Grindavík

Jökull Jakobsson gengur með Einari Kr. Einarssyni um Staðarhverfi í Grindavík. Annar þáttur. Frá 21.janúar 1973:

Stadur 202“Og við höldum áfram spölkorn í vestur og erum nú komin heim á stórbýli. Hér er heldur lífvænlegra því hér eru gardínur fyrir gluggum og  málning á húsum. Fyrir framan húsið er kirkjugarður, sennilega kirkjugarður Grindvíkinga, grænn og grösugur með trékrossum og legsteinum og kirkjuport í miðjum garði. Hér er sérstaklega falleg fjallasýn til austurs. Fjöllin fyrir ofan og austan Grindavík blasir við og Grindavík sjálf. Þetta mun vera hinn forni kirkjustaður þótt kirkjan sé horfin.”

Grindavík

Grindavík – Staður 1927.

“Já, við erum staddir á Stað. Og ef það er rétt að Staður hafi einhvern tímann verið í miðri sveit hlýtur það að vera langt síðan. Nú er Staður í enda sveitarinnar. Hvergi sjást hér fyrir vestan neinar minjar um neina byggð. Hér hafa margir klerkar setið og brauðið gott. Jörðin er stór, beitarlandið mikið og rekasælt með afbrigðum því Staður á reka og jörð allt vestur að Reykjanesvita, að Valahnúk.
Þjóðkunnastur presta á Stað er áreiðanlega séra Oddur V. Gíslason. Hann var hér fyrir aldarmótin prestur í nokkur ár. Eins og allir vita lét hann slysavarnarmál til sín taka. Hann bar fyrir brjósti löngun til þess að verða að gangi við sjávarsíðuna. Hann horfði upp á sjóslys og horfði upp á þau og hann lá ekki á liði sínu til að þeim gæti fækkað. Sérstaklega lagði hann áherslu á bárufleyginn. Þetta tæki þrautreyndi Oddur hér í Grindavík. Eitt man ég eitt fyrir víst á tíma árabátanna hér í Grindavík þá fóru þeir ekki á sjóinn á vertíðinni án þess að hafa með sér í það minnsta lýsi á brúsa þeir sem ekki höfðu með sér bárufleyginn. Það var sannarlega ekki óalgengt þegar þeir komu að hálfófærum sundunum þá helltu þeir lýsi í sjóinn svo þeir gátu bjargað sér til lands á næsta lagi.

Oddur. Gíslason

Séra Oddur V. Gíslason.

Séra Oddur vildi láta stofna Bjargráðanefndir í hverri sýslu, en draumur hans rættist ekki. Árið 1894 var hann orðinn þreyttur maður og afréð að flytja búferlum frá Íslandi. Ómegðin og fátæktin var orðin mikil. Séra Oddur fluttirst til Kanada og varð prestur í Nýja-Íslandi. Þar tók hann fyrir að læra læknisfræði og lauk prófi í þeirri grein. Oddur er frægur fyrir sitt brúðarrán. Hann vildi kenna Íslendingum að nýta lifrina. Einhvern tímann stunadi hann lifrabræðslu í Höfnum. Þá var þar Vilhjálmur Hákonarsona, stórbóndi. Hann átti tvær dætur, Þær hétu Steinunn og Anna. Heimasæturnar í Kirkjuvogi þóttu glæsilegur kvenkostur. Oddur og Anna féllu hugi saman. Það kom að því að Oddur fór á fund Vilhjálms, en fékk ekki Önnu. Oddi þótti á þeim árum gott að dreypa á víni og var ekki vænlegur kostur. Oddur sætti sig ekki við þetta, en hrökklaðist frá Höfnum og eitt er víst að hann var kominn til Reykjavíkur. Svo var það að hann tekur sig upp frá Reykjavík og fer gangandi til Njarðvíkur. Þá var ekki vegur. Menn urðu að fara gangandi þar sem þeir fóru. Þar átti hann góðan vin, Björn í Þórukoti. Hann fann hann að máli og sagði honum hvernig meyjarmálin stóðu og bað hann hjálpar. Björn var til í það og lánaði Oddi hesta og fylgdarmenn. Oddur hafði áður með brögðum komið bréfi til heimasætunnar að hún skyldi búast við honum þetta kvöld eða þessa nótt að hún skyldi koma með honum til Reykjavíkur. Hún mætti um nóttina með föggur sína í poka og tilbúin til reisunnar. Hún steig á bak og þau riðu mikinn til Njarðvíkur og komu þangað með morgninum. Þá hafði Björn í Þórukoti tilbúinn sexæring og hann skyldi flytja þau til Reykjavíkur.

