinn, Árni Jónsson undirkaupmaður á Eyrarbakka, reyndist ekki farsæll í starfi og var versluninni brátt lokað. Næstu öldina urðu Grindvíkingar því að sækja verslun til Keflavíkur.

Hóp

Hóp í Grindavík – uppdráttur ÓSÁ.

Af dreifingu byggðar í Grindavíkurhreppi má greina þrjá byggðarkjarna eða „hverfi“, Staðarhverfi vestast, þá Járngerðarstaðahverfi og loks Þórkötlustaðahverfi. Raunar mætti með nokkrum rökum tala um Krýsuvík og hjáleigur hennar sem hið fjórða hverfi, en byggð þar er skýrt afmörkuð frá annarri byggð í hreppnum. Í heimildum frá 19. öld kemur einnig fram að Grindvíkingar litu margir hverjir á Krýsuvík sem „hverfi“ töluðu gjarnan um Krýsuvíkurhverfi. Ekkert er vitað með vissu um upphaf hverfanna en þó er líklegt að þau hafi tekið að myndast þegar á landnámsöld. Sé frásögn Sturlubókar Landnámu tekin fram yfir Hauksbók, og gert ráð fyrir að allir fjórir synir Molda-Gnúps hafi numið land í Grindavík, má telja hugsanlegt að þeir hafi byggt bæina Stað, Járngerðarstaði og Þórkötlustaði, án þess að hægt sé að fullyrða nokkuð um það. Þá má einnig ætla að einhverjir úr fylgdarliði þeirra hafi fengið land til búskapar á Húsatóptum og Hrauni. Þessar jarðir auk Hóps hafa svo orðið að lögbýlum sem hjáleigur eða önnur afbýli byggðust útfrá og þannig hafa hverfin smám saman orðið til.

Þórkötlustaðanes

Örnefni ofan bryggjunnar í Þórkötlustaðanesi – uppdráttur ÓSÁ.

Sú staðreynd að sjósókn hefur löngum verið stunduð jafnhliða landbúnaði á svæðinu hefur án efa einnig ráðið nokkru um tilurð og viðhald hverfanna. Um aldamótin 1800 var byggð í Grindavík með sama sniði og þá hafði verið um aldir. Fjölmennast var í hverfunum þremur og Járngerðarstaðahverfi þeirra stærst og þéttbýlast með 59 íbúa. Alla 19. öldina hélt byggðin í Járngerðarstaðahverfi áfram að vaxa og styrkjast og við upphaf 20. aldar var þar orðið til þorp, við og umhverfis Hópið.

Grindavík

Grindavík, Járngerðarstaðahverfi, 1963.

Margt hefur valdið því að þéttbýlisþróunin varð á þennan veg. Járngerðarstaðahverfi lá miðsvæðis í sveitinni og leiðin þangað frá öðrum vaxandi þéttbýliskjörnum á Reykjanesi og við Faxaflóa var bæði skemmri og greiðari en t.d. að Þórkötlustöðum. Auk þess voru skilyrði til lendingar og útróðra betri í Járngerðarstaðahverfi en á Þórkötlustöðum. Síðast en ekki síst tók fyrsta verslun svæðisins til starfa í Járngerðarstaðahverfi um aldamótin 1900, þ.e. sú fyrsta frá því verslun í Grindavík lagðist af í lok 18. aldar eins og áður greinir. Þessi þéttbýliskjarni, einkum vestan megin Hópsins, í Járngerðarstaðahverfi, varð þungamiðja Grindavíkurkauptúns sem síðan hlaut kaupstaðarréttindi árið 1947.”

Heimild:
-Fornleifaskráning í Grindavík – 3. áfangi, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2004.

Grindavík

Grindavík, Járngerðarstaðahverfi, 1958.

Selatangar

Selatangar á suðurströnd Reykjanesskagans, hin forna verstöð Krýsuvíkurbænda, Ísólfsskálabænda og Skálholtsdómkirkju hafa gefið af sér ýmiss ævintýri, skrímsla- og draugasögur sem og sagnir af álfum og tröllum.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Hér hefur verið gerð samantekt fyrir þá/þær, sem bæði hafa gaman af sögnum og vilja til að gæða landslagið lífi. Sumar sögurnar eru til í ýmsum myndum, en hér eru þær staðfærðar upp á Selatangana.
Ögmundarhraun er talið hafa runnið árið 1151. Katlahraun, það er umlykur Tangana að vestanverðu, er hluti þess. Verstöðin sjálf getur því ekki verið eldri en frá 12. öld. Þá er talið að Skálholtsdómkirkja hafi ásælst flestar sjávarjarðir á suðurströnd Skagans, en svæðið var eitt gjöfulasta forðabúr landsins á þeim tíma sem og eftirleiðis. Helsta útflutningsvaran varð og er enn verkaður fiskur. Þá var fiskur frá Grindavík og nágrenni helsta viðurværi biskups, hans fólks og skólasveinanna í Skálholti um langa tíð. Sjórinn hefur nú tekið til sín hinar fornu minjar fyrri alda. Núverandi minjar á Selatöngum eru því nánast allar frá því á 19. öld, en eru þó hinn ágætasti vitnisburður um söguleg tengsl fortíðar við nútíðina.

Tanga-Tómas (draugasaga)

Verkhús

Verkhús á Selatöngum.

Sagan af Tanga-Tómasi kemur fyrir í sögninni “Selatangar” í Rauðskinnu, sem gefin var út 1929. Síðan hefur hún verið gefin út í nokkrum útgáfum. Hér er sagan svona [með innskotum vegna mismunar í öðrum frásögnum af sama atburði]:
“Á Selatöngum, miðja vegu milli Grindavíkur og Krýsuvíkur, var fyrrum verstöð og útræði mikið. Gengu þaðan m.a. biskupsskip frá Skálholti. Þar sér enn allmikið af gömlum búðartóftum og göðrum, er fiskur og þorskhausar voru fyrrum hengdir á til herslu. Hjá Selatöngum eru hraunhellar margir, en flestir litlir. Var hlaðið fyrir opið á sumum þeirra til hálfs, og notuðu sjómenn þá til ýmissa hluta. Í einum þeirra höfðu þeir kvörn sína, og kölluðu þeir þann helli Mölunarkór, í öðrum söguðu þeir, og kölluðu hann því Sögunarkór o.s.frv. Reki var mikill á Selatöngum, og færðu sjómenn sér það í nyt; smíðuðu þeir ýmsa gripi úr rekaviðnum, þá er landlegur voru, en þær voru ekki ótíðar, því að brimasamt var þar og því sjaldan róið á stundum. Á Selatöngum mun ort hafa verið margt um manninn, eins og ráða má af vísu þessari um sjómenn þar:

Tuttugu og þrjá Jóna telja má,
tvo Árna, Þorkel, Svein,
fimm Guðmunda og Þorstein þá,
þar með Guðlaug, Freystein,
Einara tvo, Ingimund, Rafn,
Vilhjálmur Gesti verður jafn,
Selatanga sjóróðramenn;
sjálfur guð annist þá.

Selatangar

Selatangar – Vestari rekagatan.

[Hér er um að ræða stytta afbökun á vísunni. Hún mun vera til í nokkrum útgáfum og jafnvel heimfærð upp á aðrar verstöðvar með suðurströndinni.]. Á síðara hluta 19. aldar bjó í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík maður sá, er Einar Sæmundsson hét. Hann átti mörg börn, og er saga þessi höfð eftir tveim sonum hans, Einari og Guðmundi. Einar, faðir þeirra, var allt að 30 vertíðum formaður á Selatöngum. Var í mælt, að reimt hefði verið á Selatöngum, og var draugsi sá í daglegu tali nefndur Tanga-Tómas. Hann gerði búðarmönnum ýmsar smáglettur, en var þó ekki mjög hamramur.
Þá bjó á Arnarfelli í Krýsuvík maður sá, er Beinteinn hét. Var talið, að Tómas væri einna fylgispakastur við hann. Var Beinteinn þessi fullhugi mikill, smiður góður og skytta og hræddist fátt. Var þetta orðtak hans: “Þá voru hendur fyrir á gamla Beinteini”.
Einu sinni varð Beinteinn heylítill, og flutti hann sig þá niður á Selatanga með fé sitt til fjörubeita. var hann þarna um tíma og hafðist við í sjóbúð, er notuð var á vetrum. Kvöld eitt, er Beinteinn kemur frá fénu, kveikir hann ljós og tekur tóbak og sker sér í nefnið.

Selatangar

Selatangar – austari rekagatan.

