Vogaheiði

Ætlunin var að skoða hinar fjölmörgu minjar í heiðinni ofan við Voga, einkum selin. Neðst má sjá hlekk á nánari umfjöllun um einstök minjasvæði.

Pétursborg

Pétursborg.

Haldið var úr Vogum að Nýjaseli austan við Snorrastaðatjarnir. Tóttirnar hvíla undir klapparholtinu Nýjaselsbjalla. Um Nýjasel eru sagnir um að þar hafi ekki verið vært í seli nema skamman tíma á sumri vegna reimleika.
Þaðan var haldið að Pétursborg, fallegri og heillegri fjárborg ofan Huldugjár. Sunnan þess má vel greina tvær fjárhústótttir. Ef ekki væri vegna þeirra væri landið fyrir löngu fokið burt.
Austan borgarinnar er Hólssel, tvær tættur og stekkur. Frá því var haldið í Arahnúkasel, sem er gjáin ber hæst á Stóru-Aragjá ofar í heiðinni. Selið kúrir undir gjárveggnum. Þar eru allnokkrar tóttir, fallegur stekkur og rétt.

Arahnúkasel

Ara(hnúka)sel – uppdráttur ÓSÁ.

Stóra verkefnið var að finna Vogasel og Gömlu-Vogasel undir Vogaholti. Talsvert jarðvegsrof er í Vogadal. Enn má þó sjá grónar tóftir suðvestan í dalnum (Gömlu-Vogasel). Skammt ofar eru heillegar tóttir Vogasels undir klapparhól. Skammt ofar er hlaðinn stekkur.
Þá var haldið austur með Brunnaselsgjá í leit að Brunnaseli. Markhóll blasti við í norðaustri, en hann skilur af land Brunnastaða og Voga.
Eftir u.þ.b. tuttugu mínútna gang var komið að Brunnastaðaseli. Um er að ræða stór sel, bæði undir gjárbarminum og eins utar. Í gjánni er heil kví, sem virðist nýlega yfirgefin. Þar var áð. Við selshúsin eru stekkir, fyrir framan þá efri en utan í þeirri neðri. Vatnsstæðið var uppi í gjánni, en var nú þurrt.
Vel gekk að finna Gamla Hlöðunessel. Það er neðar og austan utan í Hlöðuneskinn, tvær tóttir og stekkur. Mikið jarðvegsrof er í kvosinni og má segja að selið standi þar eitt eftir.

Hlöðunessel

Hlöðunessel.

Allnokkur leit var gerð að Gjáseli, en það var þess virði. Selið er undir Gjáselsgjá og má segja að þar sé fyrsta raðhúsið hér á landi. Átta hús standa í röð undir gjárveggnum, en vestar er rétt og kví. Selið er frá nokkrum bæjum á Ströndinni og virðast þeir hafa komið sér vel saman um nýtingu þess. Áður fyrr átti foss að hafa fallið framan af gjárbarminum, en hann er löngu horfinn. Þetta er sérstaklega fallegur staður og alveg þess virði að ganga þangað í góðu veðri. Frá Vogaafleggjara er líklega tæplega klukkustundar gangur upp í selið. Sá, sem þangað kemur, verður ekki samur á eftir.

Gjásel

Gjásel – uppdráttur ÓSÁ.

Úr Gjáseli var gengið að Knarrarnesseli. Um tuttugu mínútna gangur er milli seljanna. Í Knarrarnesseli eru allmarkar tóttir af seljum, rétt og tveir stekkir. Talið er að eitt seljanna hafi verið Ásláksstaðasel. Tóttirnir er mjög heillegar og auðvelt að greina húsaskipan.
Á leiðinni yfir að Auðnaseli er gengið um Áskláksstaðaholt og Flár, en þar er mikið brak úr þýskri flugvél. Flugmaðurinn var handtekinn og var hann fyrsti Þjóðverjinn, sem mun hafa verið handtekinn var hér á landi í stríðinu. Sá má vélina, annað dekkið og heilmikið brak annað á svæðinu, sjá HÉR.
Auðnasel liggur undir ofan við Háabarm. Um er að ræða nokkrar tóttir og stekki.
Þá var línan tekin í norðvestur að Fornaseli. Það kúrir undir hæð á milli línuvegarins og Reykjanesbrautar. Ofan við hól, sem það stendur á, eru tvær tóttir og brunnur. Utan í hólnum er vísar að Reykjanesbrautinni er stór tótt og heilleg. Sunnan hennar er stekkur.

Sprungur

Hraunsprungur millum Vatnsleysustrandar og Grindavíkur.

Ætlunin var að fara í Fornuselin utan í Sýrholti og Flekkuvíkursel, en ofan við það eru fornar hleðslur, auk vatnsstæðisins á holtinu ofan þess, en það varð að bíða betri tíma (sjá HÉR).
Gangan tók 6 og ½ klst.

Sjá einnig MYNDIR.

Gjásel

Gjásel í heiðinni.