Grindavík

Grindavík – minnismerki; Oddur V. Gíslason.

Morguninn eftir sendi Vilhjálmur menn á eftir Önnu en þegar þeir komu til Njarðvíkur var Oddur og Anna að stíga um borð í bátinn. Þegar þeir komu niður í fjöru hafði Oddur ýtt frá og bað menn í landi að skila góðri kveðju til Vilhjálms. Þau komust heim til Reykjavíkur og skömmu síðar voru þau gefin saman í hjónaband og er ekki getið um annað en Vilhjálmur hafi síðar orðið ánægður með tengdasoninn.

Síðar varð séra Oddur prestur hér í Grindavík. Hann var víst nokkuð ölkær á tímabili. Sögur fóru af því. T.d. segir frá því að séra Oddur átti að jarða húsfreyju í Þórkötlustaðahverfi. Á leiðinni frá Stað mætti hann Lárusi Pálssyni hómapata sem þá átti heima á Ströndinni. Þeir voru góðir kunningjar. Þeir hittust einhvers staðar fyrir ofan Hóp. Tóku þeir tal saman og annar hvor átti ýmislegt í hnakktöskunni auk hempunnar og lyfjanna. Nema þeir urðu mjög góðglaðir. Þegar þeir stigu á bak aftur vildi svo til að þeir fóru á bak hvors annars hesti.
Þó segir sagan að annar hesturinn hafi verið grá en hinn brúnn. Þegar Presturinn kom austur í Þórkötlustaðahverfi brá honum við því þar var lyfjaskrína læknisins. Húskveðjan var því í heldur styttra lagi, en svo var kistan borin alla leið út að Stað, tveggja til þriggja stunda leið, og mun presturinn víst hafa jafnað sig á þeim tíma.

Staður

Staður í Staðarhverfi 1960.

Eitt sinn kom vinnumaður heim með miklu írafári og sagði frá því að koníakstunna hefði rekið hér út á Mölinni. Það lyftist strax brúnin á presti. Tveir vinnumenn voru sendir til að sækja tunnuna. Það leið á daginn og þeir komu ekki aftur. Þá sendi prestur aðra tvo og þriðja vinnumann sinn og einn ábúandann úr Gerðinu, Þorgeir Björnsson, og þeir skyldu nú leita að mönnunum og tunnunni. Þegar þeir komu í túnfótinn, þar var hlið, og þar fundu þeir annan vinnumanninn þar sem hann lá þversum yfir hliðsgrindina og hinn fundu þeir liggjandi við tunnuna. Tunnan var flutt heim og drukkið var talsvert í Staðarhverfinu næstu daga.
Þess er sjaldnar getið að Oddur var síðar bindindismaður og þá alveg sérstaklega ákveðinn og passaði það vel, enda hefði hann ekki gert það sem hann gerði vel.
Þegar Oddur fór utan urðu a.m.k. tvö börn hans hérna áfram. Annað þeirra var Steinunn, kona Ólafs ketilssonar á Kalmanstjörn en þeirra sonur er Oddur Ólafsson sem öðrum fremur gerði Reykjalund að því sem hann er í dag.

Staðarhverfi

Staðarhverfi.

