Ómar Smári

Sandakravegur liggur nú að hluta undir nýrunnu hrauni austan Sundhnúks. Gosið hófst 18. desember. Vegurinn var gamall þjóðvegur milli Grindavíkur og Voga á Vatnsleysuströnd og mátti greina fornan slóða í hrauninu.

Skógfellavegur

Skógfellavegur.

Skógfellavegur er gamall þjóðvegur milli Voga og Grindavíkur. Út frá honum lá Sandakravegur en er hann nú einnig að hluta undir hrauni.

„Í gær var þetta til, nú er þetta horfið,“ segir Ómar Smári Ármannsson fornleifafræðingur um minjar sem nú liggja undir nýju hrauni sem runnið hefur úr gossprungunni við Sundhnúkagíga frá því í gærkvöldi. Ómar Smári er Grindvíkingur sem þekkir sögu og umhverfi bæjarins vel, auk þess að vera einn helsti sérfræðingur landsins um minjar og gönguleiðir á Reykjanesi.

Skógfellavegur er gamall þjóðvegur milli Voga og Grindavíkur. Vegurinn er um það bil 16 kílómetra langur. Vörður voru hlaðnar alla leiðina og í seinni tíð var leiðin stikuð. Út frá Skógfellastíg er gönguleiðin Sandakravegur. Sá vegur er nú kominn að stórum hluta undir hraun.

Skógfellavegur

Skógfellavegur við hraunbrúnina að norðanverðu.

Eldgosið „á kórréttum stað“ en kemur upp á „verstu sprungu sem gat gosið á“
Sandakravegur lá af Skógfellavegi en vegurinn var aldrei varðveittur. Ef marka má djúp för í hraun klöppunum eða veginum má ætla að vegurinn hafi verið fjölfarinn. Vegurinn endaði hjá Ísólfsskála í Grindavík. Var það heimilisfólkið í Ísólfsskála sem stytti sér leið um Sandakraveg. Hófaför sáust í klöppum og á leiðinni eru gerði fyrir hesta og kindur. Einhverjar vörður voru á svæðinu en þær líklegast skemmdar af mannavöldum til að koma í veg fyrir að fólk villtist á Sandakraveg af Skógafellsleiðinni. Vegurinn hefur ekki verið merktur formlega inn á nein kort.

Heimild:
-Heimildin, 19. desember 2023, Gömlu þjóðleið horfin undir hraun – Katrín Ásta Sigurjónsdóttir.

Skógfellavegur

Nýja hraunið, Skógfellavegur og Sandakravegur.