Kleifarvatn

“Svo sterk var trú manna á þessa þjóðsögu, að allt fram á síðustu ár hefur verið voiilaust talið með öllu að nokkru sinni gæti orðið veiði í Kleifarvatni. Kerling Herdís hafði nú einu sinni lagt þetta á og heitingar hennar orðið að áhrinsorðum — Kleifarvatn-322við það urðu menn að una. Nú hefur það gerzt að álögum þessum hefur verið létt af vatninu. Stangveiðifélagi Hafnarfjarðar hefur tekizt að rækta silung í Kleifarvatni, svo að það er orðið eitt þezta og skemmtilegasta veiðivatn hér í nágrenninu.
Fréttamaður og ljósmyndari Þjóðviljans lögðu leið sína suður að Kleifarvatni fyrir skömmu og fengu til fylgdar Hjörleif Gunnarsson, sem á sæti í stjórn SVH og er þessum málum öllum kunnugur.
Árið 1937 keypti Hafnarfjarðarbær Krýsuvíkurland af ríkinu og náði það land að Kleifarvatni. Í samningnum var klásúla um að bærinn eignaðist allan veiðirétt í vatninu og er ekki laust við að ýmsum hafi þótt kjánalegt að taka svo til orða um steindautt vatn. Þó lét bærinn gera athuganir um lífsskilyrði fyrir silung í vatninu.
Geir Gígja skrifaði svo um þær athuganir álitsgerð, sem kom út í bókarformi árið 1944 og var ekki þjartsýnn á að silungur gæti þrifizt í vatninu að nokkru gagni. Lágu þessi mál svo niðri nokkuð lengi. Það var eins og trúin á þjóðsöguna væri öllu yfirsterkari. — Kleifarvatn verður aldrei veiðivatn.
Kleifarvatn-323— Hvenær hófst svo Stangveiðifélag Hafnarfjarðar handa um silungsrækt í vatninu?
— Félagið var stofnað 1951 og strax á næsta aðalfundi var tekið að ræða hugsanlega fiskirækt í Kleifarvatni. Árið 1954 gerði félagið samning við Hafnarfjarðarbæ til 30 ára, hefur félagið allan veiðirétt í vatninu og afnot af því, en að þeim tíma liðnum eignast bærinn allan fisk í vatninu.
— Hvað hafið þið svo helzt gert til að koma upp veiði í vatninu?
— Strax um haustið 1954 slepptum við í vatnið 15 þúsund aliseiðum úr Þingvallableikju, seiðin fengum við hjá Skúla Pálssyni í Laxalóni. Auk þess létum við í vatnið 100 merktar fullvaxnar bleikjur úr Hlíðarvatni.
Um vorið 1958 rann svo upp hinn stóri dagur er við lögðum net í vatnið til að kanna hver árangur yrði af þessari tilraun okkar og varð strax ljóst að fiskurinn hafði þroskazt vel og var feitur og fallegur, mjög fallegur. Þetta var stór frétt og spurðist skjótt um Hafnarfjörð, og var nú vonin um veiði í Kleifarvatni næstum orðin að vissu.
Kleifarvatn-324— Þið hafið náttúrlega strax byrjað að veiða í vatninu?
— Nei, við fórum okkur hægt í fyrstu, vildum gefa silungnum betri tíma til að þroskast og laga sig að vatninu.
Sumarið 1959 var lítillega leyfð veiði í vatninu en byrjað svo af fullum krafti árið eftir. Nú eru seld allt að 20 veiðileyfi á dag, enda strandlengjan nógu stór.
— Hefur nokkuð verið gert frekar til að auka fiskistofninn í vatninu?
— Haustið 1958 fluttum við 100 bleikjur úr Hlíðarvatni í klak- og eldisstöðina að Þórsbergi við Hafnarfjörð.
Þegar búið var að klekja þar út voru bleikjurnar merktar og þeim sleppt í Kleifarvatn, en seiðin úr þeim síðan flutt í Kleifarvatn þegar þau voru ársgömul — 27 þúsund talsins. Seiðin sem látin voru í vatnið 1954 ættu nú að vera búin að hrygna og eru sem næst fullvaxin, en seiðin úr Hlíðarvatnsbleikjunum verða ekki veiðistofn fyrr en eftir tvö eða þrjú ár.
— Fæst sæmilegur fiskur úr vatninu?
— Stærsti fiskurinn sem enn hefur veiðzt er 7 1/2 pund en algengast mun vera tvö til fjögur pund. Menn hafa veitt yfir 20 fiska á dag þegar bezt gengur.
Kleifarvatn-335— Nokkrar fleiri framkvæmdir en fiskiræktin?
— Kleifarvatn er svo stórt að ógerlegt er að hafa not af þvi öllu til veiða meðan ekki verður komizt á bíl með öllu vatninu. Við höfum því ráðizt í að láta gera akfæran veg með vatninu að austanverðu og er þeim framkvæmdum nýlega lokið. Að vísu er enn ekki kominn vegur með öllu vatninu, en nýi vegurinn nær 6 km frá Krýsuvíkurveginum að sunnan og 3 km að norðan. Vantar þá enn 1/2 km á milli svo að endarnir mætist.
— Þetta hefur kostað talsvert fé?
— Stangveiðifélag Hafnarfjarðar ber allan kostnað af þessari vegagerð. Það tók um tvær vikur að vinna þetta með 18 tonna ýtu sem Högni Sigurðsson hjá Almenna byggingafélaginu stjórnaði, — mjög flinkur ýtumaður. Á einum stað, þar sem var mikil kísildrulla, þurfti að skipta um jarðveg eins og í Miklubrautinni, annars er ekki borið í veginn nema rétt á stöku stað og er því fremur ógreiðfært.
Hognaskard-221— Ræktið þið fisk í fleiri vötnum?
— Ekki ennþá, en það er hugur okkar úr því svona vel tókst til með Kleifarvatn.
Hér vestan við Sveifluháls milli Vigdísarvallar og Höskuldsvallar er vatn sem heitir Djúpavatn og höfum við gert samning við Jarðeignadeild ríkisins með samþykki sýslunefndar Gullbringusýslu um leyfi til fiskiræktar og veiðirétt í vatninu. Í haust verða væntanlega sett í það seiði um leið og við bætum við í Kleifarvatni.
Annars lýsir það bezt áhuganum fyrir þessum málum, að innan félagsins hefur verið komið með þá skemmtilegu tillögu að félagið sæki um veiðirétt í öllum þeim vötnum sem vitað er um og finnast kunna á Reykjanesskaga.
Í Krýsuvík og við Kleifarvatn þykir óvenju fjölbreytt landslag og andstæður miklar. Örnefnin segja sína sögu — upp af vatninu austanverðu er t.d. Gullbringa en svo sem snertuspöl þaðan er staður sem heitir því rosalega nafni Víti. Enn eru örnefni að skapast — tilefnin eru næg þótt breyttar séu aðstæður. Þessi mynd sýnir nýjasta örnefnið við Kleifarvatn og líklega hið nýjasta á landinu. Högnaskarð er þar sem hinn nýi vegur SVH liggur hæst yfir Geithöfða sunnarlega að austanverðu við vatnið. Skarðið ber nafn ýtustjórans sem lagði fyrrnefnda veginn, Högna Sigurðssonar er vinnur hjá Almenna byggingafélaginu. (Lj. A.K.)”

Heimild:
-Þjóðviljinn, 20. ágúst 1961, bls. 3 og 10.

Kleifarvatn

Kleifarvatn 2021.