Eftir Odd var séra Kristján Eldjárn prestur á Stað. Sonur hans var Þórarinn á Tjörn í Svarfaðadal, faðir forsetans sem nú er, Kristjáns Eldjárns. Næstur held ég að séra Gunnar Brynjólfsson verði prestur á Stað, á eftir honum Brynjólfur Magnússon og síðan Jón Árni Sigurðsson sá sem situr hér sóknarprestur í dag, að vísu ekki lengur á Stað því prestbústaður hefur verið byggður í Járngerðarstaðahverfinu.
Sóknarkirkjan var aftur á móti flutt frá Stað 1909 eða ’10 og austur í Járngerðarstaðahverfi. Hún var alveg á byggðarenda hér úti á Stað, og þótt hér áður fyrri hafi e.t.v. ekki þótt langt frá Hrauni og út á Stað vegna áhuga að sækja kirkju, en fólk fór að finna fyrir því upp úr 1930 að leiðin var löng í kirkjuna, alla leið út að Stað.
Annars hafði séra Þórarinn Böðvarson byggt kirkju um miðja 19. öldina og var það fyrsta timburkirjan sem byggð hafði verið í Grindavík. Þangað til hafði verið torfkirkja í Grindavík. Í dag er nú aðeins klukknaport hér í kirkjugarðinum af byggingum, annað ekki.”
“Dýralífið virðist hér mjög fjölskrúðugt, krían flýgur hjá með síli í nefni og úti á víkinni var hvalur að velta sér. Eitthvað er hér fleira um tóftir og húsarústir hér við Stað. Hér úti á tanganum sést í grónar tóftir.”

Grindavík

Grindavíkurkirkja.

“Já, það er hérna töluvert um rústir í túnfætinu. Og ef við bregðum okkur niður á tangann þá var þar býli fram allt til líkast til 1918. Fyrir og fram yfir aldarmótin bjuggu hér þrjú systkin. Ein systirin hét Sigríður og Vernharður og Þorgeir bræður hennar. Ekkert þeirra giftist. Það var óvenjulegt með þeirra systkin að Sigríður réði öllu með fjármálin. Þorgeir þótti duglegur að bera. Hann hvíldi sig v´st oftast þannig að hann beygði sig alveg í rétt horn. Versta baggan sem hann taldi sig hafa borið var kommóða frá Stað og austur í Járngerðarstaðahverfið. Heimasætan var að yfirgefa sitt foreldraheimili og kommóðan var full af glertaui. Það þótti ekki ataka því að tæma kistuna því Þorgeir átti að bera. Annar maður var fenginn Þorgeiri til fylgdar sem átti að skipta við hann að bera. Sá tók kistuna fyrr á bak sér og komst 200-300 metra metra austur fyrir Staðarhúsið. Þar lagði hann kommóðuna frá sér, fór heim og sagðist ekki snerta á þessu meira. Þórgeir tók þá kistuna á bak sér og bara hana út í Járngerðarstaðahverfi.
Þorgeir var umtalaður maður að honum þótti gott í staupinu og var það eina gleði mannsins.

Skúta

Skúta.

Sárgrætilegasta stund lífs Þorgeirs var sú að eitt sinn strandaði frönsk fiskiskúta á Tóftardal. Hún var vel útbúin af koníak og aðrar víntegundir. Karlarnir sem björguðu skútunni fengu víst vel í staupinu, þeir höfðu borið heim vínið í sjóbróknum sínum og sjóhöttunum. Þorgeir, sem aldrei hafði orðið misdægurt, lá veikur þessa daga.
Það var líkast til 1918 að Sigríður var dáin og þeir bræður voru komnir af fótum fram. Þá gerðust þeir próventumenn ekkju Ólafs bróður þeirra sem bjó hér í Móakoti, en Ólöf og Ólafur í Móakoti voru foreldrar Guðmundar R úr Grindavíkinni sem margir kannast við. Þegar hún Sigríður var dáin skyldu gömlu mennirnir fara til þeirra, skila þeim efnum sínum, þ.e. reitunum, því heimilið var vel efnað. Það var selt að dánarbúið hafi verið selt á 60 þús. krónur og það voru miklir peningar í þá daga.

Staðarhverfi

Staðarhverfi – loftmynd 1954.

Þessum peningum skiluðu svo gömlu mennirnir til ekkju bróður síns í Móakoti og áttu að verða próventumenn hjá henni en um þær mundir fluttist hún með sonum sínum til Reykjavíkur. Þeir fóru nú ekki með henni þangað, Vernharður dó skömmu síðar hér heima, en þá skyldi Þorgeir að fara til hennar til Reykjavíkur, en kom gangandi til baka á öðrum eða þriðja degi og hafði á orði að á því í hundsrassi vildi hann ekki vera því þar gæti maður ekki einu sinni pissað úti.
Hérna í túnfætinum var Kvíadalur, ég man líka eftir byggð þar. Eyjólfur og Vilborg bjuggu þar. Eyjólfur þessi var Oddsson. Faðir hans var formaður á bát í Járngerðarstaðahverfi. Hann drukknaði þar í góðu veðri. Það var talið að hann hafi hlaðið skipið í sjó. Með honum fórst t.d. Einar faði ömmu minnar, Margrétar, og bróðir Margrétar.

