Entries by Ómar

Selsleið – Gjáarrétt

Hér verður lýst fjórum leiðum í Gjáarrétt, sem er neðst í Búrfellsgjá. Leiðirnar eru: Selsleið, Hlíðarleið, Hjallaleið og Kolhólaleið. Upplýsingarnar eru úr bókinni Áfangar, ferðabók hestamannsins (1986). Hafa ber í huga að framangreindar götur hafa og verið nefndar öðrum nöfnum, bæði að hluta og í heild. Áður en farið er í tilvitnaða frásögn má hér […]

Kaldársel II

Garðakirkja átti selför í Kaldársel, en þótti langt. Þórunn Sigurðardóttir, húsfreyja á Hvaleyri, hafði síðast í seli þar árið 1871. Jón Jónsson bjó þarna með konu sinni 1868-1870 og 1873 fluttist Þorsteinn Þorsteinsson þangað með ráðskonu og bjó þar síðastur manna til 1887. Á síðustu öld reisti K.F.U.M. skála þarna fyrir drengi á sumrin. Í […]

Hraunabæir – um byggð og náttúru í Hraunum

„Tólf bæir, lögbýli, hjáleigur og þurrabúðir stóðu á ströndinni frá Straumsvík suður að Lónakoti. Þar var kallað í Hraunum og heitir svo enn þó að nú sjáist þar aðeins garðar, tóftir og nokkrir sumarbústaðir. Þarna er unaðsreitur fegurðar, samt minna þekktur en vert væri. Hér verður í þremur greinum rifjað upp ýmislegt um sögu byggðarinnar, […]

Þorbjarnarstaðir

Gengið var um Þorbjarnarstaði í Hraunum. Veður var frábært – sól og logn. Tjörnin milli Þorbjarnarstaða og Gerðis, Brunntjörn, var spegilslétt. Norðvestar er Fagurgerði umgirt. Þegar komið er að Þorbjarnarstöðum frá gamla Keflavíkurveginum er fyrst komið að Þorbjarnarstaðaréttinni (Hraunaréttinni), sem mun hafa verið allfjörug á meðan var. Réttin stendur vel heilleg austan undan Sölvhól. Byrjað […]

Friðlýst svæði á Reykjanesskaganum

Eftirfarandi friðlýsingar má finna á Reykjanesskaganum sbr. vefsíðu Umhverfisstofnunar: -Akurey (Rvík) -Álafoss (Mosf.) -Ástjörn (Hafn.) -Ástjörn og Ásfjall (Hafn.) -Bakkatjörn (Seltj.) -Bláfjöll -Borgir (Kóp.) -Bringur (Mosf.) -Búrfell (Garðab.) -Bláfjöll (Rvík) -Eldborg (Grindav.) -Eldey (Reykjanesb.) -Fjaran við Kastúsatjörn (Seltj.) -Fossvogsbakkar (Rvík) -Garðahraun (Gardab.) -Gálgahraun (Gardab.) -Grótta (Seltj.) -Hamarinn (Hafn.) -Háubakkar (Rvík) -Hleinar (Hafn.) -Hlið (Álftan.) -Hvaleyrarlón […]

Hóp – Minja- og söguskilti

Um var að ræða menningar- og sögutengda ferð í boði Grindavíkurbæjar og Saltfiskssetursins. Ferðin hófst við Saltfisksetrið, Hafnargötu 12a. Gengið var að tóftum gamla Hópsbæjar og Neðri-sundvörðu. Þar var vígt fimmta söguskiltið sem sett er upp í Grindavík og nú í Hópshverfi. Þar mátti má sjá ýmsar minjar, s.s. tóftir gamla torfbæjarins á Hópi og […]

Heiðmörk

Sigurður málari Guðmundsson kom fyrstur fram með hugmyndina um friðun Heiðmerkur árið 1870. Hann taldi nauðsynlegt að Reykvíkingar gætu notið útivistar í geðfelldu umhverfi í nágrenni bæjarins. En góðir hlutir gerast hægt – nú sem fyrrum. Það var þó ekki fyrr en 1936 að Hákon Bjarnason skógræktarstjóri kynnti hugmyndina opinberlega, en hann taldi svæðið ákjósanlegt […]

Hamarinn í Hafnarfirði II

Margt fróðlegt hefur verið sagt um Hamarinn í Hafnarfirði, enda einn af hornsteinum bæjarins  – í bókstaflegum skilningi þess orðs. Örn Arnarsson hefur lítið ort um merkilega staði, eða náttúrufræðileg fyrirbrigði, sem löngum hafa þó seitt fram ljóð á tungu skáldanna. Til þess stendur hann of föstum fótum i mannlifinu. Og þegar hann yrkir um […]

Þingvellir – þingminjarannsóknir

Í Íslendingabók er m.a. getið um Alþingi. Þar segir að maður, sem átti landið í Bláskógum upphaflega hafði verið gerður útlægur fyrir dráp á þræli. Hann var nefndur Þórir kroppinskeggi. Landið varð síðar almenningseign og fólkið setti þar niður Alþingi“: „Alþingi var sett at ráði Úlfljóts ok allra landsmanna, þar er nú er, en áðr […]

Þríhnúkagígur – fyrirhugað aðgengi

Á vefsíðu VSÓ má m.a. sjá eftirfarandi upplýsingar um Þríhnúkagíg, aðgengi, varðveislu og athugunum á að gera hann aðgengilegan almenningi. Árni B. Stefánsson augnlæknir, Björn Ólafsson og Einar K. Stefánsson stofnuðu árið 2004 félagið ”Þríhnúka ehf.” með það að markmiði að vinna að frumathugun á raunhæfi þess að gera Þríhnúkagíg aðgengilegan almenningi – en jafnframt […]