Tík ein fylgdi honum jafnan við féð og var hún inni hjá honum. Veit Beinteinn þá ekki, fyrr en ljósið er slökkt og tíkinni hent framan í hann. Þreif hann þá byssuna og skaut út úr dyrunum. Sótti draugsi þá svo mjög að Beinteini, að hann hélst loks ekki við í sjóbúðinni og varð að hrökklast út í illviðrið og fara heim til sín um nóttina. [Í annarri sögu af sama atviki kemur fram að þegar Beinteinn hafi ætlað að ganga til náða, gert krossmark fyrir dyrum, lagt hurðina aftur og stein fyrir svo Tanga-Tómas héldist úti, hafi draugsi rumskað, séð að hann hafði verið lokaður inni, ráðist á Beintein og þeir slegist úti sem inni. Hafi Beinteinn komist berfættur og við illan leik heim að Arnarfelli og þurft að liggja þar næstu daga til að jafna sig]. Hafði Beinteinn skaröxi í hendi, og hvar sem gatan var þröng á leiðinni heim um nóttina, þá kom draugsi þar á móti honum og reyndi að hefta för hans, en undir morgun komst Beinteinn heim og var þá mjög þrekaður.

Selatangar

Selatangar – verbúð.

[Í hljóðrituðu viðtali við Sæmund Tómasson frá Járngerðarstöðum, sem varðveitt er hjá þjóðháttadeild Árnastofnunnar, kemur fram að Beinteinn frá “Vigdísarvöllum” hafi skorið silfurhnappa af peysunni sinni til þess að skjóta á drauginn því það hefði verið eina ráðið. Í enn annarri frásögn kemur hins vegar fram að silfurhnappar hefðu ekki dugað á Tanga-Tómas, einungis lambaspörð]. Sjá m.a. HÉR.
Um viðskipti draugsa og Beinteins er ekki fleira kunnugt, svo að sögur fari af. Þess má geta, að þá er Beinteinn var spurður, hvað hann héldi, að um draugsa yrði, er sjóbúðin yrði rifin, þá svaraði hann: “Og hann fylgir staurunum, lagsi”.
Nokkuru eftir þetta bar svo við, að tveir áður nefndir synir Einars bónda í Stóra-Nýjabæ fóru niður á Selatanga á jólaföstunni og hugðu að líta til kinda og ganga á reka; jafnframt ætluðu þeir að vita, hvort þeir sæu ekki dýr, því að annar þeirra var skytta góð.

Selatangar

Selatangar – verkhús fjær og verbúð nær.

Þeir komu síðla dags niður eftir og sáu ekkert markvert; fóru þeir inn í þá einu verbúð, sem eftir var þar þá, og ætluðu að liggja þar fram eftir nóttunni, en fara á fætur með birtu og ganga þá fjöru og vita, hvort nokkuð hefði rekið um nóttina.
Bálkar voru í búðinni fyrir fjögur rúm, hlaðnir úr grjóti, eins og venja var í öllum sjóbúðum, og fjöl eða borð fyrir framan. Lögðust þeir í innri rúmbálkinn að vestanverðu og lágu þannig, að Einar svaf við gaflhlaðið, en Guðmundur andfætis. Þá er þeir höfðu lagst niður, töluðu þeir saman dálitla stund, og segir þá Guðmundur meðal annars: “Skyldi þá Tómas vera hér nokkurs staðar”? Kvað Einar það líklegt vera. Fella þeir svo talið og ætla að sofna, en er þeir hafa legið litla stund, þá heyra þeir, að ofan af ytra bálkanum við höfuð Guðmundar stekkur eitthvað, Var það líkast því sem stór hundur hefði stokkið niður á gólfið; voru þeir þó hundlausir, er þeir komu þangað, og búðin lokuð. Segir þá annar bræðranna: “Þarna er hann þá núna”, en í sömu svipan er kastað tómu kvarteli, sem hafði staðið á ytra bálkinum hinum megin, einn í gaflhlað beint yfir höfuð Einari. Sofnuðu þeir bræður ekki um nóttina, en fóru á fætur. Ekki lét draugsi neitt frekar til sín heyra.
Eftir 1880 lagðist útræði niður frá Selatöngum. Um það leyti var seinasta sjóbúðin rifin, og hafa menn eigi hafst þar við síðan.

Tangaboli (skrýmsli)

Selatangar

Selatangar – þurrkbyrgi.

Við sjóinn vestan af hinum forna stað Húshólma í Krýsuvík, þann stað er hraunið í eyði lagði um miðja 12. öld, eru Selatangar eða Seltangar, eins og fyrrum var kveðið. [Það nafn færðist síðar á tanga í Hólmasundi]. Lengi vel var talið að þar hafi selstöð verið, en lagst af þegar Tangarnir voru teknir undir útver Krýsuvíkurbænda á 18. öldinni. Kletturinn Dágon með tveimur bræðrum sínum skiptir jörðum Krýsuvíkur og Ýsuskála, sem nú mun heita Ísólfsskáli, neðan við gömlu búðina. LM er klappað í klöppina neðan við Dágon og sést markið enn í lágfjöru.

Selatangar

Katlahraun.

Katlahraun heitir hraunið vestan við Tangana. Í því er Ketillinn.  [Sumir nefna þann stað Borgir eftir hraunborgunum í því miðju]. Austast í Katlahrauni, í viki víkur er krókur eða hellir nokkur sem kallaður var Bolabás, en nú nefndur Nótarhellir. Eftir að verstöðin lagðist af á Selatöngum var staðurinn notaður til selaveiða. Var þá dregið fyrir selinn yfir víkina af löngum tanga, sem enn sést og yfir í hellirinn. Ekki er hægt að komast niður í hann af háum hraunkambinum eða ganga þurrum fótum í hann með sjónum nema þegar velfjarað hefur út. Um Tangabola er saga sú er nú skal greina:

Það var trú manna að í Bolabás væri vættur einn sem kallaður var Tangaboli, og eru engar sögur um það hvörs kyns hann væri, en sagt er að hann hefði mannsmynd niður að mitti, en menn greinir á um hvort neðri hlutinn átti að hafa líkst sel eður nauti, en það var annað hvört. Öngvir eru nú lifandi er hann gátu hafa séð.

Selatangar

Selatangar – verkhús.

Þegar Tangaboli hafði aðsetur í hellinum hljóðaði hann ákaflega, einkarlega undir slæm suðaustanveður, sumar sem vetur, en sú átt stendur beint upp á Bolabás.
Engum átti hann þó að hafa gjört illt og líka var sjaldgæft að sjá hann; þó er sagt að eitthvört sinn hafi maður verið á gangi upp á kambinum að vitja um refagildru er hann heyrði Tangabola hljóða ámátlega. Maðurinn, sem var bæði hvatvís og ófyrirleitinn, fór með mesta flýti ofan og suður með hraunkambinum til að sjá skepnu þessa; honum tókst það líka og átti hann að segja svo frá að kvikindi þetta hafi verið mjög svo aumlegt og ljótt og hafi sagt við sig að honum mundi verða það lítið til gæfu að kappkosta að skoða sig, en fór við það svo búið í helli sinn. En sagt er að maðurinn hafi orðið lánlítill eftir þetta.

Selatangar

Selatangar – sjóbúðartóft.

Fáum árum áður lágu þar tveir menn við í búðinni á Selatöngum, en voru við róðra þess á milli. Höfðu ungan dreng með sér til léttis. Annar maðurinn var frekur og ósvífinn og alþekktur að því alla sína tíð. Nú um nóttina tók Tangaboli að hljóða, en fyrrnefndur maður tók undireins með háðsglósum til við að herma eftir honum. Við það espaðist Tangaboli svo að þeim sem vöktu þótti sem hljóðið væri einlægt að færast nær og verða grimmlegra, og seinast heyrðist þeim sem hljóðið væri komið heim undir búð. Þá beiddi hinn þennan að hætta að herma eftir því, hvað hann og gjörði, enda haldið að honum hafi ekki verið farið að finnast til, en þegar hann hætti að herma eftir. Þá hætti líka Tangaboli undireins að hljóða.

Sjóbúð

Sjóbúð.

Ekki er um það borið á móti að aftur hafi heyrst til Tangabola við komur manna á Selatanga, einkum þegar brimasamt er. En eftir að fella féll úr berginu ofan við op hellisins fyrir nokkrum árum er ekki vitað til að heyrst hafi til Tangabola enda er nú sjórinn búinn að brjóta mikið upp hellirinn hans svo hann er orðinn víðari og opnari og ólíkur því sem áður var. Því verður ekki neitað að vættur þessi var til, en líkast virðist hann hafa verið af sjóskrímslakyni. Vissa er um eina sanna sögu um það að það hafi verið til hér í sjónum:

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Þegar Gvendur bjó á Skála var einn bræðra hans þar með honum um tíma. Bróðirinn var skotmaður frægur og hagleiksmaður með marga hluti.
Eitt sinn skaut Gvendur sel; bróðirinn stóð í fjörunni, en selurinn var á sundi út á sjó. Selurinn var dauðskotinn, og sendi Gvendur hundinn þeirra bræðra eftir honum, en hann réði ekki við selinn. Fór þá Gvendur sjálfur og ætlaði að sækja selinn, en sneri aftur allt í einu þegar hann átti skammt þangað sem selurinn var, og kom í land aftur. Var hann þá spurður hvað til hafi komið að hann fékkst ekki við selinn, en hann sagði að móti sér hefði komið sjóskrímsli bæði ljótt og mikið vexti og hann skyldi aldrei að nauðsynjalausu fara til sunds í þennan sjó.
Þótt kvikindið hafi ekki sést í seinni tíð er ekki hægt með öllu að fortaka að Tangaboli sé allur.

