Entries by Ómar

Hraunflæði á höfuðborgarsvæðinu – Daníel Páll Jónasson

Daníel Páll Jónasson skrifaði í BS Háskólaritgerð sinni árið 2012 um „Hraunflæði á höfuðborgarsvæðinu„. Um er að ræða sögu hraunflæðis á svæðinu á nútíma og kortlagning mögulegra farvega til byggða. Ritgerðin er fyrir margt áhugaverð. Hér á eftir má lesa hluta hennar: „Ritgerðin fjallar um hvernig hraunflæði hefur verið háttað í átt til höfuðborgarsvæðisins á […]

Krýsuvík er komin í gang

Sunna Ósk Logadóttir skrifaði þann 20. janúar 2024 í Heimildina (heimildin.is) um „Krýsuvík er komin í gang“: „Í ljósi sögunnar má ætla að eldgosin verði stærri og fleiri eldstöðvakerfi vakna þegar líða tekur á það gostímabil sem nú er hafið á Reykjanesskaga. Hraunrennsli og sprunguhreyfingar munu þá ógna íbúabyggð og innviðum á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er […]

70 refir felldir í vor

Í Morgunblaðinu 14. júlí 1987 skrifaði fréttaritari þess í Vogum; „70 refir felldir í vor„. Af fréttinni að dæma virðist sem ör fjölgun hafi orðið á tófu á vestanverðum Reykjanesskaganum þetta árið. „Tófu fjölgar ört í Gullbringusýslu að sögn refaskyttu sem fréttaritari Morgunblaðsins hefur rætt við. Refaskytturnar hafa fellt um 70 tófur í vor, og virðast […]

Gönguferð; Bláa lónið – Slaga

Jón Jónsson, jarðfræðingur, fjallar um „Gönguleið; Bláa Lónið – Slaga“ í Morgunblaðinu árið 1991: „Hér á eftir er stiklað á stóru í jarðfræði þess svæðis sem farið verður um. Sé gengið frá Bláa lóninu austur yfir, má fara hvort heldur vill norðan Svartengisfells eða suður yfir Selháls og austur eftir hraununum þar fyrir sunnan og […]

Grindavík; byggðin að mestu á hrauntaumi frá Sundhnúkagígaröð

Eftirfarandi birtist í Bæjarbót þeirra Grindvíkinga árið 1990 undir fyrirsögninni „Byggðin að mestu á hrauntaumi frá Sundhnúkagígaröð„. Efnið er úr ritinu Náttúrufar á sunnanverðum Reykjanesskaga, sem Náttúrufræðistofnun Íslands vann fyrir Samvinnunefnd um skipulagsmál á Suðurnesjum. „Á könnunarsvæðinu er Grindavík eini þéttbýlisstaðurinn og því er vert að fara fáum orðum sérstaklega um það svæði. Á meðfylgjandi […]

Skáli Ingólfs?

 Landnám Íslands – Ingólfur og Karli Í Sturlubók Landnámu má lesa eftirfarandi um fyrstu landnám hér á landi: Formáli „Í aldarfarsbók þeirri, er Beda prestur heilagur gerði, er getið eylands þess er Thile heitir og á bókum er sagt, að liggi sex dægra sigling í norður frá Bretlandi; þar sagði hann eigi koma dag á […]

Litlar dyngjur virðast elstar eldstöðvanna á Reykjanesskaga – Jón Jónsson

Í Morgunblaðinu 1978 er viðtal við Jón Jónsson jarðfræðing um aldursákvarðanir á hraunum á Reykjanesskaga (niðurstöðurnar þarf að taka með fyrirvara því ýmiss þróun við áldursákvarðanir hefur orðið síðan viðtalið var birt) undir fyrirsögninni:“Litlar dyngjur virðast elstar eldstöðvanna á Reykjanesskaga„: „Jón Jónsson jarðfræðingur fékk í júní s.l. 200 þúsund króna styrk úr Vísindasjóði vegna kostnaðar […]

Jarðskjálftar fyrrum – Þorvaldur Thoroddsen

 Jarðskjálftar vekja jafnan ugg og ótta með fólki, þá sjaldan sem þeir verða á sérhverri mannsævi. Þeir eru þó algengari en í fyrstu virðist. Þorvaldur Thoroddsen skrifaði „Um jarðskjálfta“ í Andvara árið 1882: „Það er naumlega hægt að ímynda sér nokkuð óttalegra en mikinn jarðskjálfta, jörðin titrar og skelfur og gengur upp og niður eins […]

Vatnsleysuheiði (Vogaheiði) – sel

Ætlunin var að skoða hinar fjölmörgu minjar í heiðinni ofan við Voga, einkum selin. Neðst má sjá hlekk á nánari umfjöllun um einstök minjasvæði. Haldið var úr Vogum að Nýjaseli austan við Snorrastaðatjarnir. Tóttirnar hvíla undir klapparholtinu Nýjaselsbjalla. Um Nýjasel eru sagnir um að þar hafi ekki verið vært í seli nema skamman tíma á […]

Meradalir – örnefnið

„Í landi Hrauns austan við Grindavík, í fjalllendinu austan við hina heimsfrægu Geldingadali, er djúp dalkvos sem ber heitið Meradalir. Þegar þetta er ritað er hraun tekið að renna þangað eftir að nýjar gossprungur mynduðust norðaustan við Geldingadali. Hvorugir dalanna eru raunar miklir dalir eins og heitið gæti bent til en tekið fram í örnefnalýsingu […]