Jökull Jakobsson gengur með Einari Kr. Einarssyni um Staðarhverfi í Grindavík. Frá 20.janúar 1973.
“Byggðalagið sem við göngum um í dag er svolítið sérstakt. Fólkið er allt horfið en húsin standa ein eftir. Þetta er Staðarhverfið við Grindavík. Leiðsögumaður okkar í dag er fluttur héðan eins og allir hinir. Hann er kominn til að segja okkur frá húsunum og fólkinu sem fór. Maðurinn er Einar Kr. Einarsson. Hvers vegna fór fólkið héðan úr þessum vinalega reit?”
“Það voru ýmsar ástæður til þess, en fyrst og fremst það að þegar varð til góð höfn í Járngerðarstaðahverfi og bátar gátu legið við bryggju þar allan sólarhringinn var hægt að stækka bátana er ekki þurfi að setja þá upp í naust. Bátarnir stækkuðu og urðu um leið betri skip og öruggari og þá reyndist erfiðara að fá fólk á þessa smærri báta ar sem aðstaða öll var erfiðara. Ég að þetta hafi fyrst og fremst verið ástæða að fólk fór að flytjast héðan. Á stríðsárunum varð næg og góð atvinna í öllum áttum og unga fólkið fýsti að leita fyrir sér með betri afkomumöguleika en á þessum afskekkta stað.”
“Hvernig var félagslífi háttað hér?”
“Félagslíf var sameiginlegt fyrir þessi hverfi þrjú. Miðstöð þess var í Járngerðarstaðahverfinu. Það var langfjölmennast upp úr aldarmótunum. Þar var fysrt komið upp samkomuhúsi og þangað mætti ungafólkið til skemmtana. Komið var upp leikritum, s.s. Skuggasveini og Ævintýri á gönguför og fleiri góðum leikritum. Fyrst var leikið í pakkhúsi frá Einari í Garðhúsu þar sem tjaldað var gömlum seglum. Árið 1915-20 var byggt lítið samkomuhús em templarar stóðu að . Þar voru samkomur og dansleikir. Þarna mættust Grindvíkingar. Heima fyrir kom unga fólkið þegar það hafði frístundir við útileiki, á veturnar á sleðum og skautum á sumrin við ýmsa útileiki sem þá voru almennir. Allir voru mjög glaðir og ánægðir og glöddust einlæglega.
“Fyrst verður fyrir okkur reisulegt og björguðlegt hús.”
“Þetta eru Hústatóftir í Griondavík. Jörðin hefur verið í bændaeign frá fyrst tíð. Í Jarðabókinni 1703 er þess getið að Húsatóftir sé eina jörðin sem ekki var kirkjueign. Hér var áglætisbúskapur, jörðin er víðelnd, túnið stórt og fjörubeit ágæt og frá frstu tíð hefur sjórinn verið stundaður héðan og vafalaust hefur hann gefið mestu björgina í búið. Fyrr á tímum voru eldiviðavandæði víða og fólkið hafði ekki annað að hita en það sem náttúran gaf því og þá voru fjörunar notadrjúgar er gáfu margar góða spýtuna. Þangið var skorið og reitt á hestum og breytt upp á bakkana. Þetta var aðaleldiviður fólksims, auk taðs og svo var talsvert tekið af gráamosa í apalhraununum hér fyrir ofan. Þangið og mosinn þótti heldur léttur eldiviður og þá var gott að hafa spýtu i augað.
Þeir fullorðnu stunduðu sjóinn og ræktuðu jörðina og þeir ungu hjálpuðu til eins og hver gat. Þeir söfnuðu þara og þönglum og smáspýtum og safna taði út um hagana. Þetta var allt þurrkað, reitt heim og haft til eldiviðar.
Unglingar voru látnir starfa frá því að þeir komust á legg. Á veturnar unnu þeir með fullorðna fólkinu að tóvinnu, netagerð, reiða utan um kúlur og allir voru uppteknir.
