Sandakaravegur
Sesselja Guðmundsdóttir þekkir vel til örnefna og minja í Vatnsleysustrandarhreppslandi – sem og víðar. Um Sandakraveg sagði hún m.a. þetta árið 2006:
Varða “Í upphafi heyrði ég Einar Egils hjá Útivist tala um Sandakraveginn fyrir tugum ára. Ég sá hann fyrst fyrir ca. 15 árum, en fann ekki nyrsta hluta hans fyrr en fyrir ca. 4 árum. Það sem ruglaði flesta í upphafi var að kort sögðu hann á röngum stað, t.d. kort frá 1910 og með því byrjaði villan. Ásgeir Sæmundsson (1915-1992) frá Minni-Vogum talar um þennan veg á segulbandsupptöku (segir hann mjög klappaðan), sem ég á, og Ísólfur á Skála líka. Greinin hans Gísla pól í Alþýðublaði Hafnarfjarðar 1972 nefnir þennan veg og kort Björns Gunnlaugssonar setja hann inn á réttan stað og sóknarlýsingar frá 1840. Þær lýsa honum nokkuð vel. Lárus á Brunnastöðum sem og gamlir malar sunnar í hreppnum könnuðust aldrei við veg frá Stóru-Aragjá og upp að Nauthólaflötum (líkt og kortiðf frá 1910 gaf til kynna).

Á bls. 46, 47, 54, 57, 128-132 í bókinni minni (Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – 1995 (endurútg. 2007)) er fjallað um Sandakraveginn. Á bls. 47 segir: ”Björn Gunnlaugsson skráði Sandakraveg inn á kort sín árið 1831 og 1844 og þar er vegurinn strikaður frá vesturenda Vogastapa yfr Skógfellahraunið að Litla-Skógfelli, þaðan að syðri enda Fagradalsfjalls Sandakravegurog síðan áfram suður úr.”

Einar Egils lét okkur leita nokkuð vestur yfir Skógfellahraunið sunnan Litla-Skógfells, en við fundum ekkert. Við leituðum aldrei út frá Snorrastaðatjörnum því hann taldi víst að þeir hefðu komið að Seltjörn. Nú er þetta allt orðið ljóst og vantar bara bútinn yfir tjarnirnar, eins og áður hefur verið getið.

Gunnar Ben., tannlæknir í Garðabæ, þrjóskaðist lengi við að halda að vegurinn lægi um Mosadalinn að Nauthólaflötum, en enginn merki sjást um veg þar. Það verður að hafa sönnun um mannaverk á þjóðleiðum, ekki nóg að hafa óljósan troðning. Sandakravegurinn er mjög djúpur, unnin og gamall yfir Bjallana en þegar kemur að Grindavíkurvegamótum er hann horfinn í uppblástur. Það rétta er að kalla veginn allan frá Drykkjarsteini og að Mörguvörðum Sandakraleið sem og hann hét samkv. gömlum heimildum. Það er líka nauðsynlegt að lesa heimildir og styðjast ekki eingöngu við nýjustu tækni, t.d. loftmyndir.” (Skógfellavegur/-gata hefur kafli leiðarinnar og verið nefndur, jafnvel Vogavegur af Grindvíkingum, þ.e. sá hluti er lá millum Voga og Grindavíkur.

uppréttarRétt er að geta þess að frá Mörguvörðum ofan við Stapann liggur gömul gata svo til beint niður móana að Selbrekkum (Sólbrekkum), á ská niður þær og að Seltjörn (Selvatni). Gatan hefur eflaust haldið áfram til Grindavíkur, en nýi vegurinn liggur ofan á henni. Einungis vantar kaflann frá þessari götu og upp að Litla-Skógfelli til að tengja þessar leiðir saman.

Á Njarðvíkurheiðinni er stór vörðufótur. Þarna mun fyrrum hafa staðið myndarleg varða, að öllum líkindum landamerkjavarða af stærðinni að dæma, sem og skv. heimildum. Ólafur frá Knarrarnesi man eftir vörðunni þarna. Enda passar staðsetning hennar við “sjónhendingu” úr Brúnavörðu ofan Stapabrúnar og Arnarkletts ofan við Snorrastaðatjarnir. Grjótið í vörðunni var tekið á fyrri hluta 20. aldar og sett undir bryggjuna í Vogum. Það að Vogamenn hafi tekið grjótið bendir til þess að efnið hafi verið í þeirra landi, a.m.k. helmingurinn. Ef þetta reynist rétt er núverandi “Hollywood”-stafaskilti Reykjanesbæjar innan landamerkja Voga. En þetta var nú bara svolítill útidúr.

Á skömmum tíma, ekki síst vegna áhuga og þrautseigju einstaklinga langt utan launaðra opinberra minjastofnana eða svæðisbundinna ferðamálasamtaka (sem standa ættu efninu nær), hefur tekist að staðsetja Sandakraveginn nokkuð nákvæmlega, enda gatan enn vel merkjanleg í landslaginu.

Sandakravegur

Genginn Sandakravegur.