“Ungmennafélag Grindavíkur hélt sumarhátíð sína á hinum gamla samkomustað Grindvíkinga, Svartsengi, helgina 18. og 19. júlí. Umf. Grindavíkur hefur undanfarin ár unnið að endurbótum á þessum sérstæða útisamkomustað og endurvakið hinar gamalkunnu Svartsengis-skemmtanir í nýju formi.
Dagskrá mótsins var fjölbreytt: íþróttir, tónlist, gamanþættir og fallhlífastökk, og tókst hún í alla staði mjög vel. Formaður UMFÍ, Hafsteinn Þorvaldsson, flutti ávarp á mótinu. Dansað var á palli bæði laugardags- og sunnudagskvöld. Sólskin var báða dagana og veður hið ákjósanlegasta, enda komu margir með alla fjölskylduna og bjuggu í tjöldum á mótssvæðinu.
Var það mál mótsgesta, að sumarhátíð Umf. Grindavíkur hefi farið hið bezta fram, og skemmtu allir sér prýðilega. Svartsengishátíðin er einn liður í víðtækri starfsemi ungmennafélaganna í þá átt, að koma á í hverju héraði glæsilegri sumarhátíð fyrir fólk á öllum aldri, þar sem það getur komið saman og skemmt sér á heilbrigðan hátt úti í náttúrunni.”
Heimild:
-Skinfaxi, 61. árg. 1970, bls. 24.