Eftir að útistörfum lauk söfnuðust við inni að kvöldin. Bræður mínuir dittuðu að veiðifærunum. Móðri og systur unnu að tóvinnu auk matreiðslu. Frá 1910 var faðir minn hrepsstjóri. Hann sat jafnan að skriftum á kvöldin. Það var aldrei látið vanta að við bræðurnir læsum eitthvað hátt. Þetta eru einhverjar ánægjulegustu stundirnar frá bersnku minni. Í litlu baðstofunni voru 10-12 manns samankomnir.
Við seldum Húsatóftir í kringum 1940 af illri nauðsyn. Okkur þótti öllum mjög vænt um staðinn eins og gefur að skilja. Á þessum árum var þröng í búi hjá mörgum og við sáum okkur ekki fært að sitja hér ein eftir í Staðarhverfinu þegar aðrir voru farbnir. Við ákváðum því aðs elja jörðina. Fjárhagslega treystum við okkur ekki til að halda húsinu í því standi sem við vildum og ekki heldur að sjá það grotna niður í vanhirði. Ríkið eignaðsit jörðina og fyrir nokkrum árum leituðum við eftir því að fá Húsatóftir leigða. Það gekk greiðlega og nú greiðum við hóflega leigu, 6000-7000 kr. á ári.”
“Svo þið eruð á leiðinni heim?”
“Vafalaust því leið allra Grindvíkinga liggur að lokum hingað út í Staðarhverfi því kirkjugarðurinn er hér áfram.”
“Einhver örnefni eiga sér eflaust einhverja sögu?”
“Já, þau eiga nú það. Fallegu dagarnir og fallegust stundirnar eru okkur ríkasta í huga. Mikið var barsit við myrkur og kulda á þessum árum. En það var ævintýralegt hvernig sögurnar gátu lyft fólkinu yfir þetta. Örnefnin gefa til kynna hvernig fólkið leitaði eftir birtu og yl. Ef við lítum á þetta hamrabelti þá heitir þetta Hjálmagjá. Það var alls ekki út í loftið. Gamla fólkið þóttist hafa séð gjána lýsta upp með ljóshjálmum.
Brekkan þessi hérna fyrir neðan heitir Hjálmaveita. Norðar í túninu er svolítil laut. Húnn heitir Dans. Þar sáust álfarnir stundum dansa á stungsbjörtum nóttum þegar ís var. Þessar sögur sýnir hversu hugurinn var fjór og hvert fólk leitaði.
Tvær vörður hérna uppi á hæðinni heita Nónvörður. Sagan segir að þegar Tyrkjaránið var hér uppi á landi 1627 gerði presturinn á Stað sér lítið fyrir og labbaði upp á þesa hæð, hlóð þessar vörður og mælti svo fyrir um að Grindavík skyldi ekki verða af sjóræningum rænd meðan steinn stæði yfir steini. Þetta hefur gengið eftir. Svo virðist sem prestarnir hafi kunnað meira fyrir sér en bara kristin fræði. Sannleikurinn er að vörðurnar heita Nónvörður og eru eyktarmerki frá Húsatóftum þaðan sem gamli bærinn stóð. Sól var þarna yfir kl. 3 séð frá gamla bænum.
Minningar eru margar, bæði góðar og sorglegar. Austan við Vörðunestanga er bás, Jónsbás. Þar strandaði togari, Albert hét hann. Neslon hét skipstjórinn…
Togarinn fórst með allri áhöfn. Grindvíkingar veittu þeim dánu sómasamlega útför, eins og venja var.