Sjórekna skútan (draugasaga)

Selatangar

Sögunarkór í Katlahrauni.

Fyrir mörgum árum fórst bátur utan við Selatanga með 7 mönnum. Þrír komust á kjöl og kölluðu á hjálp því að margir vermenn stóðu á sandinum – báturinn barst á skammt undan lendingu – en brimið var svo mikið að ómögulegt var að hjálpa þeim.
En er mennirnir voru allir dauðir og drukknaðir þá snerist báturinn við og kom sjálfur í land eins og honum væri stýrt. Stóð hann svo uppi í sandfjörunni vestan við Dágon og snart enginn við honum fyrr en veturinn eftir er hann var færður lengra upp á land. Vildi enginn róa bátnum framar því að geigur stóð mönnum af honum.
Þegar báturinn var settur upp á land stóð fjármaður frá Ísólfsskála, sem er þarna vestan við Hraunsnesið, uppi undir Katlahraunsbrúninni að leita fjár. Sá hann þá að öll dauða skipshöfnin gekk á eftir bátnum þegar hann var settur upp og var ófrýn á að sjá. Eftir það stóð báturinn í djúpri sandhvilft upp við berghamarinn.

Selatangar

Selatangar – rekagatan (Tangagatan) um Katlahraun.

Skömmu seinna reið þar um bóndi utan af Vík er Guðmundur hét og bjó á Þorkötlustöðum. Ætlaði hann austur undir Fjöll. Þetta var í svartasta skammdegi og reið Guðmundur bóndi Tangagötuna, um Ketilinn og út á bergbrúnina því þar liggur alfaravegurinn. Hundur fylgdi með í för. Gatan beygir þarna til norðausturs ofan við sandhvilft. Þegar Guðmudnur er kominn á móts við hana mætir honum maður er hann bar eigi kennsl á og segir sá við hann:
“Settu með okkur, lagsmaður!”

Guðmund grunar ekkert því að báturinn sást ekki af götunni og tekur hann vel undir þetta. Ekki mælti maður þessi fleira en snýr við og bendir Guðmundi að koma á eftir sér. Guðmundur ríður svo á eftir honum en það þótti honum skrýtið að hestur hans var alltaf að frýsa og virtist nauðulega vilja elta manninn. Hundurinn var og afundinn og flóttalegur ásýndum.

Selatangar

Refagildra við Selatanga.

Nú koma þeir í lágina þar sem báturinn stóð og sér Guðmundur þá 6 menn standa í kringum bátinn og voru svaðalegir álitum. Þá man Guðmundur fyrst eftir frásögnum af bátreikanum undan Tanganum um haustið og þykist hann þarna þekkja þá sem drukknað höfðu. Verður hann þá skelkaður mjög og slær upp á klárinn. Tekur hann til fótanna en Guðmundur heyrir draugana kveða vísu þessa um leið og hann reið upp úr lautinni:

Dágon

Dágon á Selatöngum.

Gagnslaus stendur gnoð í laut,
gott er myrkrið rauða.
Halur fer með fjörvi braut,
fár er vin þess dauða,
fár er vin þess dauða.

Guðmundur nam vísuna. [Hún er bæði til í annarri útgáfu auk þess sem vísan hefur verið notuð með öðrum þjóðsögnum]. Reið hann nú allt hvað af tók og náði í Krýsuvík um kvöldið. Eftir það fór Guðmundur bóndi aldrei einn um þennan veg og lét alltaf einhverja fylgja sér þótt albjartur dagur væri.
Báturinn var loks höggvinn að mestu niður í eldinn, en áður höfðu menn oft heyrt högg og brak í því, einkum er kvölda tók. Enn má þó merkja leifar úr bátnum inni í Rekavik [vik var stundum notað yfir skjól ofan ströndina, en vík niður við sjó] ofan við Selatanga.

Ketilskessan (tröllasaga)

Selatangar

Selatngar – þurrkbyrgi.

Skessa bjó í Festisfjalli ofan við Ægisand austan við Grindavík. Frænka hennar hafði dvöl í helli einum í Katlinum í Katlahrauni skammt vestan við Selatanga. Hellir þessi var stundum nefndur Skessuhellir, en vermenn er síðar voru á Selatöngum nefndu hann Mölunarhellir. Lítið hafði hún gjört mönnum til móðs. Einu sinni fór hún að ganga á rekana. Ekki er getið um að hún hafi fundið nokkuð á rekunum, en á heimleiðinni varð hún naumt fyrir, því hana greip skyndilega jóðsótt þar á leiðinni.
Á Katlinum er steinn mikill; skammt frá alfaraleiðinni. Þar lagðist hún við og fæddi barn sitt. Kom þá maður með hest til hennar og beiddi hún hann að liðsinna sér. Maðurinn gjörði það. Hún fékk hann til að lofa sér að ríða hestinum og hjálpa sér að Festisfjalli. Hann segir: “Stíg þú á bak stórkona, en sligaðu ekki hestinn.”

Selatangar

Selatangar – þurkkbyrgi.

Hún strauk höndum um hrygg hestsins og fór síðan á bak. Reiddi hann hana upp með Móklettum, á Siglubergsháls og að fjallinu. En er hún steig af baki var alblóðugt bakið á hestinum. Hún bað hann hafa þökk fyrir, en hesturinn mundi aldrei uppgefast.
Steinninn er síðan kallaður Skessusteinn og er enn í Katlinum og laut við hann.
Annað sinn fór skessan á fjöru, en er hún kom af fjörunni mætti henni maður sá er Hjálmar hét. Réðist hún á hann; fór hann heldur halloka. Urðu það úrræði hans að hann greip hægri hönd sinni í magaskegg skessunnar og felldi hana með því.
Bað hún hann þá að gefa sér líf, hvað hann gjörði. En er hún var upp staðin þakkaði hún Hjálmari lífgjöfina.
Sagt er að skessan hafi enn viðdvöl í helli sínum í Katlinum. Þegar veður eru góð og lygnt á Töngunum og vel er hlustað má heyra hana raula við barn það er hún fæddi við Skessustein, en hann er skammt frá opinu.

Bátamál (fyrirbærasaga)

Selatangar

Selatangar – Smíðahellir.

Eftirfarandi galdrasaga var oftlega sögð á sagnastundum vermanna á kvöldvökum eða landlegum Selatöngum:
“Stundum heyrist marra í bátunum þótt logn sé og þeir standi í naustum. Það er málipð bátanna sem fáum er gefið að skilja.
Einu sinni var þó maður er skildi bátamál. Hann kom þar að sem tveir bátar stóðu og heyrir hann að annar bátanna segir: “Lengi höfum við nú saman verið, en á morgun verðum við að skilja.”
“Það skal aldrei verða að við skiljum,” sagði hinn báturinn, “höfum við nú verið saman í þrjátíu ár og erum við orðnir gamlir, en ef annar ferst þá skulum við farast báðir.”
“Það mun þó ekki verða. Gott veður er í kvöld, en annað veður mun verða á morgun og mun enginn róa nema formaður þinn, en ég mun eftir verða og allir bátar aðrir. En þú munt fara og aldrei aftur koma; munum við eigi standa hér saman oftar.”
“Það skal ekki verða og mun ég ekki fram ganga.”
“Þú munt þó verða að ganga fram og er þessi nótt hin síðasta sem við verðum saman.”
“Aldrei skal ég fram ganga ef þú fer ekki.”

Selatangar

Rit um Selatanga.

“Það mun þó verða.”
“Ekki nema andskotinn sjálfur komi til.”
Eftir þetta töluðu bátarnir svo hljótt að heyrandinn í holtinu nær heyrði ekki hljóðskraf þeirra.
Morguninn eftir var veður ískyggilegt mjög og sýndist engum ráð að róa nema einum formanni og áhöfn hans. Gengu þeir til sjóar og margir fleiri sem ekki varð úr að réru.
“Skinnklæðið ykkur í Jesú nafni,” segir formaður sem títt er. Þeir gjöra svo.
“Setjum fram bátinn í Jesú nafni,” segir formaður eins og vant var. Þeir taka til, en báturinn gekk ekki fram. Heitir þá formaður á sjómenn aðra sem þar voru staddir að duga þeim, en það kom fyrir ekki. Þá heitir hann á alla sem við voru að setja fram bátinn og gekk þá maður undir manns hönd, og kallar nú formaður: “Setjum fram bátinn” með sama formála sem áður. En báturinn gekk ekki að heldur.
Þá kallar formaður hátt: “Setjið fram bátinn í andskotans nafni.” Hljóp þá báturinn fram, og so hart að ekki varð við ráðið og á sjó út. Sóferðabænin misfórst sem og annað regluverk. Höfðu haldsmenn nóg að vinna; síðan var róið, en ekki hefur sést til þess báts síðan og ekki spurst til nokkurs sem á honum var.”

Álfheimar (álfasaga)

Nótarhellir við Selatanga

Nótarhellir við Selatanga.

