Entries by Ómar

Fornleifaskráning í Eldvörpum og milli Prestastígs og Skipsstígs – I

Ragnheiður Traustadóttir og Ómar Smári Ármannsson unnu skýrsluna „Fornleifaskráning í Eldvörpum og milli Prestastígs og Skipsstígs“ árið 2013. Í efnisyfirlitinu er m.a. lýst fyrri rannsóknum, tilgangi fornleifaskráningar, fornleifaskráningunni og aðferðarfræði, jarðarnúmeri, tegund og heiti fornleifa, staðsetningu þeirra, staðháttum lýst, hættumat ákvaðað, einstökum fornleifum á svæðinu, s.s. fornum leiðum, götum, vörðum, brúm, skjólum, refagildrum, herminjum, aðhaldi. […]

Krýsuvík og Krýsuvíkurland – Stefán Stefánsson – II. hluti

„Svo er talið, að Ögmundarhraun hafi runnið (eða brunnið, eins og Snorri goði mundi hafa orðað það) um miðja 14. öld. Um stað þann, sem nú er kallaður Húshólmi, þar sem er miklu eldra hraun undir gróðrinum en Ögmundarhraun er, hefur hraunstraumurinn klofnað. Hefur önnur álman runnið fyrir vestan hólma þennan, en hin fyrir austan […]

Krýsuvík og Krýsuvíkurland – Stefán Stefánsson – I. hluti

Stefán Stefánsson var kunnastur leiðsögumaður útlendra ferðamanna á landi hér. Hann gerþekkti landið af löngum ferðalögum á hestum hvert einasta sumar. Þó mun Krýsuvík hafa verið honum kærari en flestir aðrir staðir. Við Kleifarvatn hefur skjöldur verið felldur í klett til minningar um hann og höfði, áður Innristapi, verið nefndur eftir honum. Á þeim stað […]

Krýsuvíkurvegur – Árni Óla

„Hinn nýi vegur til Krýsuvíkur, sem nú er í smíðum, hefur vakið mikið umtal, og hefur fyrirtæki þetta að mestu sætt áfellisdómum. Er því einkum borið við, að vegagerð þessi verði vitleysislega dýr, en gagnið af henni óvíst. Hér á Íslandi er vegagerð svo dýr, að nauðsyn er á að hver vegarspotti komi sem flestum […]

Krýsuvík – einbúinn Magnús Ólafsson

“Krýsuvík er sennilega landnámsjörð. Segir Landnáma að Þórir haustmyrkur hafi numið Selvog og Krýsuvík. Eftir að kristni var lögtekin var þarna kirkja, og helguð Maríu mey. Voru prestar búsettir í Krýsuvík fram yfir 1600. Síðar varð þarna útkirkja frá Strönd í Selvogi, og seinast útkirkja frá Stað í Grindavík þangað til hún var lögð niður […]

Herdísarvík – 1925 – Árni Óla

„Herdísarbærinn er snotur, þótt ekki sé hann stór. Þar er stofa byggð forkunnar vel úr völdum viði að mestu. Er það unninn rekaviður úr fjörunni þar. Tvöföld súð er í baðstofunni og tröð á milli. Bærinn stendur á ofurlítilli flöt, rétt á tjarnarbakkanum, og stendur lágt. Hefur það oft hefnt sín, að hann stendur ekki […]

Þróun í atvinnu- og byggðamálum á Reykjanesskaga

Hér verður lýst þróun í atvinnu- og byggðamálum á Reykjanesskaga og reynt að rýna svolítið í framtíðina í þeim efnum. Byggðin á Reykjanesi (Suðurnesjum) var frá upphafi svo til öll með sjávarsíðunni. Einstaka bæir voru bundir litlum gróðurblettum þar sem þá var að finna eða hægt var að rækta upp með sæmilegu móti. Útvegsbændurnir höfðu […]

Selatangar – með Jóni Guðmundssyni

Á Selatöngum eru minjar gamallar verstöðvar. Núverandi minjar eru líkast til u.þ.b. tveggja alda gamlar. Þær hafa eflaust tekið breytingum allnokkrum frá því að verstöðin var fyrst notuð sem slík. Á Selatöngum má enn sjá greinilega tóftir tveggja búða (Vestari búð og Austari búð) auk þess sem sést móta fyrir útlínum þeirrar þriðju miðsvæðis. Þar […]

Rauðamelsstígur – Hrútafell – Rauðamelur

Gengið var um Straumsselsstíg/Rauðamelsstíg/Hrauntungustíg norðan við Hrútafell. Þeim síðastnefnda var fylgt um Hörðuvelli, Einihlíðar, Dyngnahraun og Mosa. Þar beygir stígurinn inn í Skógarnef og til norðurs vestan við Óttarsstaðasel. Norðan við selið liggja Rauðamelssígur og Óttarsstaðaselsstígur saman. Stígurinn hefur stundum verið nefndur Mosastígur milli Mosa og Óttarsstaðarselsstíg. Einnig Skógargata inn í Skógarnef. Leiðinni var fylgt […]

Landnám Ingólfs – I

Í Landnámu er greinargóð lýsing á landnámi Ingólfs. Samkvæmt henni ræður Ölfusá og Sogið að suðaustan og austanverðu, þá Ölfusvatn, sem síðar nefndist Þingvallavatn, þá Öxará. Öxará rennur milli Búrfells og Súlna og fellur úr Myrkravatni, sem er skammt norður af Búrfelli. Norðaustur af Myrkravatni er Sandvatn, vestan undir Súlum, en úr því fellur Brynjudalsá, […]