Frú Helgu Ketilsdóttur dreymdi nokkru áður en þetta strand var. Henni fannst hún koma út frá sér á Stað og þá stoð fyrir dyrum hópur ókunnugra manna. Þeir spurðu hvort hún gæti leyft þeim að vera. Hún svaraði að elkki væri venja ða úthýsia fólki en þeir væru bara svo margir. Sá sem var fyrir hópnum sagði að það gerði ekkert til. Ef hún vildi leyfa þeim að vera myndi Einar gamli sjá um hitt hvar þeir lægju. Pabbi sálugi. Einar á Húsatóftum, var hrepsstjóri þá og það kom í hans hluta ða sjá fyrir leggstað fyrir þá í kirkjugarðinum. Eftir á að hyggja var þetta merkilegur draum.
Annað var líka dálítið einkennilegt við þetta tilfelli en fáir vita um það. Pabba hafði verið uppálagt að skrá nákvæmlega ef eitthvað fynndist á þessum líkum og senda það á enska konsúlatatið í Reykjavík. Það var gullhringur á fingri eins þessara líka. Pabbi tók lýsingu á líkinu, tók hringinn og fór með hann heim að Húsatóftum og ætlaði að senda með öðru dóti. Daginn eftir kom til hans maður, Bjarni í Bergskloti, og segir við hann að honum hefði dreymt einkennielga í nótt. Bjarni segir að komið hafi til sín ókunnur maður og beðið sig um að fara til Einars hrepsstjóra og biðja hann að láta hringinn aftur þar sem hann hafði verið. Enginn átti að hafa vitað þ.etta utan heimilisins því þetta var daginn eftir sem Bjarni. Pabbi varð við þessari ósk og lét hringinn aftur á fingur mansnins. Það eru margir hlutir sem erfitt er að skilja.
“Hér erum við staddir á móts við lítið hús úr steini, skörðugt eins og af gömlum kastala. Fúinn bátur liggur á hvolfi í fjörunni. Hvað heitir þetta hér, Einar?”
“Við eru nú staddir á hæð sem heitir Hvyrflar. Þessi hæð skilur á milli Húsatóftarlands og Staðarlands.
Við víkina hér fyrir neðan eru bundin skemmtileg örnefni er benda til þess að hér hafi einhvern tímann verið selstöð, verslun eða kóngsverslun, s.s. Kóngsklöpp, Barlestarsker og í tanganum beint á móti, Vatnstanga í Staðarlandi, er sagt að skipin hafi verið svínbundin milli þessara tanga. Það virðist vera meira en sögusögn. Í Vatnstanga er járnbolti. Í gildari endar er hann 12-15 cm á breidd og fleygmyndaður, með odda í hinn endann. Auga er í gildari endanum, svona 6-8 cm í þvermál. Boltinn hefur verið rekin niður í klöppina um þrönga skoru og blý sett með boltanum í Barlestaskeri í Húsatóftarlandi var svo annar bolti nákvæmlega eins. Einhvern tíma mun sá bolti hafa verið fluttur heim að Húsatóftum, fyrir mitt minni, og notaður sem nokkurs konar hestasteinn vegna járnaugans. Hestar voru bundnir við þennan bolta. Á seinni tíma, þegar járnæðið greyp alla og allt var selt, hvarf boltinn. Honum var stolið frá Húsatóftum. Fyrrum komu skip með salt frá útlöndum hingað að Staðarhverfi og bendir það ti þess að þau hafi siglt eftir gömlum kortum Þá kom lóðs og fylgdi þeim yfir í Járngerðarstaðahverfi. Hér er Búðarsandur er bendir til verslunar. Þar hefur verið farið með útlendan varning. Þegar við voru krakkar fundum við oft krítarpítur o.fl. í sjávarbakkanum.
