Landnám

Í Landnámu er greinargóð lýsing á landnámi Ingólfs.

Landnám

Landnám Íslands – póstkkort Samúels Eggertssonar.

Samkvæmt henni ræður Ölfusá og Sogið að suðaustan og austanverðu, þá Ölfusvatn, sem síðar nefndist Þingvallavatn, þá Öxará. Öxará rennur milli Búrfells og Súlna og fellur úr Myrkravatni, sem er skammt norður af Búrfelli. Norðaustur af Myrkravatni er Sandvatn, vestan undir Súlum, en úr því fellur Brynjudalsá, og ræður hún takmörkum landnáms, en síðan Hvalfjörður og þá haf allt að vestan og sunnan til mynnis Ölfusár.

Landnám

Landnámið.

Steinunn gamla, frændkona Ingólfs, var hinn fyrsta vetur með honum eftir að hún kom til landsins. Þá hún síðan af honum Rosmhvalanes allt fyrir utan Hvassahraun, en hún gaf honum í staðinn heklu flekkótta og vildi þá kalla, að hún hefði keypt landið svo að síður væri hætta á að rift væri gjöfinni. Land það, er Steinunn eignaðist, var afar víðáttumikið, náði frá Ósabotnum yfir allt Rosmhvalanesi, Miðnes, Garðskaga, Njarðvík og alla Vatnsleysuströnd inn að Hvassahrauni. Eflaust hefur hún búið suður á Rosmhvalanesi, líklega á Gufuskálum, því alla Vatnsleysuströndina gaf hún aftur úr landi sínu.

Landnám

Landnám Ingólfs á Reykjanesskaga.

Eyvindur, frændi Steinunnar og fóstri, fékk að gjöf frá henni landið milli Kvíguvogabjarga og Hvassahrauns. Hann bjó í Kvíguvogum, sem nú heitir í Vogum, en Kvíguvogabjörg heita nú Vogastapi, Njarðvíkurstapi eða einungis Stapi. Hrollleifur í Heiðabæ kúgaði Eyvind til þess að hafa við sig landaskipti. Fluttist Hrollleifur þá suður í Kvíguvoga og bjó þar síðan, en Eyvindur bjó nokkra vetur í Heiðabæ og fór síðan suður á Rosmhvalanes til Bæjarskerja.
Sagnir eru og af fleiri landnámsmönnum er fengu af upprunalegu landi Ingólfs.
Þórir haustmyrkur nam Selvog og Krýsuvík, en Heggur son hans bjó að Vogi.
Molda-Gnúpur fór til Íslands fyrir víga sakir þeirra bræðra og nam land milli Kúðafljóts og Eyjarár, Álftaver allt; þar var þá vatn mikið og álftveiðar á.

Landnám

Landnám á Reykjanesskaga.

Molda-Gnúpur seldi mörgum mönnum af landnámi sínu, og gerðist þar fjölbyggt, áður jarðeldur rann þar ofan, en þá flýðu þeir vestur til Höfðabrekku og gerðu þar tjaldbúðir, er heitir á Tjaldavelli. En Vémundur, son Sigmundar kleykis, leyfði þeim eigi þar vist. Þá fóru þeir í Hrossagarð og gerðu þar skála og sátu þar um veturinn, og gerðist þar ófriður með þeim og vígafar. En um vorið eftir fóru þeir Molda-Gnúpur vestur í Grindavík og staðfestist þar; þeir höfðu fátt kvikfjár. Þeir voru þá fulltíða synir Molda-Gnúps, Björn og Gnúpur, Þorsteinn hrungnir og Þórður leggjaldi.
Björn dreymdi um nótt, að bergbúi kæmi að honum og bauð að gera félag við hann, en hann þóttist játa því. Eftir það kom hafur til geita hans, og tímgaðist þá svo skjótt fé hans, að hann varð skjótt vellauðugur; síðan var hann Hafur-Björn kallaður. Það sá ófreskir menn, að landvættir allar fylgdu Hafur-Birni til þings, en þeim Þorsteini og Þórði til veiða og fiskjar.

Skarðsbók

Skarðsbók Landnámu.

Hafur-Björn átti (Jórunni, stjúpdóttur Gnúps bróður síns). Þeirra son var Svertingur, er átti Húngerði, dóttur Þórodds Tungu-Oddssonar og Jófríðar Gunnarsdóttur, þeirra dóttir Þorbjörg móðir Sveinbjarnar, föður Bótólfs, föður Þórdísar, móður Helgu, móður Guðnýjar, móður Sturlusona. Gnúpur Molda-Gnúpsson átti Arnbjörgu Ráðormsdóttur, sem fyrr er ritað. Iðunn var dóttir Molda-Gnúps, er átti Þjóstar á Álftanesi. Þormóður var son þeirra.
Ásbjörn Össurarson, bróðurson Ingólfs, nam land milli Hraunholtslækjar og Hvassahrauns. Álftanes allt, og bjó á Skúlastöðum.
Herjólfur hét maður Bárðarson, Herjólfssonar, frændi Ingólfs landnámamanns. Þeim Herjólfi gaf Ingólfur land á milli vogs og Reykjaness.

-Landnáma – Sturlubók.

Gufuskálar

Gufuskálar – uppdráttur ÓSÁ.