Unglingspiltur var einu sinni með öðrum vermönnum á Selatöngum. Hann hafði orðið eftir er aðrir réru. Ákvað hann að ganga sér til hreyfings. Veður var heitt eins og oft vill vera á suðurströndinni. Í leið sinni til baka varð hann bæði göngumóður og þyrstur, en hann kom hvergi auga á vatn til að svala sér á.

Katlahraun

Katlahraun – ströndin.

Hann gengur nú hjá hömrum vestast á Töngunum og heyrist honum þar eitthvað inni; hann ímyndar sér að einhverstaðar kunni vatn að renna ofan af klettinum og fer að skyggnast um. Þá heyrir hann glöggt strokkhljóð og í sama vetfangi þykir honum hamarinn vera opinn og sér hann þar unglegan kvenmann snöggklæddan sem stendur upp við háan rúmgafl og skekur strokk. Við þessa sýn verður honum nokkuð bilt, en horfir þó um stund á stúlkuna og virðir hana fyrir sér.
Hún horfir líka á hann og hættir á meðan verki sínu og segir loksins: “Ertu þyrstur; viltu drekka?”
Við þetta ávarp varð hann dauðhræddur og hljóp í burtu. Þegar aðrir vermenn komu að landi sagði hann einum þeirra, greindum manni, þessa sýn. Þá sagði hinn: “Ekki skyldi mér hafa farið eins og þér; ég skyldi hafa þegið það sem mér var boðið.”
En næstu nótt dreymdi piltinn sömu stúlkuna og segir hún við hann: “Því vildir þú ekki þiggja af mér svaladrykk? Ég bauð þér hann í einlægni.”
Pilturinn þóttist svara: “Ég gat það ekki fyrir hræðslu.”

Selatangar

Varða við vestari rekagötuna.

Þá segir hún: “Hefðir þú þegið af mér að drekka skyldir þú hafa orðið mesti auðnumaður, en nú legg ég það á þig að þú getir aldrei orðið annað en fjársmalamaður.” Að svo mæltu hvarf hún.
Er frá því að segja að pilturinn fór úr verinu af ótta við stúlkuna; hann sá hana ekki oftar, hvorki í vöku né svefni. En ámæli hennar urðu að áhrínsorðum.

Með réttu, án þess að þurfa að bæta þar nokkru við, er fjölmargt auk þessa að skoða og upplifa á Selatöngum. Minjasvæðið er bæði aðgengilegt og auðgengið, en hefur verið verulega vanrækt af þeim opinberu yfirvöldum, sem gæta eiga menningarverðmætanna. Grindavíkurbær hefur þó af eigin frumkvæði reynt að leiðbeina fólki um svæðið, leggja göngustíga og setja upp upplýsingaskilti, án þess að Menntamálaráðuneytið (Þjóðminjasafnið og Minjavernd ríkisins) hafi svo sem sýnt hinn minnsta vott um áhuga á menningarvarðveislu svæðisins. Benda má í því sambandi á viðleytni Menningarfélags Grindavíkur er gaf út á sínum tíma bækling um svæðið. Hann er enn til fáanlegur í Saltfisksetri Íslands í Grindavík. Síðast er fréttist voru sex eintök enn óseld.

Selatangar

Refagildra á Selatöngum.

Selatangar

Árið 2004 gaf Ferðamálafélag Grindavíkur út ritið “Selatangar – merkilegur staður í umdæmi Grindavíkur”.

Selatangar

Selatangar – rit.

Á baksíðu ritsins segir: “Samantekt þessi er unnin af Ómari Smára Ármannssyni fyrir Ferðamálafélag Grindavíkur í tilefni af 30 ára afmæli kaupstaðarins 10. apríl 2004. Nefndin stefnir að því að gefa út samantektir um fleiri merkilega staði í umdæmi Grindavíkur, s.s. Selöldu, Húshólma og Óbrennishólma, Þórkötlustaðanes, Þórkötlustaðarhverfi, Járngerðarstaðarhverfi, Staðarhverfi, ströndina, Baðsvelli og Selsvelli svo eitthvað sé nefnt.
Það er von nefndarinnar að efnið, sem hér er sett fram í texta, myndum og uppdráttum, muni nýtast áhugasömu fólki bæði til fróðleiks og gagns á vettvangi, en æ fl eiri gera sér nú ferð á Selatanga til að skoða minjarnar og fá innsýn í verbúðarlífið þar fyrr á öldum. Þá kemur fleira fólk til Grindavíkur í þeim tilgangi að skoða forna staði, kynnast sögu þeirra og njóta fagurs umhverfis.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Í samantektinni er m.a. handbragðinu lýst, skiplagi, nýtingu, hinu daglega lífi sjómanna, götunum og rekanum, auk þess sem getið er um hinar merkilegu refagildrur við Tangana og Ketilinn í Katlahrauni, hinu stórbrotna jarðfræðifyrirbrigði.
Í ritinu er uppdráttur af svæðinu.”

Ritið er nú upselt og ólíklegt er að það verði endurútgefið. Lesendur FERLIRs geta hins vegar skoðað innihaldið á vefsíðunni – sjá Selatangar – rit.

Selatangar

Selatangar – uppdráttur ÓSÁ.

 

Húshólmi

Gengið var um Húshólma og síðan frá Hólmasundi um Miðreka og yfir að Selatöngum. Í Ögmundarhrauni eru ein merkustu minjasvæði landsins og ætlunin að skoða a.m.k. tvö þeirra.
Auðvelt var að ganga niður mosavaxið Ögmundarhraun því mosinn var frosinn. Þegar komið var niður í Húshólma var stefnan hiklaust tekin að hinum fornu minjum vestan hans. Þar er talið að Krýsuvík hafi verið fyrra sinni.
Forn skáli í ÖgmundarhrauniBúseta í Krýsuvík undir Bæjarfelli, var frá 12. öld þegar talið er að bærinn hafi verið  fluttur frá Húshólma,  til ársins 1942. Krýsuvík var talin höfuðból, enda stærsta jörð á Reykjanesskaga. Jörðin náði að sjó frá Selatöngum austur að sýslumörkum. Byggðin náði hámarki á miðöldum en 1860 var t.a.m. búskapur á 13 býlum. Eftir aldamótin 1900 fór fólki að fækka og kotin fóru í eyði. Það eina sem minnir á höfuðbólið Krýsuvík og hjáleigurnar er Krýsuvíkurkirkja sem stendur austast á bæjarhólnum. Umhverfis hólinn eru tóftir Hnausa, Lækjar, Norðurkots, Snorrakots og Suðurkots.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun – loftmynd.

Ögmundarhraunið, sem umlykur minjarnar við Húshólma, er talið hafa runnið 1151 (-1188). Ljóst er að hraunið hefur ekki myndast í einu lagi hefur smám saman í allnokkrum spýjum með mismunandi bergsamsetningu. Það átti glögglega eftir að koma í ljós þegar gengið var um Miðrekana.
Í Lesbók Mbl 17. sept. 1961 er m.a. fjallað um Ögmundarhraun: “Áður en það var rutt, varð að fara vestur fyrir hálsa fyrir endann á hraunsuppkomu
nni, þegar fara þurfti til Njarðvíkur eða Keflavíkur. Bóndinn í Njarðvík, að nafni Gissur, átti dóttur. Hennar bað lausingi nokkurm er Ögmundur hét, tröllmenni að stærð og kröftum. Bóndi vildi ei gifta dóttur sína fúlmenni þessu, en treystist ei að standa á móti honum; tekur hann því það ráð að lofa honum stúlku þessari, ef hann vildi vinna það til hennar að gera færan veg yfir hraunið, þar sem beinn yrði vegur til Suðurnesja. Þetta verk tókst hann á hendur og framkvæmdi það duglega, en lagðist til svefns að loknu verkinu, austan til við hraunbrúnina, en bóndi lá í leyni í hraungrjótu, ætlaði hinum stundir að sofna vært og drap hann sofandi. Þar er dys hans, sem drepinn var og hraunið síðan við hann kennt og kallað Ögmundarhraun. (Úr sóknarlýsingu 1840).”