Hér við sjóinn er bryggja. Hún var byggð eftir 1930 og kom að gagni í nokkur ár, en vegna þess hvernig bar við landið varð að setja bátana upp eftir að búið var að afferma. Árin 1926 og 27 voru tveir mótorbátar gerðir út héðan frá Staðarhverfi, Málmey og Öðlingur. Þau urðu endalok Málmeyjar að báturinn var á leið til Grindavíkur að hann hrökklaðist vestur fyrir Reykjanes eftri að hafa vísað frá með ljósmerkjum í brotsjó. Veður var vont. Hann sást utan við Hafnir. Togari ekki langt undan, tók áhöfnina um borð og bátinn í tog. En vegna þess hversu veður var vont þoldi Málmeyin þetta ekki og sökk.
Hérna sjáum við skip á hvolfi. Þetta skip hét Geir og var mjög happasælt, róið margar vertíðar. Fyrst var þetta árabátur en síðar var sett í hann vél og reyndist happafleyta. Fiskhúsin sjást hér niðurbrotin. Býlið hér ofar hét Reynisstaður og hjónin sem byggðu það hétu Kristján og Anna Vilmundsdóttir. Þau bjuggu hér skamma hríð. Þá fór húsbóndinn á togara en hann átti ekki afturkvæmt úr þeirri ferð. Síðan hefur ekki verið byggð svo teljandi hér á Reynisstað.
Hér norðan við okkur var Dalbær, gamalt tómthús frá Húsatóftum. Blómsturvellir eru norðar og var þar búið í fá ár. Pétur Jónsson og Ágústa Árnadóttir bjuggu þar. Hann var faðir Kristins Reyrs, skálds og málara og hljómlistamanns.”
“Og við höldum spölkorn í vestur og erum komin heim á stórbýli. Hér er lífvænlega, gardínur í gluggum. Fyrir framan er kirkjugarður. Hér er sérstaklega falleg fjallasýn til austurs. Þetta mun vera hinn forni kirkjustaður þótt kirkjan sé horfin á braut.”
“Já, þetta er Staður. Staður var prestsetur, áður í miðri sveit en er nú í enda sveitarinnar, þ.a.s. Móakot hér nokkru vestar. Jörðin er stór og beitarland mikið. Rekasækt með afbrogðum því Staður á rekaréttindi út að Reykjanesvita, í Valahnjúk.
Um miðja 19. öldina voru búandi hér Þorvaldur Böðvarsson og Sigríður Snæbjörnsdóttur. Þetta var fyrirmyndarklerkur og fær góða umsögn. Þessi hjón voru afa og amma Haraldar Böðvarssonar hins mikla athafnamanns á Akranesi.
Hér bjó Oddur V. Gíslason… Bárufleygurinn var uppfinning hans. Á tímum árabátanna eftirleiðis fóru þeir ekki á sjó án þeirra. Árið 1894 flutti hann búferlum frá Íslandi.
Sóknarkirkjan, Staðarkirkjan, var flutt frá Stað árið 1909 austur í Járngerðarstaðahverfi. Þórarinn Böðvarson hafði byggt fyrstu timburkirkjuna á Stað um miðja 19. öldina, en áður höfðu verið torfkirkjur hér á Stað.”
“Hér úti á víkinni var hvalur að velta sér. Eitthvað er nú fleira um hús eða húsarústir eða tóftir í kringum stórbýlið að Stað?”
