Entries by Ómar

Milli Kónga og Strýthóla – Viðtal við Pétur Guðjónsson um Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanesið í Grindavík er áhugaverður staður. Minjarnar, sem þar eru ofan við Nesvörina, eiga sér merka sögu mannlífs, atvinnuhátta; útgerðar og búskapar. Þar eru m.a. gamlir þurrkgarðar, þurrkbyrgi, fjárskjól, gerði og tóttir frá fyrri tíð, auk fiskhúsa, ískofa, lifrabræðslu, saltþróa, varar, bryggju, grunna og veggi íbúðarhúsa, beitningaskúra og innsiglingamerkja frá fyrri hluta síðustu aldar. Fróðlegt […]

Kofatóftir undir Bollum

Kofatóft úr torfi og grjóti undir Bollum, utan í Kristjánsdölum, við hraunkantinn milli Kerlingaskarðsvegar og Grindaskarðsvegar, hefur löngum vakið forvitni göngufólks, en fátt er vitað um tilurð hans og tilgang. Þorvaldur Thoroddsen getur kofans í skrifum sínum í Andvara árið 1884 í lýsingu sinni um „Ferðir á Suðurlandi sumarið 1883„: „Frá Kaldárseli fórum við fyrst Grindaskarðsveg […]

Er „Eyja“ réttnefni fyrir Ísland?

Samkvæmt Íslendingabók var Ísland fyrst numið af norskum og gelískum (skoskum og írskum) landnemum undir lok níundu aldar og á tíundu öld. Fornleifarannsóknir virðast staðfesta þessa frásögn í meginatriðum. Á Vísindavefnum má lesa eftirfarandi svar við spurningunni „Hver gaf Íslandi nafn?“ „Ísland hefur gengið undir nokkrum nöfnum. Í fornöld, líklega einhvern tíma á árunum 330 […]

Landið og framtíðin – Krýsuvík

Þessi grein um Krýsuvík, „Landið og framtíðina„, birtist í Skinnfaxa árið 1951 og er byggð á upplýsingum Jens Hólmgeirssonar, bústjóra í Krýsuvík, varðandi gróðurhús og búskap, og Valgarðs Thoroddsen rafveitustjóra í Hafnarfirði. varðandi boranir, en hann veitir borunum og raforkuframkvæmdum í Krýsuvík forstöðu: „Myndirnar 3 af húsum í Krýsuvík eru teknar núna í marz, en […]

Reykjanesskagi – ,,Eldfjallagarður og fólkvangur“

Hér fer á eftir Framtíðarsýn Landverndar gjörð í kjölfar aðalfundar 29. apríl 2006. Lagt er til að Reykjanesskagi verði ,,Eldfjallagarður og fólkvangur“. Framtíðarsýn Landverndar fyrir Reykjanesskaga, þ.m.t. Hengilssvæðið, er að frá Þingvallavatni og út á Reykjanestá og Eldey verði stofnaður ,,Eldfjallagarður og fólkvangur.“ Þessi framtíðarsýn grundvallast á náttúruvernd samhliða fjölbreyttri annarri nýtingu á auðlindum Reykjanesskagans. […]

Reykjanesfólkvangur – yfirlit

Það mun hafa verið Dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur sem átti hugmyndina að stofnum fólkvangs á Reykjanesi. Þegar hann fór eitt sinn um Krýsuvíkursvæðið og var að skoða verksumerki eftir fjósbygginguna í Krýsuvík 1948 blöskraði honum að sjá hvernig hluta af uppgreftrinum hafði verið ýtt fram af brún Grænavatns, sem er bæði merkilegur og fallegur sprengigígur. […]

Gísli Sigurðsson – aldarafmæli

Þann 23. júní 2003 var aldarafmæli Gísla Sigurðssonar, fyrrverandi lögregluvarðstjóra, skáta, íþróttamanns, útivistarmanns, örnefna- og minjasafnara, hljómlistarmanns og fyrrum forstöðumanns Byggðasafns Hafnarfjarðar. Gísli Sigurðsson fæddist að Sólheimum í Hrunamannahreppi 23. júní 1903. Faðir hans, Sigurður Gíslason og móðir, Jóhanna Gestsdóttir, voru þar í vinnumennsku og fóru á milli bæja. Hjónin komu til Hafnarfjarðar árið 1910 […]

Krýsuvík – náttúrperla og orkusjóður

Eyjólfur Sæmundsson skrifaði þrjár greinar í Fjarðarpóstinn árið 1998 undir fyrirsögninni „Krýsuvík – náttúrperla og orkusjóður„: „Að undanförnu hefur orðið vart aukins áhuga Hafnfirðinga á Krýsuvík. Þessi víðáttumesta jörð í landnámi Ingólfs er að hluta í eigu Hafnfirðinga, en að hluta er eignarhaldið umdeilt og standa málaferli fyrír dyrum til að skera úr umþað. Sumir […]

Tvíbollar – Stóribolli

Jón Jónsson, jarðfræðingur, skrifar í Náttúrufræðinginn 1977 um „Tvíbolla og Tvíbollahraun„: Inngangur Við Grindarskörð er röð af hnúkum, sem bera við himin norðan frá séð og flestir munu nefna Bolla, Stóra-Bolla, Mið-Bolla eða Tví-Bolla og loks Þrí-Bolla. Að minnsta kosti tvö þessara nafna eru notuð um móbergshnúka, sem harla litla bollalögun hafa, og er raunar […]

Þorbjarnarfell

Þorbjarnarfell (Þorbjörn) er hæst 243 m.y.s. Fellið er bæði merkilegt út frá jarðfræði og þjóðsögum. Norðan undir hlíðum þess eru minjar fornra búskaparhátta og skógræktar frá síðustu öld. Auðvelt er að ganga umhverfis fellið. Vegarlengdin er 5.0 km. Auk þess er fyrirhafnarlítið hægt að ganga á fellið frá bílastæðunum umhverfis það. Hringganga, ef vegarslóðanum er […]