Verkhús við vestustu sjóbúðina á SelatöngumÍ Lesbók Mbl. 31. jan. 1954 er grein eftir Árna Óla; “Svona var lífið fyrir einum mannsaldri”. Í henni fjallar hann m.a. frásögn Stefáns Filipssonar um Ögmundarhraun: “Ögmundarhraun, lítið fyrir vestan Krýsuvík, runnið vestan úr Almenningi, sem allur er líka hraun, en þó grasi og skógi vaxið – er hann stórt óskipt landspláss hvar Krýsuvík á líka skógarítak. Ögmundarhraun er ekki upp gróið, heldur svart og ljótt útlits; gengur það heilt fram í sjó rjett fyrir austan Selatanga. Austan til við hraun þetta er kallaður Húshólmi. Þar eru stórar húsatóftir niðursokknar og ein þeirra snýr eins og kirkjur vanalega; hefir það verið vel stórt hús; þó sjást tóftirnar allar því hraunið hefir hlaupið yfir þær að vestanverðu, hvað maður veit maður ekki, þó til að geta eftir sjón á því sjáanlega, yfir fullan helming, því þar hefir vafalaust verið stórbygging. Þar eru 2 túngarðshringar; og hjer um bil 20 faðmar milli þeirra. Meina menn að Krýsuvík hafi þar verið áður hraunið hljóp þar yfir, en við það tilfelli verið flutt upp í fjallavikið, sem þar er þó töluvert langt frá. Við sjóinn er vík, sem bærinn gat nafn af tekið, n.l. Hæslvík nú nefnd. Í hrauni þessu, spölkorn hjer frá, er og óbrunninn hólmi og ófært hraun alt um kring bema einn lítill stígur, sem síðar hefir verið ruddur. Hólmi þessi nefnist Óbrennishólmi. Þar er sagt samalinn hafi verið með heimilisfjeð meðan hraunið hljóp fram yfir heila plássið (þar eru og 2 misstórar fjárborga rústir) og að hann hafi ekki getað komist undan því annað en á hól þennan, sem hraunið umkringdi.
Hólmasund - Krýsuvíkurbjarg fjærVestan undir Krýsuvíkurhrauni er stór hellir og besta hagaland í kring, í og með hrauninu, samt víðar út um heiðina, svo alltíð má beita fje undir vind af hverri átt sem hann er. Hellir þessi er langr frá bæjum, er því erfitt að nota hann í vetrarharðindum. Fyrir hjer um bil 100 árum, eð máske nokkuð meir, var bóndi í Krýsuvík að nafni Arngrímur, mig minnir Jónsson, Hann tíundaði jafnan 50 hundruð. Hann hafði fje sitt við helli þenna, en skyldi hafa átt 99 ær grákollóttar. Systir hans átti iena á eins lit, og bætti hann ei fyr að fala hana af sysur sinni, en hún yfirljet honum ána sárnauðgu, Sama veturinn seint gerði áhlaupabyl, sem stóð 6 dægur. Hrakti þá alt hans fje fram af Krýsuvíkurbjargi hjer og þar til dauðs og algjörs taps, því sjórinn tók við fyrir neðan bergið en vindurinn rak til hafs. Í hengisfönninni framan í bergsbrúninni stóð grákoll aleins er hann fjekk hjá systur sinni, þegar hann eftir bylinn fór að leita að fjenu. Teur hann ána þá og reynir í 3gang að kasta henni fram af breginu, en gat aldrei kastað henni svo langt, að hún færi niður fyrir. Og jafnótt og hún losnaði í hvert sinn við hendur hans, brölti hún upp að knjám hans. Loksins gaf hann frá sjer, og skal hafa sagt löngu seinna, að út af þessari á hefði hann eignast 100 fjár.

Í Arngrímshelli

Þetta hef jeg af sögusögn og gef það eit út sem áreiðanlegan sannleik. Ævilok Arngríms urðu þau, að steinn datt á hann úr Krýsuvíkurbergi og marði hann í sundur og 2 manneskjur aðrar. Þetta er víst (Arngrímur þessi var Bjarnason, sonarsonur Arngríms lærða, og hafði lengi verið ráðsmaður í Skálholti. Hinn 9. ágúst 1724 fór hann á báti í sölvufjöru undir Krýsuvíkurbjargi “og með honum kalrmaður einn og kvenmenn tveir. Og er þau voru farin til að taka sölin, sprakk hella mikil fram úr breginu og kom á þau, svo að hún laust Arngrím í höfuðið til bana, og undir henni varð karlmaðurinn er honum fylgdi og önnur konan, en önnur komst lífs undan; tók hellan þó hælinn af öðrum fæti hennar, og skaðaði hana ekkia ð öðru. Var hella þessi 13 faðma löng og 11 faðam breið. Náðust lík allra þeirra þriggja, er ljetust” (Vallaannáll). Öðrum annálunm ber saman um hve margir hafi farist þarna, en Hítardalsannaátt segir: – “Vinnukona hans mjög lömuð komst af og aðrir tveir sem af ofboði hlupu fram í sjó og náðu til skipsins”).

Krýsuvík

Bærinn Lækur í Krýsuvík – Garðhús nær.

Árið 1827 kom gamall bóndi til Krýsuvíkursóknar, Guðmdunrur Bjarnason, bygði nýbýlið Læk aldeilis að stofni, átti margt fje, hélt því við áðurnefndan helli. En þar honum þótti langt að hirða það þar, bygði hann þar annan bæ dásnotran sem hinn, með glæergluggum, sængurhúsi afþiljuðu með 2 rúmum; í hinum karminum geymsluhús. Bygði hann hús þetta framan við hellisdyrnar og rak fjeð gegnum göngin út úr og inn íhellinn, hlóð af honum þvervegg, bjó til lambastíu, gaf þeim þar þá henta þótti, bjó til jötur úr tilfengnum hellum alt um kring. Í stærra parti hellisins gaf hann fullorðna fjenu í innistöðum (sem verið mun hafa alt að 200 eftir ágiskun manna), flutti þangað talsvert hey og smiðju sína, og mun hafa starfað þetta að mestu, ef ei öllu leyti, aleinn á einu ári. Þarna var hann 10 vetur samfelt yfir kindum sínum aleinn, en á sumrum heima. Loks gafst hann upp yfir sjötugt og sagðist og sagðist hafa verið smali síðan hann hafði 6 ár að baki…” 

Minjar í Ögmundarhrauni

Húshólmi er merkur minjastaður suður af   Krýsuvíkur Mælifelli, í austurjaðri Ögmundarhrauns, nær sjávarhömrunum. Þar hefur hraunið runnið til hvorrar handar við óbrennishólma sem nefndur er Hólmastaður í gömlum heimildum. Þar er m.a. fornt bæjarstæði, skálatóftir, garðhleðsla og gerði, en í hrauninu vestan Húshólma er Kirkjulág og fleiri minjar. Samkvæmt gamalli munnmælasögu stóð Krýsuvíkurkirkja í Kirkjulág og stóð uppi löngu eftir að hraunflóðið eyddi bænum.  Óbrennishólmi er spölkorn suður af Latstöglum sem ganga vestur úr Latsfjalli. Þetta er gróinn hólmi sem sker sig á sérkennilegan hátt úr grófu apalhrauninu. Þar eru fornar búsetuminjar, tvær fjárborgir og vegghleðslur. Önnur fjárborgin virðist vera mjög forn hringlaga hleðsla, en hin nokkuð yngri.
Áður hefur nokkrum sinnum verið fjallað um minjarnar í og við Húshólma og í Óbrennishólma hér á vefsíðunni, auk þess sem Ferðamálafélag Grindavíkur hefur gefið út bækling þar sem rifjaðar eru upp heimildir og minjar skýrðar heilstætt á svæðinu. Annars er táknrænt að staldra við hjá þessum fornu minjum því við þær er staur frá Fornleifavörslunni – án orða. Um er að ræða friðlýstar fonleifar, en hið litla vesæla skilti við þær er löngu afmáð.
Á MiðrekumEftir að hafa staldrað við ofan við Hólmasund var stefnan tekin vestur með ströndinni. Þessi u.þ.b. 6 km kafli er torfarin.
Í fyrstu er um úfið hraun að fara með stuttum helluhraunspöllum, en síðan tekur við sjóbakað apalhraun, laust í sér og seinfarið. Að vísu opnast u.þ.b. 500 m kafli ofan við sjálfa Miðrekana, neðan við Brúnavörður, en síðan verður aftur með það sama – ófæra hefði einhver óvanur látið hafa eftir sér, en með rólegheitum má ýmist þræða ofanverða ströndina eða fjöruna, einkum síðasta spölinn, áður en komið er í Eystri-Látur. Víða má lesa myndunarsögu bergsins út úr jarðlögum þar sem brimið hefur brotið allt mélinu smærra og hreinsað ofan af heilu bergflekunum. Víða á leiðinni eru einstaklega sérkennilegar myndanir og þótt ekki væri fyrir annað en þær verður svona ferð alveg þess virði. Auk þess er óvænt rekavonin á leiðinni, einkum ofan við Miðreka, góð ábót á ágóðan. Í þessari ferð var t.d. gengið fram á brak af björgunarbát, sem rak þar upp fyrir ári og varð að engu. Björgunarhringurinn var þó enn heill og var honum komið í Saltfisksetrið að ferð lokinni.
Austasta sjóbúðin á SelatöngumSelatangar er gömul verstöð suður af   Núpshlíð og vestan við Ögmundarhraun.Vestan við Selatanga eru Borgir eða Katlahraun, fallegar hraunlægðir með allskonar hraunmyndunum. Frá bílastæðinu er um hálftíma gangur í austur að fjölda verbúðartófta, hlaðinna fiskibyrgja og fiskgarða úr grjóti. Talið er að um 100 manns hafi stundað útræði frá Selatöngum þegar mest var. Vermenn hættu að stunda róður frá Selatöngum um 1884, en ábúendur í Krýsuvík og Ísólfsskála stunduðu útræði frá Selatöngum fram á fyrstu áratugi 20.aldar.  
Eftirfarandi umfjöllun Ólafs Einarssonar um Selatanga, “Útræði á Selatöngum”, birtist í Ferðablaði Lesbókar Mbl 25. nóv. 1989 (Ólafur var frá Garðshúsum í Grindavík): “Ef draga má ályktanir af því, að skoðanir fil. dr. Sveinbjarnar Rafnssonar séu réttar eða nálægt sanni, má áætla að útróðrar frá Selatöngum hafi hafist seint á 15. öld eða nálægt aldamótunum 1600. Má þá slá því föstu að stöðugt útræði hafi verið þaðan um nærfellt þriggja alda skeið. Ekki er nokkur leið að sannreyna með nokkurri nákvæmni hvenær sjóróðrar hafi hafist þaðan. Afur á móti er fullkomin heimild fyrir því, að þeir hafi verið stundaður þaðan allar götur fram til ársins 1884 [reyndar var róið frá Selatöngum frá á byrjun 20. aldar].
Þurkkbyrgi á Selatöngum (t.h.)Í bók Ólafs Þorvaldssonar “Harðsporum” segir: “Útræði mun hafa að mestu lagst niður á Selatöngum á síðari hluta nítjándu aldar og munu síðustu útgerðarmenn þar hafa verið Beinteinn smiður í Arnarfelli og Sveinn ríki á Læk”.
Þórarinn Einarsson á Höfða á Vatnsleysuströnd skýrði Lúðvíki Kristjánssyni frá því á sínum tíma, að faðir hans, Einar, hafi verið þar við sjóróðra og að seinasta vertíð hans hafi verið 1884, en að þar með hafi líka sjóróðrar frá Selatöngum lagst niður [róið var þó lengur þaðan, bæði frá Krýsuvíkurbæjum og Ísólfsskála sbr. aðrar frásagnir]. Einar faðir Þórarins fæddist og ólst upp í Nýjabæ í Krýsuvík og koma að sjálfsögðu tengslin við sjóróðrana þaðan.
Rölti maður um það svæði á Selatöngum, sem vitað er að voru höfuðstöðvar þeirra, kemur greinilega í ljós að útræðið hefur verið talsvert. Má sjá það á þeim gróðri sem þar hefur myndast, þar sem annars er svartnættisgróðurleysi. Það er auðvitað slógið úr fiskinum, sem myndað hefur gróðurinn. Mörg fiskbyrgi eru þatrna tiltölulega vel á sig komin, en mannabústaðir gamlir, hrörlegir og niður fallnir. Gætu þeir varla kallast mannabústaðir í dag.
Hér má sjá viðgerð á austasta verkhúsinuHvað sem um þennan stað má segja, þá er það víst að á löngu tímabili var þar dregin nokkur björg í bú þeirra Krýsvíkinga. En aðstæðurnar hafa verið mjög erfiðar og mikið strit samfara veiðiskap og flutningum.
Varla er hægt að skrifa um útræðið frá Selatöngum, sem mun hafa hafist fljótlega eftir að Húshólmasund eyðilagðist með öllu í hamförunum þegar Ögmundarhraun rann, án þess að rifja upp eða lýsa þeim miklu reimleikum sem sagt er að þar hafi átt sér stað.
Draugur sá, sem magir kváðust hafa séð, var nefndur Tanga-Tómas og er hann sagður hafa gert mörgum búðarmönnum ýmsar skráveifur eða smáglettur.

