Grindavík

Jökull Jakobsson gengur með Tómasi Þorvaldssyni forstjóra um Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Frá 11.mars 1973:

Tómas og hulda“Skammt þar frá sem vatnspósturinn stóð er annað apparat sem raunar er tengt líka en það er úrkomumælir Veðurstofunnar. Hvort sem þetta eru góð eða vond skipti stendur þessi mælir hjá glæsilegu húsi, fallega máluðu, og nýlegu og kannski mannst þú, Tómas, eftir fornfálegra húsi hér í þann tíð er vatnspósturinn var hér?”
“Ég man nú eftir þokkalegu byggðu húsi í gamla stílnum. Hér bjuggu Árni Björnsson og Guðbjörg. Árni var þekktur formaður, að vísu fyrir mína tíð, aflamaður mikill. Þau áttu eina dóttur, Jóhönnu, sem giftist Guðmundi Erlendssyni. Hann var, þegar ég var drengur, orðinn þekktur formaður og mikill aflamaður. Þau hjónin eignuðust tvo drengi. Guðmundur ferst 1932 á skipi er Óskar Björn hét. Aðeins einn maður bjargaðist. Þetta var á rúmsjó. Hann bjargaðist á þann hátt að öll skip voru kominn að landi og búið að setja þau í naust en seinni hluta dags var einum formanni, eftir að hafa hvílt sig eftir róðurinn um morguninn, var honum hugsað til veiðifæra sem hann átti í sjó og og fannst veður hafa skánað, setti skip sitt til sjávar og fer út á miðinn og þar sem hann varð var á sjónum var það eitt, ekki veiðifærin, heldur skip Guðmundar heitins, marrandi á kafi, og hann verður þess var að það er einn maður lifandi um borð og honum tókst að ná honum og líki Guðmundar heitins og í dag á þessari stundu er verið að jarðsetja gömlu vinkonu mína, Jóhönnu, hér á Stað í Grindavík.
VorhusÝmsar minningar eru tengdar þessu húsi, Neðri-Grund, það heitir húsið. Þetta fólk var skylt mér og var okkar vinafólk.
Hér rétt fyrir framan okkur er hús sem heitir Efri-Grund. Það var eins og Neðri-Grund, byggt í öðrum stíl þá. Líka byggt í gamla stílnum. Þar bjuggu gömul hjón, Kristján og Kartín. Þau áttu tvö börn. Annað var ég búinn að geta um, Guðmundur Kristjánsson, sá er bjargaðist af skipi Magnúsar heitins Guðjónssonar er hann fórst hér á sundinu, söngmaður mikill og hafði mikla rödd. Þetta hús stóð við barnaskólann, sem við komum að rétt bráðum. Við áttum það til að hlaupa yfir kálgarðinn hjá þeim og þá heyrðist stundum í gamla manninum. Mig undrar að samskiptin hafi ekki orðið verri en þau voru.
Hér er Vorhús og tengt brunninum sem við neGamli barnaskólinnfndum áðan. Brunnurinn hét Vorhúsabrunnur. Í glugganum er Ráðhildur Guðjónsdóttir, dóttir Guðjóns frá Hliði. Þegar ég var drengur bjuggu hér gömul hjón, Guðmundur og Sigurveig. Þá var Vorhúsabrunnurinn notaður fyrir templara.
Kippkorn í burtu er grá steinkumbaldi. Þetta hafði ekki ákveðið nafn, heldur fleiri en eitt. Fyrst var þetta byggt sem rafstöð og kallað Rafstöðin. Eiríkur Ormsson setti upp fyrir okkur Grindvíkinga rafal og það voru leiddar leiðslur um þetta pláss og það var veitt ljósi einmitt frá þessum steinkubalda. Lengi kölluðum við þetta Rafstöðina. Síðan eru komin ein 45 ár.

