Hlaðið byrgi á Stapanum.
Þá var haldið að hlöðnu byrgi á Stapanum ofan og austan við Brekku. Stapagatan var gengin spölkorn, en síðan vikið af henni og gengið ofan Stapabrúnar. Ætlunin var að leita að Kolbeinsvörðu og hugað að letursteini (1774), sem í henni á að vera. Gengið var að Kolbeinsskor og síðan frá henni áleiðis að Stapakoti. Allar vörður voru skoðaðar á leiðinni, bæði neðst á brúninni sem og aðrar ofar. Nokkrar vörður eða vörðubrot eru við Stapagötuna, sem einnig voru skoðaðar – en allt kom fyrir ekki. Letursteinninn er enn ófundinn. Austan við Stapakot eru
miklar hleðslur, garðar og hús, auk tótta gamla bæjarins sunnan þeirra. Þá má enn greina fallega heimreið bæjarins með hleðslum beggja vegna.
Í leiðinni var litið á hringlóttan hlaðinn fót vörðu á heiðinni, sem gæti vel verið landamerkjavarða. Uplýsingar höfðu borist um að hún væri svonefnd Kolbeinsvarða, en þar fannst enginn letursteinn heldur. Mjög er gróið umhverfis fótinn.
Frábært veður.

Gálgaklettar í Hagafelli.