Arnarfell

Bærinn Arnarfell undir Arnarfelli í Krýsuvík.

Á Arnarfelli í Krýsuvík bjó þá maður er Beinteinn hét, þrautreyndur í sjóróðrum frá Selatöngum, sem getið er hér að framan. Einu sinni var hann heylítill og flutti sig þá niður á Selatanga með fé sitt til fjörubeitar, einnig var ætlun hans að huga að reka. Var hann þarna um tíma og hafðist við í sjóbúð, er notuð var á vetrum. Kvöld eitt er Beinteinn kemur frá fénu kveikur hann ljós og tekur tóbak og sker sér í nefið. Tík ein fylgdi honum jafnan við féð og var hún inni hjá honum. Veit Beinteinn þá ekki fyrr til en ljósið er slökkt og tíkinni hent framan í hann. Þreif hann þá byssu sína og skaut út úr dyrum. Sótti Tanga-Tómas þá svo fast að honum að hann hélst ekki við í sjóbúðinni og varð að hrökklast út í illviðrið og fara heim til sín um nóttina. Eftir mikil átök við drauginn og illviðrið komst Beinteinn loks heim til sín um morguninn og var þá mjög þrekaður.
Það kom fyrir á Selatöngum einhverju sinni að unglingspiltur var orðinn mötustuttur. Buðust þá hásetar, á skipum þeim sem þar reru, til að gefa honum mötu til vertíðarloka ef hann kæmi nöfnum þeirra allra í eina þulu. Strákur kvað:

Tuttugu og þrjá Jóna telja má,
tvo Ara, Þorkel, Svein,
fimm Guðmunda og Þorstein þá,
þar með Guðlaug, Freystein, Einara tvo, Ingibjörn, Rafn,
Vilhjálmi Gesti verður jafn,
Selatanga sjóróðramenn
sjálfur Guð annist þá.

Þótt aldrei væri stórt útver á Selatöngum eru þar þó enn talsverðar verminjar. Þaðan var seinast róið 1884.”

Vestasta verbúðin á Selatöngum

Þór Magnússon skrifaði um “Þjóðminjar” í Lesbók Mbl þann 27. júní 1976 fjallaði hann um “Verbúðarrústir á Selatöngum”: “Selatangar eru undarlegt ævintýraland og óvíða munu jafnskemmtilegar minjar um útræði hér á landi og einmitt þar, þótt staðurinn hafi verið líttþekktur fyrr en nú á síðustu árum.
Selatangar eru um það bil miðja vegu milli Grindavíkur og Krýsuvíkur. Þarna hefur Ögmundarhraun gengið í sjó fram og myndað tanga og er þar sæmileg lending. Hana hafa menn hagnýtt sér og smám saman myndazt þarna verstöð, sem harla lítið er þó vitað um úr rituðum heimildum. Hins vegar vitna rústirnar um það, sem þarna hefur farið fram. Hér er fjöldinn allur af fiskbyrgjum og nokkrar verbúðir, sem hægt er að greina, og er þetta listilega vel hlaðið úr hraunhellum og stendur allvel, þótt tímans tönn hafi unnið á sumu.
Síðast er talið, að róið hafi verið frá Selataöngum 1884. Fyrir mun hafa komið, að menn lentu á Selatöngum síðar ef lending var ófær annars staðar, en síðasti formaður af Selataöngum mun hafa verið Einar bóndi í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík Einarsson, afi Þorvaldar Þórarinssonar lögfræðings.
Ruddur vegur liggur af þjóðveginum, Ísólfsskálavegi, gegnum hraunið og niður á Selatanga, en hann er illfær litlum bílum [nú er hann að sjálfsögðu greiðfær öllum bílum]. En fjarlægðin er ekki meiri en svo, að þeir, sem röskir eru til gangs fara það á stuttri stundu og er vissulega ástæða til aðhvetja þá, sem áhuga hafa á minjum sem þessum, að kynnast þessum einkennilega minjastað.
Erfitt er nú að sjá, hverju hlutverki hver og ein rúst hefur gegnt, enda eru þær mjög misgamlar og hinar elztu nokkuð ógreinilegar. Þó má yfirleitt greina verbúðirnar af bálkunum, sem sofið hefur verið á, og sumar eru skiptar með vegg. Dagon (Raufarklettur), landamerkjasteinn á SelatöngumUppsátur sést einnig allglöggt, en rústirnar ná yfir talsvert stórt svæði með sjónum.
Vestan við rústirnar er sandfjara og í hraunjarðrinum þar vestan við er hellir, Nótarhellir, sem hægt er að komast í um fjöru. Hann mun draga nafn sitt af því, að Hraunsmenn í Grindavík geymdu þar selanætur sínar.”
Í forverkefnisskýrslunni „Plokkfiskur” – Íslensk strandmenning sem grunnur fyrir ferðaþjónustu í framtíðinni, sem gefin var út af Samgönguráðuneytinu, Siglingastofnun Íslands og Húsafriðunarnefnd ríkisins í júlí 2004, er m.a. fjallað um strandminjasvæðið á Seltaöngum. “Aðrar mjög áhugaverðar strandminjar eru Selatangar, suð-austur af Grindavík. Þetta svæði mun líka hafa verið miðstöð fyrir árstíðabundnar veiðar og hér eru rústir, hellar og aðrar minjar. Talið er að þarna hafi verið verstöðvar af svipaðri stærðargráðu og gömlu verstöðvarnar á Snæfellsnesi; Dritvík og Djúpalónssandur þar sem oft gistu hundruðir vermanna. Okkur skilst að áhugasamur einkaaðili hafi gert svæðið aðgengilegt fyrir almenning og sett upp upplýsingaskilti, gangstíga og gefið út bækling. Bæði Óttarsstaðir og Selatangar eru dæmi um aðgengilega sögustaði á Íslandi sem hafa mikla möguleika í ferðaþjónustu. Það ætti að koma af stað vinnuhópi, með það að markmiði að gera yfirlit yfir slíka staði á landinu öllu, forgangsraða þeim og meta ástand þeirra og möguleika innan ferðaþjónustu.”
Vestasta sjóbúðin á Selatöngum

