Húshólmi

Gengið var niður með austanverðu Ögmundarhrauni. Talið er að hraunið hafi runnið 1150. Nokkurn veginn miðja vegu að Húshólmastíg er nokkuð stórt bogadregið gerði utan í hraunkantinum. Óvíst er hversu gamalt þetta er, en líklega hefur það verið notað sem hestagerði.

Húshólmi

Húshólmi – uppdráttur ÓSÁ.

Gengið var 1.1 km inn eftir Húshólmastíg. Stígurinn er bæði breiður og vel ruddur. Komið er niður í rana á norðaustanverðum hólmanum. Þegar gengið er niður má sjá h beggja meginn stígsins, líklega til að varna fé uppgöngu. Þegar gengið er niður ranann er komið að hleðslum yfir stíginn og skammt þar frá er stekkur hægra megin við hraunkantinn, nokkuð stór. Vestan við stekkinn má sjá nokkrar tóttir. Þær gætu hafa verið sel frá Krýsuvík, en lega þeirra er í samræmi við legu flestra annarra selja á Reykjanesi, í skjóli fyrir austanáttinni. Neðan við tóttirnar má víða sjá vatnsbolla. Handan við hraunhornið hægra megin er skotbyrgi refaskyttu, andspænis greni í nokkurra metra fjarlægð til austurs. Steinn er ofan við opið. Enn innar, upp í krika að norðanverðu, má sjá móta fyrir mjög gömlu garði – í boga út frá gróinni hrauntotu.

Húshólmi

Húshólmi – fjárborg.

Hóll í suðri er gömul fjárborg. Haldið er framhjá henni, niður með hraunkantinum og er þá komið að gömlu garði er liggur upp í hólmann, undan hrauninu. Sjá má slitrur af honum ofar í hólmanum, í beinu framhaldi, ef vel er að gáð. Spölkorn neðar liggur annar stór garður neðanfrá hólmanum og hverfur undir hraunið. Sjá má framhald garðsins fyrir innan hraunkantinn. Sunnan garðsendans liggur stígur til vesturs inn í hraunið. Honum er fylgt spölkorn uns komið er að vörðu. Þar neðan við eru tóttir gamla Krýsuvíkurbæjarins, vel greinilegar. Vestan við þær sjást aðrar tóttir og norðan þeirra er forn bátlaga skáli, sem hraunið hefur runnið upp að allt um kring. Ef farið er ofan í skálina og flötum steinum lyft má sjá hvar miðsperrurnar, sem héldu uppi loftinu, voru. Ganga þarf frá öllu aftur eins og það var.

Husholmi-24

Skálatóft í Húshólma.

Umhverfis má sjá fleiri göt í hrauninu eftir að það rann að öðrum húsum, flestum líklega topphlöðnum, sem bendir til þess að tóttirnar séu mjög gamlar. Sýnatökur í hólmanum staðfesta reyndar að svo sé, eða allt frá um og fyrir 870. Stígur liggur áfram til vesturs að Óbrennishólma. Þar eru a.m.k. tvær fjárborgir, önnur mjög stór, og hlaðinn garður, sem hraunið hefur runnið að og stöðvast. Þá er þar einni langur garður langleiðina upp hólmann, sem enn sést móta fyrir. Óbrennishólma verður líst annars staðar.

Húshólmi

Húshólmi – stekkur.

Fylgt er stíg til norðurs, að gömlu Krýsuvíkurkirkju. Vestan við hana er greinilegur garður. Liggur hann í boga að kirkjutóttinni og virðist hafa umlukið hana. Innan garðsins virðast vera tóttir af skála. Vestan hans liggur stígur til suðvesturs inn í hraunið, í áttina að brúnavörðum. Þessi stígur var ruddur af sonum Krýsuvíkur-Gvendar, og er mjög fallegur á köflum. Hann nær þó ekki alla leiðina yfir hraunbrúnina, heldur endar skammt norðaustan við hæð þá, sem vörðurnar eru á. Þá er reyndar skammt eftir ofan af hraunbrúninni yfir á sléttan stíg er liggur upp með hraunkantinum að Óbrennishólma og áfram að og fyrir Lat.

Húshólmi

Húshólmi – stígur að Brúnavörðum.

Genginn var kirkjustígurinn aftan við kirkjuna inn í hólmann. Þá var komið í Kirkjulágina, sem mun vera forn grafreitur, sem á eftir að kanna nánar, eins og reyndar svo til allar tóttirnar í Húshólma. Sunnan Kirkjuláginnar liggur enn einn garðurinn undan hraunkantinum að vestanverðum og upp að garðinum, sem lýst var áðan. Sá garður liggur áfram niður hólmann og hverfur undir hraunkantinn syðst í honum.
Syðst í hólmanum er tótt. Hún er hluti sjóbúðar, sem síðast var notuð 1913. Rekagatan, Hólmastígur, liggur niður að sjónum neðan hennar.
Annar stígur liggur suðaustan í Húshólma, svo til alveg niður við ströndina. Hann var genginn til baka. Þá var gengið ofan við Seltanga og komið við á grónu svæði ofan þeirra. Þar sést móta fyrir garði eða görðum undan hrauninu.
Húshólmi

Í Húshólma.https://ferlir.is/husholmi-7/