Karlsskáli

Þegar það leggst niður og verður ekki rekstrahæft á erfiðleikaárunum. Auka þurfti vélarkostinn, hann hafði gengið úr sér, og það hefur þurft að kaupa sennilega aðra ljósasamstæðu þarna inn og ekki var haft efni á því um 1930 og þetta lagðist alveg niður og við voru bara hér í myrkri og lifðum bara með olíulampa og engin útiljós allt þangað til rafmagnið kom 1946 og ‘7 kom. En í millitíðinni fær þetta hús annað nafn og kallað Smiðjan en þá var hér ungur maður frá Vík, Gunnar Gíslason. Hann lærði járnsmíði og setti hér upp smiðju. Þá var það kappsmál hjá okkur strákunum að fá að komast hingað inn og stíga smiðjubelginn og við voru fúsir að gera það fyrir ekki neitt því okkur fannst þetta nokkur virðing og virðin að fá að gera þetta. Hann var skemmtilegur og mjög spaugsamur við okkur krakkana og sagði okkur sögur á meðan.
Staldrað er við á dálitlu plani. Hér stóð hús og það var barnaskólinn þar sem við fengum alla okkar uppfræðslu utan okkar heimilis. Skólinn var byggður nokkuð fyrir 1930, man ekki áratalið, og var alveg fram í Seinni heimsstyrjöld, eini skólinn hér í byggðalaginu. Ég gekk ekki í annan skóla.

Kvenfélagshúsið

Margar minningar eru tengdar þessum skóla hjá aldursflokkum á mínu reki og eldri. En hann var orðinn allt of lítill og margsetinn, svo margsetinn þegar ég kom í hann að við gátum ekki verið í skólanum nema annan hvern dag. Okkur fannst það ágætt að leika okkur hinn daginn og sniglast þá í kringum sjóinn. En manni finnst það núna, kominn á þennan aldur, að hafa átt þess kost að vera á hverjum degi og læra heldur meira. Í grenndinni stóðu þessi hús hér í kring. Við áttum það til að angra þetta fólk, en mig furðar hversu lítið við urðum varir við það af þeirra hálfu. Fjær, austar, stendur Byggðarendi, en það var það langt frá að við máttum aldrei fara þangað. Þarna stóð annað hús þegar ég var ungur, öllu lágreistara og byggt með gömlu lagi, nokkurs konar baðstofustíl, en snéri eins og þetta er núna. Þá bhuggu þar Eiríkur Guðmundsson og Rósa Samúelsdóttir. Þau áttu mörg börn, allt dugnaðarfólk. Einn sonurinn hefur unnið með mér, bæði á sjó og á landi. Sumt flutti til Reykjavíkur og býr þar.
Ég minntist á Krosshúsanautið og maður tók það fegins hendi þegar maður fékk kjöt að borða. Krosshúsanautið var hluti af tilverunni eins og ég hef minnst á áður.
Grænmálað lítið hús stendur hér fyrir framan. Þetta er heitir Garðshorn, Tröð, Sjávarhóll og AkrahóllKarlsskáli. Karl Ágúst Guðmundsson og Guðrún Steinsdóttir kona hans byggðu húsið. Guðrún býr þartna ein núna, löngu orðin ekkja. Þau áttu mörg börn, drengirnir 5 og þrjár dætur. Drengirnir voru með okkur í skóla, ekki nema nokkrir metrar héðan í skólann. Ingibergur, einn drengjanna, drukknaði hér í innsiglingunni fyrir nokkrum árum. Ingólfur er hafnarstjóri núna og Karl stundar sjó og gerir út sinn bát.
Einar Kr. Einarsson, skólastjóri, kenndi hér í þessum skóla. Hann var kennari og skólastjóri í 43 ár. Hann byrjaði á mínum aldursflokk og ég held að það hafi verið á fyrstu kennsludögum hans þegar ég kom fyrst í skólann. Hann kenndi síðan í nýja barnaskólanum, sem stendur hér ofar í byggðalaginu. Okkur þótti ákaflega vænt um hann.
Hér er Hæðarendi skammt frá barnaskólanum. Það hefur tekið ýmsum breytingum en þegar ég man fyrst eftir mér bjuggu hér Ólafur og Kristín Snorradóttir ættuð neðan af Strönd en Ólafur var ættur af Akurhúsum. Stundum var eins og hugur var á undan framkvæmdum og skeði sumt spaugilegt í kringum það.