Ekki var vart við Tanga-Tómas í þessari ferð, eins og svo jafnan áður. Á skilti við Selatanga er texti er segir að þaðan hafi síðast verið róið 1884. Þá eru myndir af tilgátuhúsum á Töngunum. Þar voru þrjár búðir, en ólíklegt verður að telja, af ummerkjum að dæma, að útlit þeirra hafi verið með slíkum hætti.
Dagon er nú varla svipur hjá sjón. Hann sést þó enn neðst í fjörunni á Selatöngum (þríkolla). Á síðustu árum hefur Ægir farið ómjúkum öldum um hann. “Kletturinn” er þó enn ábending um að vestasta sjóbúðin og tilheyrandi mannvirki hafa tilheyrt Ísólfsskála. Líklegt má því telja, ef Beinteinn frá Arnarfelli hefur hafst við í sjóbúð á Selatöngum, að þar hafi hann verið í austustu búðinni, enda heillegust þeirra, sem enn má sjá á Töngunum.
Aflraunasteinarnir á Selatöngum voru nú horfnir undir sand og grjót, enda ströndin búið við mikla ágjöf í hinum hörðu rokum liðins vetrar.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Lesbók Mbl 17. sept. 1961.
-Lesbók Mbl. 31. jan. 1954.
-Lesbók Mbl 25. nóv. 1989.
-Lesbók Mbl 27. júní 1976.

Á Selatöngum

Á Selatöngum.

 

https://ferlir.is/husholmi-ii/https://ferlir.is/husholmi-i/

 

Selatangar

Á Selatöngum eru minjar gamallar verstöðvar.

Selatangar

Selatangar – verkhús.

Núverandi minjar eru líkast til u.þ.b. tveggja alda gamlar. Þær hafa eflaust tekið breytingum allnokkrum frá því að verstöðin var fyrst notuð sem slík. Á Selatöngum má enn sjá greinilega tóftir tveggja búða (Vestari búð og Austari búð) auk þess sem sést móta fyrir útlínum þeirrar þriðju miðsvæðis. Þar eru og a.m.k. þrjú verkunarhús þar sem gert var fyrst að fiski, þurrkbyrgi, þurrkgarðar, þurrkreitir, brunnur, smiðja, skútar með fyrirhleðslum, hesthús, Nótarhellir (þar sem dregið var fyrir sel), Mölunarkór, Sögunarkór og Smíðahelli, auk gamalla gatna og hlaðinna refagildra. Vestan við Seltanga er hið merkilega náttúrufyrirbrigði “Ketillinn” í Katlahrauni og fjárskjól þeirra Vigdísarvallamanna.

Selatangar

Jón Guðmundsson við brunninn á Selatöngum.

Undirritaður gekk einn góðan sumardag árið 2002 um Selatanga með Jóni Guðmundssyni frá Ísólfsskála, sem hann man eftir minjunum eins og þær voru þegar hluti verstöðvarinnar var enn í notkun. Hann lá þar með föður sínum í Vestustu búðinni árið 1926 er Skálabóndi gerði enn út frá Töngunum. Jón minnist þess vel að reki var reiddur þaðan að Ísólfsskála eftir vestari Rekagötunni, sem mótar enn vel fyrir og liggur í gegnum Ketilinn og áleiðis heim að Skála. Leiðin er vörðuð að hluta, en víða sjást för eftir hófa og fætur liðinna alda í klöppinni. Austari Rekagatan liggur til norðurs vestan vestari Látra. Rekagötunar voru einnig nefndar Tangagötur og jafnvel Lestargötur, allt eftir notkun og tilgangi á hverjum tíma.
Tækifærið var notað og svæðið rissað upp eftir lýsingu Jóns. Fylgir það þessum skrifum. Sennilega er þetta eina kortið, sem dregið hefur verið upp af þessari verstöð, þeirri einu sem eftir er á Reykjanesi.

Selatangar

Selatangar – þurrkbyrgi.

Jón sýndi undirrituðum m.a. Smíðahellinn, Sögunarkórinn (Mölunarkórinn), Nótahellinn, hlöðnu refagildrurnar, brunninn, búðirnar, fiskvinnslubyrgin, þurrkbyrgin, þurrkgarðana, smiðjuna, skútana, lendinguna og Dágon (landamerkjastein Ísólfsskála og Krýsuvíkur, en verstöðin er að mestu
innan landamerkja síðarnefndu jarðarinnar). Á sléttri klöpp neðan við Dágon eru klappaðir stafirnir LM (landamerki). Þá benti hann á lendinguna, skiptivöllinn o.fl. Ljóst er að ströndin hefur tekið miklum stakkaskiptum á síðustu áratugum og þarf að meta aðstæður á staðnum með tilliti til þess. Sjórinn hefur nú að mestu brotið skiptivöllinn sem og Dágon . Einnig hefur hann brotið niður byrgi og búðir næst ströndinni. Til merkis um það hefur miðverkunarhúsið syðst á Töngunum látið mikið á sjá á skömmum tíma. Fyrir ári síðan var það að mestu heilt, en sjórinn hefur nú brotið niður suðurhlið þess.

Selatangar

Selatangar – sjóbúð.

Jón taldi almennan misskilning ríkja um hlaðna fjárbyrgið norðan við Ketilinn. Sumir telja það mjög fornt, en það hefði í rauninni verið hlaðið af föðurbræðrum hans frá Vigdísarvöllum skömmu eftir aldarmótin 1900 vegna þess að fé þeirra Vígdísarvallamanna hefði tíðum leitað í fjöruna og þeir þá átt í erfiðleikum með að reka það hina löngu leið til baka. Því hafi skútinn verið hafður þarna fénu til skjóls.
Verstöðin hefur sennilegast notuð þegar á miðöldum. Hraunið (Ögmundarhraun) er frá því um 1150, en það ár lagði það gamla Krýsuvíkurbæinn í Húshólma, sem er þar litlu austar, í eyði. Reru frá Selatöngum meðal annarra skip Skálholtsstóls, auk þess menn alls staðar af landinu lágu þar í veri. Síðast var róið 1884, en selveiðar voru stundaðar nokkur ár eftir það. Þó var oft lent síðar ef lending var ófær annars staðar meðan róið var á opnum skipum, s.s. frá Þórkötlustöðum, Hrauni og víða. Við Dágon eru landamerki Ísólfsskála og Krýsuvíkur.

Selatangar

Selatangar – verkhús.

Á Selatöngum sjást enn miklar rústir verbúða hlöðnum úr hraungrýti svo og rústir af fiskbyrgjum þar sem hertur fiskur var geymdur. Á görðunum, sem enn sjást, var einnig hertur fiskur þegar veður gaf. Sums staðar er hlaðið fyrir hraunhella og þeir notaðir sem sjóbúðir eða byrgi. Vestan við Selatanga er hellir sem hafður var til eldamennsku – mötuneyti þess tíma. Einnig má sjá þar refagildrur frá síðustu öld.

Á Selatöngum var afturgangan Tanga-Tómas svo hatröm að ekki þýddi að skjóta á hana silfurhnöppum sem yfirleitt dugðu helzt á drauga, en frekast dugðu lambaspörð. Auk Tanga-Tómasar eru margir aðrir draugar á ferli á Selatöngum og í nágrenni þeirra, einkum þegar skyggja tekur.

Selatangar

Selatangar- Tanga-Tómas með FERLIRSfélögum.

Í skýrslu um menningarminjar í Grindavíkurkaupstað segir m.a. um Selatanga:
1703: “Jörðin á í sínu landi, en þó allfjarri, skipsuppsátur og brúkar heimabóndinn það um vertíð fyrir sig og hjáleigumenn sína. Öngvar eru þar verbúðir aðrar. Og er þó lending merkilega slæm, heitir “plátsið” á Selatöngum”, segir í jarðabók Árna og Páls.
1756: “Selatangi við Krýsuvík er lítill, en vel fallinn til sjósóknar, en ströndin er klettótt og lending ill sakir brima”, segir í Ferðabók Eggerts og Bjarna.

Selatangar

Miðrekar.

“Þegar kemur vestur fyrir Miðrekana og landinu fer að sveigja til norðurs, taka við Seltangar…. Á Seltöngum var fyrrum mikil útróðrastöð og verstöð. Er þar enn allmikið af búðarústum og fiskigörðum til herslu á fiski.
Hér er mikið af hraunhellum, þótt flestir séu þeir litlir, voru þeir notaðir til ýmissa hluta og hlutu nöfn af. Nokkru eftir 1880 lagðist útræði hér niður að fullu og öllu”, segir í örnefnalýsingu Krýsuvíkur.

