Trölli var sigraður í morgun (25. sept. 2011) eftir tveggja klst. göngu í svartaþoku í Brennisteinsfjöllum.
Trolli-21

Þokan var svo þykk á köflum að það var líkt og gengið væri á vegg. Hellirinn er í afurð Vörðufellsdyngjunnar. Með aðstoð vírstiga HERFÍS var loksins komist niður á botn (24 m dýpi). Niðri voru… a.m.k. þrjú rými, (hjarta, lungu og magi) misstór. Þetta er ekki eiginleg hraunrás heldur nokkurs konar svarthol. Það andar, en erfitt var að sjá hvernig… Gýmaldið hefur a.m.k. loksins verið sigrað (en snjór fyllir opið nánast allt árið).
Tilbakagangan gekk vel fyrir sig (1 og 1/2 klst).

Trölli

Í Trölla.