Staðarhverfi

Staðarhverfi – uppdráttur – ÓSÁ.

Hérna eru rústir. Í hólnum fyrir neðan af Löndum. Það er nú ekkert en gamalt tómtús. Ég man eftir þegar það var byggt upp. Hér á Staðarbringnum voru hvorki minna en þrjú býli, fjögur býli, þrjú sem öll hétu Bergskot og eitt sem hét Nýibær. Það var svon fram undir 1915-’20 að fólk var í sumum þessara húsa. Þetta voru bara tómthús og höfðu bara sjávarnytjar, en lítið not af jörð. Höfðu þó nokkrar kindur sem áttu heima hér í þessum tómthúsum. Aftur á móti Móakot og Staðargerði voru hjáleigur og höfðu töluverða grasnyt. Vilmundur á Löndum kom hér upp mörgum brnum og bjó við mikla ómegð. Allt þetta fólk er flutt til Reykjavíkur og Keflavíkur. Eitt barnabarna hans er t.d. Þórunn Magnúsdóttir leikkona.

Staðarhverfi

Gengið um Staðarhverfi.

Alltaf höfðum við gaman af sögunni um hann Sigga á Löndum. Það vildi nefnilega þannig til að rak víntunna hér úti á Mölunum, Móakotsmölum. Presturinn á Stað, Brynjólfur Magnússon, gerði boð um þetta heim til hrepsstjórans, pabba sáluga, og hann skipaði svo fyrir að tunnan skyldi flutt heim að Löndum til varðveislu. Þar var hún læst inni í skemmu sem var að nokkru leiti byggð af rimlum, milligerði og tunnan flutt inn í það allra helgasta, en annars karn þar fyrir utan. Þá var farið í símann og sýslumanni tilkynnt um rekann. Hann gerði ráðstafnir til að láta rannsaka innihaldið og komst að því að eitthvað örlítið væri það blandað sjó, þetta væri annars hreinn spíritus, og væri ekki hæft til meðalanotkunar og innihaldinu skyldi hellt niður. Það liðu nú nokkrir dagar. Meðan þetta var í bígerð hvers skyldu afdrif tunnunnar skeði þetta. Sigurður, sem var vinnumaður hjá Vilmundi þótti ákaflega gott í staupinu. Það voru hans ánægjustundir. Einhvern tíman var það að bóndinn í Móakoti kom heim til Vilmundar og sagði honum að eitthvað þótti skrýtið atferli hans Sigurðar núna í dag, hann hefði séð hann þarna austur í Tóftunum og hann þá verið hvítur eins og enginn og sætglaður raftfullur.

Staður

Staðarhverfi.

Svo það er farið að athuga þetta og mönnum dettur strax tunnan í hug og farið að athuga þetta. Þegar komið var þarna að þá sést að brotið hafði verið gat í milligerðina og skriðið þar inn til tunnunnar og sposnerinn náð úr og síðan hafi verið notað lítið glas bundinn spotti við það og nagli til að sökkva glasinu niður um sponsgatið og náð víninu upp. Þetta hafði Sigurður gert, dundað við þetta. Eitthvað hafi hann orðið valtur og ekki tókst betur til að hann valt ofan í hveititunnu á leiðinni út.
Nú barst út að víninu skyldi hellt niður. Pabbi sá um að allt skyldi fara vel fram.Þegar henni var velt þarna út þá mættu þeir þessir karlar, Siggi á Löndum og Sveinn Hall sem bjó á Vindheimum í Staðarhverfi. Hann var mjög vínhneigður maður. Þeir fylgdu tunnunni til hinstu stundar og vínið var látið leka niður í sandinn. Pabbi gaf hvorum karli sína krús, en þeir tárfellu þegar þeir sáu vínið leka þarna niður.”
Sjá meira HÉR.

Heimild:
-Einar Einarsson – Gatan mín II, 21. jan. 1973.

Grindavík

Grindavík.