Selatangar

Selatangar – refagildra.

“Austan við Hraunnef [þar sem leiðin er hálfnuð út á Selatanga er]…. Veiðibjöllunef… Austan við Veiðibjöllunef kemur Mölvík… þar upp af Mölvík austan til heitir Katlahraun… Austast í Katlahrauni er Nótarhellir og gengur í sjó fram…. Fyrir austan Nótarhellir er sandfjara og síðan taka við Selatangar”, segir í örnefnaskrá Ísólfsskála.
“Nokkuð austan við bæinn á Ísólfsskála, sem svarar klukkutíma gang, gengur tangi fram í sjóinn. Hann heitir Selatangar”, segir í örnefnaskrá AG um Ísólfsskála.
Friðlýstar minjar: “Verbúðartóftir, fiskbyrgi, fiskigarðar og önnur gömul mannvirki í henni fornu verstöð á Selatöngum”.

Selatangar

Selatangar – austasta verbúðin.

Á Selatöngum var aldrei föst búseta, heldur einungis útver með nokkrum verbúðum. Þaðan var einkum útræði Krýsuvíkurmanna, en Krýsuvík fylgdu lengi nokkrar hjáleigur.
Til er gömul þula sem telur 73 (aðrir segja 82) menn við róðra í Krýsuvík. Ástæðan fyrir þeim kveðskap er sögð vera sú, að strákur einn hafði orðið mötustuttur í verinu….. Líklegt er að bæði Krýsuvíkurbændur og Vigdísarvallabændur hafi gengið til skips, en ekki haldið til í verinu.
Þótt aldrei væri stórt útver á Selatöngum eru þó þar talsverðar verminjar. Þaðan var seinast róið 1884, skv. upplýsingum á skilti við bifreiðastæðið. Heimildir eru þó um að þarna hafi verið útræði frá Skála 1913.

Selatangar

Gengið um Katlahraun og nágrenni.

Guðrún Ólafsdóttir lýsir rústunum svo í skýrslu frá 1993: “Þarna eru nú minjar um verbúðir, fiskbyrgi og garðhleðslur sem eru að mestu horfnar. Rústirnar eru margar og er hægt að telja þær upp undir 20, auk garðhleðslanna sem eru á hraunnefunum og eru nú að mestu horfnar. Á vestustu hraunnibbunni er verbúð og rústir, auk garðhleðsla. Á næstu nibbu austan við eru rústir sömuleiðis, en hraunnibban er aðgreind frá þeirri vestari af sandi. Hinar rústirnar eru svo á þriðju nibbunni sem myndar samfelldara og stærra svæði en hinar og þar eru líka flestar rústirnar. Austast á þessu svæði er önnur verbúðartóft og byrgi í líkingu við það sem er vestast.

Selatangar

Selatangar – Smíðahellir.

Utan í hraunflákanum að austan eru fyrirhleðslur við skúta sem virðast hafa verið notaðir af fé. Margar hleðslurnar hafa farið verulega illa í flóðum undanfarin ár. Verbúðartóftin vestari er undir hraunbrúninni og er mjög fallinn, þó má greina húsaskipan. Rústin er hlaðin úr grjóti og torfi en hraungrjót er meginbyggingarefnið, enda hefur skort torf í hraunhafinu sem umlykur Selatanga að sjó. Við rústina að norðan- og sunnanverðu eru byrgi sem þarf að varðveita. Allt í nágrenninu eru svo hlaðnar rústir sem þarf að huga að. Nokkur byrgi eru uppistandandi og vel farin og slaga þau uppí að vera mannhæðarhá…. Stórflóðin á undanförnum árum hafa farið illa með rústirnar. Rústirnar eru á hraunnibbum sem skaga út frá Ögmundarhrauni og utan í þeim”.

Selatangar

Fjárskjól í Katlahrauni.

“Á Selatöngum var allmikil útgerð frá Skálholti í eina tíð, en lagðist fyrst niður um tíma eftir Básendaflóðið 1799 og svo að fullu og öllu milli 1880 og 1890. Þarna eru byrgi og búðatættur, sem eru nú friðlýstar. Dágon var klettur á kampinum suður af vestustu sjóbúðinni á Selatöngum, en er nú hruninn… Skiptivöllur er smáhæð fyrir austan Dágon, grasivaxinn að ofan. Sjóbúðirnar standa austan undir Skiptivelli á hraunnefi”, segir í örnefnaskrá Ísólfsskála.

Selatangar

Fiskbyrgi á Selatöngum.

“Á Selatöngum sjást byrgi og búðatættur, eldhús og önnur mannvirku, enda var þarna allmikil útgerð fyrir eina tíð…”, segir í Örnefnaskrá AG um Ísólfsskála.
Árið 1799 skemmdust nær öll mannvirki á reykjanesi er voru næst sjónum. Auk þess hefur sjórinn verið að naga smám saman af ströndinni í gegnum aldir. Ljóst er því að núverandi minjar á Selatöngum geta varla verið eldri en frá því um 1800. En þær eru eftir sem áður minnismerki um verstöð á Selatöngum um langan aldur og áþreifanlegur vitnisburður um sjósóknina fyrrum og horfna starfshætti.

ísólfs

Gengið um Selatanga.

Sjá má mikinn fróðleik um Selatanga í bæklingi Ferðamálafélags Grindavíkur – Seltangar, merkar minjar í umdæmi Grindavíkur.

ÓSÁ tók saman.

Selatangar

Selatangar – vel má sjá hversu erfitt útferið hefur verið utan við Tangana.

Selatangar

“Beinteinn var maður nefndur suður í Krýsuvík, bjó hann að Arnarfelli.

Selatangar

Selatangar – sjóbúð.

Eitthvert sinn var hann að smíða skip við sjó frammi, þar sem heitir á Selatöngum. Hafðist hann þar við í verskála. Þar hafði hann alltaf hjá sér hlaðna byssu. Hannn lét einatt loga ljós í skálanum þegar kveldaði.

Eitt kvöld, er hann hefur kveikt í skálanum, heyrir hann allt í einu mjög mikinn brest og skarkala í skáladyrum. Lítur hann þangað og sér þá að ógurlegt skrímsli treður sér inn úr dyrunum; það hafði brotið tréð úr þeim, hafði dyraumbúninginn á herðunum og tróð sér svo áfram. En þröngt varð um það á milli grjótveggjanna.
Það var eins og maður neðan en mjög ófreskjulegt eða dýrslegt ofan. Beinteinn var harðfær maður og alleinbeittur. Hann þrífur því byssu sína, lætur sér ekki bilt við verða og hleypir af á ófreskjuna. Henni bregður hvergi og treður sér því meir áfram. Beinteinn hleður aftur byssuna og hleypir af. Þá stansar þetta en ekkert sér á því. Enda var það allt að sjá hulið skeljarögg utan.

Selatangar

Á Selatöngum.

Beinteinn var í silfurhnepptri millifatapeysu. Hann man nú allt í einu að hann hefir heyrt sagt að þótt engin kúla vinni á skeljastakk skrímsla þá geri þó silfurhnappar það. Slítur hann því hnappana af peysunni sinni, hleður byssuna og hefur á fyrir högl eða kúlu og skýtur enn á skrímslið. Þá tók það snarpt viðbragð, reif sig út
og hvarf til sævar. En Beinteinn hljóp út. Þá fyrst greip hann hræðsla. Tók hann til fóta og hægði eigi á sprettinum fyrr en heima við bæ, óður af hræðslu og nærri sprunginn af mæði og sagði söguna. Að morgni sáust aðgerðir skrímslisins en sjálft var það með öllu horfið.”

-SIGFÚS IV 39

Selatangar

Á Selatöngum.

Selatangar

“Tómas hét maður, er eitt sinn kom að Krýsuvík og baðst þar gistingar en honum var úthýst.

Arnarfell

Bærinn Arnarfell undir Arnarfelli í Krýsuvík.

Fór Tómas þá þaðan, en varð úti á Selatanga. Tómas gekk aftur og var draugurinn jafnan nefndur Tanga-Tómas. Margir urðu fyrir aðsókn hans en einkum Beinteinn úr Hraunum suður, enda var hann oft við selaskot á tanganum.
Stundum skaut Beinteinn silfurhnöppum á drauginn en það hreif ekkert. Aftur fældist hann í svipinn, þá er skotið var á hann lambaspörðum. Oft fylgdi draugurinn Beinteini heim og varð honum helzt til friðar að láta konu sína sofa fyrir framan sig, því að þá komst draugurinn ekki að honum. Einhverju sinni var draugurinn kominn inn í bæinn á undan Beinteini. Hann krossaði fyrir dyrnar, eins og þá var siður til, til þess að varna draugnum að komast inn, en þetta varð til þess í þetta skipti að draugurinn komst ekki út. Hann var með gustmesta móti um nóttina og var stundum bjart í baðstofunni af eldglæringum.”

-ÓLAFUR DAVÍÐSSON I 315

Selatangar

Selatangar – sjóbúð.