Þorvaldsstaðir

Gunnar Ólafsson var næsti liður og hann var sami hugmaðurinn, bæði til sjós og lands. Stundum kom fyrir að hann kom ekki heim heilu vikurnar. Nú er þriðji ættliðurinn þarna, Björgvin Gunnarsson, sem frægur er núna með Grindvíking, var lengi með Hrafn Sveinbjarnarson, mikill aflamaður. Ég man t.d. eftir því að Ólafur var spurður hver hefði verið fyrsta bylta sem hann hafði fengið, hann var dettinn ekki síst í myrkrinu hér í kring. Hann sagði að versta byltan sem hann hafði fengið á æfinni þegar yrðlingurinn hefði bitið hann. Svona voru nú tilsvörin. Það var smáloft uppi í húsinu. Gunnar hafði klöngrast þangað upp. Faðir hans kom þá inn og í flýtinum dettur hann niður og ofan á föður sinn. Þá sagði Ólafur: “Ætlarðu að drepa hann föður þinn?” “Og nei, ekki var það nú meininginn”, svaraði hann.
Seinasta húsið sem við höfum hérna almennilega í augsýn frá gömlu skólalóðinni er Ás. Í því bjó Guðrún Þorvarðadóttir, fyrsti hvatamaður að stofnun Kvenfélagsins. Hún var kona mjög lág vexti og því mun fylgnari sér. Á veggjum Kvenfélagshússins hangir stór og mikil mynd af henni sem viðurkenning og þakklætisvottur frá kvenfélagskonum henni til handa. Klemens Jónason, afi minn, og Halldóra, amma mín, bjuggu þarna lengi svo margar minningar eru tengdar þessu húsi.

Ásgarður

Nú förum við í vestur, inn á Hellubraut. Til vinstri handar, þar sem nú er grænn blettur, stóð lengi vel hús, sem hét Holt. Það var síðan rifið og flutt til Njarðvíkur þegar við Grindvíkingar áttum svolítið erfitt uppdráttar í kringum frá 1930-1950 og íbúatalan fór niður á við, úr 502 árið 1930 í 498 árið 1950. Í þessu húsi bjuggu þegar ég man eftir mér Valgerður Jónsdóttir frá Akurhúsi og Sveinn ættaður úr Staðarhverfi. Sveinn var sjómaður og var einn af þeim er fórst með Guðjóni heitnum Magnússyni. Guðjón bjó í húsinu hér næst, Baldurshagi. Það var strax stórt og myndarlegt hús eins og það er í dag. Með Guðjóni fórust 9 vaskir menn. Í Baldurshaga hefur búið Jón Gíslason, einn af Víkurbræðrum, var lengi dugandi formaður, og Valgerður Jónsdóttir frá Akrahól, þau búa hér enn.
Þegar gerast sjóslys í Reykjavík og stærri bæjum er ekki að sjá en daglegt líf haldi áfram. En hér marka slík slys djúp spor í svona lítið byggðalag því þetta kemur inn á hvert einasta heimili. Lífið sjálft og starfð hélt áfram. Aðstoð og hjálpsemi milli manna var enn meiri og fólkið varð nátengdara eftri svona slys. Fólkið sótti styrk sinn í trúna og ég held að það lengi enginn vafi á að svo er enn þann dag í dag. Þegar allt leikur í lyndi köstum við fram af okkur beislinu, eins og aðrir þjóðfélagsþegnar.

Miðdagur

Nú er gengið eftir krákustíg og fornir mosagrónir grjótgarðar sem skipta landamerkjum milli þeirra húsa sem hér standa. Hér eru engin götunúmer. Túnblettirnir eru þau sömu en húsunum hefur verið gerð góð skil og byggð upp. Hér er Bjarg. Í minni tíð var hér torfbær. Hér bjuggu hér Einar og Guðrún. Frá þeim er komið margt fólk og gott. Einar var vel gefinn maður og átti gott með að kveða og yrkja; Vellir, Vík og Vallarhús, Vorhús, Gjáhús, Akurhús,  Byggðarendi, Bjarg og Hlið, best er að Krosshús fylgi með. Stundum fór þetta út í gáska. Bilað hafði í honum annað augað og hann átti erfitt með fótavist því hann var mjög þungur maður. Einhverju sinni var Eiríkur Tómasson frá Járngerðarstöðum að leika sér að kveðast á. Sá ungi maður sást eitt sinn á gangi með dömu hér út með sjó. Þá varð þetta til hjá Einari; í Gerðavalla grænum krók, garpur sást með Mundu. Unga manninum fannst hann þurft að borga fyrir sig; Einar ríkur rangindum, ratar líka miðin, Óðni líkur ásýndum, á sér strýkur kviðinn.
Síðan þegar Einar og Guðrún dóu bjuggu hér börn þeirra, Guðríður sem giftist Jóni Sigurðssyni. Guðríður var hér ljósmóðir og Jón sjómaður. Laufey var dóttir þeirra. Nú seinni árin hafa orðið hér mörg umskipti.”

Heimild:
-Jökull Jakobsson gengur með Tómasi Þorvaldssyni forstjóra um Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Frá 11.mars 1973.

Grindavík

Grindavík.