Entries by Ómar

Reykjanesskaginn – einstök útivistarperla

Nútíminn hefur vaxandi áhuga á umhverfi og umhverfisvernd, útivist og ódýrri heilsueflingu, ekki síst nú á tímum hækkandi eldsneytisverðs og kröfu um aukna ráðdeild. En hvað með söguna, varðveislu og nýtingu hinna áþreifanlegu minja? Á Reykjanesskaganum býr yfir helmingur Íslendinga, á einu fjölbreyttasta útivistarsvæði landsins, en jafnframt því vannýttasta. Á svæðinu er mikill fjöldi sögulegra […]

Reykjanesskagi – eldgos

Á vefsíðunni „eldgos.is“ er m.a. fjallað um Reykjanesskagann með hliðsjón af eldgosum sem þar hafa orðið – og verða: Reykjanesskagi Reykjanesskaginn er yngsti hluti Íslands en mjög eldbrunninn. 5-6 eldstöðvakerfi eru talin vera á skaganum eftir því hvort Hengilskerfið er talið með eða ekki. Hér er það ekki talið með því landfræðilega er miðja Hengilskerfisins […]

Hettuvegur – Smérbrekkustígur

Gengið var um forna stíga, götur og vegi á Sveifluhálsi. Allmörg örnefni eru tengd þessum leiðum yfir og eftir hálsinum. Til nýjunga verður hins vegar að teljast nýlega merktur og stikaður Hettuvegur frá Ketilsstíg inn á Smérbrekkustíg og Krýsuvíkurleið um Rauðuskriðu. Ekki er vitað til þess að þessi leið hafi verið farin áður en hún  […]

Krýsuvík eða Krísuvík?

Á Vísindavefunum má lesa eftirfarandi svar við spurningunni; „Hvort er réttara að skrifa Krýsuvík eða Krísuvík?“: Í heild hljóðar spurningin svona: Hvort er réttara að skrifa Krýsuvík eða Krísuvík? Báðar útgáfur af þessu orði koma fyrir í fræðiritum og bókum. Í Landnámu (Íslensk fornrit I:392 og víðar) og fornbréfum er nafnið ritað Krýsuvík. Uppruni þess […]

Suðurnes?

Í Wikipedia koma fram eftirfarandi upplýsingar um „Suðurnes“ á Reykjanesskaga: „Suðurnes er samheiti þeirra byggðarlaga sem eru á Reykjanesskaga sunnan Hafnarfjarðar, eða sunnan Straums eins og Suðurnesjamenn segja oft. Þessi byggðarlög eru Vogar í samnefndu sveitarfélagi á Vatnsleysuströnd, Reykjanesbær (sem var myndaður 1994 úr Innri- og Ytri Njarðvík, Keflavík og Höfnum en sameining var felld […]

Konungur Íslands og drottning

Í Fálkanum 1930 (Alþingishátíðarriti) er grein um „Konung Íslands og drotningu„: „Hinn fyrsta dag Alþingishátíðarinnar setur konungur Íslands og Danmerkur þingfund á Lögbergi. Á Lögbergi hafa áður konungar staðið, en þing hefir eigi verið haldið þar síðan löngu áður en fyrsti konungur Íslands kom hingað til lands. Atburður þessi verður því einslæður í sögu þjóðarinnar. […]

Garðar og Garðastekkur II

Skv. Örnefnaskrá 1964 lá Garðagata „frá Garðahliði norður holtið hjá Prestahól í Stekkinn„, þ.e. Garðastekk og við hana hefur Götuhóll eða Göthóll e.t.v. verið kenndur, „klapparhóll litlu norðar en Prestahóll, rétt við Garðagötu“. Framhald virðist vera af götunni um 100 m norðan við stekkinn, á móts við núverandi Garðaholtsveg, en þar liggur skv. Fornleifakönnun 1999 […]

Þrettán fjöll Reykjanesskagans

Reykjanesið hefur margar fallegar gönguleiðir upp á að bjóða. Reykjanes Geopark í samstarfi við Þráinn Kolbeinsson hefur tekið saman 13 gönguleiðir af Reykjanesinu og nefnist verkefnið „Tindar Reykjaness„. Verkefnið var styrkt af Sóknaráætlun Suðurnesja. Þorbjörn Norðan við Grindavík og rétt hjá Bláa lóninu liggur fellið Þorbjörn (Þorbjarnarfell). Fellið myndaðist á síðasta kuldaskeiði ísaldar, við gos […]

Bústaðir Alþingis

Í Fálkanum, Alþingishátíðarútgáfunni, árið 1930 er m.a. fjallað um „Bústaði Alþingis„: „Það liggur nær að halda að þinghald hafi lagst niður hjer á landi fyrir húsnæðisleysi. Framan af öldum hefir þingið jafnan verið haldið undir beru lofti, og þó er þess aldrei getið, að þinghald hafi farist fyrir vegna óveðurs, þó að hlífðarföt hafi vitanlega […]

Alþingishátíðin 1930 – Jón Sigurðsson

Í Fálkanum 1930 er rit er tileinkað var Alþingishátíðinni það ár. Í því er m.a. „Ávarp“ tileinkað Jóni Sigurðssyni: „Þegar Íslendingar halda hátíðlega þúsund ára minningu elsta löggjafarþings heimsins, Alþingis, hlýtur hugurinn að hvarfla til liðinna tíma. Saga Alþingis er saga þjóðarinnar. Á Þingvelli var miðdepill þjóðlífsins og í gerðum Alþingis, góðum og vondum, endurspeglaðist […]