Húshólmi

Haldið var sem leið lá í gegnum Grindavík með stefnu á Húshólma í Ögmundarhrauni. Staðurinn er einstakur í sinni röð; fornar tóftir, garðar, borg, grafreitur og fleira frá upphafi Íslandsbyggðar. Upplifunin við að heimsækja

Húshólmi

Gengið í Húshólma.

Húshólma er slík að sérhver, sem það gerir, gleymir henni ekki svo glatt. Þarna er t.d. forn skáli, sem Ögmundarhraun umlukti um 1151, tveir aðrir skálar, sem hraunið hlífði að öllu leyti og að hluta, tóft kirkju að talið er, mikil garðlög og hringlaga gerði á svonefndri Kirkjuflöt.
Með í för voru m.a. Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, og hinn fornfálegi og jafnframt frábæri söngvari Rúnar Júlíusson, auk Alberts Albertssonar, aðstoðarforstjóra Hitaveitu Suðurnesja. Sigríður, sem Matti Matt kallaði á sínum tíma “hina landlausu” í byrjun stjórnmálaferils hennar á Reykjanesi, gerði sig vel heimankomna á Skaganum og ljóst er að hún er komin til vera. Rúnar söng nokkur lög eftir hann, bæði gömul og glæný af nýjum geisladisk, sem hann var að gefa út, sextugur maðurinn.
Þá hélt bæjarstjóri Grindvíkinga, Ólafur Örn Ólafsson, tölu þar sem hann minnti þátttakendur á eignarhald Húshólmans, möguleika Reykjanessvæðisins og áhuga þeirra á nýtingu þess til framtíðar.
Fram hafði komið í forystugrein Fréttablaðsins þennan dag að sá stórkostlegi árangur hafði náðst að loka allt sauðfé á fæti inni í afmörkuðu beitarhólfi og stóra skrefið framundan væri að nýta það sem eftir væri til útivistar og ferðamennsku, en ljóst væri að það gæfi stórkostlega möguleika í þeim efnum af mörgum ástæðum.
Gengið var eftir Húshólmastíg inn í hólmann, staðnæmst við austasta garðinn, sem hlaðinn er að mestu úr torfi. Þó má sjá á kafla neðstu steinröðina er notuð var til að leggja línu garðsins.
Vestast rann hraunið að garðinum og haffærði hann. Næsti garður er skammt suðvestar; einnig torfgarður. Þar má sjá hvernig hraunið

Húshólmi

Boðið upp á veitingar – kaffi og kleinur.

hefur brennt hluta garðsins og skilið eftir far eftir hann. Vestan við Húshólmann sjálfan eru fyrrnefndar tóftir. Vel má ímynda sér hvernig umhorfs hefur verið þarna áður en hraunið rann. Falleg vík, væntanlega hin forna Krýsuvík, hefur legið þarna inn í landið, langleiðina upp á hinum gömlu sjávarhömrum suðaustan í Núpshlíðarhálsi. Byggðin, sem minjarnar eru frá, hefur staðið ofan við víkina, sennilega nokkuð ofarlega. Hraunið hefur runnið yfir talsverðan hluta byggðarinnar, en þyrmt því sem eftir stendur. Nú standa þær eftir sem áþreifanleg ábending um skoðun. Þær tala til þess er þarna stendur og biðja um að lesin verði úr þeim þau skilaboð sem þær fela í sér. Minjarnar vilja segja sögu þeirra tíma, upplýsa um til hvers þær voru notaðar og hugsanlega hvaða fólk bjó þar og hrærðist. Hraunið hefði ekki hlíft þessum minjum til einskis.

Minjarnar í Óbrennishólma þarna skammt vestar geta sagt sömu sögu, eða a.m.k. styrkt þá sögu sem Húshólminn hefur að segja.
Í hvert sinn sem komið er í Húshólma ber alltaf “nýtt” fyrir augu. Að þessu sinni opinberaðist enn einn garðurinn, sem gaumgæfa þarf. Það kostar a.m.k. þá fyrirhöfn að breyta þarf fyrra uppkasti af svæðinu og gera nýtt.

Húshólmi

Ferðanefndin með ráðherra.

Þegar flogið var yfir Húshólmasvæðið fyrir skömmu mátti vel sjá hvernig garðarnir hafa legið. Flugið gaf ágætt yfirlit af svæðinu. Nú er verið að vinna úr þeim gögnum.
Þjófur hefur verið á ferli í Húshólma. FERLIR skildi þar fyrir stuttu eftir netta stunguskóflu undir barði, en nú er hún horfin. Líklega hefur sá, sem hana tók, ekki áttað sig á því að skóflan var þarna og átti að nýtast öðrum en honum.
Hvað um það – skoðun Húshólmans heldur áfram og án efa eiga eftir, við nánari leit, að koma í ljós enn fleiri minjar, sem vert verður að rannsaka – síðar meir.
Þegar staðnæmst var í hólmanum mátti, ef vel var að gáð, sjá Tanga-Tómas spranga um á hraunás vestan hans, í átt að Selatöngum.
Í hraunskjóli suðaustast í Húshólma var gengið fram á dúklagt borð. Á borðinu var rjúkandi kaffi og nýbakað meðlæti að þjóðlegum sið.
Í bakaleiðinni var komið við í Saltfisksetri Íslands í Grindavík þar sem var tekið á móti þátttakendum. Loks flutti Albert tölu um þróun og árangur Hitaveitunnar, en enn er ekki séð fyrir endann á þeim möguleikum, sem þar bjóðast.
Ferðin var farin á vegum MSS.

Húshólmi

Húshólmi – skáli.