Entries by Ómar

Fjárréttin í Urriðakotshrauni – fyrirmynd Kjarvals

Spor Jóhannesar Sveinssonar Kjarval liggja víða í hraununum umhverfis Garðabæ og Hafnarfjörð, en hann átti sér nokkra uppáhalds staði og þangað kom hann oftar en einu sinni. Sumarið 1966 fékk Kjarval leigubílstjóra til að aka sér í áttina að Vífilsstöðum en hann málaði stundum myndir í Vífilsstaðahrauni, en í þetta sinn lá leiðin aðeins lengra. […]

Kershellir – Hvatshellir II

Kershellir er við Selvogsveg (Suðurferðavegs) norðan við Sléttuhlíðarhorn í jarðfalli á fremur stuttri hraunrás. Hraunið er úr Búrfelli fyrir um 7400 árum. Á svæðinu eru einnig nokkrir styttri hellar. Kershellir er nyrstur og austastur þeirra. Inn af honum er svonefndur Hvatshellir. Suðvestar er Selhellir. Hann er opinn í báða enda og nefnist syðri hlutinn Selhellir […]

Ósabotnar – Gamli Kirkjuvogur

Gengið var frá Ósabotnum að Hunangshellu, en við hana er gömul þjóðsaga um finngálkn kennd. Haldið var eftir gömlu Kaupstaðaleiðinni um Draugavog og að Selhellu. Framan við tangann er tótt og önnur inn á honum. Vestan við tóttina er fallegt vatnsstæði í klöpp. Efst við sunnanverðan Selvoginn, sem er næsti vogur, er tótt. Gengið var […]

Blomkvist á Þingvöllum

Árið 1993 rak Þórarinn Þórarinsson arkitekt augun í áletrun í klöpp á Þingvöllum, þar sem gengið er út á Spöngina sem er á milli Flosagjár og Nikulásargjár. Áletrunin var uppljómuð í kvöldsólinni en reyndist þó skófum vaxin og máð og gekk því illa að lesa úr stöfunum. Mynd sem sýnir sykri stráða áletrunina á Spönginni. […]

Fiskaklettur – skilti

Á skilti framan við Fiskaklett í íbúðarbyggðinni við norðurhöfnina í Hafnarfirði má lesa eftirfarandi texta á skilti, sem þar er: „Þegar Hafnarfjarðarhraun rann frá Búrfelli í miklum jarðhræringum fyrir um 7000 árum myndaðist norðurströnd Hafnarfjarðar þar sem hraunið rann til sjávar. Þessar hamfarir urðu, ásamt öðru, til þess að höfnin myndaðist og varð frá náttúrunnar hendi […]

Verbúðarrústir á Selatöngum

Þór Magnússon skrifaði um „Seltanga“ í Lesbók Morgunblaðsins árið 1976: „Selatangar eru undarlegt ævintýraland og óvíða munu jafnskemmtilegar minjar um útræði hér á landi og einmitt þar, þótt staðurinn hafi verið litt þekktur fyrr en nú á síðustu árum. Selatangar eru um það bil miðja vegu milli Grindavíkur og Krýsuvíkur, nokkru austan við Ísólfsskála. Þarna […]

Herbraggar við Nauthólsvík og Reykjavíkurflugvöll

Í „Fornleifaskrá og húsakönnun fyrir Nauthólsvík og Nauthólsveg“ árið 2019 segir m.a. um nokkra uppistandandi bragga og hús ofan Nauthólsvíkur: Braggi 1 „Þyrping húsa við Nauthólsvík í útjaðri Reykjavíkurflugvallar á lóðinni Nauthólsvegi 100 (áður Hlíðarfótur 81). Um er að ræða nokkur sambyggð, steinsteypt og hlaðin hús ásamt áföstum bragga. Þessi hús, ásamt stökum bragga norðar […]

Hafnaberg – skilti

Við bílastæði á Nesvegi ofan við Hafnaberg eru tvö skilti. Annað felur í sér upplýsingar um bjargið og íbúa þess og hitt eru nánari skil á hinum síðarnefndu. Reyndar er textinn orðinn allmáður, en með því að rýna í hann af gaumgæfni má lesa eftirfarandi á textaskiltinu: „Bjargið er myndað úr basalt hraunlögum sem mynda […]

Síðasti geirfuglinn – skilti

Við Valahnúk á Reykjanesi er skilti skammt frá bronsstyttu af geirfugli. Á skiltinu er eftirfarandi texti: „Reykjanesbær er þátttakandi í alþjóðlegu lisverkefni „The Lost Bird Project“. Listamaðurinn Todd McGrain hefur í nokkur ár unnið að gerð skúlptúra af útdauðum fuglum m.a. geirfuglinum og vill þannig vekja athygli samtímans á umhverfisvernd og ást á náttúrunni. Hann […]

Brú milli heimsálfa – skilti

Við „Brú milli heimsálfa“ á vestanverðum Reykjanesskaganum, skammt ofan við Stóru-Sandvík eru tvö skilti, sitt hvoru megin við brúna. Á vestari skiltinu stendur eftirfarandi: „Þú getur ímyndað þér að þú standir nú á Norður-Ameríkuflekanum, sjötta stærsta jarðskorpufleka jarðarinnar. Fyrir um 200 milljónum ára var hann samfastur Evrasíu-, Afríku, og Suður-Ameríkuflekanum eða allt þar til risa […]