“Húsinu hér á Stað ráða nú tveir presta, Gísli Brynjólfsson og félagi hans, annar prestur, hafa húsið á leigu og koma hingað á sumrin þegar gott er veður. Hér er töluvert um rústi í túnfætinum. Ef við bregðum okkur niður á tangann var býli líklegast til 1918. Hér bjuggu þrjú systkin fyrir og um aldarmótin, Sigríður, Vernharður og Þorgeir. Ekkert þeirra giftist. Sigríður hafði öll fjárráð og réði öllu á heimilinu, utan húss sem innan. Þorgeir var annálaður var annálaður fyrir það hve hann var duglegur að bera og var notaður meira til áburðar en til annars. Versta bagga sem hann taldi sig hafa borið var kommóða frá Stað yfir í Járngerðarstaðahverfi. Hún var full að leirtaui. Ekki var talin ástæða til að tæma kommóðuna því Þorgeir ætti að bera. Kistunni skilaði hann en taldi þetta vonda byrði. Þorgeir þótti gott í staupinu. Það mun hafa verið einasta gleði mannsins. Það taldi Þorgeir sárgrætilegustu stund síns lífs er strandaði skúta, vel útbúin koníaki og öðrum víntegundum. Sjómennirnir sem björguðu skútunni báru vínið heim í skóm sínum og sjóhöttunum En Þorgeir, sem aldrei hafði verið misdægurt, lá þessa daga, enda taldi hann það mestu ógæfu síns lífs. Þau voru orðin gömul þegar ég man eftir þeim. Það var líklega 1918 þegar Sigríðru var dáinn að þeir bræður komnir fótum fram þá gerðust þeir próventumenn ekkju Ólafs bróður þeirra sem bjó hér í Móakoti, en Ólöf og Ólafur í Móakoti voru forledra Guðmundar R úr Grindavíkinni sem margir kannast við. Síðar fór Þorgeir til Reykjavíkur til varanlegrar dvalar, en kom aftur gangandi eftir þrjá daga með þeim orðum að þar vildi hann ekki verða í þeim hundsrassi því þar gæti maður ekki einu sinni pissað úti.
Í Kvíadal var í túnfætinum. Eyjólfur Oddsson og Vilborg bjuggu þar. Faðir hans var formaður á bát frá Járngerðarstaðahverfi og drukknaði í góðu veðri. Talið var að hann hafi hlaðið bátinn til sjós.
Hérna eru rústir af Löndum. Það er ekki gamalt tómthús. Ég man eftir þegar það var byggt upp. Á Staðarbringnum fyrir aftan okkur voru hvorki meira né minna en fjögur býli; þrjú hétu Bergskot og eitt hét Nýibær. Þau voru byggð fram til 1915-20. Þetta voru bara tómthús og höfðu bara sjávarnytjar. Höfðu nokkrar kindur. Aftur Móakot og Staðargerði voru hjáleigur og höfðu talsverðar grasnytjar.
Alltaf höfðum við gaman af sögunni af Sigga á Löndum. Víntunnu rak á Móakotsmalir. Presturinn gerði boð um þetta til hreppsstjórans á Húsatóftum. Hann mælti svo fyryir að tunnan yrði færð í skemmu sem gerð var úr rimlum. Milliverk var í skemmunni og tunnan færð inn í það allra helgasta. Sýslumanninum var tilkynnt um rekann. Hann lét rannsaka innihaldið og komst að því að þett væri spíritus og hellt niður. Þá liðu nokkrir dagar. Sigurði þótti gott í staupinu. Einhvern tímann kemur Magnús bóndinn í Móakoti heim til Vilmundar og sagði að eitthvað væri einkennilegt við atferli við atferli Sigurður. Hann sæti þarna úti í tóftunum og væri hann hvítur eins og engill og sætglaður. Í ljós kom að brotið haði verið gat á skemmuna og lítið glas látið síga niður og ná í vínið úr tunnunni. Eitthvað var hann orðinn valtur svo ekki tókst betur til en hann steig á hveititunnu og varð allur hvítur vegna þess arna.
Tunnunni var síðan velt út úr skemmunni mættu Siggi á Löndum og Sveinn Hall sem bjó á Vindheimum í Staðarhverfi. Hann var mjög vínhneigður maður. Þeir fylgdu tunnunni til hinstu stundar. Sponsinn var tekinn úr og allt vínið látið leka niður, en pabbi gaf þeim körlum væna krús. Þeir tárfelldu þar sem þeir stóðu og sáu mjöðinn renna niður í sandinn.
Heimild:
-Jökull Jakobsson gengur með Einari Kr. Einarssyni um Staðarhverfi í Grindavík. Frá 3.febrúar 1973.