Sveifluháls frá Vatnsskarði – Arnarvatn – Bæjarfell
Lagt var af stað efst í Vatnsskarði um kl. 10:30 þann 17. júní 2000. Gengið var sem leið lá suður hálsinn, vestan við Miðdegishnúk og niður í Nyrðri-Folaldadal, eftir sléttum sandbotna dalnum og upp á hálsinn aftur við suðurenda hans. Þegar komið var á móts við Stapatinda var tækifærið notað til að dáðst að útsýninu […]